Vísir - 13.12.1962, Síða 15

Vísir - 13.12.1962, Síða 15
VlSIR . Fimmtudagur 13. desember 1862. 15 THE EXF’LOeSKS IVATCHEP IN AWEI7 S, SILENCE AS rKOPESSOK TATE \ EXAWINEF THE SKELETON. \ ’THEKE AKE CHAK.ACTEIÍISTICS k \ HEKE OPÆÖWMANANPAf’E- m \ I wfe \ ooSJ'^ C-MfO , Jw l»u «m> krmita 1m-T*. *•« O á. ru 0«. Di*tr. by United Featurá Syndicáte, Ine. — Komið og hafði hraðann á, kallaði hún til Karólínu, sem svaraði: — Ég kem. En hún fór ekki á eftir þeim. Inni í salnum voru skákmenn á borði þeir Pont-Bellanger og Gris-Duval höfðu hlaupið frá hálftefldri skákinni, er fyrsta skotið heyrðist. Og nú hugsaði hún, að það hefði verið illa gert að kvelja hann, eins og hún hafði gert, en samt hafði hann virzt njóta þess. Líklega hefði hann verið enn óhamingjusam- ari án mín, hugsaði hún, og nú var hann dauður, og hafði líka ekki haft neitt hlutverk lengur hér á jörðu. Þess vegna var öllu lokið fyrir honum. I samanburði við hann er ég hamingjusöm. Hún gekk hægt til dyra. Það yrði bjart að baki hennar og þeir myndu sjá hana greinilega. Þeir þurftu bara að miða. Nú hófst skothríðin aftur og marg- ar rúður brotnuðu í borðsalnum og glös og diskar á borðinu fóru í þúsund mola. Karólína varpaði sér niður á gólfið. Nei, hana langaði til að lifa, Gaston vegna og Anna litla — jafnvel líka, þótt ekki væri þeirra vegna. Skothríðin hélzt í nokkrar mín- útur, en hætti, svo skyndilega. Þá skildist henni, að fyrirskipun kynni að verða gerð um áhlaup. Hún rauk í áttina að kjallara stiganum og iðraðist þess, að hafa ekki farið fyrr. Hún hafði gripið kertastjaka, en þrátt fyrir það gat hún ekki fundið þessi neðanjarðargöng, sem Gris- Duval hafði talað um. Hún hnaut um viðarbúta á gólfinu og þá slokknaði á kertinu. Hún var nú í kolamyrkri. Skyldu þeir skjóta mig, ef þeir finna mig, hugsaði hún. Hún lagði við hlustirnar. Ekkert hljóð heyrðist. Og það jók ótta hennar. Hún var hrædd ari við myrkrið en lýðveldis- sinnana. Hún varð að taka á öllu sem hún átti til að æpa ekki. Án nokkurs marks fálmaði hún sig áfram í kjallaranum. Hún hafði enga von um að finna tröppurnar án ljóss, en þegar þrep allt í einu varð fyrir fæti hennar, þóttist hún viss um, að ef hún færi þá leið væri það leið í fangelsi. Samt hélt hún ! áfram. Kannske er nú ekki nema um eina leið fyrir mig að ræða, hugsaði hún — eins og var fyrir , Pont-Bellanger, þótt sá sé mun- urinn, að ég vil ekki deyja. j Þegar hún var komin upp í I forstofuna jókst hugrekki henn- ar, þótt hún samtímis hugsaði, 1 að hyggilegra hefði verið að dúsa lengur niðri í myrkrinu. j I-Iún min'ntist þess nú, að Jóse- ; fína hafði sagt henni frá og j sýnt henni leyniherbergi uppi j á lofti. Það þurfti ekki annað en þrýsta á útskorið lauf í hurðinni og þá opnuðust dyrnar að felu stað í veggnum. Hún fór upp, kveikti á lcerti, fann dyrnar og gat opnað þær. Hún fór líka með glas fullt af vatni með sér. í þessu skoti var allt fullt af köngulóarvefj- um og ódaunn mikill, en illu má venjast, hugsaði hún. Þurrkaði rykið af stól og settist. Hún heyrði nú, að Blástakkar voru komnir inn í höllina, jafnvel inn í herbergi Jósefínu, en milli þess