Vísir


Vísir - 19.01.1963, Qupperneq 5

Vísir - 19.01.1963, Qupperneq 5
V í S IR . Laugardagur 19. janúar 1963. 5 Björgun - Framhald af hls. 1 þyrlunni. Veðrið var slæmt og skyggni afleitt. Auk þess misstu þeir svo not af áttavitanum á Ieiðinni til baka. Við ætluðum að reyna að Ienda á Hellissandi þegar v.'ð komum til baka, en þá var bæði slæmt veður og komið rökkur, svo að skyggni var ekki nema 300 fet, auk þess sem brautin var mjög blaut. Við héldum því áfram til Keflavíkur og komum til baka í morgun“. Blaðið hafði einnig tal af It. Price, sem margir kannast við, vegna þeirra mörgu björgunar og sjúkrafluga sem hann hefur farið hér á landi, til að frétta nánar af ferðinni. Sagði hann svo frá: „Þetta var erfið ferð. Á Ieiðinni frá Hellissandi til Arnarfjarðar var 30 milna með- vindur, sem er mjög erfiður 'í þyrlu. Hann verkar á hana svip- að og vindur sem kemur aftan á vindhana. Skyggni var mjög slæmt, ein til tvær mílur, svo að það var mjög erfitt fyrir fylgdarflugvélina að fylgjast með okkur. Þeir höfðu sannar- lega nóg að gera að fylgjast með okkur og forðast samtímis að fljúga inn í eitthvert fjallið. Auk þess var skýjahæðin ekki nema eitt til tvö jrúsund fet“. „Loftið var mjög ókyrrt og fyrir utan Patreksfjörð var ó- kyrrara en ég hef nokkurn tfma Ient í áður. Við vorum 18 mínút ur vestur, en svo mikill var mótvindurinn, að við vorum 55 mínútur til baka. Það var ekki mikil öryggiskennd að fljúga beint yfir Breiðafjörðinn, þar sem sem við vorum ekki nema í 150 feta hæð. Þetta er eins hreyfils vél og það má ekki neitt út af bera í svo lítilli hæð. Vélar ejns og þessi, fljóta ekki nema eina mínútu eða minna, ef þær lenda f sjónum". Gaifskell — Framh. af bls. 1 Hann liggur nú í Middlesex- sjúkrahúsinu, sama spítala og í sama rúmi og Winston Churc- hill lá eftir að hann fótbrotn- aði. Eiginkona hans, frú Dóra Gaitskell, situr stöðugt við hlið hans. Auk þess koma dætur hans tvær, Julia og Cressida, oft til hans. í fyrstu var Gaitskell undir handarjaðri hjartasérfræðings sjúkrahússins, þar sem veikin var fyrst í hjarta hans, en síðar hafa nýrnasérfræðingar verið kallaðir til, þar sem veikin er hlaupin í nýrun og af því virð- ist lífshættan nú vera mest. Þrátt fyrir það, að Gaitskell sé allþjáður af sjúkdómnum, hefur nann getað haldið gam- ansemi sinni við. Eitt sinn þeg- ar læknaflokkurinn kom að rúmi hans, sagði hann við konu sína og brosti til hennar: — Jæja, þá koma pípulagninga- mennirnir. Síðan sagði hann: — Mér finnst ég vera að hress- ast. Síðar sama dag fékk hann hættulega hviðu og tilkynntu læknarnir þá að ástand hans væri mjög alvarlegt. Gaitskell og konu hans hafa borizt ótal skeyti og blómasend ingar méð óskum um góðan bata. Er óhætt að segja að öll brezka þjóðin, hvar í flokki sem hún stendfur, fylgist af mikilli samúð með sjúkdómi hans. Látinn - Framh at ols 1 Gaitskell er fæddur 9. apríl 1906 og var því 56 ára. Hann hafði að baki sér glæsilegan námsferil í beztu skólum Englands, Winchest- er College og hagfræðiháskóla Ox- ford. Hann var hagfræðingur að menntun og var um tíma kennari í hagfræði við University College í London og fyrirlesari við Lundúna- háskóla. Hann komst til áhrifa í Verkamannaflokknum sem sérfræð ingur flokksins í efnahagsmálum. — Þegar Verkamannaflokkurinn