Vísir - 26.01.1963, Síða 6

Vísir - 26.01.1963, Síða 6
VlSIR . Laugardagur 26. janúar 1963. Anna Maria og Konstantin leiddust sem hamingjusamir elskendur út af Kastrup-flugvelli. Flóttamannastraumur tíl HONG KONG stöðvaiur Síðasta árið hefur hungurs- neyðin verið svo mikil í Kína, að kínversku landamæraverð- irnir hafa leyft flottafólki að fara yfir markalínuna til Hong Kong. Nú fyrir nokkrum dög- um hafa þeir fengið nýjar fyr- irskipanir um að stöðva flótta- fólkið. Það er' álitið að þessar aðgerðir stafi af því að sendi- menn þjóðernissinnastjórnar- innar á Formósu hafi notfært sér þessa opnu leið út úr Kína. Virðist sem Þjóðernissinnar séu nú mjög að auka skæru- liðssveitir sínar í fjöllunum í Suður-Kína. Er þá talið að auö velt sé fyrir þá að senda skæru liða aftur til Formósu eftir leiðangra. Munu þeir þá hafa farið að notfæra sér hin opnu hlið til Hong Kong. Brezka lögreglan I Hong Kong gerði nýlega víðtæka leit í einu borgarhverfi í Kowloon og fann þar miklar birgðir vopna. Er álitið að vopn þessi komi frá Þjóðernissinnum og hafi verið á leiðinni til skæru- liðasveita þeirra á meginland- inu. Samtímis lokun landamær- anna hafa kfnverskir kommún- istar nú takmarkað sendingu matvæla til Kína frá Hong Kong, en það hefur tíðkazt að fólk sendi mat í pósti til vanda manna og frændfólks sem verð ur að þola hungursneyðina. Ástæðan fyrir takmörkunum þessum er talin vera sú, að í mörgum matvælapökkunum hafi verið faldar vftisvélar og sprengiefni. Hlýrra við ströndina t gær missti Frosti konungur Iít- ið eitt tökin í vestasta hiuta Ev- rópu, þar sem hlýrra Ioft streymdi suður eftir Bretlandseyjum og inn yfir vesturströnd Frakklands. En Frosti karlinn glottir við og er ekki á þvf að láta sig, því að spáð er áframhaidandi frosti í dag. Inni á meginlandinu er vald hans ennþá mikið og hafa þqssar ægi- Iegu frosthörkur haldizt frá jólum og gera þetta að harðasta vetri, sem komið hefur í Evrópu f marga áratugi. Tll dæmis er það nefnt að vitað er um minnst 112 manns, sem Iátið hafa iífið af völdum frostanna. Skeytin hafa borizt frá ýmsum stöðum f Evrópú og sýna þau hvernig ástandið er: Berlín: Orðið hefur að Ioka 70 skólum í Austur-Berlín vegna kuld anna. Ekkert eldsneyti til að kynda þá upp og börnin talin gera meira gagn með því að hjálpa til við snjómokstur. Yngsta dóttir Danakonungs verður drottning Grikkja Fregnin um það að Anna Maria yngsta dóttir Danakonungs hafi trúlofast Konstantin krónprins og sé því væntanleg drottning Grikkja hefur vakið ánægju bæði í Dan- mörku og Grikklandi. Tilkynningin um trúlofun þeirra kom algerlega á óvart. Það var ekki nema innsti hringur hirðanna sem vissi að þetta stæði fyrir dyrum. Hefur tekizt á undanförnum vikum að feia samdrátt þeirra konungsbarn- anna með þvf að þau hafa hitzt í sambandi við veizlur og látið sem þau hafi aðeins af tiiviljun verið í skemmtiferðum í landi hvors annars. Tilkynningin um trúlofun þeirra var gefin út af Friðriki Danakon- ungi frá Amalienborg á miðviku- daginn og var Konstantin prins þd kominn til Kaupmannahafnar fjrir nokkrum dögum, en foreldrar hans Páll konungur og Friðrikka drottn- ing komu þangað samdægurs, Konstantin komst til Kaup- mannahafnar án þess að nokkurn grunaði neitt. Fór hann í ferðalag til nokkurra ríkja Atlantshafs- bandalagsins og kynnti sér varnar- mál þeirra. Loksins kom hann til Danmerkur og heimsótti 1 bæki- stöðvar danska hersins. Það var ekki fyrr en trúlofunardagurinn rann upp, sem hanp kom til Ama- lienborgar. Það varð þá fyrst sem grunur kom upp um að eitthvað væri á seyði þegar fréttir bárust um það á miðvikudaginn, að grísku kon- ungshjónin hefðu í skyndi stigið upp í aukavél, þotu á flugvellin- um við Aþenu og væri förinni heit- ið til Kaupmannahafnar. Dönsku konungshjónin, yngsta dóttir þeirra Anna María og Konstantin voru úti á flugvellinum í Kastrup til að taka á móti þeim. Þar vakti það athygli að Anna María heilsaði grfsku konungshjónunum með kossi og síðan leiddust þau Kon- stantin eins og hamingjusamt ungt par út af flugvellinum. Um klukku stund síðar var tilkynningin um trúlofun þeirra gefin út. París: I Norður-Frakklandi var hláka, en kuldinn helzt f öðrum landshiutum. Skortur á eldsneyti gerir vart við sig í París. Vfnarborg: Hitamælar í vestur- hluta Austurrfkis sýna 10 stiga frost. 