Vísir - 29.11.1962, Blaðsíða 4
/
4
Viðskipti okkar við
Japan hafa aukizt mjög á
síðustu árum, og hefur
það færzt mjög í vöxt að
íslenzkir kaupsýslumenn
legðu leið sína þangað í
viðskiptaerindum. Nýlega
kom Friðrik Theódórsson,
sem starfar hjá Rolf Jo-
hansen & Co., úr ferð til
Japan. Hittum við hann
að máli, til að frétta frek-
ar af ferðinni.
>f
væri ekki hægt, en Japanir hafa
gert ótrúlega hluti.
— Borgin er yfirfull af fólki,
mjög þröng og þéttbyggð. Þar
búa um tíu milljón manns.
Húsnæðisvandræði eru mikil.
Að finna húsnæði þar, er eins og
að finna blómstrandi bananatré
vaxandi á Austurvelli í febrúar.
Það setur svip á borgina hve mik
ið er þar af neonljósum. Þegar
komið er út fyrir Times Square
í New York sést ekki nema eitt
og eitt neonljós. Þarna eru húsin
bókstaflega þakin með þeim.
— Hvernig var veðrið?
— Það var mjög mismunandi,
en almennt sæmilegt. Ég var
þarna í sól og hita, dynjandi rign
ingu, og hita allt niður f frost-
mark, bæði með sólskini og
dimmviðri.
— Hvaða leið fórst þú ; til
Japan?
— Ég fór fyrst til Kaupmanna-
hafnar og þaðan um Hamborg,
Frankfurt, Róm, Teheran, Karac-
hi, Bombay, Bangkok, Hong Kong
og þaðan til Tokyo. Það er hægt
að fara fljótlegri leið, með því
að fara yfir pólinn um Alaska til
Tokyo. Sú ferð tekur um 19 tíma.
Leiðin sem ég fór tók um 40
Kurteist,
en ekki laglegt.
— Hvernig er fólkið?
— Það er sérlega þægilegt og
kurteist í umgengni, alveg sama
hver var. Mennirnir sem ég var
með, umgengust alla eins og jafn-
ingja. Maður verður aldrei var við
skriðdýrsmennsku, jafnvel hjá
V í SIR . Fimmtudagur 29. nóvember 1962.
Friðrik fyrir framan Buddha líkneski í japönsku musteri.
Alltaf að
skónum
tíma frá Frankfurt, enda stoppað
víða.
— Ferðin gekk yfirleitt vel, að
öðru leyti en því, að taskan mín
fannst ekki í Frankfurt. Þetta var
seint á laugardagskvöldi og ég
átti að halda áfram klukkan átta
morguninn eftir! Mér leizt ekkert
á að þurfa að fara hálfa leiðina
kringum hnöttinn án þess að geta
skipt um skyrtu. Ég heimtaði að.
Lufthansa léti mig hafa föt og
þau voru rétt ókomin, þegar
taskan loks fannst, eftir mið-
nætti.
— Við fórum alltaf úr vélinni
á flugvöllum sem við komum á,
nema 1 Karachi. Þar var ekki leyft
að fara úr henni, vegna ótta við
róstur milli Indverja og Pakist-
anbúa. Til Tokyo kom ég svo að
kvöldi og fór á hótel, sem nefn-
ist Ginza Tokyu. Það er nýlegt
og algerlega vestrænt, bæði í
húsaskipun, mat og þjónustu.
Borgin upprifin.
— Hvernig lítur borgin út?
— Hún er öll upprifin, svo að
varla er hægt að komast leiðar
sinnar. Það er verið að setja nýtt
kerfi af neðanjarðarlestum og
gera allar götur f stand. Þá er
einnig verið að endurbæta útlit
húsa við allar helztu götur borg-
arinnar. Þessu á öllu að vera
lokið fyrir Olympíuleikana 1964.
Þegar maður sér hvemig þetta er
núna, gæti maður haldið að það
þeim lægst settu. Yfirleitt talar
fólk ekki mikið ensku, nema þeir
sem eru tiltölulega hátt settir í
þjóðfélaginu.
— Fólkið er mjög smávaxið og
ekki laglegt á okkar mælikvarða.
Fegurð japanskrar konu er mjög
mikið miðuð við hálsinn að aftan,
enda ná föt þeirra gjarnan upp á
hálsinn að framan, en eru yfirleitt
eitthvað opin í hálsinn að aftan.
— Þarna er enn mikið eftir af
þeirri tradition að konan sé mann
inum óæðri. Það kom fyrir mig,
skömmu eftir að ég kom til Japan,
að ég var í lyftu með nokkrum
konum. Ég beið eftir að konurnar
gengju út á undan, eins og tíðk-
ast á Vesturlöndum, en engin
hreyfði sig. Þær voru að bíða eftir
því að ég færi út. Það endaði með
því að maðurinn sem var með mér
ýtti mér út úr lyftunni og þá
komu þær allar á eftir.
