Vísir - 06.02.1963, Page 5
V1SIR . Miðvikudagur 6. febrúar 1963.
5
Alþingi —
Framhald af bls. 6.
um landbúnaðinn og kjör
bænda yfirleitt. Hann gat þess,
að það væri almenn skoðun með
al bænda nú, að „lífskjör“
þeirra væru ekki verri nú
en áður, og jafnvel betri“. —
Hitt viðurkenndu allir, að þessi
kjör þyrftu að batna. Núverandi
ríkisstjórn hefur gert sér þetta
ljóst, og hefur gert sitt til að
bæta hér úr. Mætti nefna út-
flutningsuppbæturnar, sem
tryggðu bændum sama verð fyr
ir afurðir sínar, hvort sem þær
væru seldar á innlendum eða
erlendum markaði.
Ráðherrann minntist einnig á,
af gefnu tilefni, hinn svokall-
aða fólksflótta úr sveitunum.
Þar sem Framsóknarmenn hefðu
hamrað á því sí og æ, og gefið
í skyn að fleiri býli hefðu lagzt
í eyði nú á þéssu kjörtímabili
en nokkru sinni fyrr, hefur ráð-
herrann látið taka saman, hvað
rétt væri um þetta atriði. í ljós
hefur komið (og tilnefndi ráð-
herrann tölur í því sambandi)
að eyðibýlum hefur síður en svo
fjölgað síðustu árin.
En það má ekki ailtaf ein-
biína á, hversu mörg býli leggj-
ast' í eyði, eða hversu niargt
fólk flytur úr sveitunum, heldur
verður að taka tillit til hins: vex
eða minnkar framleiðslan? Varð
andi það atriði hefur komið í
Ijós, að framleiðslan fer stöð-
ugt vaxandi.
Þróunin verður að miðast við,
hvernig framleiðslan er. Það má
ekki binda of margt fólk við
Iandbúnaðinn, við höfum raun-
ar ekki efni á því. Það verður
að vera jafnvægi í þjóðarbú-
skapnum og hæfilega margir í
hverri atvinnugrein".
Gyifi Þ. Gíslason tók einnig
þátt í þessum umræðum.
Gerði hann að umtalsefni fram-
leiðslulögin, og taldi að úr því
verið væri að minnast á þau,
væri vissulega kominn tími til
að gera breytingu á þeim lög-
um. Átti hann þar við útflutn-
ingsuppbæturnar, „sem eru svo
háar, að þær eru hreint
hneyksli“.
Með þessum ákvæðum verða
íslenzkir skattgreiðendur að
gefa ísl. landbúnaðarvörur úr
íandi. Nefndi síðan ráðherrann
dæmi: undanrennuduft. íslend-
ingar framleiddu 700 tonn af
undanrennudufti árið 1962.
Nærri 200 tonn voru seld inn-
anlands en 650 tn. var flutt út
á erlendan markað. Bændur
fengu greitt fyrir vöruna, en
síðan var hún seld á þrisvar
sinnum lægra verði erlendis. Og
hver borgar brúsann, mismun-
inn? Jú, íslenzkir skattgreið-
endur. 1 þetta skipti 8.4 millj
Með öðrum orðum: í hvert
skipti sem íslenzkar landbúnað-
arafurðir eru fluttar úr landi
verða íslenzkir skattgreiðendur
að greiða háar fúlgur til að
tryggja bændum sama verð fyr
'ir vörur sínar og þeir fá á inn-
lendum markaði!
& þessum sama þingfundi hrós
aði landbúnaðarráðherrr
einmitt þessum sömu ákvæðum
og Gylfi gagnrýndi, og sést bezf
á þessu að sitt sýnist hverjum
Það sýnir lika hversu erfitt er
að samræma skoðanir manna,
og þá einkum þegar hagsmun-
ir heilla stétta rekast á.
Afgreidd voru i neðri deild
til þriðju umræðu frumvörp
um landsdóm og ráðherra-
ábyrgð, sala tveggja eyðijarða
voru teknar fyrir sitt í hvorri
deild, og Einar Olgeirsson hélt
áfram ræðu sinni um áætlunar-
ráðið, og beindi máli sínu sem
fyrr til Framsóknarflokksins og
tvískinnungsháttar hans.
