Vísir - 31.01.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 31.01.1963, Blaðsíða 15
i 1 \ • T ? T • Unuin rj ) /5 Cec/7 So/nf - Laurenf: NÝ ÆVINTÝRI KAROLINU hugsa, eins og þið höfðuð mikið að bera fyrir. Hvernig gátuð þið, þú og blökkumennirnir . . . ? — Ég neyddist til að skilja eftir nokkuð af birgðunum. Karólína reiddist. Þú hlýtur að vera genginn af vitinu. Þá hefði verið betra að bíða en fórna þeim forða, sem við höfðum svo brýna þörf fyrir. — Það var leiðsögumaðurinn, sem stakk upp á því. Rigninga- tíminn er skammt undan, og þá kemur vöxtur í alla læki, svo að þeir verða ófærir. Við verðum að flýta okkur og reyna að kom- ast í þetta Indíánaþorp. Karólína yppti öxlum. — Hann hefir vitanlega sagt þetta til þess að geta hirt þetta, er þeir fara sömu leið til baka. Svar Georges var kuldalegt: — Það hefðirðu getað sagt við lindina, en það var annars margt furðulegt, sem yfir varir þínar kom þar. Karólína skipti litum. Hún hafði þá verið með óráði — og > kannski sagt eitthvað um Gast- ' on? Áður en hún fengi svarað rak einn blökkumannanna upp neyð aróp og það var eins og eitthvað dytti niður með þunga úr lauf- krónu eins trésins. Hinir stukku viti sínu fjær af hræðslu yfir Karólínu þar sem hún lá. Ge- orges þreif byssu og skaut í loft upp í fáti. Stór slanga hafði vafið sig utan um leiðsögumann inn. Karólína hafði rokið upp og þotið á eftir blökkumönnunum. Og nú stóð hún hjá þeim ótta- slegin sem þeir og horfði á hin geigvænlegu átök, sem áttu sér stað í nokkurra metra fjarlægð frá þeim. Georges hafði skotið í loft upp til þess að reyna að hræða burt slönguna og var það að sjálfsögðu vita tilgangslaust. — Nú reyndi hann að lemja í höf- uð slöngunnar með byssuskeft- inu, — en hann þorði ekki að skjóta. Leiðsögumaðurinn virt- ist algerlega máttvana í greip- um slöngunnar, sem allt í einu vatt sér af honum eldsnöggt yf- ir á Georges, sem rak upp skelf- ingarvein. Karólína nötraði af hræðslu og mátti sig ekki hræra. Hvað gat hún gert? Georges æpti og bað um öxina. Hún fann, að hún var að fá mátt í limi sína, leitaði að exinni og fann hana við bálið. Hún hljóp af stað með hana til Georges, nam staðar skyndilega, en vegna vegna andstyggilegs þefs, sem lagði móti henni af ófreskj- unni. Georges rétti fram hend- umar eftir exinni og Karólína vann bug á óttanum og gat rétt honum hana. Og meðan hann reyndi að hæfa höfuð slöngunn-, ar til þess að rota hana leitaði Karólína að annarri exi og fann hana og henti sér svo út í bar- dagann. Neyðaróp heyrðust ekki frá þeim lengur eða æðruóp, en blökkumennirnir tveir héldu hvor í annan veinandi. Hjá Karó línu komst engin hugsun að nema að bjarga Georges og sam an tókst þeim að vinna á slöng- unni. Og nú lá slangan dauð á jörðunni við hliðina á líki leið- r Jgumannsins og þegar sveim- aði mergð skorkvikinda yfir, en þau höfðu svifið á lyktina. Georges var ákaflega mátt- farinn eftir átökin og kenndi það frekar óttanum, sem greip hann en hinni líkamlegu áreynslu. Hann þakkaði Karó- línu, — kvaðst ekki hafa getað unnið á slöngunni án hennar hjálpar — og svo sneri hann sér að blökkumönnunum tveim- ur, sem nú reyndu að ná tönn- um úr slöngunni til þess að eiga sem minjagrip. Hann varð að hóta þeim með byssunni til þess að taka lík leiðsögumannsins og grafa það. — Þú hefur orðið fyrir tauga- áfalli, sagði hann svo við Karó- línu, — þú stóðst þig eins og hetja, án þín hefði ég ekki kom- izt lifandi úr þessari raun. Það var komið fram á varir hennar, að það væri hennar sök að hann var landrækur ger og sendur í fanganýlenduna í Cay- enne. Og hún minntist nokkurra orða, sem priorinnán mælti við hana fyrir nokkru, — en þá hafði henni ekki skilizt til fulls við hvað hún átti: — Það er vegna þess, að í lífi okkar virðist allt unnið fyrir gýg, að við þurfum á guði að halda. Væri allt líf á jörðunni samræmt og engin óleysanleg vandamál þyrftum við ekki á Honum að halda. Næstu daga komu engin ó- höpp fyrir. Þegar nú leiðsögu- maðurinn var úr sögunni, urðu blökkumennirnir tveir sem eftir voru óhlýðnari með hverjum deginum sem leið, og oft var sem þeir hefðu ekki hugmynd um hvert stefnt var. Stundum hjuggu þeir hlið gegnum þétt- vaxið bambustága-belti fullviss- ir um, að greiðfær leið væri handan þau, en svo kom kann- skM-ljós, að það