Vísir - 19.01.1963, Side 8

Vísir - 19.01.1963, Side 8
8 V1SIR . Laugardagur 18. janúar'1963.: VÍSIR Jtgefandi: Blaðaútgátan VlSIR. Ritstjðran Hersteinn Pálsson, Gunnar. G. Schram. Aðstoðarritstjórl: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Þorsteinn Ö. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 55 krónur á mánuði. ! lausasölu 4 kr. eint. — Simi 11660 (5 llnur). Prentsmiðja VIsis. — Edda h.f. Grundvöllur kauphækkana t Að undanfömu hafa átt sér stað viðræður milli vinnuveitenda og verkalýðsfélaga hér og víðar á land- inu um breytingar á samningum þessara aðila um kaup og kjör verkamanna. Hefur málið verið lengi á döfinni, og ekki mun séð fyrir endann á því ennþá, og verður engu um það spáð, hvenær gengið verður frá nýjum samningum og með hvaða hætti. Sú barátta sem kommúnistar hafa háð á þessu sviði á * undanfömum árum, hefur verið einkar gott dæmi um | Það, hvernig menn geta látið blekkja sig til að hafa ; mikið fyrir litlu. Kommúnistar, sem hafa jafnan haft fomstu í kröfugerðinni, hafa alltaf gætt þess að krefj- ast miklu meiri launahækkana en nokkúr von er til að hægt væri að fá framgengt Þeir hafa að engu haft til- lögur ríkisstjórnarinnar um kauphækkanir, sem at- vinnulífið fengi borið, án þess að verðlag færi úr skorð- um af þeim sökum. Síðan hefur verkamönnum verið att út í verkföll, sem hafa endað með verulegum kaup- hækkunum, og foringjarnir hafa talið sig hrósa mikl- um sigri. — f kjölfarið hefur svo siglt hækk- un vömverðs og þjónustu, sem hefur étið upp alla kauphækkunina eða því sem næst. Að því búnu hafa verkamenn staðið í sömu sporum og áður — haft mikið fyrir litlu eða alls engu. Og síðan hefur verið hafinn undirbúningur að sama leiknum, sömu hringrás inni þegar foringjar kommúnista hafa talið, að óhætt væri að tefla verkamönnum fram á ný. Þannig er kjarabarátta kommúnista í stuttu máli — sýndarbarátta til að skapa glundroða í þjóðfélaginu, en alls ekki til þess að bæta kjör verkamanna. Eða hversu miklu betur mundu verkamenn og allir laun- þegar ekki komast af, ef gengið hefði verið að tilboð- um ríkisstjórnarinnar hverju sinni og menn fengið fyr- irhafnarlaust þær hækkanir, sem atvinnuvegimir geta borið? Þá hefðu engin verkföll verið háð, engum millj- ónum kastað á glæ með töpuðum vinnulaunum, svo ekki sé talað um tjón á öðrum sviðum. Það, sem kommúnistar knýja fram með verkföllum, er jafnan sýndarhækkun, sem rýrir hag launþega. Það, sem ríkisstjórnin hefur jafnan boðið, er raunveruleg kauphækkun, sem bætir og tryggir hag launþega, af því að það er grundvöllur fyrir slíkri hækkun á kaupi. Hvað er hann oð sækja? Það er haft fyrir satt, að Einar Olgeirsson hafi brugð sð sér aústur til Berlínar til að sitja þar fund með skoðanabræðrum sínum ýmsum. Almenningur á ís- landi hlýtur að spyrja, hvað þessi „ötula frelsishetja“ sé að gera þarna austur, þar sem menn virðast einkum deila um það, hvort rússneska aðferðin eða sú kín- verska til að ná heimsyfirráðum sé hin rétta. Getur hann verið að sækja pinhverja „sannfæringu“ handa ísíenzkum mönnum austur þar? Vill Þjóðviljinn ekki greina frá þessu við fyrstu hentugleika? HORFUR ÚUÓSAR I TOCO Eins og getið var f fréttum 13. þ.m. var forseti Togo, Sylv anus Olympio, myrtur fyrir framan bandaríska sendiherra- bústaðinn I Lome — höfuðborg inni, en þann dag var gerð hern aðarleg bylting I Togo, mjög snögglega. Flestir ráðherrarnir voru hzndteknir, en Olympio mun kMtfa verið á leið I bandaríska sendiráðið til þess að biðjast vemdar, er hann var drepinn. Samtlmis var útvarpað áskorun til Idrissou Antoine Meatchi, sem er 27 ára, og hafði sezt að nágrannalandinu Ghana. Hann var handtekinn 1960 fyrir þátt- töku I