Vísir - 17.12.1962, Qupperneq 1

Vísir - 17.12.1962, Qupperneq 1
52. árg. — Mánudagur 17. desember 1962. — 284. tbl. Képavogskirkja vígð Hin nýja Kópavogskirkja var vígð í gær af biskupinum yfir ís- landi, Sigurbirni Einarssyni, Hófst athöfnin klukkan hálf eliefu og var kirkjan þéttsettin fólki. Meðal gesta voru forseti íslands Ásgeir Ásgeirsson og kirkjumála- ráðherra. Einnig voru viðstaddir Ásmundur Guðmundsson, fyrrver- andi biskup, og séra Bjarni Jóns- son, vigslubiskup. Áður en athöfnin hófst, gengu prestar og safnaðarráð í skrúð- göngu í kirkju, með gripi kirkj- unnar. Fremst gengu meðlimir safn aðarráðs, síðan prestar og loks biskupar. í upphafi athafnarinnar flutti biskup vígsluræðu sína. Séra Gunn ar Árnason, sóknarprestur, prédik- aði, og þjónaði fyrir altari ásamt biskupi. Barn var skírt í athöfn- inni. Var það sonur hjónanna (Bjöms Magnússonar og Ingibjarg-1 varð sjálfstæð sókn í Bústaða- ar Bjömsdóttur og var skírður prestakalli árið 1952. Var þegar Snorri. byrjað að ræða um kirkjubyggingu Formaður safnaðarráðs, frú og 1957 gerði húsameistari rlkis- j Hulda Jakobsdóttir, rakti bygg- ins tillöguuppdrátt að klrkjunni. j ingarsögu kirkjunnar. Kópavogur | Frh. á bís. 5. i---------------------------------------- Sjómaður slasast ( Það slys vildi til á laugardag um borð í vélbátnum Þórkötlu frá Grindavík, að háseti Jón Ólafsson, varð fyrir þungri blökk og slas- j aðist alvarlega. Báturinn var að veiðum f Jökul- I djúpinu er þetta gerðist. Vegna I þess hve augljóst var að þarna i hafði átt sér stað alvarlegt slys ! var þegar í stað siglt á fullu til lands, en það er 6 klukkustunda sigling til Keflavíkur. Var hann lagður þar inn á sjúkrahús. 1 ljós kom að Jón var höfuðkúpubrotinn og hafði fengið aðkenningu af lömun. Batahorfur Jóns voru allgóðar i morgun, en annars var Iíðan hans eftir atvikum. Jón Ólafsson er frá Reykjavfk. ' Frá vígslu Kópavogskirkju. Sigurbjöm Einarsson biskup og sr. Gunnar Ámason sóknarprestur fyrir altari. Ófærð / morgun Rússneski píanósnillingurinn Asjkenasi heldur fyrsta pfanókon- sert sinn í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Kom hann ásamt eiginkonu sinni Þórunni Jóhannsdóttur til Reykja- víkur á laugardaginn. Þau hjónin hafa að undanförnu verið á hljómleikaferð um Banda- ríkin en segja má að það hafi verið ein samfelld sigurför Asjken- asis og hafa bandarisk blöð sagt, að hér sé upprennandi nýr Richter. Héðan munu þau hjónin fara til Englands, þar sem Jóhann Tryggva son faðir Þórunnar og fjölskylda hans em búsett og dveljast hjá þeim um jólin. Síðan er förinni heitið til Moskvu, þar sem þeirra bfður ungbam. Þórunn og Asjkenasi búa hér á Hótel Sögu. Hefur Þórunn notað tækifærið til að sýna manni sín- um ættborg sína í jólastemmningu. Asjkenasi hefur lýst því yfir, að áður en hann kynntist Þómnni í músikskóla í Moskvu hafi hann engin kynni haft af Islandi önnur en þau, að hann eignaðist tvö ís- lenzk frímerki, þegar hann safnaði frímerkjum sem ungur drengur. Annars hlakka þau hjónin mest til að komast heim til barns síns í Moskvu. Finnst þeim nú vera æði langt sfðan þau sáu Iitla son sinn. Ofviðri mikið fór yfir Bretlandseyjar um helgina, Norðursjó allan og löndin sem að honum liggja að austan, og á þessu svæði öllu var hvassast á Bret- landi, með vindhraða allt að 170 km á klukkustund, þar sem verst var. Ofviðr- ið náði allt austur á sléttur Ungverjalands. Skipskaðar urðu og tjón varð mikið á landi, bilanir á leiðslum og húsum, vegir tepptust vegna fannkomu, símalínur slitnuðu, verksmiðjubyggð hús tók á loft og þeyttust langar leiðir og kom eitt I niður á járnbrautarteina, en reyk- I háfar hrundu og meiddust menn f , tugatali af fljúgandi múrsteinum. I í Edinborg brotnaði og fór um I koll jólatré mikið sem Kaup- I mannahafnarborg hafði gefið Ed- inborg að árlegri venju, en jólatré á almannafæri í London brotnuðu líka. Víða brotnuðu tré þannig, að þau lágu þvert yfir vegi eftir fallið. Mörg skip lentu í sjávar- háska. Þýzkt skip, Nautilus, fórst á Norðursjó og með þvf nokkrir menn, gríska skipið Aristoteles var yfirgefið og belgiskt veður- skip sökk. Víða hefur verið mjög kalt f veðri. Frost komst upp f 35 stig á Finnmörku, en vfða allt að 27 stig- um. í Oslo var rúmlega 7 stiga frost og kaldast á Austurlandi (östlandet) 26 stig, en hlýjast í Bergen 0.6 stig í morgun. í morgun var ófært austur fyrir fjall vegna snjóskafla sem komið höfðu á veginn, einkum í námunda • við Lögberg og á Sandskeiðinu. Vegagerðin lét ryðja snjónum svo að stærri bílar komust leiðar sinnar, og síðan átti að lagfæra veginn betur, þannig að búizt var við að flestir bílar kæmust hann upp úr hádeginu í dag ef aðstæður breyttust þá ekki til hins verra. Hellisheiðarvegur er ófær og ekkert hugsað um að moka hann sem stendur, en umferðinni allri beint um Þrengslaveginn. í Hvalfirði hafði sums staðar dregið í smáskafla á veginum, en ekki svo að stórir bílar brytust ekki í gegn. Hins vegar er leiðin öll flughál og sama gegnir um Reykjanesbrautina. Norðurleiðin er ennþá fær stór- um bílum, en Vegagerðin ráðlegg- Frh. á bls 5 OFSA VCOUR í ÁLFUNNI VÍSIR tengdasonum Islands. Þórunn sýnir eigin- manninum borgina

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.