Vísir - 26.01.1963, Blaðsíða 10
70
V í SIR . Laugardagur 26. janúar 1963.
KULDASKOR
og BOMSUR
VERZL.C>
sjmi
Tli SÖLU:
Taunus ’?9 og ’55.
Caravan ’59 og 55.
Fíat ’54 - - fallegur
Vokswaglin ’62
Consul ’55
Renault dauphin ’60.
Moskvits ’59
Chervolet ’55 - 60
Ford ’55—’59
Opel lcapitan ’57, 59, ’61.
Og mikið af eldri bílum.
RAUÐARÁ
SKÚLAGATA 55 — SÍJII 15812
Fasteignir til sölu
5 herb. íbiiðir
við Álfheima
— Granaskjól
— Bogahlíð
— Skipholt
— Karfavog
— Ingólfsstræti
og víðar um bæinn.
FASTEIGNA & SKIPASALA
Konráðs Ó. Sævaldssonar
Hamarshúsinu v/Tryggvag.
5. hæð (Iyfta.)
Símar 24034, 20465, 15965.
Rafglit
Nýjar skraut og
rafmagsnvörur
daglega.
Hafnarstræti 15
Sími 12329
Sængur
Endurnýjum gömlu sængurn
ar e Tum dún. og fiðurheld ver
DÚN- OG FIÐURHREINSUN
Kirkjuteig 29, sími 33301.
Víkingaskipin —
Framhald af bls. 9.
féll nr. 4 úr þar sem það reynd-
ist vera hluti af flaki nr. 2.
Skipin liggja í tveimur hrúgum,
í annarri eru þrjú stærri skipin
og hafa átt að loka aðalrenn-
unni en í hinni eru tvö minni
skip og lokuðu þau grynnri
hluta rennunnar.
Við skulum líta fyrst á stærri
hrúguna. í henni lágu þrjú skip
og voru þau öll flutningaskip
en af sitt hverri stærð, lítið,
. meðalstórt og stór. Skip nr. 1
sem lá neðst var meira en 20
metra langt hafskip, sterklegt
og þungt skip, sem hefur auð-
veldlega þolað siglingu yfir út-
hafið til íslands og Grænlands.
Þetta skip er stórmerkilegt af
höli yfir víkingaskip þau sem
fundust í konungshaugunum á
Ásubergi og Gauksstað og
þykja þær fornminjar afbragð
annarra. Nú hafa Danir eignast
álíka fornminjar og þeir munu
ekki gera síður við þær. Bæj-
arstjórn Hróarskeldu hefur boð
izt til að reisa glæsilega sýn-
ingarhöll yfir víkingaskipin
fimm og þar verður þeim kom-
ið fyrir. Innan fárra ára geta
gestir séð víkingaskipin er þeir
heimsækja Hróarskeldu.
(Heimild: Rit danska Þjóð-
minjasafnsins. Olgf Olsen
og Ole Crumlin-Pedersen:
Vikingeskibene i Roskilde
Fjord).
því að aldrei hefur fundizt neittn*
því Itkt. í því sameinast á e*n'i\filSIOCi mm
kennilegastan hátt hið norræna
byggingarlag og lag skipa Vest
ur-Evrópu. Kjölbakkinn eða
kjöls'íínið er alnorrænt en
hinn sveri byrðingur á sér enga
hliðstæðu í norrænum skipa-
leifum frá víkingatíma. Hér
mun því verða deilt um það,
hvort skipið sé norrænt að
uppruna.
Skip númer 2 var efst í þess-
ari frrúgu og var því verst far-
ið, ísrek hafði brotið það og
borið hluta af því með sér og
brot úr því víðs vegar á milli.
Skipið er miklu léttara að bygg
ingarlagi en nr. 1, en hefur
verið yfir 20 metra Iangt og á-
gætt til úthafssiglinga. Þetta-
er sennilega sú skipstegund,
sem kölluð var knörr til forna
og hefur verið algengast f sigl-
ingum til íslands. Líklegt er að
slíkir knerrir hafi verið notað-
ir í Vínlandssiglingum. Það
verður geysierfitt púslispil fyr-
ir fornleifafræðinga að sétja-
þetta skip saman.að nýju.
’J’iI hliðar í þessari hrúgu lá
flak nr. 3, sem hefur verið
minna flutningaskip, 15 metra
■langt og er það bezt varðveitt
af skipsflökunum. Þilfar hefur
verið fremst og aftast I þvl en
á milli þeirra á miðju skipi
fjögurra metra Iangt lestarop.
Þegar stefni þessa skips náðist
upp heilt og óskemmt má segja
að fornleifafræðingarnir hafi
haldið sigurhátíð. Þetta skip
verður hægt að setja upp nær
því óskemmt, aðeins vantar
hluta af skutnum.
Þá komum við að hinni
hrúgunni. I henni voru tvö
skip, það eru herskip og ferja.
Herskipið hefur verið rúmlega
20 metra Iangt og í borðstokk
þess Hefur verið röð af áragöt-
um svo hægt hefur verið að
róa þvl með talsverðum hraða.
Ætla má að það hafi tekið þátt
í mörgum sjóorustum, en þegar
því var sökkt hefur það verið
búið að lifa sitt fegursta. Það
sést að viðgerðir hafa oft farið
fram á því. Af því er varðveitt-
ur mikill hluti bakborðs-byrð-
ings með áragötunum og
fremsti hluti stafnsins.