komst til valda varð hann fjármála- ráðherra. Þegar Attlee lét af for- ystu flokksins útnefndi Jiann Gait- skell í sinn stað og var talið að þar með hefði hann gengið fram hjá Aneurin Bevan. Bevan var fremur en Gaitskell fulltrúi verkalýðssamtakanna og átti Gaitskell lengi í erfiðleikum með að fá verkalýðssamtökin til að viðurkenna forystu sína, en náði trausti hennar í deilunum um kjarn orkuvopn, en þar tók Gaitskell upp róttæka stefnu um að Bretum bæri að afsala sér þeim einhliða. Styrk- ur Gaitskells var jafnan fyrst og fremst i þingflokknum og við hann •studdist hann í harðvítugum deil- um við verkalýðshreyfinguna 1960. Síðustu tvö ár hefur Verka- mannaflokkurinn hins vegar sam- einazt um Gaitskell bæði þingflokk ur og verkalýðshreyfing . og fór hylli hans svo vaxandi, aö hann hefði nú fyrst farið að geta beitt foringjahæfileikum sínum af krafti ef sjúkdómur og dauðinn hefðu ekki tekið í taumana. 40 þús. — Framhald at b)s 16 Taldi maðurinn sig ætla að fara í söluferðir út um landsbyggð- ina og út á það fyrirheit fékk hann varning hjá þessum fyrir- tækjum, sem nam samanlagt að verðmæti nokkuð á þriðja hundrað þúsund króna. Þegar það kvisaðist út að sölumaðurinn hafði sýnt næsta litla viðleitni til að selja varn- inginn og stóð auk þess ekki við neinar skuldbindingar, sem hann hafði gert varðandi skil á andvirði, leituðu forráðamenn framangreindra tveggja fyrir- tækja til rannsóknarlögreglunn’- ar og óskuðu eftir að hún skær- ist í leikinn. Við yfirheyrzlu hjá rannsókn- arlögreglunni viðurkenndi sölu- maðurinn þær sakir sem á hann höfðu verið bornar, kvaðst hafa j selt nokkuð af varningnum, ann að hafi hann veðsett en megnið væri óselt. Lofaði hann upp- gjöri á ákveðnum degi, en þeg- ar sá dagur rann upp, var sölu- maðurinn kominn austur á land. Austur á Seyðisfirði tókst hon- um að laumast um borð í m.s. Tröllafoss, sem þá var á leið til Bretlands. Leyndist sölumað urinn í skipinu unz skipið var komið svo langt til hafs, að skipstjórinn treysti sér ekki að snúa til baka. Skipstjórinn af- henti sölumanninn hins vegar brezku lögreglunni og hjá henni | var hann geymdur í varðhaldi unz ferð féll heim snemma í des ember s. I. Þegar sölumaðurinn kom aft- i ur til sinna gömlu heimkynna, var hann úrskurðaður i varð- • hald og rann~ '’-n jafnframt haf i in f máli hans. Við þá rannsókn kom fram, i að mikill meiri hluti þess varn-il —ím ..............— :"iWy ings, sem sölumaðurinn hafði tekið út, var óseldur, enda hafði lítið farið fyrir dugnaði hans í sölumennsku. Þó hafði hann komizt suður á Suðurnes og upp í Borgarfjörð, en það litla sem hann fékk fyrir seldar vörur, fór mest eða allt upp í ferða- kostnað. Ferðir hans voru líka næsta kostnaðarsamar, þvf hann hafði ýmist einn eðu tvo bíla í förum og réði auk þess burðarkarl á hverjum stað þar sem hann kom. Samtals var það andvirði 40 þúsund króna í vörum, sem mað urinn hefur ekki getað staðið skil á, og var þá annað hvort búinn að selja eða hefur ekki getað gert grein fyrir. Maðurinn var leystur úr gæzluvarðhaldi nokkru fyrir jól en rannsókn í máli hans stóð fram yfir nýár. Um leið og hann var Ieystur úr haldi og kvaddi rannsóknarlögreglumanninn, er hafði rannsókn málsins með höndum, kvaðst hann ætla að taka upp sölumennsku á nýjan leik! De Gaulle