Vísir - 19.01.1963, Blaðsíða 10
I
70
V1 SIR . Laugardagur 18. janúar 1963.
^>4
fTfUi rr
W////A Z/////////A I_1 W//////A I I
3b
ÍR hefur sótt um lóð
fyrír félugss væði
Mikill stórhugur er í ÍR-
ingum nú á nýbyrjuðu ári
og í gær sögðu þeir blaða-
mönnum frá starfsemi
þeirri, sem er nú á prjón-
unum hjá hinum 7 líflegu
deildum félagsins, en Reyn
ir Sigurðsson, formaður
ÍR, hafði orð fyrir stjóm
sinni og kvað hann það
gleðilegt tilefni að kalla
blaðamenn saman nú, er
félaginu hefði svo skyndi-
lega bætzt svo góður kraft
ur þar sem Simoni Gabor
væri, en við hann hefði
verið gerður samningur
um þjálfun til VÆ árs nú
nýlega.i
Hjá frjálsíþróttamönnum er á
döfinni kynning á frjálsum íþrótt-
um og eins og Haukur Clausen
benti réttilega á á fundinum, eru
frjálsíþróttaefnin falin á ólíkleg-
ustu stöðum, í knattspyrnu, skíð-
um, handknattleik og ýmsum öðr-
um greinum, en þessum piltum
dettur aldrei £ hug að reyna við
frjálsar íþróttir, enda þótt þeir séu
e. t. v. algjörlega á rangri hillu í
þeirri grein, sem þeir iðka. Nám-
skeiðin verða í ÍR-húsinu og hefj-
ast 3 .febr. kl. 3, en verða síðan
til vors á hverjum sunnudegi. Um
vorið verður námskeið utanhúss og
í sambandi við það mót, þar sem
eingöngu byrjendur geta keppt. —
Var þetta gert í fyrra með ótrúlega
góðum árangri. Verða þátttakendur
allt niður í 8 ára aldur. Frjáls-
Handknattleiksmót íslands
heldur áfram um helgina og
fara fram eftirfárandi leikir:
♦ Laugardagur kl. 8.15:
3. fl. k. A ÍBA—Breiðablik
2. deild k. ÍA—-Ármann
— Brblik — Haukar
Sunnudagur kl. 2:
3. fl. k. A Br.blik — Haukar
— ÍA—FH
— ÍR-VALUR
— ÍBK—KR
2. fl. k. A ÍA-ÍBK
— B KR—FH
— - Þróttur — Haukar
2. d. k. ÍA—Valur
Sunnudagur kl. 8.15
1. deild k. Kr-FH
— Fram—ÍR
Er óhætt að iní$la með leik-
unum í 1 deild á sunnudags-
kvöldið, sem án efa verða spenn
andi og tvísýnir, enda liðin yf-
irleitt mjög jöfn og leikir sjald-
an skcmmtilegri en nú.
Öflug félugssturfsemi BR
BM
ÍR-ingur skorar í körfuknattleik, en í þeirri íþrótt
í algjörum sérflokki.
eru ÍR-ii
íþróttadeildin hefur þegar tryggt
sér íþróttaskóla Höskuldar Goða
og Vilhjálms Einarssonar í 10 daga
í sum'ar og heldur þar námskeið.
Það námskeið verður fyrir 12 ára
og eldri og verður Gabor þar aðal-
kennari ásamt nokkrum beztu
frjálsíþróttamönnum ÍR.
Fimleikadeild er mjög vaxandi
deild í ÍR og starfrækt er frúaleik-
fimi, en auk þess er drengjaflokk-
ur félagsins mjög snjall og er spáð
bjartri framtíð. Kennarar eru Lov-
ísa Einarsdóttir hjá konum og Birg-
ir Guðjónsson hjá drengjunum.
Körfuknattleiksdeild og Hand-
knattleiksdeildir félagsins starfa
mikið og vel og fjöldi manna tek-
ur daglega þátt í æfingum deild-
anna. Handknattleiksmenn eru
byrjaðir keppni í 1. deild, en körfu
knattleiksmenn þefja keppni í febr.
en þeir eru íslandsmeistarar og
hafa á að skipa langbezta liðinu
svo sem kunnugt er.
1 Sunddeild ÍR starfar af miklu
kappi og í deildinni er margt bezta
sundfólk íslands og flest sundmet
eru í höndum ÍR-inga. Nýtt verk-
efni hjá sunddeildinni er sund-
knattleikur og verður keppt í þeirri
grein innan skamíns.
Lyftingadeildin er rekin af mikl-|||
um áhuga og kappi og fyrsta mót
piltanna lofar góðu um framtíðina. J
Skíðadeildin er líklega sú deild-
in, sem býr við hvað mesta ann-
ríkið þessa dagana og hefur skíða-
skálinn í Hamragili verið vinsæll
dvalarstaður fyrir þá, sem hafa vilj
Kærum ekki — spyrjumst
uðeins fyrir um mé\W
Iþróttafélag Reykjavíkur sendi nýlega fyrirspurn til ÍSÍ um
hvernig líta beri á félagaskipti eins og þau, sem urðu á dögunum,
er Valbjöm Þorláksson gekk yfir í KR. Skv. lögum ÍSÍ þarf að
tilkynna til sérráðs með minnst mánaðar fyrirvara, ætli maður að
keppa með öðru félagi. Sum sambönd hafa hert á þessum reglum,
en FRÍ mun ekki hafa gert það. Þar af leiðandi munu lög ÍSÍ tekin
sem gildandi i þessu tilfelli.
