Vísir - 21.12.1962, Page 3

Vísir - 21.12.1962, Page 3
4 Þeir eru fimm og vinna af fullum krafti við að skreyta töfluna. Þær eru ákveðnar í því að taflan í 10 ára B. verði ekki eftirbátur annarra. Oddný Einarsdóttir og Guðbjörg Guðmundsdóttir teikna á skóiatöfluna. SKÓLAJÓL BEZTA LEIÐIN til þess að kom- ast í jólaskapið nokkru fyrir jól er að heimsækja skólana, ganga um kennslustofurnar og virða fyrir sér hinar Iitriku og fal- Iegu jólaskreytingar, sem nem- endur hafa Iagt mikla vinnu i að koma fyrir. Og enginn sér eftir vinnunni, því allt fær nýj- an svip. Skólatöfluna, sem fyr- ir stuttu var útskrifuð i flókn- um reikningsdæmum, fyllir nú falleg jólamynd. Jólaskraut, sem nemendur hafa sjálfir bú- ið tU, hangir á veggjum og lofti. En um leið og nemendur prýða skóla sinn skapa þau „jóla- stemmningu“ á jólaskemmtun- unum og sumir skólar hafa það fyrir sið að veita beztu stof- unni viðurkenningu. Fyrir nokkru skruppum við í tvo skóla, Austurbæjarbarna- skólann og Miðbæjarskólann og smelltum þar af nokkrum mynd um, ef vera mætti að við gæt- um gefið lesendum blaðsins innsýn f þá miklu vinnu, sem börnin leggja á sig. Fyrst bar okkur að garði í Austurbæjarskólanum. Þar hitt- um við fyrir eina níu ára bekkj- ardeild, er Valborg Benedikts- dóttir kennir, en öllum skreyt- ingum hafði verið komið fyrir og kertaljós loguðu á hverju borði. Öll bömin voru komin i jólaskapið og hlustuðu með at- hygli á jólasögu, sem kennar- inn Ias fyrir þau. — í næstu kennslustofu var verið að leggja síðustu hönd á jólaskreyting- una, og voru þar fimm drengir að teikna á skólatöfluna. Næst lá leiðin niðu.r í Mið- bæjarskóla og við sáum hvar Helga Þorberg var að læða jóla- póstinum til bekkjarsystkin- anna niður í póstkassann. Og að siðustu litum við inn til tveggja 10 ára stúlkna, sem stóðu uppi á stól og vönduðu sig mikið við að teikna fallega jólamynd á töfluna. Staðráðnar í því að taflan hjá 10 ára B yrði ekki eftirbátur annarra í skólanum. Og þannig hugsa all- ir nemendur þegar þeir skreyta skólatöfluna sína fyrir jólin. VlSIR . Föstudagur 21. desember 1962. Kennarinn les jólasögu og allir hlusta með athygli á. Ljósm. Vísis. B. G.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.