samsæri og fór til Ghana er honum var sleppt úr haldi um miðbik árs 1961. Fyrir sam- seerið var hann leiðtogi stjóm- arandstöðunnar í fulltrúadeild þingslns. Sylvanus Olympio var elztur afriskra þjóðerpisleiðtoga. Það var hann sem hafði forustuna í sjálfstæðisbaráttunni, sem lauk farsællega með því, að Frakk- Iand veitti Togo sjálfstæði. Eft- ir það var hann iðulega kennd- ur við land sitt og kallaður „herra Togoland". — í marz sl. kom hann i heimsókn til Bandarikjanna. Honum var fagnað sem tignustu þjóðhöfð- ingjum við komuna til New York og Kennedy forseti kvað svo að orði um hann ,að hann væri meðal óvenjulegustu þjóða leiðtoga heims. Hann var sex- tugur að aldri og um 30 ámm eldri en margir þeirra leiðtoga sem komið hafa fram á sjónar- sviðið i Afríku á siðari árum. Hann var jafnvígur á ensku og frönsku og talaði auk þess þýzku, portúgölsku og Ewe- mállýskuna, sem var hans eigið mál. KONUR DÁÐU HANN — Konur dáðu hann, fyrir bros hans og ljúfmannlega fram- komu, fannst hann ómótstæði- legur, og það mun ekki hafa verið hvað sízt fyrir þeirra á- hrif, að hann varð forseti lands ins 9. apríl 1961, en þegar Togo fékk sjálfstæði sitt í apríl 1960 myndaði hann stjórn, var sjálf- ur forsætis- fjármála- og dóms- málaráðherra. í vestrænum löndum var litið á hann sem traustan, áreiðanlegan leiðtoga. Engan þátt vildi hann taka i „köldu styrjöldinni" milli aust- urs og vesturs. „Við erum of lftil þjóð til þess að vera að samfylkja einum eða neinum — of lítil þjóð til þátttöku í valdatogstreitu milli austurs og vesturs", sagði hann, en valda- baráttu varð hann samt að heyja — við Kwame Nkrumah, f o r s e t a nágrannalandsins Ghana. VORU VINIR Á NÝLENDUTÍMANU vi Á nýlendutímanum voru þeir vinir, en eftir að Bretar veittu Ghana sjálfstæði, og Nkrumah hóf baráttuna fyrir Afríku- stefnu sinni („Pan-Africanism- anum) vildi Olympio ekki hafa samstarf við hann og kallaði hann „svarta heimsveldissinn- ann“. ÁSAKANIR. Eigi alls fyrir löngu bar hann þær ásakanir á Nkrumah, að hann áformaði að innlima Togo. Ólga fór svo vaxandi f þessum tveimur löndum og samsæri gegn ríkisstjórnum beggja Iand anna voru í bígerð. Og vafa- laust eru lesendur minnugir þess, að ítrekaðar tilraunir hafa verið gerðar til þess að ráða Nkrumah af dögum, en ekkert liggur fyrir um, að Ol- ympio hafi verið við slíkt rið- inn. MENNTUN. Þegar Olympio var drengur gekk hann í þýzk-kaþólskan skóla (Togo var þá þýzk ný- lenda). Hann var að ljúka námi í barna- og ung'lingaskóla 1914, er Þjóðverjar voru hraktir úr landi. Hann var svo við nám í enskum skóla til 1920, er þessi fyrrverandi þýzka nýlenda var afhent Frökkum. Olympio fór þá til Englands og lauk prófi við Lundúna-háskóla. Og fyrir skömmu, í desember i Sylvanus Olyniplfc sl. var hann heiðra'ður ar Tne London School of Economics. SÁTTATILRAUN. Sagt er, að tilraun hafi verið gerð til þess að sætta þá Nk- rumah og Olympio skömmu áð- ur en byltingin var gerð, að- aliega af undirforingjum í hern um, að því er hermt var í frönskum fréttum. ÓVISSAR HORFUR. Af opinberri hálfu var mjög harmað í Lundúnum og Wash- ington að forsetinn var veginn. Var hans minnst lofsamlega, og í tilkynningu frá forsétabú- staðnum í Washington var sagt „Horfurnar í Togo eru óljósar og við gefum öllu, sem þar ger- ist, nánar gætur“. Þýzkur skuttogari Skuttogarar eru óðum að ryðja sér til rúms hjá helztu fiskveiða- þjóðum heims, þótt mesta fiskveiðiþjóðin ,r.iiðað við flksfjölda“ — íslendingar — hafi ekkert gert í þvf enn að taka þetta nýja lag upp. Myndin er tekin um borð f þýzkum togara og sýnir pokann fljóta fyrir aftan skut, þegar varpan er tekin inn.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.