1 austurhlutanum kringum Vínarborg er hlýrra eða kringum frostmark. Sofia: Búlgarska útvarpið tilkynn ir að öllum skólum verði lokað það sem eftir er mánaðarins vegna frosta. Kaupmannahöfn: Rekfs hefur neytt fjölda austurþýzkra fiski- skipa til að leita neyðarhafnar í Danmörku og Svfþjóð. Stokkhólmur: Stærsti ísbrjótur Svfa, Óðinn, hefur hætt starfi við Eystrasaltshafnir, þar sem það er vonlaust. Hefur hann verið sendur til að hjál'pa til við að halda líf- æðinni um Eyrarsund opinni. Aþena: Þrjár herdeildir úr grfska hernum hafa verið kvaddar út til að grafa upp 600 bíla, langferða- bíla og minni bíla, sem hafði fennt inni á þjóðveginum fyrir norðan Saloniki. Bflarnir hafa verið fastir í tvo daga, víða í 2 — 3 metra djúp- um sköflum. Bonn: í Bæjaralandi mælist nú víða 24 stiga frost. Mildara er í Norður-Þýzkalandi en nú er engin von talin til að það haldist. Þar spá menn að frostin herði enn. Genf: Það var nokkru hlýrra í Svisslandi en undanfarna daga. — Þetta er versti vetur Svisslendinga sfðan 1929. Tíu bæir f JúrafjöIIum hafa verið einangraðir í meir en viku. 1 dag tókst flokki hermanna 'T\ ft •’i 'f SK Fangeisi ekki frá iréttaheimii Brezkur blaðamaðar vai ; g.ai dæmdur til fangelsisvistar íyrir að neita að skýra frá fyrir réí'i hvaða heimildir hann hefði fyrir fréttum, sem hann birti varðandi mál Vassals, sem dæmdur var fyrir njósnir. Fréttaritari þessi heitir Desmond Clough og starfar fyrir Daily Sketch. Það hefur ekki komið fyrir áður í brezkri réttarfarssögu að blaðamaður fengi fangei'' dóm fyrir slíkar sakir. Annar blaðamaður Daily Sketcn Foster, hefur einnig neitað að gera uppskátt um heimildir varðandi sama mál, en máli hans hefur ver- ið frestað f bili. fívðkmyndbsýníng á vesum ángiiu Brezk gamanmynd, „Geordie" , erður sýnd fyrir meðlimi Angliu | 'álagsins í fyrstu kennslustofu í Uáskólans, miðvikudaginn 30. jan- | ’ar kl. 6.30 e. h., fimmtudaginn I 31. janúar kl. 6.30 e. h. og föstu- : ’aginn 1. febrúar kl. 8 e. h. Kvikmyndin „Geordie“, sem er litum, tekin í hálendi Skotlands '§ á Olympiuleikjunum í Mel- bourne, fjallar um ungan pilt, ■em æfir sig f sleggjukasti gegnum b'éfaskóla og verður heimsmeist- ri í þeirri grein. Á undan verður sýnd knatt- pyrnumynd í litum, úrdráttur úr i ensku bikarkeppninni 1961 og 1962. Aðgöngumiðar (ókeypis) verða afhentir í brezka sendiráðinu, Laufásvegi 49 milli kl. 9—1 f. h. og 4-5 e. h. að brjótast til sumra þeirra með vistir. Madrid: Ofsastormur með snjó og hagléli reið yfir borgina Malaga á suðurströnd Spánar. Varð nauð- synlegt að bjarga 500 manns út úr köldum og hrynjandi húsum. London: Hlýtt loft hefur streymt suður eftir Englandi frá Skotlandi. Við það hefur myndazt ægileg og mannskæð þoka. Allt flug til og frá London hefur stöðvazt. Víða er skortur á eldsneyti. Loks berast þær fréttir frá Tokyo að harður vetur hafi hafið innreið sína f Japan. Þar tepptist þjóðvegur skammt fyrir norðan Tokyo. Festust hundrað bíla í snjó- sköflum og varð fólkið úr þeim að leita hælis í nærliggjandi þorpum. Æskulýðsmessa Æskulýðsmessa verður í Dóm- kirkjunni kl. 2 síðdegis á morgun, sunnudag. Mun dómprófasturinn prédika, en æskulýðsfulltrúi Þjóð- kirkjunnar þjóna fyrir altari. Messan verður frábrugðin venju- legum guðsþjónustum að því leyti, að hún er byggð upp af vfxllestri prests og safnaðar, og ungmenni munu lesa pistil og guðspjall. Er áformað, að slíkar guðsþjónustur verði fluttar á hverjum sunnudegi, það sem eftir er vetrar f hinum ýmsu kirkjum borgarinnar og í Kópavogi. Æskulýðsguðsþjónustur með þessu formf voru fluttar s.l. vetur og var kirkjusókn mjög góð. Féll unga fólkinu vel hin aukna þátt- taka í messuflutningnum, sem því var ætluð. Svipuð er reynslan annars staðar af landinu, eins og t. d. á Akureyri, þar sem slfkar guðsþjónustur eru haldnar mán- aðarlega yfir veturinn. Brotsjór Færeyskt fiskiskip, sem heit-1 ir Tungufoss, þurfti að leita i hafnar á Patreksfirði í fyrri-, nótt vegna mikilla skemmda, sem urðu á þvf f óveðrinu þá 1 nótt út af Látrabjargi. Brotsjór i reið yfir skipið, braut alia \ glugga í stjórnklefa og eyði- > lagði siglingatæki. Skipið ^ Íkomst þó hjálparlaust til hafn-1 ar. I

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.