Vísir - 10.12.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 10.12.1962, Blaðsíða 2
2 VlSIR . Mánudagur 10. desember 1962. * ■'njS Li—| |—d L«—-i |—J =nr ‘T r/, V////M y//////////'m w////////m y/////2 Hið sigursæla lið Framara. Handknaftleikur: Framarar sigurvegar fyrir Víkingsleikinn FRAMARAR gengu til leiks í gær sem Reykjavíkur- meistarar í handknattleik gegn Víking. Ástæðan fyrir því var sú, að KR hafði í leik nokkru áður gert keppi- naut Framara, ÍR, óskaðlegan með 18:14 sigri, sem var nokkuð óvænt. Þriðji leikurinn í mfl. karla var sigur Ármanns yfir Val 18:16, sem dæmir Val í botn- sæti keppninnar. Ármann vann mfl. kvenna þetta kvöld í lélegum leik við Val. Leikur Ármanns og Vals reis aldrei hátt og var lengst af ömur- , legt dæmi um hve handknattleik- urinn að Hálogalandi er frábrugð- inn þeirri íþrótt, sem iðkuð er í stærri sölum. Ármenningar voru mun betri aðilinn, einhvern veginn ] tókst þeim aldrei að hrista Vals- menn af höndum sér nema stutta : stund í einu. Ármenningar voru yfir í 6:1 og 8:3, en Valsmenn Norðmenn unnu Frakka — næsta verkefn: ís- lenzka landsliðsins í handknattleik — í lands- leik í Njárdhallon í gær- dag með 17:12. í NTB-skeyti segir, að Norð- menn hafi sigrað mjög örugg- lega og leikið mun betur en Frakkarnir. í hálfleik var stað- an 8:5 fyrir Norðmenn. Fyrri hálfleikurinn var þó jafn en síð- ari hálfleikurinn var að mestu eign Norðmanna og þá fyrst komst nokkur hraði í leikinn. Norðmenn höfðu allan leik- inn yfirhöndina, í fyrri hálfleik yfirleitt með eitt mark yfir, en í síðari hálfleik fór að síga sund ur með liðunum. Norðmenn komust 6 mörk yfir í 13:7, en Frakkar minnka í 13:10. Leik- urinn varð nokkuð harður og margir leikmanná fengu áminn- ingar frá hinum ágæta danska dómara, Knud Knudsen. Af Norðmönnum voru beztir Arild Gulden og markvörðurinn Klepperas, en af Frökkunum var langbeztur fyrirliðinn Chast- anier. Markvörður Frakka stóð sig og vel, en hann heitir Arm- bruster. Mörkin skoruðu: Arild Gulden (3), Knut Ström (3), Erik Vellan (3), Kai Ringlund (2), Erik Schönfield (2), Thor- stein Hansen, Kjell Svestad, Knut Larsen og Jon Arne Gunn- erud 1 hver fyrir Norðmenn, en Chastanier (6), Paolini, Vig- nat, Portes, Richard og Cholay 1 hver fyrir Frakka. ísland hefur einu sinni keppt við Frakka. Var það í HM í Þýzkalandi fyrir nær 2 árum og unnu okkar menn 20:13. — Þá unnu Norðmenn okkur hins veg- ar í 2 landsleikum 25:22 og 27:20, en miklar breytingar hafa orðið síðan og ekki ráð- legt að spá hvernig fer fyrir íslenzka Iandsliðinu í febrúar n.k., þegar það leggur til atlögu við franska liðið, sem vann heimaleik sinn við Norðmenn fyrr i vetur. voru nær búnir að jafna I 9:8 og í hálfleik var staðan 10:9 fyrir Ár- mann. Síðari hálfleikurinn var svip aður þeim fyrri með það að Ár- menningar komust hreinlega yfir með 18:12, en þá tóku Valsmenn við og skoruðu síðustu 4 mörkin. Ekki var