Vísir - 10.12.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 10.12.1962, Blaðsíða 9
VÍSIR . Mánudagur 10. desember 1962. 9 * Þegar ég var á ferðalagi mínu um írland f haust barzt af til- viljun f hendur mér eintak af brezku blaði, The Evening Stand ard, þar sem reett var um hætt- umar, sem við það væru bundnar, að Vestur-Þjóðverjar legðu í vax andi mæii fé f fyrirtæki í öðmm löndum, og að menn væm famir að gera sér grein fyrir hættun- um, sem af þessu gæti stafað, einkum er fram liðu stundir Sagt var frá Vestur-þýzkri fjárfest- ingu f Austurrfki, Svisslandi ír- Iandi ftalíu, Frakklandi og Spáni, en fyrirsögn greinarinnar var Nýja þýzka innrásin. 1 grein þesari var því haldið fram sem óvéfengjanlegri stað- reynd, að hér væri um nýja þýzka efnahagsstefnu að ræða, sem byggðist á þvi, að „öryggi væri í dreifingu" — Þýzkaiand mundi aldrei framar „unga út öllum sínum eggjum f sama hreiðrinu", eins og það var orð- að. — Ég hafði orðið var við það í Norður-frlandi, að mikil vestur-þýzk fjárfesting f Irska lýðveldinu hefði vakið nokkurn ugg þar, og má vera að það stafi af nokkru af þvf, að meðal almennings á Bretlandi og frlandi gætir stöðugt tortryggni í garð Þjóðverjar eftir tvær heimsstyrj- aldir á þessari öld, og virtist mér ekki sami uggur rfkjandi á N.f. yfir fjárfestingu annarra erlendra þjóða f frska lýðveldinu, og vissu lega er talsvert um brezka og bandaríska fjárfestingu á N. f. sjálfu, sem Norður-frar virðast hinir ánægðustu með. Mér datt f hug, að kynna mér hver væri afstaða hins opinbera til vestur-þýzkrar fjárfestingar og annarrar erlendrar fjárfestingar f Irska lýðveldinu (Eire), spurðist fyrir um þetta og fékk f hendur opinbera skýrslu, sem m. a. sýnir 1 að Vestur-Þýzkaland er eitt Ianda af mörgum, sem hafa fest fé f fyrirtækjum f Irlandi. Stuðningur við erlenda fjárfestingu. Þess er þá fyrst að geta, að írska stjórnin setti á laggir sér staka stofnun til þess að stuðla að iðnvæðingu f landinu, og nefnist hún The industrial devei opment authority. Stofnuninni var falið að aðstoða iðju- hölda og iðnfyrirtæki f landinu. Gerð er grein fyrir þessum mál- um f skýrslu og er formáli henn ar ritaður af sjálfum forsætis- ráðherranum Sean F. Lemass, en hann er einnig iðnaðar- og verzl- unarráðherra. í formála þessum kveðst hann vilja fagna innilega öllum þeim, sem kynnu að vilja notfæra sér þau hlunnindi sem látin eru í té til aukinnar iðn- væðingar, og heitir þeim allri þeirri aðstoð, sem hann getur f té látið. Hann segir mikið hafa áunnist til aukinnar iðnvæðingar og það séu engar heilbrigðar efnahagslegar ástæður, sem mæli gegn því, að aukin iðnvæðing geti ekki átt sér stað á komandi tfmum, — fyrir hendi sé verndað ur heimamarkaður og enn sé um talsvert mikinn innflutning að ræða á mörgum vörum, sem hægt sé að framleiða í landinu. „Rfkis stjórnin hefur sérstakan áhuga á að auka útflutninginn, og frá þeim sjónarhóli skoðað, hefur það sérstaka þýðingu með tilliti til fyrirhugaðs frjáls markaðs í fagnað af stjóminni og þjóðinni. Á undangengnum 5 árum hafa brezk, bandarfsk, belgísk, dönsk, hollenzk, þýzk (vestur-þýzk), sænsk og svissnesk fyrirtæki komið á fót þar yfir 100 iðn- fyrirtækjum. Þessar verksmiðjur koma til viðbótar öllum þeim, sem Irar sjálfir hafa stofnað, al- gerlega á eigin spýtur. Bretar og Bandarfkjamenn hafa stofnað til olíuhreinsunar á ír- Iandi, Frakkar smfða þar flug- vélar, Hollendingar framleiða þar plastpfpur, Bretar skjólfatnað og Bandaríkjamenn kvenfatnað, Hol- lendingar þvottavélar, ryksugur o. fl. Þjóðverjar krana, stálvörur, Iandbúnaðarvélar, osta o. fl., Bandaríkjamenn alum-vörur og mætti svo iengi telja. Fjárfestingin erlendis frá nem- ur á þessum 5 árum 30 milljónum sterlingspunda. Hlunnindin. Af hálfu írsku stjórnarinnar er um óendurkræf framlög að ræða sem geta numið allt að fullum kostnaði við að koma upp verk- smiðjubyggingum. Stjórnin er einnig undir það búin að veita stuðning til vélakaupa og þjálf- unar verkamanna. Framlög þau sem hér um ræðir hafa f einstöku tilfellum numið allt að 240.000 pundum. — Einnig er um miklar skattafvilnanir að ræða. Mannafli. Áherzla er lögð á, að írland hafi nægan mannafla til þess að frsk iðnaðarframleiðsla tvöfaldist á næstu 10 árum og fullyrt að Nýjar verksmiðjur f grennd við höfnina í Dun Langhaire. Axel Thorsteinsson: Erlend fjárfestinj í írskum iðnaði fjöldi þjálfaðra írskra verka- Evrópu, hve frland er nálægt Evrópumarkaðnum". 