Framn u tls 16. bandalaginu þrengjast ef Frakk- ar eiga einir með neitunarvaldi sínu að geta stöðvað inngöngu Breta, sem allar þessar þjóðir telja mjög æskilega. Þótt sagt sé að viðræðum sé nú frestað í 10 daga er vfst að mjög miklar viðræður og bréfa- skipti munu fara fram næstu daga milli stjórnarskrifstofanna í höfuðborgum Evrópu. Ríkin fjögur, sem standa gegn Frökk- um í þessu, munu leggja mikla áherzlu á það að þvinga Frakka til að breyta afstöðu sinni, sem þeir kalla fáránlega. De Gaulle harðorður. En de Gaulle er harður. í gær sagði Parisarblaðið Le Monde að forsetinn hefði sagt við hóp þingmanna, sem komu á hans fund: — Bretland fær einhvern tíma inngöngu í Efna- hagsbandalagið, en það verður ekki í minni stjórnartíð. Sýnir þetta með mörgu öðru að stefna de Gaulle er ákveðin. Hann vill alls ekki fá Breta í Bandalagið og ætlar alls ekki að beygja sig. bkning — Framhald af bls. 9. \ sökum, en ég þekki vart nema ein tíu tilfelli þar sem um algeran bata er að ræða. Vísindin geta ekki viðurkennt batann fyrr en þrjú til fimm ár eru liðin frá því breytingin varð og nú eru vart liðnir nema 10 mánuðir. Það verður þess vegna að taka það skýrt fram, að þetta dæmi er engin sönnun þess að thalidomid hafi áhrif á krabbamein. 3) Teoretiskt séð er það ekki fjarstæðukennt að thalidomid geti stöðvað vöxt krabbameins. Það hefur nú komið í Ijós, að efnið getur>stoðvað frumuskiptingu hjá fóstri á vissu tímabili og veldur barninu van.köpun. Eins gæti það hugsazt að það gæti haft lík áhrif á einhverja tegund krabba- meins. En vara verður við allri óhóf- •'legri bjartsýni I sambandi við þetta mál. Það er aðeins á könn- unarstigi. Wllllli ... i I ililWI——Ml Hið fjöruga spánska danstríó er skemmt hefur f Sjálfstæðishúsinu að undanfömu, hefur verið geysi vinsælt en verður því miður ekki Iengi hér enn og er því hver síðastur að sjá það. Færeyjaflug -- F amhald at 16 síðu: Þessi ákvörðun stjórnar Flug- félagsins nær aðeins til flugsins á sumri komanda og mun reynsla, svo og framvinda í flug vallarmálum í Færeyjum skera úr um það, hvort áframhald verður á fluginu. Eins og frá hefur verið skýrt í fréttum hafa athuganir á möguleikum til Fær eyjaflugs Flugfélags íslands staðið yfir um alllangt skeið og s.l. sumar fóru flugvélar félags- ins nokkrar reynsluferðir milli Reykjavíkur og Færeyja með farþega og póst. Athuganir þess ar leiddu í Ijós, að með nokkr- um framkvæmdum á flugvellin- um við Sörvog á Vogey er ekk- ert því til fyrirstöðu, að flug- vélar af gerðinni Douglas DC 3 geti athafnað sig þar. Allar athuganir, svo og tilraunaflug- ferðir í fyrrasumar voru í sam- ráði við hið nýstofnaðá flugfé- lag í Færeyjum, Flogfélag För- oya, sem mun verða aðalum- boðsmenn Flugfélags íslands í Færeyjum og annast afgreiðslu flugfélaganna og farmiðasölu. Jafnframt því, að stjórn Flugfé- lags fslands tók ákvörðun um flug til Færeyja í sumar var á- kveðið að ferðirnar skyldu hefj- ast um miðjan maí og nær á- ætfunin til septemberloka. Flugáætlunin er þannig, að á þriðjudögum verður flogið frá Reykjavík til Vogeyjar og sam- dægurs til Bergen og Kaup- manAahafnar. Á fimmtudögum verður flogið frá Kaupmanna- höfn til Bergen og Vogeyjar og sama dag til Glasgow. Á föstu- dögum verður frogið frá Glas- gow ti\ Vogeyjar og þaðan til