Vísir - 29.11.1962, Page 9
VÍSIR . Fimmtudagur 29. nóvember 1962.
9
VARÐBERG
1
(JtíU
BBiRntjuli
,ipwph*,j
.................iw
i!l!
Norstad yfirhershöfðingi ásamt
þremur framkvæmdastjórum At-
lantshafsbandalagsins og þremur
fyrrverandi yfirhershöfðingjum
þess. Að ofan: Ismay lávarður,
Spaak, Stikker, Eisenhower,
Ridgway og Gruenther.
þa5 er ekki nema rúmt ár
síðan félagið Varðberg var
stofnað. Á þeim skamma tíma,
sem síðan er liðinn, hefur það
haft meiri áhrif en flesta mun
hafa órað fyrir. Og nú er óhætt
að fullyrða að það hefur náð
því takmarki sem það setti sér
í upphafi: að safna saman
mönnum úr öllum þremur lýð-
ræðisflokkunum, sem berjast
vildu fyrir því að Island tæki
þátt í vestrænni samvinnu, en
léti ekki einangrast.
\/
Ýmsir spáðu þvf f upphafi að
erfiðlega myndi ganga um slíka
samvinnu, þar sem svo margt ber
á milli þessara þriggja flokka í
innanlandsmálum. Hér var að
auki um algjört nýmæli að ræða
í ísienzkum þjóðmálum, að menn
úr þremur flokkum ynnu þannig
að sameiginlegu markmiði, sem
þó var pólitfsks eðlis. Stjómmála-
flokkamir hafa að vísu áður tek-
ið höndum saman um ýmis ópóli-
tfsk þjóðþrifamál, en aldrei fyrr
hafa fulltrúar þeirra unnið á slík-
um sameiginlegum gmndvelli, og
það f jafn viðkvæmu máli sem
utanrfkismálum.
Stefnu sína og viðhorf hefir
Varðberg kynnt á ýmsan hátt. Sá
hinn áhrifaríkasti hefir verið að
félagið gekkst fyrir fundum á all-
mörgum stöðum úti um land. Til
funda þessara hefir verið boðið
fulltrúum svonefndra „hernáms-
andstæðinga“ eða þeirra afla, sem
vilja opið og vamarlaust Iand.
Mættu þeir á nokkrum fundanna,
en á þeim síðari, svo sem f Vest-
mannaeyjum, var svo að fylkingu
þessari sorfið að fulltrúar henn-
ar kusu að sitja heima f stað þess
að mæta Varðbergsmönnum á
málþingi.
\/
A uk þessa hefir félagið staðið
að kynningarferðum til aðal-
stöðva Atlantshafsbandalagsins í
Parfs. Hefir þar fram að þessu
verið um fámennar ferðir að ræða
þar til nú í síðustu viku að stór
hópur hélt til Parísar á vegum
félagsins og dvaldist þar um
skeið. 1 hópnum vom alls 36 ung-
ir Islendingar, flestir héðan úr
borginni, en allmargir einnig ut-
OGSTÖRFMSS
an af landi. Ferðin var fimm daga
kynnisför og var flogið beint til
Parísar og heim aftur án viðkomu
á öðmm stöðum.
Markmið ferðar þessarar var
að kynna þátttakendum starfsemi
Atlantshafsbandalagsins af eigin
sjón og raun. Heimsótti hópur-
inn þrjár stofnanir í París, aðal-
stöðvar herforingjaráðs Atlants-
hafsbandalagsins skammt frá
Versailles, aðalskrifstofur banda-
lagsins f París og einnig aðal-
stöðvar Efnahags- og framfara-
stofnunar Evrópu f Parfs.
I aðalstöðvum herforingjaráðs-
ins hittu Islendingar yfirforingja
bandalagsins, Lauris Norstad, að
máli. Norstad er nú í þann veg-
Eftir
Gunnar
G. Schram
inn að láta af störfum eftir að
hafa gegnt embætti yfirherfor-
ingja um 6 ára skeið. I ræðu
sinni drap hann á þá staðreynd
að á þeim 13 árum, sem liðin
em ' &ár.’toÍ! að bandalagið var
stofnað þ.efir ekkert ríki Evrópu
glatað sjálfstæði sfnu og fram-
sókn Sovétríkjanna í álfunni hef-
ir verið stöðvuð.
Er hann tók við starfi var al-
gengasta spurningin, sem fyrir
hann var lögð sú, hvenær árás
Sovétríkjanna hæfist. Um það ef-
aðist enginn að yfirgangur þeirra
í álfunni mundi halda áfram, eft-
ir að hvert Austur-Evrópuríkið af
öðra hafði verið lagt að velli.
Norstad benti á, hve mjög veður
hafa hér skipazt f lofti. Stríðsótt-
inn er nú horfinn og styrkur varn-
arbandalagsins eykst með hverj-
um deginum.
