Vísir - 13.12.1962, Qupperneq 9
VÍSIR
nnjaiiiM
Fimmtudagur 13. desember 1962.
BÆKUR OG
IIT;.:
UPPREISN
Ámi Óla: Þúsund ára sveita-
þorp. 284 bls.
Prentsmiðja Hafnarfjarðar.
UJtg. Bókaútgáfa Menningar-
sjóðs.
□
Jþað er alkunna, að Þykkbæing-
ar í Rangárvallasýslu höfðu
löngum lítinn orðstir. Þeir voru í
stuttu máli sagt alræmdir þar í
sveitum fyrir fátækt, sóðaskap
og útúrboruhátt. Mikinn þátt i
að skapa þennan orðróm átti það
sjálfsagt, að þeir voru hrossa-
ketsætur, en á þeim tímum hafði
nær allur landslýður megnustu
óbeit á hrossaketi, þó menn hafi
nú lært nokkuð að meta það.
Verst var að þessu fylgdi það,
að Þykkbæingar, föt þeirra og öll
híbýli lyktuðu af þránuðu hrossa-
spiki og má geta nærri að slíkt
vekti ógeð á þeim.
Þó getur verið að enn fleira
staka framtakssemi Þykkbæinga.
Byggðin er nú hið snotrasta og
blómlegasta sveitaþorp með ná-
lægt því 250 íbúum.
□
gögu og lýsingu þessarar sér-
kennilegu byggðar hefur okk-
ar gamalkunni og vinsæli Árni
Óla nú fært í letur í bók, sem
nýlega er komin út.
í henni rekur hann fyrst sögu
Þykkvabæjar allt aftur úr Land-
námsöld og dregur fram allar
þær uplýsingar, sem hann finnur
úr gömlum máldögum, fornbréf-
um, Alþingisbókum viðvíkjandi
þessu byggðarlagi, en þær upp-
lýsingar eru þó mjög naumar,
því Þykkvibærinn virðist að
mestu hafa verið fyrir utan ferð-
ir og menningarstraum hér á
landi.
En þegar kemur fram yfir ár-
ið 1800 fara heimiidir að aukast,
Þverá og Rangárnar, höguðu sér
gegnum aldirnar, því að undir
því hefur afkoma Þykkbæinga
mjög verið komin. Ástandið hjá
þeim varð mjög bágborið, þegar
Þverá var að því komin að brjóta
allt ræktarland þeirra undir sig
og segja mátti að byggðin stæði
orðið aðeins eftir á iitlum hólma,
sem var umflotinn af beljandi
jökulstraumi fljótsins.
Það er enn fremur mjög mikil-
vægt að reyna að gera sér grein
fyrir, hvers vegna útræði lagð-
ist niður í Þykkvabænum, á 18.
öld, svo að þetta sjávarpláss
varð skyndilega bjargarlaust.
□
jgftir að gerð er grein fyrir þess-
um aðalerfiðleikum og hnign-
unarástæðum Þykkvabæjar er
svo þýðingarmest að rekja upp-
haf viðreisnarinnar, sem fólst í
frábærurh'-dúgh'aði þeirra 1 bar-
■•íiflfil Í096 iáaijinvT i3
greinargóð lýsing í bókinni. —
Djúpósstíflan var 340 metra löng
og 15 metra breið og var talið
að 4 þúsund dagsverk hefðu far-
ið í hana. Nú á dögum yrði mönn
um e. t. v. ekki skotaskuld úr
að vinna slíkt mannvirki, með
þeirri tækni og flutningatækjum,
sem menn nú ráða yfir, en á
þessum árum var aðeins um að
ræða hestinn og fáeinar fátæk-
legar og burðarlitlar kerrur. Það
gerði enn ótrúlega örðugt fyrir,
hve lítið er af grjóti á þessum
hluta Suðurlandsundirlendisins.
Á þessum slóðum er vart að
finna nema hnefastóra hnullunga
það stærsta. Var stíflan því að
mestu gerð úr torfhleðslu, en
staurahleðslur og margs konar
binding á miili.
□
þegar bilið á milli stíflustöpl-
anna var ekki orðið breiðara
en svo sem 20 — 25 metra fór
málið að vandast, því að straum-
eftir Þorstein Ó. Thorarensen
Sigurður Ólafsson í Hábæ, sem
var forystumaður Þykkbæinga í
baráttu þeirra gegn hinni ólgandi
Þverá.
hins smáða byggðarlags
hafi komið til. Svo virðist sem
Þykkvibærinn hafi í fyrstu ver-
ið sjóróðrapláss, eini vísirinn að
þorpi austan Þjórsár, þó að vfsu
hafi verið all þéttbýlt í nokkrum
öðrum hverfum. Er þá líklegt að
sveitamönnum hafi ekki hugnazt
þorpsbragurinn og þótt þar sið-
laust og brösótt og nokkuð hafi
e. t. v. eimt eftir af því. Enn má
vera að seinni tíma deilur Þykk-
bæinga og uppsveitarmanna um
reka og síðar hnotabit um veiði
i ám hafi ekki orðið til að auka
hróður þeirra í nágrannasveitun-
um.
