Vísir - 29.11.1962, Page 16
■sa
Fimmtudagur 29. ivóv. 1962.
Skemmtikvöld
Anglíu
I kvöld efnir félagið Anglia til
fyrsta skemmtikvöldsins í vetur og
er það haldið í Sjálfstæðishúsinu.
Gömlum og nýjum félögum er heim
i'.l aðgangur og einnig öðrum þeim,
sem áhuga hafa á starfsemi félags-
ins.
Á skemmtikvöldinu er fjölbreytt
Uagskrá. Ævar Kvaran leikari
"tjórnar skemmtiþætti. Pá er spurn
ingaþáttur með algjörlega nýju
'niði, sem Gestur Þorgrimsson og
3aldur Georgs sjá um. Þá efna
eir einnig til músíkalsks skemmti
'áttar félagarnir Jan Moravek og
Gestur Þorgrímsson. Happdrætti,
’.anskeppni og fleira er einnig til
kemmtunar.
Skemmtikvöldið hefst kl. 8.30 og
er ekki að efa að það verður fjöl-
sótt, en Anglia hefir lengi starfað
með miklum blóma hér í borg.
Slökkvilið
á ferð
Slökkviliðið í Reykjavík var tvf-
vegis kvatt út í gær.
í fyrra skiptið var það kvatt að
verkstæði við Kringlumýrarveg
klukkan 8 f morgun. Þar hafði eld-
ur komizt í föt, sem lögð höfðu
verið í stól. Fötin brunnu og stóll-
inn sviðnaði, en annað tjón varð
ekki.
Nokkru seinna var slökkviliðið
kvatt að Langholtsvegi 7 vegna
elds, sem kviknað hafði út frá olíu-
kyndingu. Þar var einnig fljótlega
slökkt og skemmdir litlar taldar.
Sí/tfí/i sö/tuB á 40-50
stöðvum nú í vetur
Það mundu hafa þótt tíðindi fyr
ir nokkrum árum, ef því hefði ver-
ið spáð, að í Reykjavík mundi rfsa
verulegur sfldariðnaður.
\ ‘
Nýr bandariskur
blaðafulltrúi hér
í gær kom til landsins hinn nýi
blaðafulltrúi Upplýsingaþjónustu
Bandaríkjanna, Reuben Monson.
Starf þetta hefur verið laust um
skeið, siðan Raymond Stover var
skipaður yfirmaður Upplýsinga-
þjónustunnar, en áður var hann
blaðafulltrúi.
Mr. Monson er fæddur f Iowa,
árið 1919. Er hann kominn af norsk
um ættum, en afar hans og ömmur
eru frá Vestur-Noregi. Hann gekk
í St. Olafs College í Northfield £
Minnesota og lagði stund á hag-
fræði og fleira.
Þegar hann lauk háskólaprófi
1942, gekk hann f Marine Corps og
' gegndi herþjónustu f Suður-Kyrra-
! hafinu til strfðsloka. 1946 tók hann
; til starfa við St. Olafs College og
i starfaði þar f eitt ár. Eftir það var
j hann blaðamaður í tíu ár, sem
voru slitin í sundur af Koreustrið-
inu, en þá var hann kallaður í
herinn aftur. Gegndi hann þá her-
Frh. 'á bls. 5.
Eins og nú horfir er ekkert lík-
legra, en að Reykjavík verði stór-
veldi að þessu leyti, að því er
varðar vinnu Suðurlandssíldarinn-
ar, og menn gera ráðstafanir til a5
taka á móti henni og vinna hana
í stærri stíl en áður. Kom þet.ta
raunar strax í ljós f fyrravetur,
þegar vetrarsíldveiðar urðu í
fyrsta skipti verulegur atvinnuveg
ur, því að þá barst meira magn
síldar á land hér í höfuðborginni
en á nokkrum öðrum stað á suð-
vesturhluta landsins.
Sfldin , fór þá ekki aðeins í
bræðslu, heldur var hún einnig
fryst og söltuð o.s.frv. og þá voru
söltunarstöðvarnar fjórar. Nú er
^iægt að auka afköstin að þessu
Ieyti verulega, því að auk þess
sem síldarbræðslan að Kletti hefir
t.d. verið stækkuð verulega — af
köstin tvöfölduð — hefir söltunar
stöðvum fjölgað um 3. Þær eru
því alls 7 og eru 6 þegar teknar
til starfa, en hafizt mun verða
handa um söltun í þeirri sjöundu
mjög fljótlega. Söltunarstöðvum
hefir einnig fjölgað annars staðar
og verða þær í vetur milli 40 — 50.
