Vísir - 10.12.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 10.12.1962, Blaðsíða 5
V1SIR . Mánudagur 10. desember 1962. SsjíB — Fran.halt' al bls. 1 sjóða á plötur neðan á botninn til að þétta skipið til utansigl- ingar, en fullnaðarviðgerð mun fara fram í Danmörku. Vísir átti í morgun stutt við- tal við Guðjón Teitsson, for- stjóra Skipaútgerðarinnar. Hann sagði að það væri óhjákvæmi- legt að senda skipið út til við- gerðar. Væru 18 plötur á skip- inu, sem þyrfti að skipta um. Hann háfði rannsakað hvað smiðjur hér gætu gert. Stál- smiðjan treysti sér ekki til að framkvæma viðgerð vegna manneklu og Landssmiðjan að- eins á svo löngum tíma, að ei var hægt að taka því. Þá hafði Skipaútgerðin sam- band við Aalborg værft í Ála- borg, sem smíðaði Esju og bauðst stöðin til að gera við skipið á 16—18 vinnudögum. Var þvf boði tekið. Skipasmíða- stöð þessi hefur teikningar yfir j Esju og nægði að senda henni númer á þeim botnplötum, sem vantar. Þess er að vænta, að ' Esja verði tilbúin að fara út um- áramótin og þá ætti hún, ef allt gengur vel, að verða tilbúin um mánaðamótin janúar—febrú ar. Síld Bþróttir —- Framhald af bls. 2. Kárl og Reynir áttu góðan leik, sem fyrr og framtak þessara manna skapaði sigurinn. — Yngri menn í liðinu eru fæstir nema rétt sæmilegir. Af ÍR-ingum kvað mest að Gunnlaugi, sem þó varð, aldrei þessu vant, ekki markhæstur í lið- inu, því „dux“ að þessu sinni varð hinn efnilegi Þórður Árnason með 4 mörk. Hermann var allgóður í þessum leik. Eftir þessi úrslit gengu Framar- ar inn á völlinn sem Reykjavíkur- meistarar 1962. Leikurinn við Vík- ing hafði engin áhrif á það. Samt fengu Framarar að berjast í leikn- um eins og líf lægi við og aðeins 5 sekúndur urðu til þess að gefa þeim bæði stigin að þessu sinni, en sigurmarkið kom úr hægra horn inu frá Sigurði Einarssyni. Leikurinn var mjög jafn í fyrri hálfleik og oft mátti sjá skemmti- legan handknattleik hjá liðunum, og einkum kom geta Víkings á ó- vart. Liðin skiptust á um foryst- una, en . hálfleik var staðan 6:6. Víkingar komast yfir í 8:6 í seinni hálfleik, en Fram kemst aldrei yf- ir í leiknum fyrr en Ágúst skorar, 13:12 á síðustu mínútunum. Áður hafði Víkingur yfirleitt haft yfir eða leikar staðið jafnt. Rósmundur svaraði þessu skoti Ágústar með 13:13, sem hann skoraði kænlega í gegnum varnarmúrinn í auka- kasti. Klukka tímavarðarins var að ná strikinu, tíminn var að renna út, þegar Sigurður Einarsson fékk góðan bolta út í hornið og slcor- aði örugglega og bjargaði stigi fyr- ir félag sitt, stigi, sem að vísu hafði ekkert að segja fyrir sigur Fram f mótinu. Beztu menn sigurvegaranna þetta kvöld voru Sigurður Einarsson, Erlingur og Guðjón ,en Ingólfur var óvenju slakur og vörnin hjá honum var í hreinustu molum. — Rósmundur var bezti maður Vík- ings, en Sigurður Hauksson, Sig- urður ÓIi og Pétur voru allir á- gætir og Ieikur liðsins í heild oft skínandi góður og réttlátt hefði verið að verðlauna hann með a. m. k. öðru stiganna. — jbp — Framhald af Ms 1. til Reykjavíkur: Ófeigur II með 1100 tn., Reynir 700, Þorlákur 