Vísir - 26.01.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 26.01.1963, Blaðsíða 9
V í c T R . Laugaruagur 26. janúar 1963, 9 i að bjarga þessum fornleifum varð að girða þau með vatns- heldu þili og þurrka svæðið upp. Sú framkvæmd var gerð s.l. sumar. Þil úr sterku og sveru skúffujámi var rekið niður á tveimur mánuðum allt í kring- um skipin. Þann 6. júlí var hægt að hefja fomleifagröftinn. A næstu 14 vikum var hið inn- girta þurrkaða svæði grafið upp af fornieifaflokki 15-20 manna. Leir, grjót og sandur var hreins að burt 'af skipsflökunum, síð- an var lega þeirra teiknuð ná- kvæmlega, Ijósmynduð og skipa viðnum lyft upp af botninum í þúsundum smábúta, sem var pakkað inn í loftþétta plast- poka og þeir fluttir til bæjarirfs Brede skammt frá en það verða fyrstu aðgerðir til varðveizlu þeirra framkvæmdar. 'C’ftir köfunarrannsóknirnar •I_J héldu menn að væri um að ræða flök af sex skipum, en' hinn endanlegi uppgröftur leiddi f Ijós, að þau voru fimm þar sem flak, er hafði verið númer 4, reyndist vera hlutí af flaki nr. 2. Hafði það brotnað frá og færzt 10 metra um set, senni- lega vegna fsreks. Skipsflökin lágu sem fyrr seg- ir á siglingaleiðinni inn eftir Hróarkeldufirðl. Fjörðurinn er þarna um 2 km á breidd en víð- ast örgrunnur. Eftir honum liggja þó nokkrar dálítið dýpri rásir. Sú dýpsta þeirra kallast „Piparrennan" og hefur til forna verið aðalsiglingaleiðin inn til Hleiðru hinnar fornu höfuðborg ar Danaveldis og slðan Hróars- keldu, þegar konungar tóku aðsetur þar. En það er einmitt f piparrennunni, sem víkinga- skipunum fimm hefur verið og allmikið af beinum af dýr- um, en þessi bein auðvelda ald- ursákvörðun fornleifanna með kolefnisrannsóknum. Þær rann- sóknir ásamt rannsókn á lagi skipanna tímasetja leifarnar frá árunum milli 1000 og 1050. Skip unum hefur örugglega verið sökkt þarna fyrir aldamótin 1100 og álykta verður að þeini hafi verið sökkt þarna til að verja Hróarskeldu gegn árás frá hafinu. Ekki er vitað um neinn slíkan atburð af sögum. Æ. Cvæðið, sem þurrkað var upp s.l. sumar innan f kvínni, var 1600 fermetrar. Rafmagns- kapall var lagður út f það og sterkar dælur notaðar til að dæla vatninu burt úr kvínni. Þannig myndaðist eins konar eyja úti f firðinum þó yfirborð hennar væri lægra en sjávar flöturinn í kring. Við eyjuna voru reistar bryggja og göngubrú á stólpum og á þeim tveir vinnu- og íveru- skúrar. Vélbátar gátu lagzt upp að bryggjunni og vakti uppgröft urinn slíka athygli að 30 þúsund gestir komu til að skoða franv kvæmdirnar. Ekkert ónæði að ráði varð af þessum fjöldaheim- sóknum þar sem starfsmennirn- ir héldu óáreittir áfram starfi sínu meðan fólkið horfði á þá ofan af bryggjunni. Þvert á móti lýstu fornleifafræðingarnir yfir mikilli ánægju yfir þeim áhuga, sem almenningur hefði sýnt starfi þeirra. \7atnsborðið í kvínni var lækk- T að og varð það að gerast þannig til þess að grjótið f skip- unum legðist ekki allt f einu með meiri þunga á viðarleifarn- VÍKIHCA SKIPA ICINUM fUNDI sökkt, sennilega til að hindra siglingu óvinaflota til höfuðborg arinnar. Sýnilegt er að siglingin inn fjörðinn hefur alla tíð sfðan torveldazt af skipsflökunum, sem lágu í rennunni. amlar sagnir hermdu að Margrét drottning, sem ríkti yfir öllum Norðurlöndum og dó 1412, hefði ætlað að hindra sigl- ingu óvinaflota til Hróarskeldu og þess vegna hefði hún Iátið bera grjót á eitt skip og sökkt þvf f rennuna. En nú hefur það komið í ljós, að hér var um að ræða fimm skip en ekki eitt og auk þess að skipaleifarnar eru 300 árum eldri en Margrét drottning. Skip in eru tvfmælalaust frá vfkinga- tfmum. Æ jþað er nú ekki nóg með það, að hér sé um að ræða fimm skipsflök heldur er hitt ekki síð ur merkilegt, að þau eru öll sitt af hvorri tegund og gefa því ómetanlegt yfirlit og þekkingu á því hve norræn skipasmíði á víkingatfmum var margbreyti- leg. Tegundirnar eru þessar: létt, meðalstórt og stórt flutninga- eða verzlunarskip, umbreytt her skip og ferja, sem ætluð hefur verið til fólksflutninga á slétt- um sjó. Smíði þeirra er unnin af frábærri snilli og kunnáttu. Auk grjóthleðslunnar fundust í skipunum brot af leirkerjum ar, en sem auðvitað er, vegur grjótið minna meðan það er niðri í vatninu. Vatninu er þann ig dælt smám saman f burtu og á meðan var unnið að þvf að fjarlægja grjótið smám saman. Voru froskbúningar fyrst notað- ir við það, en sfðan varð komizt að grjótinu þegar lækkaði vatn- ið. Varð að gæta ýtrustu var- færni við brottflutning grjótsins. Það var tekið með grjóttöngum og sérstaklega urðu starfsmenn irnir að gæta þess^ að spyrna ekki í viðarleifarnar. Við uppgröftinn voru öðru leyti ekki notuð nein málm- áhöld, heldur rekur og bama- skóflur úr plasti, allar fötur vora lfka úr mjúku plasti. En helztu tækin voru annars berar hendur og vatnsbuna úr slöngu. Með bununni var leirinn skol- aður í burtu og síðan var séð um að halda uppi stöðugri vatnsúðun yfir allt svæðið og starfaði fólkið þannig f- eilffri rigningu. Er þetta gert til þess að hinn forni viður þorni ekki. en við það myndi hann molna niður f duft. Þykir öll hin tæknilega hlið uppgraftarins hafa verið unnin af frábærri snilli en honum stjórnuðu tvejr fomleifafræðingar Olaf Olsen og Ole Crumlin Pedersen. ]^ú skal skipsflökunum lýst nokkru nánar. Þau voru númeruð nr. 1, 2, 3, 5, 6 og Framh. á bls. 10 Þegar stefníð af flakí nr. 3 kom i ljós óskemmt og stilhreint var fögnuður meðal fomleifafræðinga. I t 1 ~r~y T 1 * 1 *,-■ 4 A 7 - V í ’T 1 t' '' T ’ T1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.