Vísir - 31.01.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 31.01.1963, Blaðsíða 5
VfSIR . Fimmtudagur 31. janúar 1963. BBEtoTf 5 Renault-umboðið opnar sýningu Heimdisllur — Framhald af bls. 6. íþróttafélögum og samböndum, menn, sem eiga að vera málsvar- ar og baráttumenn hreyfingarinn- ar, séu margir hverjir ekki hlut- verki sfnu vaxnir. Þetta háir í- þróttahreyfingunni mjög mikið og það bætir sízt, að mikil togstreita og félagarígur er á milli íþrótta- félaga og forsvarsmanna þeirra hér í Reykjavík. Samkomulagið er oft á tfðum eins og milli hunda og katta og fer starf þessara manna oft meira í deilur um keis- arans skegg en að vinna að al- efli að framgangi brýnna hags- munamála íþróttahreyfingarinnar. Vegna þessa og annarra ástæðna er erfitt að fá menn til starfa í stjórnum félaganna og hinna ýmsu deilda. Því er það oft sem starf margra manna stjórna lend- ir eingöngu á herðum 1—2 manna og þeir geta ekki annað þeim samhliða öðru. Sem dæmi nefni ég Frjálsíþróttaráð Reykja- víkur, en sú stofnun hefur ekki starfað um nokkurt skeið vegna manneklu. Mér er kunnugt um að Frjáls- íþróttasamband íslands hefur margar nýjungar á prjónunum og er þess óskandi, að sem mest af því nái fram að ganga. Ósk mín er sú, að útrýmt verði öllu því, sem nefna má félagaríg úr íþróttahreyfingunni og að í- þróttamenn og hugsjóna- og bar- áttumenn hreyfingarinnar standi eftir sem samfelld heild, þannig að merki íþróttanna megi bera hátt og verða þjóðinni til enn meiri sóma. Ennflytendur — Framh at 1. síðu. Er þar um að ræða langan lista og aðeins hægt að telja upp fá- ein atriði af honum, svo sem kryddvörur, kakaó og súkkulaði, ýmsar ljósmyndavörur, fatnaður úr leðri, vissar tegundir karl- mannafrakka ,ýmsir sérflokkar af vefnaðarvörum, peningaskáp- ar, skæri, myndarammar. Er hér aðeins lítið eitt talið en hér er um fjölda hluta að ræða sem teljast ekki til nauðsynja- varnings, en eru notaðir í dag- legu lífi fólks. Þá hefur það frétzt, að í sam- bandi við þessa nýju tollskrá verði gerðar breytingar, sem auðveldi flutning á vörum til landsins með flugvélum. Þeir flutningar hafa verið erfiðir vegna þess, að tollur hefur lagzt á það hærra farmgjald sem flugvélarnar taka, en nú er þess vænzt ’að flugflutningarnir verði janfsettir öðrum flutningum og búast flugfélögin þá við aukn- um flutningum. Aflinn F^amhald a! IB slðu togaraverkfalli og með stöðvun síldarflotans náðist merkilegur árangur í ákvörðun fiskverðsins, þar sem samkomulag náðist með nýjum aðferðum sem tekn ar hafa verið upp, þar sem Iitið er á það sem aðalatriði að úr málum sé skorið án þess að þurfi að koma til vinnustöðvun- ar- EinkaaÖiIar flytja fiskinn út. Á s. 1. ári var tekið upp það nýmæli, að nokkrir einstakling- ar fengu heimild til að selja hraðfrystan fisk og saltfisk úr landi við hliðina á heildarsam- tökunum SH, SÍS og SÍF, sem höfðu fram til þessa haft einka- rétt. Sagði ráðherrann að þær raddir hefðu heyrzt sem héldu því fram að innleiða þyrfti auk- ið frelsi í útflutningnum sam- hliða því sem frelsið væri aukið í innflutningnum. Fyrir þessu eru færð þau rök að,dugmiklir einstaklingar í við- skiptalífinu geti f sumum tilfell- um náð betri árangri en einka- salan. Heildarsamtökin hafa að vísu vissa sterka aðstöðu til þess að forðast undirboð en hitt er einn ig sagt, að einkaaðstaðan festist og verði ekki eins snör í við- skiptum. Vegna þessa hefur ríkisstjórnin heimilað nokkrum útflytjendum að selja úr landi lítið magn af þessum vörum og gerir það