□
A aöVTíao voru Þykkbæingar þó
þegar allt kom til alls að-
eins meiður af ættum Rangæ-
inga, fólk, sem hafði orðið fyrir
meiri ógæfu og átt við meiri
erfiðleika að stríða en aðrir. Og
nú á tuttugustu öldinni hafa þeir
svo sannarlega rekið af sér
slyðruorðið. Þeir hafa unnið þrek
virki við að verja byggð sína og
síðan að viðreisn hennar og fram
gangi. Fram að síðari heimsstyrj-
öld mátti heita að öll byggðin
væri torfhús. Nú hefur allt risið
upp með stórum rúmgóðum stein
húsum og stórhýsi eins og
kartöflugeymslan, sláturhús,
frystihús og verzlunarhús Frið-
riks í Miðkoti ber vott um sér-
fyrst í sóknarlýsingum og síðan
í munnmælasögum og alis kyns
bréfum og skjöium og endurminn
ingum þegar líður á 19. öldina.
□
J sambandi við sögu Þykkvabæj-
ar er það auðvitað aðalatrið-
ið að reyna að gera sér grein
fyrir því, hvernig vötnin, þ. e.
áttunni við vötnin, sérstaklega er
þeir unnu það afrek vorið 1923
undir forystu síns sveitarhöfð-
ingja Sigurðar í Hábæ að stífla
Djúpós. Það er óhætt að fullyrða
að eftir það stórvirki fóru ná-
grannar Þykkbæinga að líta þá
nokkuð öðrum augum en áður.
Á þessum atburði er gefin all
þunginn var ægilegur og grðf sig
þá alltaf dýpra og dýpra niður
í hinn gljúpa jarðveg eftir því
sem að honum var þrengt. Var
þá svo komið að vatnið í hliðinu
var orðið 6 metra djúpt og staur-
arnir sem þar höfðu verið reknir
niður farnir að hallast undan
straumþunganum. Allt sýndist
vera komið I óefni og straumur-
inn virtist vera að sópa öllu burt.
Enn bjargaði Sigurður í Hábæ
öllu með hugviti sínu. Hverjum
skyldi hafa dottið það f hug i
landbúnaðarsveit, sem hann gerð
nú. Hann lét sækja akkeri sen
hafði borizt af tilviljun út
Þykkvabæ, kastaði því f ána ein
og hann væri á skipi og notaf
það síðan til að strengja vír
staurana og rétta þá við.
Síðan kemur að vísu nútím
inn með margra tonna vörubfl
um og flóðvarnargarðar eru gerð
ir inn við Markarfljót, sem tæmt
Þverá og gera þar með hinai
gömlu stíflur Þykkbæinga þarf-
lausar. En jafnt verður þó ætíð
þeirra afrekið.
Þegar kemur aftur í nútímann,
snýr Árni sér síðan að þvf að
rekja framfarirnar og búsældina
í Þykkvabænum, sérstaklega
kartöfluræktina, sem þeir Þykk-
bæingar eru kunnir fyrir.
f öllum þessum lýsingum og
fjölda sagna og smábrota má
greina hinn lipra penna Árna
Óla, sem er það lagið að gera
okkur landið svo lifandi f aug-
um. Reykjavíkurþættir hans eru
löngu þjóðkunnir fyrir skemmti-
lega fróðleiksleit og frásagnar-
stfl.
□ '
Jjegar hann fer hins vegar að
” leita fanga austur í Rangár-
þingi finnst mér margt benda til
þess, að hann standi ekki eins
föstum fótum í mold og mýr'
Suðurlandsundirlendisins eins oj
á grágrýtisklöppum Reykjavíkui
Ég er t. d. hræddur um aí
hann láti hugmyndaflugið o
mikið flakka, þegar hann er ai
ræða landnám í Rangárþingi oj
byggð þar. Það er t. d. ógerlegi
að fallast á þá hugmynd hans
að allir hellar f næstum hverj-
um hvoli í Rangárþingi séu grafn
ir af írskum landnámsmönnum.
Það mætti vera meira ógnarverk-
ið. Lfklegri er sú skýring, að
hellarnir séu leifar risavaxinna fs
jaka, sem hafi smám saman
bráðnað sundur eftir að goslög
höfðu storknað og myndað hóla'
yfir þeim. Síðan séu hellarnir
tómarúmið eftir hinn bráðnaða
fs. Fleiri hugmyndir eru einnig til
um þessa jarðlagamyndun.
Það er heldur ekki réttmætt að
staðfesta að bærinn Djúpárbakki
og Djúpá hafi verið á þessum
slóðum til forna. Einu heimild-
irnar um það eru að mér skilst
Framh. á 10. síðu.
Séð heim að Þykkvabæjarþyrpingunni frá þjóðveginum.