Vísir


Vísir - 29.11.1962, Qupperneq 6

Vísir - 29.11.1962, Qupperneq 6
6 V í S IR . Fimmtudagur 29. nóvember 1962. Þarfari en Alþýðu- sambandsþing? Verkalýöurinn og þjóöfé- lagið. 156 bls. Fyrsta bók í Bókasafni Félagsmála- stofnunarinnar. Ritstjóri: Hannes Jónsson, félags- fræðingur. Verð kr. 150.00. Á meðan Aiþýðusambands- þing eyddi næstum heilli viku í pólitísk valdaátðk og sinnti næsta lítið raunverulegum kjaramálum verkalýðsins, eyddi ég tveimur kvöldstund- um í að lesa nýútkomna bók, sem nefnist „Verkalýðurinn og þjóðfélagið“ og er fyrsta bókin í bókasafni Félagsmálastofnun- arinnar. Að lestri loknum er ég sann- færður um, að mfnum tveimur kvöldstundum var betur varið en kvöldstundum margra full- trúanna á Alþýðusambands- þingi. Ástæðan fyrir þessum dómi er sú, að bókin er frá byrjun til enda jákvæð athugun á ýmsum brýnustu hagsmuna- málum launþega og íslenzks þjóðfélags á þessari öld félag- anna og félagslegra hagsmuna- átaka. Þar eru tekin fyrir og krufin til mergjar margvísleg málefni verkalýðsins, sem ís- lenzk verkalýðshreyfing hefði átt að vera búin að rannsaka á raunsæjan hátt fyrir árum eða jafnvel áratugum síðan, en hefur með öllu vanrækt vegna pólitíska bramboltsins innan Alþýðusambandsins, sem veld- ur því m. a., að enginn for- ystumaður virðist þar hafa tíma til þess að sinna öðru en þvargi í þágu stríðandi ber- serkja. — En þessi pólitíski berserksgangur er allur á kostn að verkalýðshreyfingarinnar. Bókin „Verkalýðurinn og þjóðfélagið" en öll f öðrum dúr. Þar krefur t .d. ritstjóri verks- ins, Hannes Jónsson, félags- fræðingur, til mergjar spurn- inguna um dýpsta tilgang verkalýðshreyfingarinnar og kemst að þeirri niðurstöðu, að viðleitni verkalýðshreyfingar- innar miði að því, að feðurnir geti skilað sonunum stöðugt batnandi veröid fyrir vinnandi fólk, en dýpsta markmið verka- lýðshreyfingarinnar, ef rétt skil ið, felist f „fullþroskun .... hvers einasta vinnandi manns ...... þannig að framlag hans til Iífsins og fegurðarinnar verði f samræmi við þarfir hans til þess aö njóta lífsins, fegurð- arinnar og hamingjunnar án þess að gera öðrum mönn- um erfiðara að njóta þessara gæða (bls. 22). Jafnframt bendir hann á það, að hinn innsti og dýpsti tilgangur verkalýðshreyfingarinnar feli í sér „Sjálfgefinn stefnuvita fyr- ir vinnandi fólk og verkalýðs- hreyfinguna í heild. Þessi sjálf- gefni stefnuviti er einfaldlega sá, að í fjötrum verður enginn hamingjusamur og frelsið er forsenda göfgandi, þroskandi og hamingjurfks lffs“ (bls. 24). Hannes Jónsson. Þá er einnig í grein þessari mjög athyglisverð athugun á sþyldleika, eða öllu heldur ó- skyldleika, eiginlegrar verka- lýðshreyfingar og pólitfskra hugsjónastefna og hreyfinga, sem um þær hafa myndazt. Er í því sambandi tfmabær ábend- ing um skaðsemi „hugsjóna- blindu" og ’.reddutrúar, þegar unnið er að verkalýðsmálum. En þessi fyrsta grein er eini heimspekilegi kaflinn í bók- inni, og hún er merkilega praktfsk þótt heimspekileg sé. Hinar greinarnar eru allar N athuganir á einstökum vel af- mörkuðum verkefnum. Hanni- bal Valdimarsson, forseti ASÍ, segir t. d. í öðrum kafla sögu íslenzku verkalýðshreyfingar- innar innan ASÍ, Þetta gerir hann að því er virðist yfirleitt vel. Þó er, eins og búast mátti við, í greininni ósmekklegir dómar. í niðurlagi hennar seg- ir m. a. að stefna beri að því að stofna „stóran og sterkan verkalýðsflokk", er leiði sem fyrst 1 einn farveg „afl verka- lýðssamtaka og samvinnu- hreyfingar". Slík persónuleg metnaðarmál eiga að sjálf- sögðu ekki heima f þessu ann- ars ágæta fræðsluriti. Hákon Guðmundsson, forseti Félagsdóms, skrifar merka heimildargrein um réttarstöðu verkalýðsfélaga. Byggir hann þar bæði á vinnulöggjöfinni og dómum Félagsdóms og Hæsta- réttar. Þó ekki væri nema fyrir þessa einu grein, yrði að telja bókina ómissandi handbók fyr- ir forystumenn verkalýðs og atvinnurekenda. Dr. Benjamfn Eiríksson, bankastjóri, skrifar þarna kafla um kenningar hagfræðinga um verðmæti vinnunnar. Greinln