1000, Sólrún 2100, Akraborg 900, Guðrún Þorkelsdótt- ir 1600, Sigurður Bjarnason 200 (góð síld að vestan), Halldór Jóns- son 1500, Helgi Flóventsson 1700, Helga 1900, Ásgeir 600, Víðir SU 400 og Seley 1100. Síldin, sem veiðist á Skerja- djúpi, er ekki eins stór og falleg og sú, sem veiðist út af Jökli og er yfirleitt misjafnari. Til Akraness höfðu tilkynnt komu sína kl. 10,30 með áætlaðan afla eftir nóttina: Höfrungur (gamli) 1100, Haraldur 1900, Keilir 900, Sigrún 750, Skírnir 600, Sveinn Guðmundsson 800, Ver 700, Náttfari 800. Skírnir einn var með afla, sem fékkst út af Jökli, hinir fengu aflann í Skerjadjúpinu, milli síld og smásíld. I morgun komu þrír Hafnarfjarð arbátar inn með fullfermi af síld. Þeir voru Eldborg og Auðunn með 1500 — 1700 tunnur hver og Álfta- nes með 800 tunnur. Veðurspáin fyrir kvöldið er talin vafasöm og ekki víst að bátarnir sigli út í kvöld. INDLANDIHÓTAD Á NÝ Tfón — Framh af 1. síðu. sambandslaust frá ísafirði inn í Djúp og til Reykjavíkur. Sæsíma- strengur bilaði við Hvítanes og hefir verið unnið að viðgerð á hon- um. Vitað er að bátar frá fleiri stöð um á Vestfjörðum leituðu vars í veðri þessu og lentu í hrakning- um, en ekki er vitað um annað tjón en veiðarfæratjón. Eftir veðrið hafa nokkrir togar- ar komið inn til ísafjarðar til að fá gert við smábilanir. Kínverska stjórnin hefur nú heimtað ákveðin svör um það frá inversku stjórninni, hvort hún fall- ist á vopnahléstillögur hennar eða ekki. Samtímis berast fréttir um, að Kínverjar flytji nú nýtt lið til stöðva á Indlandi til stuðnings liði þeirra, sem fyrir er. í kínversku vopnahléstillögunni var gert ráð fyrir, að báðir aðilar hörfuðu og mynduðu þannig „vopn laust belti“, þar sem komið ,yrði fyrir eftirlitsstöðvum þar sem báð- ir ættu fulltrúa. Kfnverjar hörfuðu á norðausturvígstöðvunum, en ekki hefur frétzt að þeir hafi hörfað í Ladak, — ef þeir gerðu það og Indverjar sömuleiðis, myndi ganga úr greipum Indverja mikið ind- verskt landsvæði, sem Kínverjar hafa aldrei náð. Að undanförnu hafa farið fram bréfaskriftir milli Nehrus og Chu-en-Lai forsætisráð- herra Kína, og var Nehru að bíða eftir frekari skýringum á vopna- nhléstillögum Kínastjórnar, en í stað þess að láta í té þessar skýr- ingar, sagði opinber talsmaður í Dehli í morgun, kom hin nýja, svonefnda grein- argerð, sem er dulbúin hótun, og kemur hún samtímis og fiutt er nýtt kinverskt lið til Ind- lands. Chu hefur lýst yfir á þingi, að Dehli af mörgum, að vopnahlés- tillögur Kínverja væru fram komn- ar til þess að hafa að skálkaskjóli ef það samþykkti að deilan um meðan þær væru að búa sig undir landamærin sé lögð fyrir Alþjóða- j nýja sóknarlotu, og er hald margra dómstólinn í Haag, þá geti hann að þetta sé nú að rætast og nýtt fallizt á það. Því var haldið fram í upphafi i ofbeldi yfirvofandi. TEKKARHÆKKA SKODA VERÐIÐ Lfsumufarþegi — Framhald af bls. 16 fyrir skemmstu. Var skipið þá kom ið það langt á haf út þegar laumu- farþeginn fannst, að skipstjórinn taldi sig ekki geta sjið til baka með hann. Var þá horfið að því ráði að halda áfram með hann