Vísir - 31.01.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 31.01.1963, Blaðsíða 9
VlSIR . Fimmtudagui 3i. janúar 1963. 9 ísland og tollabandalögin: Hvert liggur nú leióin ? Veldi De Gaulle er mikið og nær langt út fyrir endimörk Frakk- lands. Á einum degi hef- ir hann gjörbreytt allri afstöðu okkar íslend- inga til Efnahagsbanda- lags Evrópu. Með því að neita að fallast á aðild Breta að bandalaginu hefur hann kippt stoðunum undan umsóknum Norðurlanda þjóðanna um aðild og um leið eru horfnar forsendur okkar ís- lendinga fyrir tengslum við bandalagið. Umsóknir Norður- landaþjóðanna byggðust í einu og öllu á aðildarbeiðni Breta. Nú má fullvíst telja að engin' þeirra haldi áfram viðræðum sínum við bandalagið, jafnvel ekki Danir þrátt fyrir áskorun de Gaulle til þeirra um að síð- ustu atburðir þyrftu á engan hátt að hindra tengsl þeirra við bandalagið. Og í gær lýsti viðskiptamála- ráðherra Gylfi Þ. Gíslason þvl yfir hér I VIsi að eins og sakir nú stæðu teldi hann að ekki kæmi til greina fyrir íslendinga að leita neinna tengsla við Efna hagsbandalagið. Á vegamótum. Við stöndum því nú á vega- mótum I utanríkisviðskiptum okkar. Heilabrot og umræður heils árs hafa verið að miklu unnar fyrir gýg og orðaskak um muninn á aukaaðild og tolla samningi má nú leggja niður — að minnsta kosti I bili. Horfurnar eru nú enn tor- ræðari í utanríkisverzlunarmál- um okkar en þær voru áður. Hvert liggur vegurinn? Hvað eigum við nú til bragðs að taka? spyrja flestir. Því er vandsvarað. En eitt er þó ljóst. Við eigum ekki margra kosta völ. Við íslend- ingar erum smáþjóð, sem litlu ræður á skákborði alþjóðamála. Og eins og sakir standa getum við ekki annað gert en haldið að okkur höndunum I bili, fylgst með því sem fram vindur og virt fyrir okkur hvaða mögu leikar skapast á næstu mánuð- um I efnahagssamstarfi þeirra Evrópuþjóða sem utan sexveld anna standa. Síðan verðum við að taka ákvörðun I samræmi við þróun mála á þann veg sem bezt getur samrýmzt efnahags- þörf okkar og hagsmunum þjóð- arinnar I utanrlkisverzlun. Um ýmsar leiðir er hér að velja, þótt tíminn einn geti leitt I Ijós ..ver kosturinn er skyn- samlegastur, og skulu þær gerð ar hér lítillega að umtalsefni. Efnahagsbandalagið. Fyrst kemur til athugunar hvort útilokað sé að aftur gangi saman með Bretum og Efnahags bandalaginu, þótt dyrunum hafi verið • lokað að sinni. Ef svo færi myndu hin fyrri við- horf aftur koma á dagskrá og enn kæmu þá tengsli íslands við Efnahagsbandalagið til greina. Á slíkum samningum eru þó sáralitlar horfur, að minnsta kosti á næstu mánuð- um. Það er fyrst og fremst vegna þess að de Gaulle hefir hindrað aðild Breta af póli- tískum ástæðum en ekki efna- hagslegum. Hann kýs ekki að ráða málum Evrópu með Breta við hlið sér vegna þess að hann veit að þeir hafa aðrar grund va.iarhugmyndir um framtiðar skipan álfunnar en hann sjálfur. En þótt svo sé um stefnu Frakka, þá fer því fjarri að hin fimm ríki bandalagsins séu þar á sama máli. Við þvl má þess vegna búast að á næstu mánuð- um munu mjög verða að Frökk um lagt af bandamönnum þeirra innan EBE að láta af hinni einsýnu stefnu og taka upp sáttfúsara sjónarmið