SÍLDIN STÓR
OG FALLEG.
Um síldina, sem nú veiðist, er
annars það að segja, að hún er
Framh. á bls. 5.
Hátíðahöld stúd-
enta 1. desember
Nú eiga bömin óvenjulega erf
itt með að halda sér kyrrum i
sætum sínum i kennslustofunni.
Það er komlnn snjór úti, mjúk-
ur snjór, góður til að hnoða og
fara i snjókast. Strax og skóla-
bjallan glymur til að tilkynna
frimínútur, rýkur hersingín af
stað út ganga og út í portið til
leikja í snjónum. Það er mikið
um að vera í heimi barnsins,
þegar snjórinn kemur og gefur
því verkefni til að hnoða, kasta,
renna sér og kaffæra kuningj-
ann. Mynd þessa tók I. M. ljós-
myndari Visis í morgun af Mið-
bæjarskólaportinu.
Prestskosning
Prestskosning fór fram í Vatns-
endaprestakalli í S-Þingeyjarpróf-
astsdæmi, 18. þ.m. Umsækjandi
um embættið var einn, sr. Þórar-
inn Þórarinsson, settur prestur
þar. Atkvæði voru talin £ skrif-
stofu biskups í gær.
Á kjörskrá voru 270. Þar af
greiddu atkvæði 183. Umæekjandi
hlaut 176 atkvæði. Auðir seðlar
og ógildir voru 7. Kosningin ér
því lögmæt.
Reuben Monson
Hátíðarhöld háskólastúdenta 1
desember verða með lfku sniði og ■
áður. Þó er það nýmæli að lagður
verður blómsveigur frá íslenzkum
stúdentum á fótstall styttu Jóns
Sigurðssonar á Austurvelli. Kl. 2
hefst hátfðarsamkoma I hátíðasal
Háskóla Islands, en um kvöldið
verður dansleikur, sem stúdenta-
ráð háskólans gengst fyrir. Að
venju kemur út vandað hátíðablað
Stúdentablaðsins.
Um morguninn kl. 10,30 hefst
guðsþjónusta í kapellu Háskóla ís-
lands. Stud. theol. Björn Björns-
son predikar, en sr. Hjalti Guð-
mundsson þjónar fyrir altari. Org
anleikari verður Páll Kr. Pálsson.
KI. 13,30 verður lagður blóm-
Frh. á bls. 5.
Landsbankinn í
Vesturbænum
Á laugardaginn opnar Lands-
banki íslands nýtt bankaútibú
í Vesturbænum. Verður útbú
þetta til húsa í hinu nýja Há-
skólabiói og fær það þar hin
glæsilegustu húsakynni. — Er
þetta fyrsta bankaútibúið í Vest
urbænum, sem bankinn opnar.
Nánar verður skýrt frá þvi síð-
ar hér í blaðinu.
RAFVÍITAN FÆR LANISVISS
Rafmagnsveita Reykjavíkur hef
ur nú fengið heimild borgarstjórn-
ar til að taka 28 milljón króna lán
i Sviss, til kaupa á vélum i við-
bót þá sem gera á við varastöðina
við Elliðaár. Er þetta fimm ára
lán á 5>/2% vöxtum, sem.er tek-
ið hjá Union Bank of Switzerland.
Stsekkunin á stöðinni mun nema
11.500 kílóv tum. Smíðatími á
rafalnum, sem keyptur er í Sviss,
er 23 mánuðir, þannig að viðbót
þessi verður komin upp 1965. Er
áætlað að allur kostnaður við
stækkunina muni nema um 65
milljónum króna.
Ætlunin er að hafa bygginguna
yfir rafalinn tilbúna áður en hann
kemur. Verður hús stöðvarinnar
stækkað nokkuð til norðurs. Ekki
er um að ræða mikla stækkun, þar
sem ketillinn er þegar kominn og
hann er sá hluti sem mest rúm
tekur.