íþróttir —
Framhald af bls. 2.
Guðbjörg Ágústsdóttir, Ingibjörg
Jónsdóttir.
. Kvennalið II: Jónína Jónsdóttir,
Margrét Jónsdóttir, Liselotte Odds-
dóttir, Jóna Þorláksdóttir, Sigrún
Guðmundsdóttir, Dfana Óskarsdótt-
ir, Gerða Jónsdóttir, Unnur Fær-
seth, Ása Jörgensdóttir, Elín Guð-
mundsdóttir, Halldóra Jóhanns-
dóttir.
Fargjöld -
Framhald af bls. 1.
eða skemmtiferðagjald, sem verður
allmiklu Iægra en verið hefur en
gildir aðeins í 30 daga. En sú
lækkun gildir þó ekki á fjölförn-
ustu leiðunum eins og til Kaup-
mannahafnar og Lundúna.
í þriðja lagi hefur blaðið frétt að
Flugfélag Islands hafi sótt um
leyfi til ríkisstjórnarinnar að mega
lækka verulega fargjöld á flugleið-
um milli íslands og Evrópu. Hefur
félagið tryggt sér heimild IATA til
að fljúga á lægri fargjöldum vor
og haust. Blaðinu er ekki kunnugt
um nákvæmlega hve miklu þessi
lækkun nemur en hefur heyrt að
hún muni nema um fjórðung og
munar þá mest um hana af þeim
breytingum sem líklegt er að komi
til framkvæmda á næstunni.
Sem fyrr segir mun lækkun af-
sláttar verða þess valdandi að ferð
fram og til baka verður nokkru
dýrari en áður. Til og frá London
hefur slíkt far verið 6848 kr. en
verður 7228 kr. Til og frá Kaup-
mannahöfn úr 7596 kr. í 8018 og
er ekki um skemmtiferðagjöld að
ræða á þessum aðalflutningaleið-
um. Hins vegar koma skemmti-
ferðagjöld til greina á flugleið til
Hamborgar. Þangað hefur ferð
fram og til baka kostað kr. 8660
en verður 9140 en skemmtiferða-
gjald verður aðeins 6975.
Engin breyting verður hins veg-
ar á fargjöldum aðra leið _-g sú
lækkun sem Flugfélagið fer nú
fram á nemur meiru en hinar
breytingarnar.
Fuglavernd —
Framhald af bls. 16.
jafnvel veita verðlaun fyrir hvern
þann arnarunga, sem upp kemst.
Samtökin hafa í hyggju að reyna
að fá breytt lögum um eyðingu
refa og minnka, en í þeim er lög-
boðið að bera út strychnin. Það er
vitað, að þetta eitur er aðalóvinur
arnarins, og mun gjöreyða honum,
ef notkun þess verður ekki bönn-
uð. Vitað er að á s.l. ári dóu 3 ern-
ir af eitri, en það er um 12% af
stofninum.
Auk arnarins eru nokkrar aðrar
fuglategundir, sem þarf að vaka yf-
ir að ekki verði útrýmt. Samtökin
munu leitazt við að hafa trúnaðar-
menn og eftirlitsmenn á þessum
stöðum.
Úlfar Þórðarson sagði Vísi í
morgun um tilefni félagsstofnun-
arinnar Hann kvað \gnar Innólfs-
son, fuglafræðing, hafa haldið er-
indi um örninn í Háskóla íslands
í fyrra. Fundurinn hefði verið fjöl-
. . . já
VÍD5JÁL SIGLING FYR-
IR HORNAÐ NÆTURLA Gl
Myndina hér fyrir ofan tók
Garðar Pálsson hjá Landhelgis-
gæzlunni í ískönnunarflugi við
Straumnes. Flaug hann ásamt
Jóni Eyþórssyni með Birni
Pálssyni flugmanni norður með
Vestfjörðum. Var það niður-
staða þeirra að íshröngl væri
þarna víða, en þeir telja að sigl-
ing fyrir Vestfjörðum og fyrir
Horn sé hættulaus í björtu
veðri én vara við siglingu að
næturlagi, þá sé leiðin víðsjál
eða hættuleg.
