Vísir


Vísir - 13.12.1962, Qupperneq 4

Vísir - 13.12.1962, Qupperneq 4
4 V í S IR . Fimmtudagur 13. desember 1962. Commander Stevens, fyrrverandi formaður félagsins, flytur ræðu f hófi í Þjóðleikhúskjailaranum. Það er alltaf mikið ta! um það, ef eitthvað ber út af í sambúð okkar Islendinga við herinn á Keflavíkurflugvelli. Hins er miklu s^aldnar getið, þegar vel gengur og eitthvað er gert, sem aukið getur kunn- ingsskap og skiining milli Bandaríkjamanna þar og okkar Þar syðra hefur nú um þriggja ára skeið starfað félagsskapur, sem nefnist Vui- can Toasmaster Ciub. Er það sérlega athyglisvert við félag þetta, að meðlimir skiptast nokkurn veginn til helminga eftir þjóðerni. Af 28 meðl. eru um helmingur íslendingar og helmingur Bandaríkjamenn. Ellefu tungumál. Félag þetta er samansett af mjög mismunandi mönnum. Sum- ir eru hámenntaðir menn, en aðr- ir hafa mjög takmarkaða' skóla- göngu að baki. Sumir Bandaríkja- mannanna eru borgaralegir starfs menn á vellinum, en aðrir eru úr flugher og flota, bæði undir- menn og yfirmenn. íslendingarnir eru bæði starfsmenn á Keflavíkur flugvelli og úr Reykjavík, úr mjög mismunandi starfsgreinum. Á fundi í félaginu nýlega voru meirháttar tungumál, svo sem þau sem töluð eru á Jótlandi og í Texas. 90000 meðlimir. Meðlimir í félaginu eru menn á aldrinum frá rúmlega tvítugu til miðaldra. Þrátt fyrir mjög mis- munandi uppruna, menntun, ald- ur og atvinnu, starfa þessir menn saman í félagi. Sú spurning hlýt- ur því að vakna hvað það er sem heldur félaginu saman. Toasmasters klúbbur var fyrst ' stofnaður árið 1929 í California. Hefur félagsskapurinn vaxið mjög ört síðan og eru nú klúbbar í v.m 40 löndum. Meðlimir eru nú um 90 þúsund í 3500 klúbb- um, en alls hafa meðlimir verið um 500 þúsund frá stofnun. Tilgangurinn með starfsemi klúbbanna er fyrst og fremst sá að þjálfa meðlimi í að flytja ræð- ur, stjórna fundum 6g á annan hátt láta skoðanir sínar í ljós við aðra menn, þannig að sem bezt megi fara. Það er mönnum til ómetanlegs gagns að geta staðið upp fyrir framan meðbræður sína og flutt skipulagðar og skilmerki legar ræður, án þess að þola þær kvalir, sem óvanir menn verða að ganga í gegnum. almenn fundarsköp byggjást á. Þó að nokkur munur sé á þeim og almennum fundarsköpum hér- lendis, er hann ekki til skaða. Fundir fylgja að mestu föstum reglum. Hefst fundurinn á því að beðin er stutt bæn. Siðan eru tekin fyrir þau mál sem þarfnast afgreiðslu innan klúbbsins og er þessi hluti fundarins einnig æf- ing í fundarsköpum eins og af- greiðsla á málum. Er lögð áherzla á að forseti stjórni fundinum ná- kvæmlega eftir fundarsköpum, og ekki hikað við að láta hann heyra það, ef út af ber. Næst eru almennar umræður og velur tostmaster kvöldsins efni sem um skal rætt. Taka þá allir til máls og eru ræðurnar venjulega óundirbúnar. Eru þær venjulega stuttar. Getur verið bæði um að ræða umræður um eitthvért gefið efni og einnig er hægt að skipa mönnum niður í hópa, til að ræða eitthvað efni frá tveim hliðum. Sjö mínútna ræður. Þá kemur að ræðum kvöldsins. Halda þá fjórir til fimm menn ræður, sem ætlazt er til að séu sem næst því að vera sjö mínút- útskýra mál sitt. Níuhda ræðan á að vera leikur með orð eða æf- ing í að nota orð á áhrifamikinn hátt. Tíunda ræðan er svo ein- hver af þeim ræðum, sem algengt er að menn þurfi að halda. Geta það verið samkvæmisræður, mót- tökuræður, framboðsræður o. s. frv. Lengra mætti halda, en þetta fræði og stendur hann upp í fundarlok og rekur villumar hjá hverjum fyrir sig. Vel undirbúnir. Megináherzla er lögð á það að menn komi undirbúnir. Er það byggt á þeirri almennu reynslu að góð ræðumennska byggist fyrst og fremst á undirbúningi, — félagsskapur til þjálfunar í ræðumennsku og fundarsköpum — menn látnir halda ræður á mis- munandi tungumálum, sem þeir kunna. Kom í ljós að meðlimir kunna ekki minna en níu tungu- mál. Auk ensku og íslenzku tala menn þar pólsku, dönsku, þýzku, spænsku, frönsku og kínversku. Og