Nú mun Valbjörn ekki hafa tilkynnt skiptin formlega og hefur
ÍR óskað álits ÍSl á lögmæti skiptanna.
„Við viljum ekki kæra Valbjöm og slíkt hefur okkur aldrei'
dottið í hug“, sagði Reynir Sigurðsson, formaður ÍR, í gær. „Hins
vegar þykir okkur rétt að athuga hvað ÍSÍ hefur um málið að
segja. Okkur er enginn hagur í að halda þeim mönnum eftir, sem
ekki vilja hjá okkur vera. Þeir mega fara, en bara á réttan hátt“.
^ Frímerkjaþáttur ^
V.
J
Ef benda ætti ungum safnara
á eitthvað land, sem skemmti-
legt væri að safna kemur Finn-
land upp í hugann. Það sýnist
miklu eðlilegra fyrir pilt norð-
ur á íslandi, að safna frímerkj-
uf frá einhverri frændþjóð-
anna á Norðurlöndum, heldur
en að fara að grípa niður í
einhver alls óþekkt og ný ríki
suður í Afríku, eins og Camer-
oun eða Dahomey eða Chad
eða hver veit hvað.
Finnland er ekki mjög dýrt
land, vart meira en 10 fyrstu
merkin sem eru dýr. Það býður
frímerkjasafnaranum upp á sam
fellda röð af skemmtilegum,
vel teiknuðum frímerkjum. Þar
er fjölbreytni, bæði skemmti-
legar og langar seríur af hvers-
dagsfrímerkjum (Ijónsseríur),
mátulega erfið viðfangsefni í
vatnsmerkjum (hakakrossar eða
pósthorn) og talsvert erfiðar
prentgreiningar þó í ódýrum
frímerkjum sé (rússnesku merk
in 1901—1908).
^Upp úr 1930 fer það að koma
í sið í Finnlandi, að gefin séu
út Rauðakross-merki, oftast
þrjú merki á hverju ári, þar
sem 10% og síðar 20% viðbót-
argjald var tekið til líknarstarfs
ins.
Þótt svona líknarmerki
hafi ekki náð vinsældum hér
á landi, sbr. líknarmerkin 1933
og 1949 og Skálholtsmerkin
1956 hafa þau hins vegar orð-
ið ákaflega vinsæl í Finnlandi,
sem og í nokkrum fleiri lönd-
um.
Síðar eða um 1946 fóru
berklavarnarfélögin að fá frí-
merki fyrst samhliða Rauða
Krossinum og síðan skiptast
þau stundum á sitt hvort árið.
Það eru sérstaklega þessi þrjú
árlegu berklavarnarfrímerki,
sem hafa orðið vinsæl meðal
frímerkjasafnara, enda eru þau
falleg, litirnir hreinir og tærir
viðfangsefnin vel valin og teikn
uð. Á hverju ári koma þrjár
nýjar myndir: — Eitt árið eru
það þrír fuglar, annað árið
þrjú blóm, síðar þrjú skógar-
dýr, eða þrír vatnafiskar, eða
þrjú fiðrildi og fuglar.
Nú fyrir nokkru eru enn kom
in út þrjú ný finnsk berklavarn
arfrímerki. Þau sýna nú þrjú
villt dýr, sem lifa í Finnlandi,
héra (grátt), mörð (Iillabrúnt)
og hermelín eða hreysikött
(blátt). Á merkjunum sést hinn
tvöfaldi kross berklavarnarsam
takanna.
Þá eru tvö stök mefki ný-
lega komin út í Finnlandi og
eru bæði 30 mörk að verðgildi.
Annað er gefið út í tilefni af
150 ára afmæli finnsku land-
mælingastofnunarinnar og sýn-
ir táknmyndir rrœlistiku og
flugvél að taka ljósmyndir úr
lofti.
Hitt er með táknmynd inn-
lends iðnaðar. Með ljónshaus,
sem er merki iðnaðarins og
teikningu er sýnir efnisræmu er
fer í gegnum valsa og getur
m.a. verið táknmynd pappírs-
iðnaðarins. Fleiri falleg finnsk
merki hafa komið út á árinu.
Þau eru steinprentuð og er un-
un að skoða þau í sterku stækk
unargleri, svo vandlega eru
þau unnin.
Ekkert finnskt merki er gefið
út til að minnast mikils við-
burðar í Helsingfors, sem var
æskulýðsmót kommúnista en
það var haldið í sumar í óþökk
allra finnskra æskulýðssamtaka
En kommúnistaríkin hafa flest
séð ástæðu til að gefa út sér-
stök Helsingforsmerki. Meðal
þeirra síðustu sem gefið hafa
út slík merki er Búlgaría og
sjást þau hér tvö talsins. Þau
eru prentuð í mörgum litum
og sýna myndir af blómum en
á Helsingforsmótinu gengu
kommúnistar ekki undir merkj-
um hamars og sigðar, heldur
blóma.
Þrjú nýjustu berklavarnafrímerkin finnsku.
-c.'aafc - Mæg.-jrg