Vísir - 19.01.1963, Page 9

Vísir - 19.01.1963, Page 9
V1 S IR . Laugardagur 19. janúar 1963. Frásögn ísraelsks læ!.knis: MVERNiG LÆKNADIKRABBÁMEIN Mikið hefur verið rætt um óheillalyfið thalidom- id að undanförnu og þau geigvænlegu áhrif sem hafa af því hlotizt. Heil- brigðisyfirvöld um allan heim hafa brugðið við og bannað það í hvaða mynd sem er. En mitt í öllu þessu um róti heyrist svo allt í einu rödd, sem heldur því fram að thalidomid geti verið gagnlegt, — þó ekki sem svefnlyf eins og það var upphaflega ætlað held ur sem meðal gegn krabbameini. jþað er læknir einn í Israel að nafni Arie Rappoport sem heldur því fram að thalidomid hafi sigrað krabbamein, sem var komið á allbátt stig í 70 ára gamalli konu. Ritaði hann grein um þetta I ísraelska læknatíma- ritið ,,Harefoua“ og segir þar m. a.: „Hin sjötuga kona fór fyrir nokkrum árum að finna til meinsemdar á neðanverðum hægra fæti. Það kom í ljós að þetta var krabbamein og fór það versnandi unz eigi varð fundið annað ráð en að taka fótinn af um mitt læri. Var það gert 24. marz 1960. Jafnvel það dugði þó ekki þvf að nú fór meinsemdar- innar að verða vart í ýmsum líkamshlutum m. a. í lungunum og var ástand sjúklingsins bæði líkamlega og andlega mjög slæmt. Jgn eftir að sjúklingnum hafði verið gefið thalidomid sem róandi lyf, fór skyndilega að verða breyting á honum. Öll ein- kenni meinsemdarinnar hurfu á skömmum tíma og konan er nú orðin heilbrig®. Rappoport segir að lokum: — Ég hef þannig sterka ástæðu til að halda, að það sé thalidomid, sem þarna hefur unnið bug á sjúkdómnum. Ég álít það skyldu mína sem læknir að skýra frá þessu sjúkdómstilfelli og benda þeim sem fást við rannsóknir á krabbameini á þetta. Sem almennur læknir hef ég ekki aðstöðu til að kanna þetta í Samaríu búa báðar þjóðirnar í sambýli. Menn koma til hans og segja: — Læknir, ég er alltaf með höf- uðverk. Hvað gengur að mér. Og læknirinn svarar: — Þetta er ekkert hættulegt. Þú getur orðið hundrað ára. Svo gefur hann við- eigandi meðul, Það er ekki mikið um alvarlega sjúkdóma í Sam- ariu. Fólkið er yfirleitt þrifalegt og heilbrigðisástand í betra lagi. '%7'ið skulum nú skreppa snöggv- ’ asf yfir í þorpið sem Rappo- port læknir býr f. Það heitir Zikhron-Yaacov og er sem fyrr segir í Samaríu. fyrirbæri nánar, en vildi óska að vísindamennirnir tækju það til athugunar. TTinn ísraelski læknir sem hér um getur er héraðslæknir f Samaríu. Hann er álitinn góður heimilislæknir, virtur og elskað- ur af íbúunum og sjálfur unir hann sér vel í þessu héraði með lítilli fjölskyldu sinni. Á kvöldin unir hann sér á kyrrlátu heimili við að tefla skák og hlusta á klassíska tónlist. Á hverjum morgni milli kl. 9 og 13 hefur hann viðtalstfma og þangað koma sjúklingarnir til hans, margir þeirra eru vfnrækt- armenn, handiðnaðarmenn og smákaupmenn. Og þangað koma líka konurnar og böm þeirra og bæði Gyðingar og Arabar, þvf að Húsið sem læknirinn býr í er þægilegt og umhverfis það stór vel hirtur blóma- og aldingarður. Þó frost sé um mestalla Evrópu lýsir sólin hér skær og heit og garðurinn er í blóma f miðjum janúar. Læknirinn skýrir frá því að hin sjötuga kona sem læknaðist sé tengdamóðir hans að nafni frú Bluma Bursi. Það gat ekki leikið vafi á að hún þjáðist af krabba- meini og var orðin mjög illa hald- in af því. Þó hún ætti heima í Tel Aviv um tveggja klst. leið frá þorpi tengdasonar síns bað hún hann oft að koma og hjálpa sér. Hún hafði tröllatrú á hon- um. JC’n þjáningar hennar urðu ó- 'Li bærilegar og læknirinn sá að hann gæti ekkert hjálpað heniii annað en að reyna að draga úr