Vísir - 19.01.1963, Blaðsíða 16
VISIR
Laugardagur 19. janúar 1963
| Fyrsta skíðastökkið ■ og hann stóð I
Varbar-kaUi i Valhöll
i dag kl. 3-5
KAPPAKSTUR
í fyrrinótt upphófst mikill elting
arleikur eftir götum Reykjavíkur,
er lögreglan elti ökuníðing eftir
ýmsum götum bæjarins, sum
staSar á um eða yfir 100 kílómetra
hraöa.
Lögreglunni til aðstoðar voru
ýmsir leigubílstjórar, sem hjálpuðu
til viö eftirförina og við að króa
ökumanninn og farartæki hans af.
Fyrst barzt lögreglunni tilkynn
ing um ökuþór þennan með því að
leigubílstjóri frá Hreyfli gerði
henni aðvart í gengnum talstöð
bifreiðarinnar, að hann hafi orðið
var manns sem ekið hefði með
ofsalegum hraða eftir Skúlagöt-
unni og taldi að hann myndi hafa
komizt um eða yfir 100 km. hraða.
Fór lögreglan strax á stúfana,
varð ökumannsins vör og hóf elt-
ingarleik. Barst leikurinn víða um
götur bæjarins, enda herti öku-
Framh. á 5. síðu.
Fl SÆKIR UM LEYFi
TIL FÆREYJAFLUGS
Á fundi með frétta-
mönnum í gær skýrði
UNGUR PIL TUR
DEYR AF EITRI
Sá sviplegi atburður gerðist
hér í Reykjavík í fyrrakvöld að
ungur sjómaður lézt af völdum
eiturvökva, sem hann drakk.
Pilturinn, sem var aðeins 17
ára að aldri, var skipverji á m.s.
Kötlu, og þegar skipið var hér
í Reykjavíkurhöfn um síðustu
helgi, mun hann hafa ætlað að
drekka áfengi úr flösku, en fór
flöskuvillt og drakk í þess stað
hreinsivökva, svokallað triklór,
sem selt er f flestum nýlendu-
vöruverzlunum og notað er m.
a. til að ná fitublettum o. fl.
Sennilega hefur pilturinn ekki
gert sér ljósa grein fyrir hætt-
anni, sem af þessu stafaði, og
nann hafði ekki orð á því fyrr
en hann tók að lasnast og las-
leikinn ágerðist stöðugt. Var þá
farið með hann í slysavarðstof-
una og að því búnu lagður inn
í Landakotsspítala, en þá voru
allar aðgerðir um seinan og pilt
urinn lézt þar í fyrrakvöld.
Pilturinn hét Þorsteinn Ingi-
mundarson og var ættaður frá
Siglufirði. Hafði hann aðeins
starfað skamma hríð á m.s.
Kötlu, því hann var ráðinn á
skipið í nóvembermánuði s.l.
Sjóréttur kemur til með að
fjalla um mál þetta og er búizt
við ítarlegri rannsókn í því, þeg-
ar Katla kemur til Reykjavíkur
aftur nú á næstunni.
Örn Johnson frkvstj.
Flugfélags íslands frá
því, að stjórn félagsins
hefði ákveðið að hefja á-
ætlunarflug til Færeyja
í vor, fáist til þess nauð
synleg leyfi. Var endan-
Ieg ákvörðun um þetta
tekin á fundi nú í vik-
unni og hefur umsókn
hér að lútandi verið
send viðkomandi yfir-
völdum.
Framh. á 5. síðu.
Um hverja helgi fer fjöldi
unglinga upp í skíðalöndin
nágrenni Reykjavíkur til að
stunda hina heilsusamlegu skiða
íþrótt Skíðafélögin hafa nú
bætt mjög aðstöðuna til skíða-
iðkana og m. a. flest komið upp
hjá sér dráttarbraut. Þá hafa
þau skíðakennara á staðnum til
að kenna unglingum þá vanda-
sömu þraut að standa en vera
ekki alltaf á hausnum.
Þessi mynd var nýlega tekin í
skíðalandi KR f Skálafeifi og
sýnir hún skfðakennaratnt Ölaf
Níelsson kenna ungum jnahni
fyrsta skíðastökkið. Ekkl ef'Stfll'
inn fagur ennþá, en- hver velt
nema þessi komist elnhvcm
tíma á Olympíuleika meÍÞgðÍfif
þjálfun og þolinmæði.
GA T EKKISTAÐID SKIL
Á 40 ÞÚSUND KRÓNUM
Frumrannsókn er fyrir nokkru
lokið í máli sölumanns nokkurs
hér í Reykjavík, sem í haust
tók út vörur hjá tveim fyrir-
tækjum fyrir á þriðja hundrað
þúsund krónur, en gerði síðan
tiiraun til að flýja land án þess
að gera skil fyrir úttekt sinni
og án viðleitni í þá átt að
greiða hana.
Það mun hafa verið í októ-
bermánuði s. I. sem maður
þessi, sem þá hafði verið um
nokkurt skeið sölumaður hjá
ákveðnu heildsölufyrirtæki i
Reykjavík, leitaði til tveggja
fyrirtækja, iðnfyrirtækis og
verzlunar, og fór fram á að fá
að selja fyrir þau varning, sem
einkum var vinnufatnaður. —
Framh. á 5. síðu.
Hauðgunarmálið
til saksóknara
Vísir fékk þær upplýsingar
hjá fulltrúa bæjarfógeta í Kefla-
. vík í gær, að nauðgunarmál það,
sem fyrir nokkru var kært þar
| fyrir cmbættinu, væri nú komið
til saksóknara ríkisins til endan-
legrar ákvörðunar.
Eins og Vísir skýrði frá fyrir
skcmmstu kærði stúlka í Kefla-
vík að karlmaður hafi brotizt
inn í herbergi sitt að næturlagi
og síðan tekið sig með valdi.
Þessum sakargiftum hefur
maðurinn harðlega'iwitað og er
máliÓ, eihs og að framan segir,
nú til frekari ákvörðunar hjá
.saksóknará ríkisins.
Stefna De Caulle ákveðin,
f í EB£
í gær lau& að sinni í
Brussel viðræðum um
aðild Breta að Efnahags
bandalaginu. Náðist ekk
erí samkomulag á fundi
utanríkisráðherra Sex-
ríkjanna.' Stendur allt
fast þar, vegna þess að
fulltrúi Frakka, Couve
1e Murville, • neitar enn
a1?erlega að Bretar fái
inngöngu í bandalagið
með nokkrum sérstök-
um kjörum.
De Gaulle hefur gefið Mur-
ville ákveðin fyrirmæli um það
að hvika í engu frá ákvæðum
Rómarsamningsins, þ. e. a. s. að
Bretar fái þvi aðeins inngöngu
að þeir fallist í einu og öllu á
núverandi reglur Efnahags-
bandalagsins
Það eina sem hefur verið á-
kveðið er að viðræður um inn-
göngu Breta skuli hefjast að
nýju þann 28. janúar.
Fulltrúar fjögurra ríkja í Efna-
hagsbandalaginu, Þýzkalands,
Ítalíu, Hollands og Belgíu, hafa
allir lagt að Frökkum að breyta
nú til og opna Bretum leið inn
í bandalagið. Eru þeir svo harð-
ir á þessu að segja má, að þeir
hafi stofnað bandalag gegn
Frökkum. Eru þeir mjög óánægð
ir með afstöðu deGaulles og
finnst hagur
sinn. í Efnahags-
Frh á b!s. a.