Vísir - 13.12.1962, Side 16
VISIR
rimmtudagur 4*5. aes. íyoz.
VERÐLAUNAGETRAUN VÍSISi
Á 5. SÍÐU í DAG
Framlag til Þingvalla
og stjórnarráÍshúss
Meirihluti fjárveitingarnefndar |
hefur Iagt fram breytingatillögur
sínar á fjárlögum og kennir þar
ýmissa grasa. Stærstu breytingarn
ar sem meirihl. nefndarinnar gerir
eru hækkuð framlög til samgöngu
bóta (4 millj.) og hafnarbóta (3,3
millj.), einnig til landnáms (700
bús.) og ræktunarframkvæmda (1,
6 millj.)Þá leggur nefndin tii að
rfkinu verði heimilað að ábyrgjast i
lán allt að 35 millj. til bygginga
og endurbóta á síldarverksmiðjum '
og síldarumhleðslustöðvum.
Athyglisverð atriði sem fram
koma í tillögunum og væntanlega
verða samþykkt eru m.a.:
ic Umbætur á Þingvöllum (1,5
millj. kr.) byggingar á stjórnar
ráðshúsi (2 millj.), til embætt-
isbústaða héraðsdómara og
presta (3,7 millj.).
Framlag til ríkisfangelsa og
vinnuhæla (2 millj.) til utanfar-
ar og námskeiða iþróttamanna
(300 þús. kr.). Til aflatrygginga
vegna aflabrests togara (15
millj.).
Áfengis- og tóbaksverzlun rikis
ins verður heimilað að greiða
Krabbameinsfélagi íslands 25
aura af hverjum seldum 6-
merktum vindlingapakka.
Að ríkið greiði Sigurði Ólafs-
syni 200 þús. vegna flugvéla-
kaupa, að kaupa plöntusafn Ey-
þórs Einarssonar, að kaupa
grasasafn Helga Jónssonar.
Ríkið taki allt að 1 milljón kr.
Frh. á bls. 5.
Mariner II nálgast
reikistjörnuna Venus
Kóuavogskirkja
vígð á sunnudag
Hin nýja og glæsiiega kirkja Kópa-1
vogskaupstaðar verður vígð kl. j
10,30 n. k. sunnucjag og messað í
henni á jólunum. Biskupinn yfir
íslandi, herra Sigurbjöm Einars-
son, framkvæmir vígsluna, sóknar-
presturinn, séra Gunnar Árnasorv
prédikar, en vígsluvottar verða
séra Jón Auðuns dómprófastur í
Reykjavík, séra Jón Thorarensen,
Huida Jakobsdóttir formaður safn-
aðarnefndar i Kópavogi og Jósa-
fat J. Líndal safnaðarfulitrúi.
Kópavogskirkja rúmar 275
manns í sæti og má heita fullbú-
in að innan. Henni hafa borizt stór'
gjafir, meðal þeirra er altarisbún-
aður allur. Pípuorgel er í pöntun.
Organisti kirkjunnar, Guðmundur
Matthíasson, leikur á orgel við
vígsluna og stjórnar söng kirkju-
kórsins.
Kirkjan er ekki fullgerð að ut-
an ennþá en gengið hefir verið frá
flóðiýsingarútbúnaði og verður
kirkjan fliðlýst um hátíðarnar. —
Gamlar kirkjuklukkur úr Þjóð-
minjasafninu hafa verið fengnar að
láni til bráðabirgða og verður þeim
hringt látlaust allt að klukkustund
frá kl. 6 á laugardagskvöld, kvöld-
Framh. á bls. 5.
Á morgun mun bandaríska
geimfarið Mariner It' verða
komið f mestu nánd sem það
verður við reikistjömuna Ven-
us. Er þess nú beðið með mik-
illi eftirvæntingu, hvort öll
tæki f geimfarinu verði í lagi
og hvort það getur sent mæl-
ingar og sjónvarpsmyndir til
jarðarinnar. Myndin sýnir
hvernig þetta geimskip lítur út
á fluginu í geimnum.
Síðast þegar til var vitað virt
ust senditækin í Mariner II í
lagi, en þau eru sett af stað
með radiómerki frá jörðinni.