kvölunum. Það varð óhjákvæmilegt að gefa konunni deyfilyf svo sem morfín tii að draga úr þjáningun- um. Einu sinni kom Rappoport iæknir til konunnar. — Það vildi þá svo til, að hann hafði stöku sinnum sýnishorn af nýju lyfi sem var þar kallað téline, en það inniheldur thalidomid og hafði læknirinn heyrt að það væri undralyf, og hvað það hefði góð og róandi áhrif. Hann ákvað að gefa frú Bursi það, en aðeins til þess að róa hana og draga úr sársaukanum. En þá gerðist kraftaverk. Það má heita að thalidomidið hafi samstundis farið að verka og um annað lyf er þar ekki að ræða. Á skömmum tíma hættu þjáningarnar og gamla konan gat farið að nærast og sofa með eðli- legum hætti. JJappoport læknir segist varla hafa trúað sínum eigin aug- um. Hann hélt áfram að gefa frú Bursi thalidomid og henni batn- aði stöðugt unz hún varð albata. — Ég er enginn vfsindamaður, segir Rappoport • læknir, ég hef ekki unnið að neinum rannsókna- störfum. En jafnvel réttur og sléttur héraðslæknir getur ekki komizt hjá því að veita athygli þessari skjótu og ótrúlegu lækn- ingu. Gamla konan er nú svo hress, að ef ekki hefði verið búið fyrir nokkrum árum að taka fót- inn af henni, gæti hún gengið til vinnu. » Þessi breyting á heilsufari frú Bursa varð í apríl á s.I. ári áður en allt hið mikla umtal um thalidomid hófst. Níu mánuðir eru liðnir síðan og gamla konan er hætt notkun lyfsins. Hún þarf engin meðul þar sem hún er læknuð. T/’ið skulum lika skreppa heim til hennar, þar sem hún býr f Tel Aviv hjá dóttur sinni frú Sanosky. Hún situr þar uppi í rúmi og segist ekki vera búin að læra að ganga á gervifæti annars færi hún á ról. Virðist hún hin hraust- legasta útlits og er mjög glöð yfir því hvað lækning hennar hefur vakið mikla athygli. — Guð hefur hjálpað mér og tengdasyni mínum við lækning- una segir hún. Ef hún er spurð: — Haldið þér að þér verðið nú eins gömul og Móses eða 120 ára? Þá svarar hún: — Já, hví ekki það, nú er ég læknuð af meininu. Frú Bluma Bursa: - Ég gæti orðið eins gömul og Móses, hví ekki það, ég er albata. ^^^m 'intWiUIH Cjálfur er Rappoport Iæknir k'7 hlédrægur og vill sem minnzt um þennan atburð tala. Aðalatriðið segir hann að sé, að vfsindamenn við háskólann í Jerúsalem svo sem prófessor Hochmann hafka tekið málið^tíl athugunar. Og þegar Rappoport læknir er spurður nánar um þetta segir hann: — Það er ekki mitt verk að ræða frekar um þetta mál. Tilgangur minn var aðeins að benda á þennan mögu- leika. Vfsindamennirnir verða síðan að kanna hann betur. Rappoport læknir lýsir lækn- ingunni: — Ég hafði af tilviljun sýnishorn af thalidomid f tösku minni. Rappoport læknir er 57 ára að aldri, fæddur í Hvfta Rússlandi 1905. Þaðan flúði fjölskylda hans vegna Gyðingaofsókna. í fyrstu fluttist hún til Svisslands og stundaði Rappoport nám f lækn- isfræði við háskólann í Basel. Hann og kona hans eiga einn son, sem einnig ætlar að verða læknir. * Tfinn kunnasti krabbameins- fræðingur heims dr. Vend- rely yfirmaður frönsku krabba- meinsrannsóknarstöðvarinnar í Villejuif hefur lýst því yfir, að þetta fyrirbæri hvort thalidomid geti stöðvað krabbamein muni verða rannsakað. Hann tekur eftirfarandi fram: 1) Það má ekki fyrirfram dæma úr leik neinn möguleika til lækn- ingar. 2) Tilfelli það sem Rappoport læknir hefur skýrt frá virðist rétt og heiðarleiki læknisins verð ur hér ekki dreginn í efa. En taka verður eftirfarandi fram: að lækningin er ekki vís- indalega sönnuð. Mörg dæmi eru til um að krabbameinssjúkling- um létti skyndi^ega af ýmsum or- Frh. á Dls. 5. ■í

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.