Vísir - 31.01.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 31.01.1963, Blaðsíða 1
ARAS OG SL YS í nótt slösuðust tveir menn, sinn í hvoru húsi. Þeir voru báðir drukknir og var farið með þá í slysavarðstofuna til aðgerðar. Annar þessara manna hafði slasast í bragga í Vesturbænum, en ekki vitað með hvaða hætti. Var lögreglan kvödd á vettvang og var maðurinn þá með allmiklum áverka á hnakka. Þessi atburður skeði um eittleytið í nótt. Um klukkan hálffjögur i nótt var lögreglan kvödd að húsi við Hverfisgötu vegna þess að þar hafði drukkinn maður hrapað nið- ur stiga og skorizt á höfði. Hann var líka fluttur í slysavarðstofuna. f fyrrinótt kom maður í lög- reglustöðina og kærði árás á sig, sem hafði átt sér stað inni f bif- reið þá rétt áður. Kvaðst maður þessi hafa verið staddur í bænum og verið á leið heim til sín, en þá hafi borið að bifreið með fimm manns og tekið sig upp. í bifreið- inni voru tveir menn í aftursæti og kvaðst maðurinn hafa sezt hjá þeim, en í framsæti sátu piltur og stúlka, auk ökumanns. Hafði bifreiðinni verið ekið upp á Öskju- hliðina og veginn, sem liggur að hitaveitugeymunum. Þar hafi báðir mennirnir í aftursætinu ráðizt á sig en fólkið í framsætinu látið á- tökin afskiptalaus og ekki hreyft legg né lið sér til hjálpar. Það sem hafi bjargað sér var það að leigu- bíl bar að, hafi bílstjóranum fund- izt eitthvað athugavert við bílinn og beint að honum ljósunum. Við það hafi komið fát á árásarmenn- ina og maðurinn sloppið frá þeim og út. Var hann með áverka á and- liti eftir. Drengir í hættu Um miðjan dag f gær var lög- reglan beðin að koma drengjum til hjálpar sem voru að flæða á skeri norðvestur af Grandagarði. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem börn og unglingar komast þarna í lífsháska. Við fjöru kemur grandi eða tangi upp úr sjónum alla leið út f hólmana. Gera krakkar sér það oft til dundurs að þræða þenn an granda, en gæta sfn ekki nógu fljótt þegar flæðir að. Er því al- varlega brýnt fyrir foreldrum að þeír bendi börnum sínum á hætt- una sem af þessu tiltæki kann að stafa. f gær kom þetta, sem betur fór, ekki að sök, því lögreglan kom drengjunum í tæka tfð til hjálpar. Á mörkum lífs og dauða 100 km. KAPPAKSTURÁ GÖTUM BORGARINNAR og var afleiðing kappaksturs 18 ára unglings á einni aðalumferð argötu Reykjavíkur, Skúlagöt- götunni. Bifreiðin lenti utan í ljósastaur á ca 100 km hraða, felldi hann og hentist síðan um 70 m leið eftir götunni, út af henni og staðnæmdist eins og myndin sýnir á sjávarbakkan- um. Auk ökumanns voru f bif- reiðinni 4 unelinBSDiltar. Það er nú rnikil nauðsyn að allir taki höndum saman um að forðast umferðarslys- in. Síðustu viku hefur hvert umferðarslysið rekið annað og í þeim hópi hafa verið mörg hörmuleg dauðaslys. Það er sýnt að senn verður að taka á og leita nýrra Ieiða til að hindra að slysaalda geti endurtekið sig. Vísir mun nú á næstunni hald i áfram að birta aðvaranir til fólks um að sýna meiri að- gæzlu, benda á leiðir til að herða eftirlit og að leitað verði nýrra leiða til að gera fólki Ijósa þá hættu sem stafar af umferðinni. * Hér birtist ljósmynd af um- ferðarslvsi sem var fvrr í vetur Váinö Linna Innflytjendur bíða nýrrar tollskrár með eftirvæntingu Þess er nú beðið með mikilli eftirvæntingu að frumvarp um nýja tollskrá komi fram á Al- þingi á næstunnl. Tollskráin hefur verið lengi í endurskoðun og álits ýmissa samtaka verið leitað f sambandi við hana. Er það vfst að innflytjendur binda miklar vonir við hana, sérstak- lega að hún leiði til auðveldari og fljótari tollafgreiðslu, en þess eru nú dæmi að sama var- an sé margtolluð og séu tekin af henni allt að sex mismunandi gjöld. Nú verður aðeins tekið eitt ákveðið tollgjald. Gefur það auga leið, hve allir útreikningar og afgreiðsla munu auðveldast við það. þegar ráða, að talsverðar tolla- lækkanir verði á ýmsum hátolla vörum, en þess eru dæmi, að tollar á sumum vörum sem tollaðar eru með mörgum tolllið um fari upp í 250%. Þó ekki sé vitað meira um efni tollskrárinn Linna hlýtur bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs Þá er það vitað að samkvæmt ar má þegar sjá, að tollarnir hinni nýju tollskrá verður hæsti lækka á þessum hátollavörum. heildartollur 125%. Af því má Frh á bls a Finnski rithöfundurinn Váinö Linna hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir árið 1963. Var þetta tilkynnt á fundi 10 manna nefndar, sem tók þessa .á- kvörðun á fundi í Kaupmannahöfn f gær. Var þess jafnframt látið getið, að verðlaunin væru veitt fyrir bókina „Synir þjóðar“, en hún er síðasti hluti í trilógíu, sem Linna hefur skrifað um baráttu finnsku þjóðarinnar innbyrðis, eft- ir að sjálfstæðið var fengið 1917. Váinö Linna er 42 ára gamall, fæddur í Urjala í grennd við Tamm erfors í Mið-Finnlandi. Fyrsta bók- menntalega sigur sinn vann hann með skáldsögunni „Óþekktur her- maður". Fór sú saga slíka sigurför um allt Finnland, að þess eru eng- in dæmi í finnskri bókmenntasögu. Sagan seldist í um það bii 400 þúsund eintökum, sem er ævintýra lega há tala f svo litlu landi. Árið 19fi6 kom svo út fyrsta bindið af hinni miklu trílógíu Linnas, sem ber hinn sameiginlega titil „Undir Pólstjömunni". Hinir einstöku titlar bókanna í sænskri þýðingu eru „Högt bland Saari- jarvis moar“. „Upp trálar“ og „Söner av ett folk“. Vinsældir þessara bóka hafa verið gffurleg- ar, og sést það bezt á bví, að fyrsta útgáfa sfðasta hluta Synir þjóð- F DlS. 5. Réttarhöld yfir 5 skipst/Öram í dag 1 gær voru 5 togbátar teknir að meintum ólöglegum veiðum aust- ur við Ingólfshöfða, þeir voru þar á svæði sem togveiðar eru bann- aðar á. Bátarnir eru Farsæll VE 12, Glaður VE 270, Ver VE 318, Unnur VE 80 og Sævaldur SU 2. Varðbátur fór með bátana til Vest- mannaeyja í nótt. Vísir hafði tal af bæjarfógetan- um í Eyjum í rnorgun og bjóst hann við að réttarhöld myndu hefjast í málum skipstjóranna á fyrmefndum bátum síðdegis í dag. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.