Vísir - 10.12.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 10.12.1962, Blaðsíða 10
in V1SIR . Mánudagur 10. desember 1962. Vetrarhjálpin b Hafnarfirði Vetrarhjálpin í Hafnarfirði er teki ntil starfa og er þetta 24. starfsár hennar. Leitað mun verða til bæjarbúa um aðstoð og er því treyst, að þeir bregðist eins vel við og ætíð áður. Fyrir jól í fyrra var hægt að úthluta kr. 90.600 auk fatnaðar til einstaklinga og heimila í bænum, í rúmlega 130 staði, og segja for- ráðamenn söfnunarinnar, að ekki sé síður þörf nú að aðstoða þá, sem bágstaddir eru. Óskað er að umsóknir um að- stoð og ábendingar um bágstödd heimili berist. sem fyrst til stjórn- arnefndar Vetrarhjálparinnar. Stjórn Vetrarhjálparinnar í Hafn arfirði mun taka við framlogum, en hana skipa: Séra Garðar Þorsteins- son prófastur, séra Kristinn Stef- ánsson, Gestur Gamalíelsson kirkju garðsvörður, Guðjón Magnússon skósmíðameistari og frú Elín Jós- epsdóttir bæjarfulltrúi. Láfið klippn ykkur tísnuniego fyrir jól Á rakarastofum er mjög mikill annatími síðustu dagana fyrir jól, því allir vilja vera sem bezt útlít- andi á þessari mestu hátíð ársins. Það er mjög skiljanlegt, að menn vilji bíða með jólaklippinguna þar til nokkrum dögum fyrir hátíðina, en jafn auðsætt er, að við getum ekki afgreitt allan þann mikla fjölda, sem þarf á snyrtingu að halda, á örfáum dögum. Til að forð ast að vinnan komi öll á síðustu dagana fyrir jól, viljum við sér- staklega benda á, að hár á telpum fer oftast betur nokkru eftir klipp- ingu en nýklippt og er því tilvalið að senda litlu dömurnar nú þegar í jólaklippinguna. Einnig er nauðsynlegt að öil börn komi sem tímanlegast og allt skóla fólk strax og jólaleyfið hefst. Rakarastofurnar eru opnar eins og venjulega til kl. 6, nema laug- ardagana 15. og 22. des. er opið til kl. 9 e. h. Á aðfangadag er lokað kl. 1 e. h. Foreldrar — umfram allt sendið börnin tímanlega, þvi þau eru ekki klippt 3 síðustu dagana fyrir jól. Framhald af bls. 8. hjóli þróunarinnar snýr enginn við hversu mikið sem hann reynir það. Það er óskaplega erfitt að setja fram prédikun og listræna skáldsögu í einu. Þetta tekst ekki alltaf til fulls í bókinni, þrátt fyrir hið stillta yfirborð er eldur í hverri setningu. Stíll- inn er hraður og einkennilega beittur án þess beinlínis að stinga mann. Inn á milli eru svo allt að því lýrískir kafiar. Þessi erfiða blanda tekst mjög vel og verður áhrifamikii. Son- ur minn og ég er tímabær og þörf hugvekja. Ekki aðeins vegna Suður-Afríku heldur vegna mannkynsins í heild. Bók in er hvatning til allra manna um að líta ekki á lifsöryggi sem sjálfsagðan hlut og niann- vonzku sem ósigrandi afl. Hina fslenzku þýðingu hefur Einar Bragi gert og tekizt prýði- lega en prófarkalestur hefði mátt vera betri. Njörður P. Njarðvík. Dýrbítur veldur tjóni í Noregi Frá fréttaritara Vísis. — Osló í des. Bændur vestanfjalls hafa orðið fyrir þungum búsifjum af völdum dýrbíts, en þeir halda, að flelri séu að valdir. Það eru einkum bændur f Jör- undarfirði (Hjörundfjorden) vestan fjalls, sem bera sig illa. Þess eru dæmi, að bændur hafi misst allt að 40 lömb af völdum refa, sem leggjast einnig á fullorðið fé, ef þeir sjá sér færi á. Annars er það skoðun bænda, að öm muni hafa krækt sér í sum lömbin. Sannanir eru þó ekki fyrir hendi um það. Loks er þess að geta, að bænd ur í Noregi hafa misst fé f fönn að þessu sinni. Stafar það af því, að snjókomu gerði óvenjulega snemma vestanfjalls í haust og voru bændur ekki búnir að smala fé sínu, er ófærð gerði. NYTT! SKELJAR — KUÐUNGAR Seljum næstu daga meðan byrgðir endast úrval af SKELJUM og KUÐUNGUM úr sjó flestra heimsálfa. VERIÐ VELKOMIN og skoðið hinar margbreytilegu og skrautlegu og sumar sjaldgæfar tegundir, jafnvel í heim- kynnum. LEIKFONG frá ÞÝZKALANDI HRAÐBÁTAR, mjúkt plast, rafknúnir tveggja hraða. — Margar teg. nýstárlegar BlLABRAUTIR. Vönduð og falleg stoppuð dýr, t. d. BANGSAR frá 30—70 cm., LJÓN, AP- AR, HUNDAR og margt margt fleira. Garðastræti 2 Sími 16770 Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík AÐALFUNDUR Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður haldinn n. k. þriðjudag, 11. desember, í Sjálfstæðis- húsinu og hefsí klukkan 20.30. Fundarefni: 1. Venjuleg uðalfundarstörf. 2. Ræða: StjónmálcisamsfoiB’f Hokríkfanna. Jóhann Hafstein, alþm« Fulltrúar sýni skírteini sín við innganginn. STJÖRNIN,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.