gagn- vart Bretum. í þeim viðskiptum mun miklu meiri hörku verða beitt en hingað til hefir verið, vegna þess að allt til loka samn ingaviðræðanna I Briissel trúðu menn því vart að de Gaulle myndi láta sverfa til stáls, sem nú er komið á daginn. Þvl er alls ekki útilokað að fimmveld- unum takizt að knýja Frakka inn á slna braut með því að beita samningsaðstöðu sinni við frekari framkvæmdir Rómar- samningsins. En sllkt getur tekið langan tlma og það væri skammsýni að gera ráð fyrir þessum mögu leika sem raunhæfri lausn, eins og standa sakir. Tollabandalag Norðurlanda. Þá er það hugmyndin um tollabandalag Norðurlanda. Hún kom mjög til umræðu fyrir nokkrum árum og var þá hugsuð sem úrræði Norðurland anna til þess að leysa viðskiptr vandamál sln, er þau stóðu an- spænis hinum tveimur viðskipt bandalögum EFTA og EBE. ís- lendingar voru ekki aðilar að þeim umræðum og niðurstaða þeirra varð sú sem kunnugt er að hugmyndin var ekki fram- kvæmd heldur gerðust Noregur Danmörk og Sviþjóð aðilar að Fríverzlunarbandalaginu EFTA Norrænt tollabandalag myndi varla vera lausn á verzlunar- vandamálum íslendinga frekar en hinna Norðurlandanna I dag, fremur en áður fyrr. Að visu eru viðskipti íslands við Norður löndin um fimmtungur af heild- arviðskiptum ok.kar. En þess ber að gæta að hér er um lönd að ræða sem eru keppinautar Islendinga á fiskmörkuðun- heimsins. Og fiskmarkaðir okk ar á Norðurlöndum eru ekki lík legir til þess að aukast að neinu marki, gagnstætt því sem er um framtíðarmarkaði bæði I EBE löndunum og Bretlandi. Hins vegar gæti það styrkt samningaaðstöðu Islands gagn- vart öðrum viðskiptaheildum ef landið væri aðili að slíku nor- rænu bandalagi. Bandalagið myndi þá koma fram, sem einn aðili og þátttaka I slíkri sam- vinnu myndi væntanlega leiða til þess að ýmsar lagfæringar yrði gerðar á tollum og höftum hérlendis, sem myndu auðvelda síðari þátttöku I víðtækari við- skiptaheildum. Nýtt fríverzlunarsvæði? Það sem trúlegast er að á næstunni gerist er að þau sjö ríkí sem aðilar eru að Fríverzl- unarbandalagi Evrópu (EFTA) hefji aukið samstarf og er þar Bretland I fararbroddi. Þar koma á dagskrá víðtækar tolla lækkanir innbyrðis, en afstaðan gagnvart öðrum þjóðum er sú I bandalaginu að hverri aðildar- þjóð er heimilt að ákveða sjálf tolla slna gagnvart þjóðum utan bandalagsins. Kæmi þar hugsan ega til greina samstarf um tolla lækkanir við Bandarlkin og fleiri þjóðir. ísland er ekki aðili að Fríverzlunarbandalaginu, en endurskoðun á afstöðu okkar til þess og áforma þess hlýtur nú að koma aftur á dagskrá. Innan bandalagsins eru margar ’æztu viðskiptaþjóðir okkar, og við átt um 40% af heild :otum við þjóðir banda .iis á undanförnum árum. Hér kemur og annað til greina. Áður en Bretland og Norðurlöndin tóku þá ákvörðun að sækja um aðild að Efnahags bandalaginu var sú hugmynd á döfinni hvort ekki væri það hugsanleg lausn á viðskipta- vandamálum álfunnar að komið yrði á fríverzlunarsvæði milli Efnahagsbandalagsins og EFTA. Frá þeirri hugmynd var fallið þar sem fyrrgreind ríki töldu það betri lausn á vandamálum sfnum að leita aðildar að Efna- hagsbandalaginu. Nú mun hin upprunalega hugmynd án efa