Vísir - 13.12.1962, Qupperneq 3
SUNDKNATTLEIKUR er Iítt
þekkt íþróttagrein hér á landi, eink
urn síðari árin. Fyrir nokkrum ár-
um var þó talsvert fjör í þessari
grein og þá fór iandslið í keppnis-
ferð til Norðurlandanna og landslið
keppti á Olympíuleikunum. í Beriín
1936. — Á mánudagskvöldið fór
fram keppni f sundknattleik í Sund
höll Reykjavíkur og fóru Myndsjár
menn á staðinn og kynntu sér
hvemig leiknum er háttað.
Leikið er í 4 lotum, sem hver
stcndur í 5 mínútur. Verða leik-
menn að halda sér á floti þann tíma
sem leikurinn stendur og þarf
mikla hörku og úthald til að öðlast
getu í leik þessum og engum aukvis
um er ráðiagt að leggja leik þenn-
i
an fyrir sig. Oft er hönd lögð á
koll andstæðingsins og honum dif-j
ið á bólakaf, en þetta er leyfilegt
samkv. IeikreglUm, en ólöglegt er
hins vegar að kaffæra á annan
hátt. Harka verður oft mikil í leikj
um, einkum ef þeir em jafnir og|
oft verða dómararnir á laugarbökk-
unum að reka menn upp úr fyrirj
grófan Ieik, enda reyna menn sitt
af hverju í skjóli gáraðs vatnsins,
sem dómaramir eiga oft erfitt með
að sjá í gegnum.
Myndirnar á síðunni sýna vel
þennan sérkennilega en skemmti-
lega leik. Efst eru tvær myndir
sem sýna tvo leikmenn glíma um
boltann, en á myndinni til hægri
hefur sundmaðurinn verið hindrað-
ur, og hönd andstæðingsins hvílir
á handlegg hans. pnnur mynd sýn-
ir hvar verið er að skjóta að
marki, ömgglega mark, ef skytt-
unni hefði ekki verið difið í bóla-
kaf. Uppréttu hendurnar tilheyra
markverði KR, en Ragnar Vignir
bíður átekta. Markvörðurinn, sem
ver svo frækilega, mun vera ÍR-
ingur. (Ljósm. Vísis: B. G.).