er fróðleg enda þótt satt bezt að segja sé fátt f henni, sem ekki má lesa f erlendum kennslubókum um þetta efni. Og vissulega hefði mátt bæta kaflann verulega með því að stytta hann um helming. Þá eru f bókinni nokkrir kaflar eftir ritstjórann. Hann skrifar t. d. fróðlega grein um erlenda vinnulöggjöf og rekur þar meginefni vinnulöggjafar nokkurra landa. Undirfyrirsagn ir kaflans gefa nokkra vísbend- ingu um efnismeðferðina, en þær eru „Vestræn lýðræðis- lönd: frjálst sáttakerfi“ „Ná- lægari Austur- og Asfulönd: Valdboðnir kjaradómar", „Al- þýðulýðveldin: verkföll bönn- |i uð“. Grein þessi er að mestu i byggð á heimildum frá Al- 1 þjóðavinnumálastofnuninni. 1 ; henni er m. a. fróðleg endur- j sögn á hinum víðfrægu en lítt- kunnu Taft-Hartley lögum. Einnig er þarna að finna fróð- lega og tímabæra lýsingu á þeim fjórum tegundum kjara- dómstóla, sem nú starfa víða erlendis. Kaflinn „Skilyrði raunhæfra kjarabóta" er fyrst og fremst samansafn tilvitna f orð ým- issa manna, sem hafa látið þjóðhagslegu hlið verkalýðs- mála til sín taka. Er þar margt vel sagt en ekkert nýtt, enda hefur höfundur sér það til málsbótar, að íslenzkir verka- lýðsleiðtogar munu með öllu ó- fróðir um flest undirstöðuatriði raunhæfrar kjarabaráttu. Þá er í bókinni grein um nokkur hjálpartæki kjarabar- áttunnar, svo sem um ágóða- og eignarhlutdeildina, almenn- ingshlutafélög, stjórnarhlut- deild, ýmsar tegundir sam- vinnu, atvinnulýðræði o. fl. Hætt er við, að menn verði helzt ósammála um þennan kafla bókarinnar, að frátöldum fyrrgreindum dómum Hanni- bals. Að vísu er fróðlegt að lesa í greininni um „almenn- ingskapitalisma", en svo nefnir H. J. stefnu Adenauer-stjórnar- innar í efnahagsmálum. Og sama er að segja um flest þau efnisatriði, sem hann tekur tii meðferðar: þau eru fróðleg og umhugsunarverð. En ekki er ég fyllilega sammála mati höfund- ar á „almenningshlutafélögun- um“. Sama gildir um mat hans á „ágóða- og eignarhlutdeild- inni“ enda þótt lýsingar hans á þessum hagfélagsfyrirbærum séu sannar og réttar. Þá hygg ég, að SlS-herrunum þyki nýstárlegt að lesa eftirfar- andi orð um neytendasam, vlnnu, sem maður hefði frem- ur búizt við að finna I Alþýðu- blaðinu en þessu riti: „Frá þjóðfélagsfræðllegu sjónarmiði verður neytenda- samvinnan þó ekki talin óvið- jafnanlegt hjálpartæki kjara- baráttunnar, þar sem að sama efnahagslega árangri og neyt- endasamvinnan tryggir aðeins meðlimum sínum mætti ná fypr alla þjóðfélagsþegnana með verðlagsákvæðum og eftir- iiti“ (bls. 130). Og ekki býst ég heldur við, að brúnin á SÍS-herrunum lyft- ist, þegar þeir lesa að mínum dómi hárrétt mat H. J. á efna- hagslegum grundvelli markaös- og bændakaupfélaganna, en um þau segir höfundur: „Hér‘er ...... um að ræða ...... fjármagnaðan rekstur sjálfstæðra smáframieiðenda, sem reka frumstarfsemina, bú- reksturinn, sem sjálfstæðir vinnandi menn og stundum at- vinnurekendur, eftir reglum einstaklingshyggjunnar, en bindast síðan samtökum um vinnslu og sölu afurðanna 1 því augnamiði að fá sem mest fyr- ir búsafurðirnar og greiða sem minnst fyrir rekstrar- og neyzluvörurnar. Að baki þess- ari starfsemi ~er því yfirleitt hreint einstaklingshyggjusjón- armið“ (bls. 131). En þrátt fyrir það, að ýmis- legt megi að kafla þessum finna eftir mati manna á þjóð- Frh. á bls. 10. Dásamlegt .... þetta spennandi augnablik eftir aS gjafapakkinn er opnaður og hinn nýi Parker 61 hvílir í hendi hins heillaða eiganda. Dásamlegt, það er það, þegar þessi frábæri penni Iíður undurmjúkt og áreynslu- laust yfir papplrinn og gefur þegar í stað tið minnstu snertingu. — í þessarri nýju gerð af penna er blekið mælt mjög nákvæm- lega .... Það er ætíð nægilegt blek við pennaoddinn. Parker 61 er meira en góður penni. Sem gjöf sýnir hann frábæran smekk yðar og hugarþel. Parker Fæst nú í bókabúðum! Nýtt Parker SUPER QUINK — blekið sem er bezt fyrir alla penna . . sérstaklega Parker 61 THE PARKER PEN COMPANY 0-6121

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.