Loks er svo komið að ferj-
unni, flaki nr. 6, sem er mjög
skemmt af þunga grjótsins.
Þetta er flatbotnað skip, sem
hefur sennilega eingöngu verið
notað til fólksflutninga um
fjörðinn.
Æ
Ýmsir sjóðir og fyrirtæki í
Danmörku lögðu fé fram
til þessa nákvæma fornleifa-
graftar og urðu æ fleiri aðiljar
reiðubúnir að hlaupa undir
bagga eftir því sem fleira kom
fram og áhuginn óx.
Eins og kunnugt er hafa
Norðmenn reist mikla sýningar-
Framhald at bls 4
um I 10. mín. Soðin síld er
mjög góð með karrýsósu eða
piparrótarsósu.
Á meðan á síldarvertíðinni
stendur ættum við að hafa
„Síldardag“ einu sinni í viku
t. d. á fimmtudögum. Þann dag
ættu allir fisksalar að hafa nóg
af nýrri síld í búðum sínum.
Húsmæður og veitingamenn
ættu að keppast um að fram-
reiða sem gómsætastu síldar-
rétti handa landsmönnum.
s.
Gefið
húsgögn
Fyrir skömmu síðan hringdi
kona nokkur til ritstjórnar Vísis
og bað um að yrði komið á
framfæri tillögu, þess efnis, að
fólk sem þefði afiögu húsgögn
sem það, annaðhvort, geymdi
niðri í kjallara, eða væri að
reyna að selja, skyldi þess ,í
stað gefa þau til aðstoðar fólki
því á ísafirði og Hólmavík sem
beið svo tilfinnanlegt tjón í elds
voðanunum um jólin eins og
flestum er í minni.
Þetta er mjög athyglisverð
og falleg tillaga og vel þess
verð að hún sé tekin til vand-
legrar yfirvegunar af réttum
aðilum. Eins og kunnugt er var
hafin fjársöfnun til aðstoðar
þessu fólki, en liefir gengið held
ur treglega, enda tiltölulega
stutt siðan jólin voru, upp á
það að gera. En margir eiga
ýmsan húsbúnað sem þeir ekki
hafa not fyrir og skorum við
á þá að bregðast drengilega
við þessari málaleitan.
imíB Jónsson sæmd
ur stórkrossi
hef-
Friðrik IX Danakonungur
ur sæmt sjávarútvegs- og félags-
máíaráðherra, Einil Jónsson, stór-
krossi Dannebrogsorðuiinar. Hinn
23. janúar afhenti ambassador Dan
merkur, Bjarne Paulson, ráðherran-
um heiðursmerkið.
tíljáir á
ssu^wNríitsði
O. JOHNSON & KAABER H/F, REYKJAVIK
Frægt
fólk
Þýzki kvilunyndaleikarinn og
milljónamæringurinn Curd
Jiirgens varð eitt sinn að mót-
mæla konu sinni, Simone
Bicheron, harðlega frammi
fyrir blaðamanni.
— Ástæðan fyrir því, að
ég vil ekki eignast barn, sagði
Simone, er einföld: ef ég ætti
að fara að hugsa um ungbarn,
mundi ég missa mann minn.
Curd hefur alls ekki nógu
mikla festu til að geta lifað
reglubundnu lífi ef ég stend
ekki við hlið hans. Hann er
eina ungbarnið, sem ég þarf.
Bjóða rithöfundi
til dvalar í Svíþjóð
Sænsku samvinnufélögin bjóða
íslenzkum rithöfundi til dvalar á
Vár gard í Svíþjóð dagana 22. apríl
til 12. maí n. k.
Þeir rithöfundar, sem áhuga hafa
‘ á þessu boði, hafi samband við
1 skrifstofu rithöfundasambands Is-
I lands, Hafnarstræti 16, skrifstofu-
tími kl. 3—6 e. h. Sími 1-3190.
Curd Jiirgens.
Þegar Curd heyrði þetta hent
ist hann upp, barði í borðið
og sagði: Þetta er eintóm vit-
Ileysa. Heitasta ósk mín er, að
ég og Simone eignumst barn.
Það lítur út fyrir, að hann
- - hann hafi unnið, því að nú
! eiga þau von á erfingja.
Það hefur vafalaust engin
„first lady“ í Hvíta húsinu
verið eins mikið í fréttum og
blöðurn og Jackie Kennedy.
Nú hefur verið gerð skoð-
anakönnun í Bandaríkjunum
og spurt: Hvað finnst yður
um Jackie? . . . og flest svör-
in hafa verið jákvæð, henni til
mikillar ánægju að þvi er
vænta má.
§fg§
Jacqueline Kennedy
Meðal þeirra eiginleika, sem
kynsystur hennar eigna henni
eru: Hún er góð móðir. Hún
■ er gáfuð. Hún hefur góðan
smekk og mcnningaráhuga
Hún er falleg. Hún er
: mjög aðlaðandi. í heild er hún
töfrandi persónuleiki.
En það má ekki gleyma
hinu: Hvorki kjólar né hár-
greiðsla klæða hana. Hún læt-
ur of mikið taka myndir af sér
í baðfötum. Hún heldur of
margar veizlur. Hún kemur of
; mikið fram opinberlega.
■ > r