100 nýjar verksmiðjur. í skýrslunni segir: fleiri erlend fyrirtæki setja á stofn fyrirtæki á Irlandi — þar sem þeim er manna á Bretlandi myndi fúslega koma heim til starfa f hinum nýju iðngreinum. í sérstöku fylgiriti The Finan- cial Times f London, er nefnist „Republic of Ireland“, segir, að næstum allar þessar verksmiðjur hafi verið reistar vegna útflutn- ingsmarkaðsins og meiri hlutinn með erlendri fjárfestingu, aðal- lega brezkri, bandarfskri, hol- enzkri og þýzkri, en einnig franskri, ítalskri og sænskri. Atvinnuleysingjum fækkar. Financial Times benda á, að þessi þróun hafi leitt til þess að atvinnuleysingjum hafi fækkað um y5 1960 miðað við 1957 eða um 20.000, og aðflutningur fólks hafi einnig minnkað, en hann náði hámarki 1957 0.000). Blaðið seg ir, að 1959 hafi iðnaðarfram- leiðsla aukizt meira en í nokkru Vestur-Evrópulandi að undan- teknum Hollandi og Italfu, og haldist sama iðnþróun, muni halda áfram að draga úr innflutn- ingi fólks og þeir tímar koma, er fólksfækkunin f landinu stöðvist, — en þess er að geta, að fólks- fækkunin hefur háð öllum fram- förum í landinu í meira en heila öld eða allt frá dögum hungurs- neyðarinnar miku fyrir miðja 19. öld. Auk þess sem þegar hefur ver- ið getið um hlunnindi þau, sem 1 boði eru, er um margs konar fyrirgreiðslu að ræða, eftir því sem þörf krefur, og má þar til nefna hlutabréfaútboð, útvegun lána o. s. frv. Þá er vakin athygli á eftirfar- andi: Viðskiptasamningar eru við mörg Evrópulönd og greiðir það fyrir útflutningi á írskum vörum. Enginn landshluti fríands er langt frá höfn eða flughöfn og samgöngur greiðar við Bretland, meginlandslöndin og aðrar heims- álfur. Samkvæmt san.-ilngum við Bretland eru næstum allar vörur framleiddar á írlandi tollfrjáisar í Bretlandi, en nol rar gilda for- gangs innflutningstolla ákvæði og af fáeinum þarf að greiða fullan toil. Aukin útflutningur. Útflutningur frá írlandi (Eire) nam árið 1956 107 milljónum sterlingspunda og 180 miiljónum 1961. Sérstök athygli er vakin á aukn um útflutningi á eftirfarandi: Bifreiðum, vindlingum (sígarett um), rafmagnsáhöldum, pappír og annarri pappírsframleiðslu, skó- fatnaði, málmvörum, ullargarni og prjónlesi, nylonvarningi, til- búnum fatnaði, bjór og súkku- laði. Óánægjan. . Það mun óhætt að fuilyrða, að þjóðin fagni iðnvæðingunni yfir- leitt, þar sem hún hefur leitt til aukins útfiutnings og atvinnu. sí- vaxandi fjöldi verkafólks starfar nú í iðnaðinum við betri skilyrði en nokkru sinni fyrr, og iðnvæð- ingin mun sem fyrr var getið væntanlega leiða til stöðvunar fóiksfækkunarinnar í landinu. Hér er að sjálfsögðu átt við iðn- væðinguna í hc ild. ig mun það hafa dregið úr ugg manna við erlenda fjárfestingu, að ekki eru fluttir inn erlendir verkamenn, nema sérþjálfaðir menn til þjálf- unar og leiðbeiningar fyrst í stað. Að sjálfsögðu draga hinar nýju iðngreinar til sín fólk úr sveit- unum, en það mundi ella fara til Bretlands eða úr landi, sem verið hefur, og vilja menn að sjálf- sögðu heldur að fólkið hverfi það- an til nýrra starfa í landinu sjálfu, heldur en að það fari úr landi. Að landbúnaðinum og sveit unum vík ég síðar. Óánægju og hennar mikillar gætir þó — aðallega út af fast- eignakaupum erlendra iðjuhölda og stóreignar.-.anna, oft á fögrum og sérkennnilegum stöðum, sem mönnum sárnar að sjá í eigu er- lendra manna. Óvissan framundan. Þótt iðnvæðingin hafi um margt vel tekizt og útflutningur aukizt og horfur séu á að fram- hald verði á þessari þróun, ríkir óvissa um framtíðina, sem að sjálfsögðu er undir því komin, að góðir markaðir fáist fyrir útflutn- ingsafurðirnar. Kemur þar til greina hversu fer um alla 'amn- inga um aðild að Efnahagsbanda- lagi Evrópu og hef ég vikið að þeim málum í fyrri pistlum, og minni því aðeins á, að írland (Eire) hefur sótt um aðild að EBE.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.