til Englands og hann afhentur lög- reglunni þar til vörzlu, unz ferð félli til íslands aftur. Kom hann í gær með Þormóði goða. Tóku lög- reglumenn á móti laumufarþegan- um og fluttu hann ’í Hegningarhús- ið, þar sem hann situr nú. Rannsóknarlögreglan tjáði Vísi í morgun, að mál hans yrði tekið fyrir jafnvel strax í dag. Þá gat hún þess enn fremur við Vísi, að mikill meiri hluti varnings þess, sem hann hafði haft út úr fyrir- tækinu f sumar, væri nú kominn í leitirnar. Loks gat hún þess, að þessi sami maður hafi einnig áður komið við sögu hjá lögreglunni. Afslótfur — Framh. it ols 16. farandi skilyrðum: 1. Að keyptur sé tvímiði og hann notaður báðar leiðir. 2. Vottorð frá skólastjóra, er staðfestir að viðkomandi stundi nám við skólann. 3. Gildistími farseðilsins er, eins og áður greinir, frá 15. des. til 15. janúar 1963. Það skólafólk, sem hugsar sér að notfæra sér þessi hlunnindi, ætti að panta sér sæti með góðum fyrir vara, því búast má við að síðustu ferðir fyrir jól verði fljótt full- skipaðar. Hér á íslandi kostar Skoda- bíllinn liðugar 100 þús. krónur. Maður skjhdi ætla að hann kost aði eitthvað svipað í landinu, sem framleiðir hann — eða að hann væri jafnvel ódýrari. En Það er ekki tilfellið. Fyrir skömmu var verð bílanna hækk að um 40% í Tékkóslóvakíu með það fyrir augum að stytta biðlistana eftir bilum og draga úr eftirspurninni þar í .landi Verð til útlanda er óbreytt. Til þess að kæfa löngun manna til að eignast bíl hefir verðið með öðrum orðum verið hækkað í sæluríkinu — hækkað svo mik- ið að fæstir hafa efni á að kaupa bílinn. Nú kostar Skoda Oktavía hvorki meira né minna en 230 þús. krónur í Tékkóslóvakíu. Þannig eru kjarabæturnar í því landi. I, Karlakór Reykja- víkur / eigið hús Karlakór Reykjavíkur keypti fyrir nokkru húseignina Freyju- gata 40 í Reykjavík og er nú að breyta þvi í félagsheimili og æf- ingamiðstöð fyrir kórinn. Ætlunin er að húsið verði tekið til notkun- ar um áramótin. Eign kórsins er á tveim hæðum, 100 fermetra stórum. Á neðri hæð verður æfingasalur en þar mun kórinn einnig halda ýmsar skemmtanir sínar. Á efri hæð verður eins konar klúbbur fyrir kórmeðlimi og gesti þeirra. Miklar breytingar hafa verið gerðar á hæðunum. Kórfélagar Sldur — Fiamhald aí 16. slðu: slökkviliðsmönnum tókst samt fljót lega að kæfa eldinn. Það er talið að eldurinn hafi kviknað út frá vindli, sem Eiríkur hafði kveikt í áður en hann sofn- aði, og logandi vindillinn sennilega oltið ofan á brjóst honum. Telur lögreglan það hafa orðið Eiríki til Iífs, að það kviknaði í honum sjálf um svo fljótt, annars myndi hann sennilega hafa kafnað úr reyk. Slökkviliðið var í nokkur önnur skipti kvatt á vettvang um helg- ina. í fyrrinótt að Hverfisgötu 39 vegna reyks, sem myndazt hafði við það að bréf gleymdist inni í bakarofni. I gærkveldi var það tví- vegis kvatt á vettvang, í fyrra skipt ið um hálf tíu leytið vegna elds, sem kviknaði í benzíni, er lekið hafði úr bifreið. Sem betur fór i slapp bifreiðin sjálf. í seinna skipt 1 ið var slökkviliðið kvatt kl. langt | gengin 11 í gærkveldi að áramóta- j brennu, sem byrjað hafði verið að safna til á Klambratúni. Einhverjir höfðu kveikt í henni af stráksskap og lét slökkviliðið hana brenna til | ösku. hafa unnið að þeim í sjálfboða- vinnu, og hefur verkinu miðað á- gætlega áfram. Kórinn hefur afl- að sér tekna með margvíslegu móti, t. d. með happdrætti og skuldabréfasölu, auk hljómleika. Formaður Karlakórs Reykjavíkur er Jón Bergmann, bankagjaldkeri. 