var frumskóg- ur, sem engin leið var að ryðja séf braut gegnum. Á tuttugasta degi var göngunni haldið lengur áfram fram eftir kvöldinu en vanalega, til þess að ná til Indí- ánaþorpsins og fljótsins. En í þorpinu var von um að fá ein- trjáningsbáta til þess að kom- ast eftir því til strandarinnar. Og loksyfundu þau fljótið, er var sem silfurlitað band undir dökkbláum himni, milli skógi vaxinna bakka, þar sem orkide- ur uxu. Og svalur vindur lék um lauf trjánna. Georges skipaði blökkumönn unum að ná í vatn í fljótinu, en þeir voru mjög tregir til þess, því að þeir voru dauðhræddir við krókódíla, en vatnið sóttu þeir um síðir. Og Georges heppn aðist að skjóta þrjá stóra fugla, og kom það sér vel, því að mat- arbirgðir voru þrotnar. Og nú öðlaðist Karólína í fyrsta sinn eftir að á stað var lagt örlítið af fyrri bjartsýni. Henni fannst niður fljótsins sem streyftidi til hafs, bera henni þennan boðskap: Þú hafðir rangt fyrir þér, þegar þú sagðir að þið kæmust aldrei lifandi út úr frumskóginum! Og henni var enn léttara í skapi þegar þau komust daginn eftir til Indíánaþorpsins, en þeir bjuggu þar í tágarhreysum. Indíánamir, sem allir voru síð hærðir, jafnt karlar sem konur, virtust ekkert hissa á komu þeirra. Enginn spratt á fætur heldur sátu allir hinir rólegustu eins og koma þeirra hefði enga athygli vakið. Georges gekk til þeirra og talaði af fjálgleik um friðsamlegan tilgang þeirra, en það virtist engin áhrif hafa og ekki sjáanlegt hvort þetta hafði nokkur áhrif. Og svo stóð hann þarna vandræðalegur og ráða- laus, en Karólína fannst þetta spaugilegt og gat vart varist hlátri. Einhver beygur var í blökkumönnunum tveimur og ráku þeir annað veifið upp á- mátlegt vein til tákns um, að þeir vildu vera vinir þorpsbúa. Loks reis einn Indíáninn á fæt ur og gekk til þeirra og þá stóðu allir hinir upp og komu á eftir honum, einnig konur og böm. Og nú umkringdu Indíáarnir þau og var nú ekki þögn og sinnu- leysi sem ríkti, þvi hver masaði sem mest hann mátti og varð af þessu kliður mikill. Það var nú komið í ljós, að blökkumennirnir höfðu sagt það ósatt að þeir skildu mál Indíán- anna eða gætu gert sig skiljan- lega á því, og Karólína fór nú að hafa áhyggjur af því hvernig mælskumanninum, eiginmanni hennar mundi takast að sann- færa Indíánana um að þau færu með friði og óskuðu aðstoðar þeirra. Georges var sem sagt byrj- aður á nýjum ræðustúf og þótt ekki vottaði fyrir brosi á neinu andliti virtist svo, sem mönn- T A R Z A N WíWkotestsp TAk_AW.‘TO COUNTEK- ATTACIC WOULP1 CAUSE THE UKINEGESSARy 5LAUSHTER OF HUNICKEP’S OF PEOFLE--IT WOUL7 START AWHOLESALE wak!" .k*. Vw8u«h JOHiJ CliMtO Bt IM H|W ■»< kt -T« Mllhl Ot. »tr. by Unitcd F*»tur« Syndlcat*, Ine. Bill Almond var óður af bræði vegna árásar Vudu-mannanna á Uganda. Bill: „Ég ætla að ná f menn, alla þá menn, sem geta haldið á byssu“. Tarzan: „Nei. Ef þú færir að blóðsúthellingar — það myndi endurgjalda „heimsókn" Vudu- koma allsherjar stríði af stað". manna mundi það aðeins kosta Góðan daginn — það er Rumle- berg búktalari, sem talar! $ ^ f 5Í3 1 9/Tt Nú, hefur þér verið trúað fyrir hernaðarlegu leyndarmáli einu sinni enn um væri nokkur skemmtun að ræðuflutningi Georges, en brátt fannst mönnum nóg komið, karl mennirnir settust á ný fyrir ut- an tágarkofana og fóru að totta pípur sínar, en konur fóru inn í kofana. Karólína hugðist nú vingast við krakkana, ef það hefði góð áhrif, og gekk bros- andi til þeirra, en þau urðu skelkuð og flýttu sér inn til mæðra sinna. Og allt í einu var uppi fótur og fit f þorpinu — allir sem vettlingi gátu valdið hlupu til móts við mann úr þeirra eigin flokki, en sá hafði verið á veið- um, bar skutul í hendi, og bar vænan fisk á ö:3l sér. Hann gekk til Berthiers og hinir komu á eftir. Georges og Karólínu til mikillar undrunar mælti hann á frönsku: \ — Komið þið frá Cayenne? Hann sagði þeim, að Frakkar hefðu eitt sinn tekið hann hönd- um, en gert hann að leiðsögu- manni og þá hefði hann lært frönsku. Hann kvaðst enn vera leiðsögumaður, er menn flyttu húðir og annað til frösku virkj- anna, og han kvaðst einnig hafa tengsl við gullleitarmenn langt inni í frumskóginum. Hann lofaði að útvega tvo báta og fjóra Indíána til þess að Ódýr vinnuföt 4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.