Vísir - 31.01.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 31.01.1963, Blaðsíða 6
6 V í S I R Fimmtudagur 31. janúar 1963. Rifstjórar Ásgeir Thoroddsert og Ragnar Kjarfansson Gi©r ré?f — ei óréff Betrí aðbúnaður í gamalli kaþólskri kirkju vest- ur á Túngötu er fþróttahús l.R. niðurkomlð. Þar sem áður aftan- messur voru sungnar og andleg- ur bænaflutningur iðkaður er nú vettvangur mikllla afreka á f- þróttasvlðinu. Iþróttasfður blaðanna eru dag- lega yfirfullar frétta af margvfs- legum íþróttametum og afrekum hinna fræknu garpa íþróttanna. Minna er þó um, að þessir ungu menn tjái sig opinberlega varð- andi skilyrði til íþróttaiðkana, skipulagsmál íþróttahreyfingar- innar og annað ámóta. Þess vegna göngum við sfðkvöld eitt á fund Jóns Þ. Ólafssonar eftir að hann hefur lokið æfingu í einu allra minnsta íþróttahúsi heimsins, kirkjunni fyrrverandi við Túngötu. Þau eru eigi örfá metin, sem Jón hefur sett, sfðan áhugi hans á hástökki vaknaði og hann fyrst stökk yfir snæri strengt á millj tveggja “hrfslna f Þingvallasveit. Þetta var árið 1956 og þá stökk Jón aðeins 1.40 m. Sfðan hafa árin liðið með óteljandi æfinga- tfmum og með þeim árangri, að á síðasta ári setur Jón nýtt Is- landsmet, 2.11 m., sem er bezti innanhúsárangurinn f Evrópu það ár. Kunnugir segja okkur, að Jón sé ekki hættur, pilturinn sé enn á uppleið. Yfir kaffibolla á einu veitinga- húsi bæjarins biðjum við Jón fyrst að skýra lesendum sfðunn- ar frá aðstöðu hérlendis til frjáls- íþróttaiðkana. — Aðbúnaður hér til utanhús- æfinga er ekki eins góður og æskilegt væri. Hér f Reykjavík er aðeins um tvo æfinga- og keppnisvelli að ræða. Laugardals- völlurinn er að mörgu leyti góð- ur, en brautir þar alltof lausar f sér enn sem komið er, og háir það nokkuð. Að öðru leyti bind ég þó nokkrar vonir við þennan nýja völl og vona einungis að hann verði ekki gerður að nein- um sparigrip, sem tekinn sé fram á sunnudögum. Gamli Melavöll- urinn, sem almennt er notaður til æfinga af frjálsfþróttamönnum hér f Reýkjavík, er auk þess mik- ið notaður til æfinga og kapp- leikja af knattspyrnumönnum og Rabbað við Jón Þ. Ólafsson hástökkvara um frjálsar íþróttir, leið- beinendaskort, félíjigaríg og fíeira samrýmist þetta ekki svo auð- veldlega, t. d. er svo með að- stöðu til æfinga hástökks, að til þess að hægt sé að stökkva f einu nothæfu sandgryfjuna verður að taka atrennu af sjálfum knatt- spyrnuvellinum. Háir þetta mjög æfingum í þessari grein. En hvað þá um iðkun frjálsra íþrótta innanhúss á veturna? Ef miðað er við það, sem ger- ist og gengur f þeim málum er- lendis er aðbúnaður hér mjög slæmur og skapar okkur langt- um verri aðstöðu en íþróttamönn- um annarra þjóða. Hér er t. d. ekki hægt að iðka langstökk, spretthlaup og lengri hlaup á hringbaut. Án atrennustökkin eru af þessum sökum iðkuð þetta mikið hér. Nefna má til gamans að án atrennustökk voru síðast á keppnisskrá Olympiuleikjann; 1912, en hverfa þaðan um leið og íþróttahúsin stækkuðu og veittu meiri möguleika til æfinga atrennustökkva. — En hvernig er það, Jón. bætist ekki aðstaða ykkar frjáls- íþróttamanna með tilkomu sýn- ingarhallarinnar svo nefndu f Laugardalnum? — Jú, þetta vandamál leysist að þó nokkru leyti, verði íþrótta félögunum hér f Reykjavfk gef- inn kostur á að nota húsið til æfinga. Þarna verður hægt að iðka spretthlaup og sandgryfjur verða til staðar til iðkunar at- rennustökkva. —. Miðað við aðrar fþrótta- greinar virðist vera heldur Iítið um þátttöku ungs fólks í frjáls- ' um fþróttum. Hvað er til fyrir- stöðu? — Að mfnum dómi er þetta mest aö kennacSk<?rticáyJoiðbþimi'! endum. íþróttafélögin eru fítils megnug fjárhagslega svo og f- þróttasamtökin f heild. Félögin hafa flest aðeins einn þjálfara á sfnum snærum, en þeirra starf snýst einkum um toppmennina en þeim nýju er lítið sem ekk- ert sinnt. Þetta þarf að bæta, en hræddur er ég um, að íþróttafé- lögunum sé það ofviða að ó- breyttu ástandi. Það þarf vissu- lega að stefna að því að auka áhuga unglinga á iðkun íþrótta og getur það vel átt þátt í að beina unglingum inn á hollar og heilbrigðar brautir. Einn liður í þessu gæti verið sá, að Reykja- víkurborg réði til sfn á sumrin nýútskrifaða íþróttakennara frá Laugarvatni, en þeir myndu standa fyrir námskeiðum og leið- beiningum fyrir unglinga á vegum borgaryfirvaidanna. Þetta mætti gera á íþróttavöllum borgarinn- ar á daginn og á leiksvæðum og minni völlum f hinum ýmsu hverf um á kvöldin. Otvega yrði fþrótta tæki við hæfi unglinganna og Jón Þ. Ólafsson gera aðrar þær ráðstafanlr. sem gætu leitt til þess að þessi nýu> starfsemi festist í sessi og yrði borgarfélaginu til sóma. — Er eitthvað annað, Jón, sem þú telur að standi fþróttahreyf- ingunni fyrir þrifum og mætti jetrumbæta? — 1 fullri hreinskilni sagt tel ég, að of mikið sé af því, að þeir menn, sem veljast til forystu í Framh á bls 5 Myrad úr starfi IIIMHáLLAR í starfsemi Heimdallar kennir margra grasa: Hér gefur á að líta mynd, tekinn núna í vikunni á kaffifundi með nokkrum Heimdellinguni í einum fram- haldsskóla borgarinnar. Slíkir fundir eru haldnir fjölmargir á veturna, þar sem ýmsum hópum nnan vébanda félagsins er gefið tækifæri til að koma saman og ræða sameiginleg áhugamál sín. A. ... _ jöstótiaaasti.. s

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.