leikur neinna umtals- verður í liðum þessum, en þó var Lúðvík Lúðvíksson öft skemmtileg- ur og lumar á mörgum brögðum, sem aðrir kunna ekki. í Valsliðið vantaði Sigurð Dagsson og líklega hefur sá missir svipt Val sigri að þessu sinni. Leikur iR og KR markaðist mest af „stjörnum" liðanna, einkum Reyni og Karli hjá KR og Gunn- laugi og Hermanni hjá ÍR. Reynir og Karl skoruðu 13 af 18 mörkum KR og áttu stóran þátt í hinum auk þess sem þeir unnu vel í vörn. Leikurinn sjálfur var mjög bragð- daufur eins og fyrri leikurinn og náði aldrei til áhorfendanna. iR komst snemma í leiknum í 4:1, sem KR-ingar jafna og bæta við í 7:4 og skora sem sé 7 mörk í röð. í hálfleik var staðan 10:6 Þeir skoruðu mörkin: Að afloknu Reykjavíkurmótinu í handknattleik cru 15 markhæstu menn þessir: Gunnlaugur Hjálmarsson ÍR 34 m Ingólfur Óskarsson Fram 30 — Karl Jóhannsson KR 27 — Reynir Ólafsson KR 24 — Hörður Kristinsson Ármanni 22 — Hermann Samúelsson ÍR 19 — Grétar Guðmundsson Þrótti 18 — Árni Samúelsson Ármanni 18 — Axel Axelsson Þrótti 17 — Bergur Guðnason Val 17 — Jóhann Gíslason Víking 16 — Guðjón Jónsson Fram 16 — Sigurður Einarsson Fram 16 — Rósmundur Jónsson Víking 15 — fyrir KR. Síðari hálfleikurinn var mjög jafn og mátti vart á milli sjá, en aldrei tókst ÍR-ingum þó að ógna KR svo að gagni væri. Hins vegar bættu KR-ingar á tíma- bili við forskoti í 9:14 og 11:16, en síðustu mínúturnar færðu ÍR í sama horfið og í lok fyrri hálf- leiks, — fjögurra marka forskot, 18:14 fyrir KR. Frh. á bls. 5. Sigurvegaror Andreas Bergmann, stjórnarfor- maður í ÍBR, afhenti í gærkvöldi verðlaun til sigurvegara í Reykja- víkurmótinu í handknattleik, en þeir eru þessir: Mfl. kvenna: Ármann 2. fl. kv. A: Ármann B: Fram Mfl. karla: Fram 1. fl. k.: Ármann 2. fl. k. A: Valur B: Óútkljáð 3. fl. k. A: Valur B: Fram Framarar unnu bikarinn í mfl. karla f 3. sinn í röð og eignast þar með grip þann, sem keppt hefur verið um, en KR vann þennan bik- ar í fyrsta sinn sem um hann var keppt /yrir 4 árum. Leikirnir á laugardagskvöldið voru hörkuspennandi, en áberandi þar voru hinar rauð-svart strípuðu skyrtur Víkinganna. Fimm sinnum kepptu þeir þetta kvöld til úrslita og jafn oft töpuðu þeir leikjum sínum. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem þetta hendir Víking, því á Is- landsmótinu fyrir 2 árum var ein- mitt þetta sama uppi á teningnum. I 2. fl. B kepptu Fram, Valur og Víkingur og hafa öll 2 stig og verð- ur að leika mótið upp að nýju, en ákvörðun hefur enn ekki verið tck in um hvernig það verður fram- kvæmt. STIGIN: Staðan að loknu Reykjavíkurmót inu f handknattleik: Fram . . 6 5 1 0 101:77 11 stig I. R. ... 6 3 1 2 85:92 7 — Víkingur 6 3 0 3 73:69 6 — Ármann 6 3 0 3 71:68 6 — Þróttur 6 2 2 2 69:73 6 - K. R. . . 6 2 0 4 75:80 4 — Valur . 6 0 2 4 69:88 2 — Ein úr Ármanni brýzt í gegnum vörn Víkings og skorar. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.