— Öll þjónusta er sérlega góð
í Japan. Ég kom til dæmis á
Mikado, einn þekktasta nætur-
klúbb í Tokyo. Þar var þjónn við
hvert borð, með stúlku sér til að-
stoðar. Á skemmtistöðum eru yfir
leitt „hostesses". Þegar maður
kemur inn, koma nokkrar og mað
ur velur úr þá sem maður vill að
sitji við borðið. Hún situr svo
og talar við gestina, kveikir í
sígarettum og hellir f glös og reyn
ir almennt að láta mönnum líða
vel.
Það er ekkert ósiðlegt við þetta.
Þarna kemur það enn einu sinn
fram að konan er í þjónshlutverki,
samkvæmt þeirra erfðavenjum.
Konan
alltaf á eftir.
— Eru gömlu siðirnir enn ráð-
andi?
— Japan hefur opnazt mjög á
síðari árum, en þó eru gömlu venj
urnar enn mjög sterkar. Það er
mjög að leggjast niður núna, sér-
lega í stórborgum, en til skamms
tíma gekk konan alltaf á eftir, ef
hjónin fóru út að ganga. Til dæm
is um erlendu áhrifin, hefur mikið
af enskum orðum verið tekið inn i
málið óbreytt.
— Ég fór til smábæjar, sem heit
ir Kurume, til að skoða fyrstu
verksmiðju Bridgestone, en það
fyrirtæki var ég að heimsækja.
Þar sér maður allt aðra menningu
en í Tokyo, sem er eins og hver
önnur stórborg með skarkala og
ljósahaf. Þarna eru hins vegar
flestar þeirra gömlu venjur við
lýði enn.
— Annars hafði ég varla tíma
til að átta mig. Ég var leiddur úr
einu musterinu f annað og alltaf
varð ég að fara úr skónum. Ég
var eins og fínn maður í támjóum
ítölskum skóm, reimuðum eins og
venja er til.
— Ég fór þvf af stað einn
daginn til að kaupa skó, sem hæg
ara væri að fara úr. Við fórum í
heljar mikla verzlun, sem hefur
2500 manns í vinnu. Þeir litu einu
sinni á fæturna á mér og svo fór-
allt á annan endann að finna skó
sem væru nógu stðrir, þó að ég
notaði ekki nema meðalskó á okk
ar mælikvarða. Loksins fundust
einir uppi á lofti, sem voru nógu
stórir. Þá varð ég að kaupa, þó
að mér litist ekki sérlega vel á
þá.
Heit handklæði.
— Á matstöðum f Japan fara
allir úr skónum og fá inniskó.
Þeir gerðu ekki miklu meira
en að passa á stóru tána á mér,
svo að ég varð alltaf að vera á
sokkaleistunum. Ég kunni yfirleitt
mjög vel við matstaðina. Maður
fær ekki bara borð, heldur her-
bergi, þar sem maður getur haft
alla hentisemi. Ég kunni einnig
mjög vel við þann sið þeirra að
maður fær alltaf heitt handklæði
þegar maður kemur inn, til að
þurrka sér um hendur og f fram-
an.
— Borðin eru svo lág að allir
sitja á gólfinu. Þetta er mjög
þreytandi fyrir vesturlandabúa,
svo að mér var venjulega fenginn
stóll, sem ekki voru á neinir fæt-
ur. Ég var einnig alltaf að reka
mig upp undir. 1 fyrsta Iagi eru
Japanir mjög lágvaxnir og auk
þess standa þeir sjaldan beinir,
því að þeir eru alltaf að hnelgja
sig f allar áttir.
— Hvernig er verðlagið?
— Það er ekki sérlega Iágt, að
minnsta kosti ekki fyrir ferða-
menn. Það er ekki hægt að segja
að fæði og húsnæði sé ódýrt á
þeim stöðum sem sinna aðallega
vestrænum mönnum Hægt er að
finna ódýra staði, en til þess þar
kunnugleika
Viðskipti
tímafrek.
— Hvemig er að skipta við
Japani?
— Mjög gott. Þó tekur allt
mjög langan tíma hjá þeim Þeir
virðast vilja velta hlutunum mikið
Framhald á bls. 10.
• Rætt við Friðrik Theódórs-
• son um ferð til JAPAN
•Mp ií'M t »i. V t t
.1 : Í •. . f Í 4 » ♦ 1 t i }
i ■% 1
i •*
; • i *•