Mariner II var skotið á loft frá
Canaverai-höfða þann 27. ág.
og hefur því verið 108 daga á
leiðinni. Geimskipið mun nú
fara minna en 15 þús. km. frá
Venus.
Venus er sú reikistjarna, er
næst er jörðunni, en samt er
einna minnst um hana vitað,
þar sem hún er hulin þykkum
og ógagnsæjum Iofthjúp. Hins
vegar má vera, að sjáist í gegn
um hjúpinn þegar komið er
eins nálægt plánetunni eins og
Mariner fer og telja má víst
að hægt verði að framkvæma
ýmsar nákvæmar mælingar svo
sem á efnasamsetningu loft-
hjúps Venusar o.fl. ef öll tæki
verka.
Jóhannes biskup
heim frá RÓM
Herra Jóhannes Gunnarsson,
biskup kaþólsku kirkjunnar á
íslandi, kom til landsins í nótt
af kirkjuþinginu í Róm. Blaðið
Rangfærslur um kaupmátt
Tvöfalt ranghermi er
í Þjóðviljanum í morgun
um 10% aukning kaup-
máttar launa verka-
manna, sjómanna og iðn
aðarmanna síðustu fjög-
ur árin.
Ár Þjóðviljinn segir, að við út-
reikning þessara talna sé reikn-
að með launum allrar fjölskyld-
unnar, einnig þvf sem konan og
börnin vinna sér inn. Þetta er
alrangt. 1 töium Efnahagsstofn-
unarinnar er aðcins reiknað
með launurn fjölskylduföðurins
sjálfs. Á þessu ári eru meðal-
laun hans tæp 100 þúsund og
er kaupmáttur þeirra launa
vaxandi.
★ Hin rangfærsla Þjóðviljans
er sú, að viðskiptamáiaráðherra
hafi beitt vísitölu framfærslu-
kostnaðar til þess að finna kaup
mátt árskaupsins. Þetta er
rangt. Viðskiptamálaráðherra
notaði nákvæmlega sömu vfsi-
tölu til grundvallar útreikning-
unum og Einar Olgeirsson í sín-
um útreikningum eða verðlags-
vfsitöluna. . Er því grundvöllur-
inn sá sami.
ir Það mun þannig reynast
erfitt fyrir Þjóðviljann að rengja
með rökum þá staðreynd. að
kaupmáttur meðallauna hafi
aukizt um 10% á sfðustu fjór-
um árum.
hafði tal af honum í morgun og
spurðist fyrir um helztu mál
þingsins. Sagði biskupinn svo
frá:
— Þegar boðað var til þings-
ins var aðaltilgangur þess að
samræma starfsaðferðir kirkj-
unnar nútíma ástandi. Var í því
sambandi fyrst og fremst rætt
um líturgiu, sem gengur miklu
lengra en almennir kirkjusiðir.
Var rætt mikið um hvort leyfa
ætti að nota móðurmálið í stað
latínunnar, við flutning mess-
Þeir sem helzt eru fylgjandi
því að nota móðurmálið eru
trúboðarnir og norrænu kirkj-
urnar. Rómanskar kirkj-deild-
ir voru því yfirleitt mótfallnar.
Virðist mér að meginstefnan sé
sú, að þetta verði leyft f æ rík-
ara mæli, þegar sérstaklega
stendur á, þó að ekki hafi nein
endanleg ákvörðun verið tekin.
Þegar hefur verið leyfð notk-
un móðurmáls við útdeilingu
kominn
sakramentanna utan messunn-
ar og mér virðist Ijóst, að þetta
sé vaxandi.
Frh. á bls. 5.
Gunncsr Sisiurðsscm#
frú SelaSæk, Súfinn
Gunnar Sigurðsson frá Sclalæk,
fyrrum alþingismaður og ritstjóri
Vísis á árunum 1914—15, andað-
j ist í sjúkrahúsi Hvítabandsins hér
í Reykjavílc í morgun, cftir ör-
skamma legu. Hann var á 75. ald-
ursári, fæddur 14. júlí 1888 f Helli
í Ásahreppi í Rangárvallasýslu.
Gunnars mun verða nánar getið
síðar hér í blaðinu.