hvað mörg félög á íslandi geta státað af tveim mönnum, sem tala japönsku. Þá eru ótalin Þjálfun í fundarsköpum Þá er lögð sérstök áherzla á að þjálfa menn í fundarsköpum. Fundarsköp geta oft ráðið úrslit- um um framgang mála og eru því mjög mikilvæg. Eru fundar- sköp brezka þingsins lögð til grundvallar fundarsköpum klúbb- anna, en þau eru, eins og kunn- ugt er, sá grundvöllur sem öll ur. Fer það eftir því hve lengi þeir hafa verið í klúbbnum, hvers kyns ræður þeir flytja. í fyrsta sinn sem maður heldur ræðu í klúbbnum, er honum ætlað að segja frá sjálfum sér og gefa hugmynd um lif sitt og starf. Er hún eins konar kynning á manninum., 1 annarri ræðunni eiga menn að leggja áherzlu á að vera ein- lægir. Eiga þeir þá að halda fram einhverju máli, eins og það væri þeim hjartans mái. I þriðju ræðunni er lögð megin áherzla á skipulag ræðunnar og að hún sé vel upp byggð. 1 þeirri fjórðu er ætlazt tii að menn noti hendur og hreyfingar til að leggja áherzlu á mál sitt. Veitist mörg um erfitt að gera það svo vel fari. Fimmta ræðan er ætluð til þess að þjálfa menn f að nota hin mismunandi blæbrigði raddarinn- ar, til að gera mál sitt áheyri- legra. 1 sjöttu ræðunni er ætlazt til að aftur sé lögð áherzla á upp byggingu og skipulag ræðunnar. Sjöunda ræðan er svo Iesin ræða. Þó að yfirleitt sé ekki ætlazt til að menn lesi ræður upp af blöðum, getur þó alltaf sá timi komið að það verði nauðsynlegt. Er þessi ræða þjálfun í því. l áttundu ræðunni eiga menn að nota hluti eða myndir til að gefur nokkra hugmynd um hve víðtæk þessi þjálfun er. Miskunnarlaus gagnrýni. Það er allt gott og blessað að halda ræður, en ekki er það eitt talið nægja í Toastmasters klúbb- unum. Fyrir hvern mann sem heldur ræðu, er skipaður einn, sém hefur það hlutverk að gagn- rýna ræðuna. Er lögð áherzla á að gagnrýnin sé miskunnarlaus, en réttlát, og að bent sé á leiðir til úrbóta. Er þar gagnrýnt efni, flutningur, raddstyrkur, uppbygg- ing ræðunnar, framburður, hreyf ingar og staða manns í stólnum. Það getur verið óþægilegt fyrir menn að þurfa að hlusta á þetta allt, en reynslan hefur sýnt að á þessu læra menn mikið. Ekki er allri gagnrýni þar með lokið. Sérstakur maður hefur það verk á höndum að taka tíma á ræðunum og fá menn ákúrur fyrir ef ræðan er miklu lengri eða styttri en til var ætlazt. Þá hefur einn maður á hverjum fundi það starf að telja öll „ah“ „eh“ og „uhm“. Verða menn að greiða sektir fyrir hvert skipti sem slíkt aukahljóð heyrist og sá sem hefur flest, fær að auki verð launagrip fyrir. Þá hefur einn meðlimur það starf á hendi að fylgjast með því að menn geri ekki villur í mái- síðan á þjálfun og síðast á með- fæddri snilligáfu. Telja toasmast- ers að fáir menn geti flutt góða ræðu án þess að hafa skrifað hana fyrst og orðið henni síðan svo kunnugur að ekki sé þörf á að hafa.textann við hendina. Ein staka menn geta þó flutt ræður án þess að skrifa þær, sem fekki þýðir að þeir hafi ekki undirbúið þær. Klúbburinn í Keflavík notar eingöngu ensku við sína starf- semi. Hefur reynslan sýnt að ekki er þörf á mikilli þjálfun í notkun ensku, til að geta tekið þátt £ starfseminni, þó hún sé að sjálfsögðu æskileg. Hefur mönnum reynzt mögulegt að starfa í klúbbnum, þó að þeir hafi ekki aðra þjálfun £ notkun ensku, en þeir hafa fengið f skóla. Formaður klúbbsins er núna Kristján Einarsson. Aðrir £ stjórn inni eru Robert C. Tower, captain USN, Skafti Þóroddsson, hjá loft ferðareftirlitinu £ Reykjavik, Ragnar Halldórsson, yfirverkfræð ingur hjá hernum, Douglas Osb- urn, borgaralegur starfsmaður við rannsóknarlögreglu flughersins, og Chester Bradley leutenant USAF. Fundir £ klúbbnum eru haldnir viklulega f Civilian Club á Kefla- vfkurflugvelli og fara fram yfir kvöldmatarborði. Kristján Einarsson, formaður félagsins, og Hörður Helgason, deildar- stjóri Vamarmáladeildar, sem var gestur f hófinu. (Ljósm. U.S. Navy). eftir Ólaf Sigurdarson

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.