og skotsins var þunnur veggur. Hún heyrði raddir þeirra, en gat ekki greint orðaskil. Svo kom þögn og hún hugsaði, að þeir hefðu farið niður aftur. Jæja, enn hafði hún sloppið. Hún á- lyktaði að þeir myndu brátt fara, af ótta við gagnáhlaup konungssinna, sennilega erða þarna og hverfa á brott í ’oirt- ingu. Þá gæti hún yfirgefið felu staðinn — leitað á fund bænda, sem mundu hjálpa henni að kom ast til Saint-Brieuc, og þaðan mundi hún leggja leið sína til Parísar. Allt í einu fannst henni sem hjartað hætti að slá. Hún var sem lömuð. Ösjálfrátt fór hún að klóra í vegginn og hún sagði upphátt: — Það getur ekki verið -— það getur ekki verið . . . Hana hitaði í andlitið, en samt Vár hánrii kalt og hún nötraði sem strá í vindi. Hún var lokuð inni. Hún mundi aldrei komast út. Hún PiB sCOPtNHAGEN Þetta er einkaritari þinn. Hún vill að þú ætlir að vera heima £ kvöid bara fá staðfest hvort það sé rétt ... i byrjaði að berja á hurðina með knýttum hnefa í von um, að ein hver heyrði til hennar. Lítið var eftir af kertinu. Bráðum yrði hún aftur ein í myrkrinu. Hún heyrði óp, heyrði margar raddir kalla: Höllin brennur! Og nú skildist henni hvað gerst hafði. Hermennirnir höfðu farið um ránshendi og þar næst kveikt í höllinni. Hún mundi verða eldinum að bráð. Hún huldi andlitið í höndum sér. Aldrei fyrr hafði hún verið grip "THIS MISHT INPEEP BE OUZ STRANFlOPER- BUT IP SO. WE'VE SOT A FROSLEA\/ TAR2AN FROWNEP. 'WÝ?" "ÍECAUSE/ SAIP TATE SOLEMNLV, "IT IS EVI7ENT THAT THIS CREATURE WAS EIGHT FEET TALL!" Meðan Teitur prófessor rann- sakaði beinagrindina biðu hinir spenntir. „Beinagrindin hefur bæði einkenni manns og apa‘‘ sagði Teitur þegar hann hafði athugað beinagrindina“. ,,Ef til vill er þetta strandalópurinn, er við erum að leita að, ef svo er þá bíður okkar mikið vandamál“. „Hvers vegna?“ spurði Tarzan. „Vegna þess að það er auðséð að þessi vera hefur verið 8 fet á hæð“. in slíkri örvæntingu. Hún var lokuð inni í brennandi húsi og Barnasagan KALL! og supea’- filmu- fiskurinii Hinir vingjarnlegu íbúar í bæn fór á fljótinu. Allt í einu heyrðu um Hausboden við fljótið Meck- er héidu mikla hátíð þennan dag Járnbrautarstarfsmennirnir höfðu fengið nokkurra tíma frí til að vera við bátasýningu, sem fram þeir mikinn hávaða ofan úr fjöll unum, og síðan sáu þeir vagninn með risahvalnum á koma þjót- andi. „Þetta hlýtur að vera einka flutningavagn", sagði stöðvar- stjórinn. Vagninn þaut inn á brautarstöðina, en þar stöðvaðist hann við slá sem lá yfir teinana. En Feiti Moby var ekki á þvl að stanza. Hann hentist yfir slána og lenti síðan í fljótinu með mikl um gusugangi. Ibúarnir héldu að þetta væri einn þáttur hátíðahald anna og urðu ofsakátir. Kjörgards- kaffi KJÖRGARÐI td. 9—6 alla virka daga Salurinn fæst einnig leigður á kvöldin og um helgar fyrir fundi og veizlur. Matar- og kaffisala frá KJÖRGARÐSKAFFl Sími 22206. Bílosala- Varahlutasala Mýir og notaðir vara- tilutir. Seljum og tökum í umboðssölu bíla og bfl- parta. B'ila og B'ilpartasalan Híellisgötu 20, Hafnar- irði, sími 50271. Ódýrir barnagallar

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.