Hann drap og á hinar miklu
efnahagslegu framfarir, sem orð-
hafa f Evrópu og sagði það vera
skoðun sfna, að þær hefðu ekki
átt sér stað í sama mæli, ef stríðs-
óttanum hefði ekki verið bægt
frá. Stórhugur sá og bjartsýni,
sem einkenndi þjóðir ólfunnar,
mótaðist að miklu af því að þær
vissu að öryggi þeirra væri tryggt
með sameiginlegum liðsafla At-
lantshafsbandalagsins.
Norstad vék einnig að smóþjóð-
unum innan bandalagsins og .af-
stöðu j.eirra. Hann benti á að
þótt þjóðir bandalagsins væru
mismunandi stórar þá hefðu þær
þó allar jafnan rétt innan banda-
lagsins.
Atlantshafsbandalagið er varn-
arbandalag, sagði hann, en það
er miklu meira. Það er félag
þjóða, sem trúa á sömu hugsjón-
ir. Það er félag þjóða, sem átt
hafa í tveimur heimsstyrjöldum
á sama mannsaldrinum og em
staðráðnar f þvf að fljóta ekki
þriðja sinni sofandi að feigðarósi.
\/
T aðalstöðvum Atlantshafsbanda-
lagsins f París hlýddu þátt-
takendur á ýmsa fyrirlestra um
starfsemi bandalagsins, aðra en
varnir þess. Fluttur var fyrirlest-
ur um stjómmálasamstarf banda-
lagsríkjanna, en það hefir mjög
aukizt síðustu fimm árin og er
nú orðið mjög náið ó sviði utan-
ríkismála. Þá flutti aðstoðarfor-
stjóri vísindadeildar bandalagsins
fróðlegt erindi um hið margvís-
lega vísindastarf og rannsóknir,
sem fara fram á vegum banda-
lagsins og er þess skemmst að
minnast að mikil ráðstefna grasa
og jarðfræðinga var haldin hér f
Reykjavík í sumar á vegum þess.
Einum degi var eytt í heimsókn
í bækistöðvar Efnahags- og fram-
farastofnunar Evrópu.
Vom þar fluttir fróðlegir fyrir-
lestrar um starfsemi stofnunar-
innar og frá því skýrt á hvern
hátt hún leitaðist við að auðvelda
þátttökuríkjunum ýmsar efna-
hagslegar aðgerðir og samræma
efnahagsstefnu þeirra í hag heild-
arinnar. Var nokkuð rætt um
efnahagslíf íslendinga og þær ráð
stafanir, sem gérðar hafa verið
sfðustu árin til þess að bæta úr
þeim efnahagsvandræðum, sem
hér hafa verið landlæg. -
Þá var og gerð heimsókn í nýja
stofnun, sem hefir aðsetur sitt
í útjaðri Parísarborgar og nefn-
ist The Aflantic Institute. Era það
samtök áhugamanna um vest-
ræna samvinnu, er að stofnun
þessari standa og eru þar fram-
arlega í flokki vísindamenn, rit-
höfundar og aðrir þeir, er vinna
að andlegum störfum. Fram-
kvæmir stofnun þessi grandvall-
arrannsóknir á ýmsum þeim
vandamálum, sem uppi em með-
al Atlantshafsþjóðanna ýmist )
hagfræðilegum, stjórnmálalegum
eða menningarlegum efnum. Ann-
ast hún um allumfangsmikla út-
gáfu f þessum efnum.
r \/
\ því er enginn vafi, að ferðir
sem þessi, er farin var í síð-
ustu viku, hafa mikið gildi.
Fjöldi ungra Islendinga kynn-
ist þar af eigin raun hinu um-
fangsmikla samstarfi Atlantshafs-
þjóðanna og skilur betur gildi
þess og mikilvægi en áður. Því
er það tvímælalaust mjö| æski-
legt að fleiri slíkar ferðir verði
famar, jafnframt þvf að starfsemi
Varðbergs innanlands verði enn
aukin.
Of mikið hefir á því borið und-
anfarin ár að þátttaka f Atlants-
hafsbandalaginu væri flokksmál.
Það sjónarmið er rangt. Þátttak-
an er þjóðmál — mál þjóðarinn-
ar allrar. Á henni byggist ör-
yggi lands og þjóðar fremur en
nokkru öðra. Þvf er nauðsynlegt
að sem mest og ítarlegust
fræðsla verði veitt um bandalag-
ið, stefnu þess og starfshætti,
hvort sem það er með ferðum
erlendis eða kynningu innan-
lands. Þeir sem bandalaginu eru
andvígir þreytast seint að
hamra á þvf að hér sé um árás-
arbandalag að ræða, sem þjóð-
Framhald á bls. 10.
íslendingarnir f aðalstöðvum
bandalagsins í Porte Dauphin í
París.