Reykjavíkur. Til ofangreindra flugferða mun Flugfélag íslands nota flug vélar af gerðinni Douglas DC-3, þar sem flugvöllurinn á Vogey er ekki nógu stór fyrir stærri millilandaflugvélar félagsins. — Með tilliti til fjarlægða milli ákvörðunarstaða og til þess að fyllsta öryggis sé gætt ,mun arðbær hleðsla flugfélaganna verða miklum mun minni en á stuttum Ieiðum. — Hvort F. í. heldur áfram flugferðum til Færeyja umfram það, sem stjórn félagsins hefir nú ákveð- ið, fer eftir þvf, hvort flugvöll- ur’inn þar verður stækkaður og gerður hæfur fyrir stærri milli- landaflugvélar félagsins og þeirri reynslu, sem fæst af Fær- eyjafluginu í heild í sumar. Enda þótt athuganir á mögu- leikum til Færeyjaflugs hafi staðið óslitið síðan í fyrrasum- ar, er þó áhugi Flugfélagsins fyrir því máli miklu eldri og fyrir mörgum árum fór forstjóri félagsins ásamt skrifstofustjóra Flugmálastjórnarinnar til Fær- eyja gagngert til þess að kynna sér aðstæður. Ekki varð af flugi til Færeyja í kjölfar þeirrar ferð ar, enda fengust ekki nauðsyn- leg leyfi til flugsins. Sem fyrr segir fer Flogfelag Föroyja með aðalumboð Flugfélags íslands í Færeyjum. Innan skamms er maður frá Flogfelag Föreyja væntanlegur hingað til lands og mun hann kynna sér starfsemi Flugfélags Islands og afla sér þekkingar á flugmálum. Áhugi Færeyinga fyrir flugsamgöngum er mjög mikill og almennur og Flugfélag I'slands fagnar því að vera í aðstöðu til þess að koma á flugsambandi milli hinna tveggja frændþjóða, Færeyinga og fslendinga. Fargjöld til Færeyja: Rvík-Vogey einmiði kr. 2.050.00 Rvík-Vogey tvímiði kr. 3.895.00 Örn Johnson kvað vonir standa til að úmbeðin leyfi fengj ust. Áformað væri að taka á Ieigu Dakotaflugvél til þessa flugs. Örn Johnson kvað Breta hafa- gert flugbrautina á Vogey og hefðu engar skemmdir orð- ið á henni. Góð skilyrði munu vera fyrir hendi til þess að lengja hana um 300 metra a .m. k. Gerðar verða ráðstafanir til lýsingar á henni, komið upp tal- stöð og öryggistækjum. Færeyskur maður, sem hér hefur dvalizt, rafvélavirki að menntun, hefur haft milligöngu um undirbúning málsins, og er hann einn af stofnendum hins nýstofnaða Flogfelags Föreyja. í fundarlok var sýnd afburða- góð landkynningarmynd, sem Flugfélag íslands hefur látið gera. Hún er í litum með tali á ensku. Vakti hún mikla hrifni viðstaddra. Hún er gerð af Ger- hardtsen frá Hamborg, sem hing að kom á vegum Ferðaskrifstof- unnar og tók hér kvikmyndir á eigin spýtur, en sú kvikmynda- gerð leiddi til þess að honum var falið að gera þessa land- kynningarmynd. Kappakstur -- Framh. at bls lb maðurinn ferðina eftir mætti þegar hann varð þess var að honum var veitt eftirför. Gerði hann ítrekaðar tilraunir til að komast undan, og t. d. á Miklubraut var ferðin kom in eitthvað á 2. hundrað kílómetra. En lögreglan fylgdi honum dyggi- lega eftir og eins aðstoðuðu nokkr ir leigubílstjórar við eltingaleikinn. Inn á Snorrabraut tókst að króa ökuníðinginn af og þar gafst hann upp. Þarna var um að ræða pilt um tvítugt, sem var að leika sér á bifreið föður síns, en það sem lögreglunni fannst merkilegast við allt var það að pilturinn var með öllu — ódrukkinn. Viðurkenndi hann á staðnum brot sitt og þar með að hafa ekið á meira en 100 km. hraða.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.