49 ker — Framhald af b)s. 16 ar á lengd, eða garðarnir allir sam- anlagt 245 metra langir. Norður- garðurinn verður 12 metra breið- ur. Vinnuskálinn, sem verið er að reisa, er 300 fermetrar að flatar- máli. Þegar lokið er við að steypa þar fyrsta kerið, er því rennt út úr skálanum á þar til gerða braut og verður hægt að geyma 7 ker á henni. Þessum kerum verður sökkt fyrir enda hafnargarðsins í vor og jafnframt haldið áfram að steypa ný til viðbótar' á fyrrnefnda braut. Árni Snævarr yfirverkfræðingur sagði blaðinu 1 morgun, að hann gerði sér vonir um að lagningu að- algarðsins yrði langt komið fyrir næsta haust, en gerði ekki ráð fyrir að henni yrði fulllokið fyrir þann tíma, en 15 ker fara í aðal- garðinn, sem fyrr segir. EóEsauppboÍ Bókauppboð Sigurðar Benedikts- sonar, sem slcýrt var frá hér f blað inu að haldið yrði á næstunni, fer fram á morgun í Þjóðleikhúskjall- a. .num og hefst kl. 5 stundvís- ^ lega. Bækurnar eru til sýnis eftir há- j degi í dag og eins á morgun kl.! 10—4. Eins og skýrt var frá í Vísi eru á uppboði þessu margt stórra og góðra ritsafna en til viðbótar því, sem þar var skýrt frá, má nefna rit eins og Islenzkar gátur, þulur og skemmtanir I—IV, öll höfuðrit Þorvaldar Thoroddsen eins og Ferðabók hans, Landfræðisagan, Lýsing íslands og Árferði á Is- landi. Enn fremur eru á boðstól- um Biskupasögur Bókmenntafélags ins I—II, Huld (frumútgáfan), Antiquités Russes I—II (fágætt og dýrt rit), Bókaskrá Halldórs Her- mannssonar I—III, Draupnir I— XII, ísl. ævintýri I—II eftir Ger- ing, málsháttasöfn þeirra Guðmund ar Jónssonar og Hallgrlms Schev- ings, Sýslumannaæfir I—V, Stjörnufræði Ursins, Barn í lögum eftir Svein Sölvason, Snót (3. útg.). Nokkrar bækur prentaðar á Hólum, svo sem Eintal sálarinnar (1746), Sálma-bók (1772), Passíusálmar (1727), Grallari 1773) og Vídalfns- postilla (1744-—45). Loks verða seldar nokkrar ferðabækur og ým- islegt fleira. VetrarBijólpin — Framh. af bls. 16. því einhvern glaðning um jólin, þess vegna viljum við endilega að það komi. Það er auðvitað ekki þörf á því að hvetja fólk til að aðstoða Vetrarhjálpina. Reykvíkingar hafa ætíð tekið vel á móti skát- unum, þegar þeir hafa bankað upp á, og til Vetrarhjálparinnar hafa ætíð borizt margar og góð- ar gjafir. En þörfin er nú engu minni en áður, margir sjúkir og með mörg börn á framfæri sínu. Þeir þarfnast glaðnings eins og áður. — En ég vil hvetja fólk til að taka við kvittunum frá skátun- um. Það auðveldar uppgjörið. Svo kom það einu sinni fyrir að maður, sem ekki var á veg- um Vetrarhjálparinnar, fór í eitt hverfi og innheimti það, sem þar var að fá.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.