verða tekin fyrir aftur til athugunar og kannað hvort grundvöllur er fyrir hendi um gagnkvæmar tollalækkanir milli þeirra 13 rfkja, sem aðilar eru að báðum þessum bandalögum. Ef af slíkum samningum yrði er auðsætt að illa væri hag okkar íslendinga komið ef við stæð- um utan við sllkt frlverzlunar svæði. Er hugmyndin var upprunalega á ferðinni kom hún til Itarlegr ar umræðu I Efnahagssamvinnu stofnum Evrópu. Þar eiga fs- lendingar sæti og greiddi Is- lenzki fulltrúinn atkvæði með De Gaulle hefir lokað braut efnahagssameiningar Evrópu minnsta kosti I bili. — að samþykkt sem þar var gerð 17. október 1957 um að vinna bæri að stofnun slíks frlverzlunar- svæðis. Nú má búast við því að þessi gamla hugmynd verði aftur tek in upp innan stofnunarinnar, sem nú heitir Efnahags og fram farastofnunin (OECD). Og þar ber íslendingum tvímælalaust að eiga aðila að umræðum bg undirbúningi málsins, ekki síð- ur en 1957. Og ekki er að efa að þessi stofnun mun fá mjög aukna þýðingu á næstu mánuð- um sem vettvangur fyrir allar umræður um þessi mál og sér- fræðingar hennar gera sitt til þess að leysa þanh vanda, sem Evrópuþjóðirnar hafa nú ratað I. Þar eiga einnig sæti Banda- ríkin og Kanada og það er löngu yfirlýst ste na Bandaríkj- anna að vinna að sameiginleg- um tollalækkunum á vettvangi stofnunarinnar gagnvart tolla- bandalögum Evrópu. Má búast við að slíkar áætlanir fái nú byr undir báða vængi, enda hefir Bandaríkjaforseti nú mun frjálsari hendur um ákvörðun tollali ekkana en hann hafði ’57 er málið kom fyrst á dagskrá. GATT. Þá skal að lokum getið stutt- lega um alþjóða við^kipta- og tollastofnunina I Genf, eða GATT, eins og heiti hennar er skammstafað. Markmið þeirrar alþjóðastofnunar er að vinna að almennri lækkun tolla landa á milli og fara viðræður um tolla- j breytingar og tollalækkanir fram á vegum hennar á ári hverju. Aðilar að stofnuninni eru langflest ríki heims, en Is- land hefir aldrei átt þar sæti. Ekki er ólíklegt að þýðing þessarar stofnunar aukist nú vegna þróunar slðustu vikurnar I tollamálum Evrópu og er þá tvímælalaust nauðsynlegt að ís- lendingar taki til athugunar hvort ekki sé rétt að gerast að- ilar að stofnuninni, eins og víð- skiptamálaráðherra benti á hér f f blaðinu I gær. En þar sem hér ' er um alheimsstofnun að ræða, taka tollalækkanirnar til allra landa jafnt. Starfsemi hennar er því þung I vöfum og samningar hafa oft reynzt erfiðir og Iang- vinnir. Hins vegar er hér um mikilvægan vettvang að ræða, sem þjóðir með mjög mis- munandi sjónarmið geta notað til þess að ræða viðhorf sfn og semia um tollabrevtingar. Og ekki er ólíklegt að fisktollar veraldar verði þar teknir til nán ari athugunar á næstu mánuð- um en verið hefir hingað til. Aðild íslendinga. Hér hefur mjög lauslega ver- ið drepið á nokkur helztu við- horfin I tollavandamálum álf- unnar og fjallað um það hvern- ig þau horfa við okkur íslending um. Það er fullljóst, að mjög verður að utanríkisverzlun okk- ar sorfið ef við eigum að standa utan tollabandalaganna tveggja, sem nú eru I álfunni, án þess að aðrar úrlausnir komi til, því við Framh. á bls. 10

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.