einnig í ár. Nemur það ekki meira en um 5% af lieild- arútflutningi þeirra. Renault umboðið Columbus h..f, opnaði í gær nýja og glæsilega sölusýningu í Lækjargötu, þar sem flugfélagið var áður til húsa, og mun hún framvegis vera opin á venjulegum verzl- anatíma. í tilefni opnunarinnar, hélt Reinhard Lárusson forstjóri um- boðsins stutta ræðu, og sagði meðal annars, að reynt yrði af Ráðherrann kvað of snemmt að segja um árangurinn, en við skiptamennirnir væru yfirleitt ánægðir og það ber að viður- kenna, að þessir útflytjendur hafa átt frumkvæði að nýjum '•cSéee'ert&uwnHisem lofa góðu um hærra verð og betri nýtingu. Um vátryggingarmál fiski- skipa sagði Emil Jónsson, að þau væru mjög erfið viðureign- ar. Nefnd þriggja manna hefði starfað í málinu en hún hefði þríklofnað. Siðan hefði Jóni Erlingi Þorlákssyni trygginga- fræðingi verið falið að semja á- litsgerð um málið ásamt Tómasi Þorvaldssyni frá LÍÚ. Hefðu þeir skilað áliti sem lægi hjá LÍÚ. Kvaðst ráðherra reiðubúinn að leggja fram frumvarp um þessi tryggingamál ef samkomulag næðist um þau. Á meðan hefði ríkisstjómin ákveðið að sá hluti innflutningsiðgjalda sem renna á í stofnlánasjóðinn skyldi enn á þessu ári fara til greiðslu tryggingargjalda. Vatnsflóð — Framh. ai bls lö. þarna fyrir, kom í ljós, að kjall- arinn lak mikið, og eru Ieik- tjöldin því meira og minna skemmd, en vatnið hefur staðið í kjallaranum á annað ár án þess að fé hafi fengizt til lag- færingar. Kvað þjóðleikhússtj. ráðstöfun þessa hina mestu sorgarsögu, en ekki kvaðst hann hafa haft nein völd til á- kvarðana í þessum fram- kvæmdamálum. Væru þau í höndum sérfræðinga og vegir þeirra væru órannsakanlegir eins og vegir guðs. Hins vegar væri það von sín, að sér tækist jnú að fá samþykkt fyrir við- bótarbyggingu ofan á kjallarann til þess að leysa hin brýnu hús næðismál leikhússins. Einkum væri bagalegur skortur á vinnu stað fyrir leiktjaldagerð, sem tekið hefur miklum stakkaskipt um á síðari árum. Einnig hefði fremsta megni að koma til móts við kaupendur í sambandi við greiðsluskilmála. Væri það meðal annars hægt með því að lána hluta af and- virði bifreiðarinnar, og væri hann vongóður um að það mætti takast. Þrjár bifreiðar voru á sýningunni, í gær, Renault Dauphine, Renault Fourgon, sem er sendiferðabíll, verið æskilegt að geta komið upp tilraunaleiksviði í sambandi við Þjóðleikhúsið, þar eð slík leiksvið hefðu jafnan vekjandi og styrkjandi áhrif á Ieiklistar- líf almennt. Framhald af bls. 1. ar, sem Linna hefur nú hlotið verðlaunin fyrir, var 100 þúsund eintök. Gagnrýnendur blaðanna í Finnlandi og Svíþjóð hafa keppzt um að lofa þetta verk, og hafa þeir líkt Linna við Leo Tolstoi og hið mikla verk hans „Stríð og friður“. Sömuleiðis hafa þeir sagt, að með þessu verki væri Linna seztur á bekk með nóbelsverðlaunahöfund- um. þótt sænsku akademíunni hafi ekki en þóknazt að staðfesta það endanlega. Sjálfur hefur Linna sagt, að þeir höfundar, sem mest áhrif hefðu haft á sig, væru Leo Tolstoi, Knut Hamsun, Alexis Kivi, Eemil Sillanpáa og William Shakespeare. Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs eru röskar 300 þúsund krónur, og verða þau afhent Vainö Linna á fundi Norðurlandaráðs í Osló, sem hefst 16. febrúar næstk. Verðlaunin hafa verið veitt einu sinni áður og komu þá í hlut sænska rithöfundarins Eyvind Johnsson fyrir skáldsöguna Hans nádes tid. Færeyingar — Framhald ai b)s 16 svo komust sambandsmenn til valda og málið var fengið Dön- um. Auðvitað hefir ekkert varð skip verið byggt. Við höfurh að- eins gamallt hjálparskip fiski- flotans. Það er allt og sumt — Hvað um tillögur Erlendar Paturssonar um sameiginlegan fiskimarkað Færeyinga, Noregs, Grænlands og fslands? — Hann hefir þessa hugmynd en enn þá hefir stjórnin enga afstöðu tekið til hennar. — Er ekki Erlendur vls með að reyna að ýta Færeyingum í þjóðnýtingarátt nú þegar hann og svo leynivopn verksmiðjunn- ar Renault R8. Renault R8, er nýtt, og mjög snoturt módel, 4 dyra og 5 manna, verðið mun vera 144 þúsund. > Einnig hefir umboðið yfir að ráða Renault Estefette, sem er stærri gerð af sendiferða bíl, ber 800 kg. hann hefir hlot ið nafnið „Franskbrauð". er orðinn ráðherra? — Kannski það. En við erum lítil þjóð og það er óhjákvæmi legt að rlkið hafi forgöngu um ýmsar stórar framkvæmdir, t.d. bæjarútgerðir, sem þig fslend- ingar eruð ekki alveg ókunnir. — Og nú förum við íslend- ingar að fljúga til Færeyja. — Já, það er kominn tími til að einangrunin rofni. Og við lítum með þjartsýni til flugsins Þá skreppur maður í hádegis- mat til íslands og þig komið í kvöldmat hjá okkur í Þórs- höfn. Enda erum við frændur og vinir. Með Wang er fósturbróðir hans Davidsen, fyrrum blaða- maður en nú stýrimaður á stóru dönsku olíuskipi. Hann var hér með Wang 1944 á lýðveldishá- tíðinni, og báðir tala þeir fé- lagar ágæta fslenzku. Þeir eru hér í kynnisför og fara aftur heim til Færeyja í dag, enda kemur þingið brátt aftur sam- an og þá verður margt að skrifa um hina nýju færeysku pólitík í Dagblaðið. ...................... I I Yfðrlýsing Vegna unimæla Tímans, að atvinnuljósmyndarar séu í lit- myndastyrjöld, þá er sú stað- hæfing alröng, það er aðeins Elías Hannesson c/o Stjömu- ljósmyndir, sem hefur verið með staðhæfulausar skrumaug- lýsingar í sambandi við ljós- myndatökur. Ég vil í þessu sambandi einn- ig benda á, að Elías Hannesson er EKKI MEÐLIMUR í stéttar- félagi atvinnuljósmyndara. Ég læt svo algjörlega útrætt um þetta, en vii að endingu benda Elíasi ð, að það er ekki nóg, að eiga einhver tæki. Pétur Thomsen, a.p.s.a. konungi. sænskur hirðljósm. Æsifregn í Þjóðviijanum í gær, sem reyndist andvana Þjóðviljinn er kominn í þokka lega kleinmu vegna æsifréttar sinnar um það að Vísir hafi boðið sölubörnum á hersýningu á Keflavikurflugvelli. Vísir benti blaðinu á það í gær að hér vieri um hreina vitleysu úr blaðamanni Þjóðviljans að ræða en ekki vilja Þjóðviljamenn láta sér segjast og rita um mál ið aftur í dag. Verður þeim þar enn fótaskortur i sambúð sinni við sannleikann. Segist biaðið hafa fréttina um þessa merkilegu ferð sölu- barnanna úr biaði varnarliðs- ins Hvíta Fálkanum. Það er gleðilegt að sjá hve Þjóðviljinn teiur allt í einu blað varnarliðs ins orðið merka heimild og færi vel á þvi að Þjóðviljinn héldi áfram að vitna i það og prenta upp úr því greinar, einkum þó þær sein varða nauðsynina á vörnum landsins. Til fróðleiks Þjóðviljamönn- um skal Vísir láta þess getið að það var Vikan scm átti þá ágætu hugmynd að bjóða sölu bömum í verðlaunaskyni i kynnisför á flugvöllinn. Ætti Þjóðviljinn að Iáta þetta for- dæmi sér að kenningu verða og taka upp svipaðai verðlauna ferðir. Gæti þá (verið að út- breiðsla blaðsins ykist loks að ráði, að minnsta kosti hér á Suðurnesjum. |Alla vega er augljóst að Þjóð viljann skortir nýjan fréttarit- ara og betri fréttaþjónustu sunnan frá Keflavíkurvelli, svo að hann burfi ekki að styðjast eingöngu við uppprentanir úr Hvíta Fálkanum í fréttaleit

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.