Eins og sést á myndinni er
nokkuð íshröngl við Straumnes
og náði inn að mynni ísafjarðar
djúps. Sjálf fsbrúnin er um 42
sjómílur norður af Homi.
sóttur. Ræddu þá menn sín á milli
um að nauðsynlegt væri að virkja
þennan mikla áhuga á örlögum
arnarins. Það þarf líka eitthvað að
gera til að minna fólk á að örn-
inn má ekki deyja út eins og geir-
fuglinn. Örninn er alls staðar að
deyja út í Evrópu og næstu kyn-
slóðir munu ásaka okkur fyrir að
horfa á það aðgerðarlausir að örn-
inn deyji einnig út hérlendis.
— En eru bændur ekki lítið
hrifnir af erninum?
— Við skiljum bændur mætavqj,
sagði Úlfar. En það eru til fleiri
aðferðir til að losna við örninn en
að drepa hann. Það má fæla hann
frá. Við óskum eftir samvinnu við
bændur án hennar nær þetta félag
ekki tilgangi sínum.
1 stjórn 4„ Fuglaverndarfélagsins
eru ásamt Úlfari Þórðarsyni,
Svavar Pálsson, Hákon Guðmunds-
son, Birgir Kjaran, Agnar Koefod
Hansen, Björn Þorsteinsson, Björn
Guðbrandsson og Dagur Jónasson.
Vígð -
Framhald af bls. 1.
frá Noregi, þar sem
hann var gerður upp af
sérfróðum mönnum á
sviði kirkjulistar. Pré-
dikunarstóll Brynjólfs
verður aðalprédikunar-
stóll hinnar nýju kirkju.
Danskir menn hafa ákveðið
að gefa andvirði altaristöflu úr
mosaik f kirkjuna, en ekki hef-
ur enn verið ákveðið hvaða
mynd verður fyrir valinu, né
hverjir gera hana. Lokið er við
lagningu gólfflísa í kirkjuna, en
þær eru gjöf frá Norðmönnum.
Eftir er að mála veggi kirkj-
unnar að innan, en loftið er
klætt viði. Eftir eru einnig að
ganga frá lýsingu í kirkiunni og
verður þar að miklu leyti um
óbeina lýsingu að ræða.
MESSA
HEILAGS ÞORLÁKS:
Þorláksmessa á sumar var í
kaþólskum sið ein helzta kirkju
hátíðin í Skálholtsbiskupsdæmi
haldin á þeim degi, er bein
heilags Þorláks biskups höfðu
verið upp tekin. Þá dreif að
meira fjölmenni f Skálholti en
í annan tfma. Þegar Skálholts-
félagið var stofnað fvrir atbeina
núverandi biskups tslands var
tekinn upp sá siður að halda
árlegar hátíðir í Skálholti þann
sunnudag, er næstur var Þor-
verður flogið til Bilbao á norð-
urströnd Spánar og leikinn þar
landsleikur við Spánverja 19.
febrúar, enn verður leikið í San
Sebastian skammt frá Bilbao.
Vísir átti stutt samtal við
Axel Einarsson formann hand-
knattleikssambandsins, og
spurði hvort þeir væru ekki
smeykir við að eiga að mæta
fulltrúum þessara milljóna-
þjóða. Hann benti á það að ís-
lendingar hefðu unnið Frakka
í heimsmeistarakeppninni 1
Þýzkalandi 1961. Hins vegar
mætti búast við harðari leik nú,
þvf að vitað væri að franska lið-
inu hefði mjög farið fram. Hins
vegar höfum við aldrei mætt
Spánverjum í leik.
Valhöll -
Framhald af bls. 16.
sem nánast samstarf við Þingvalla
nefnd um teikningu og byggingu
nýs gistihúss, svo að sem minnst
hætta sé á, að slík bygging valdi
deilum, því að margir menn munu
vera kröfuharðir fyrir hönd hins
helga staðar. Hafa þeir lagt til oð
teikning af slíkri byggingu yiði
gerð af fleiri aðilum en einurn, og
telja jafnvel æskilegt, að Þing-
vallanefnd sæi um að láta teikna
bygginguna.
Kveikt í olíu
Um fjögurleytið í. gær höfðu
krakkar borið eld að olíu, sem
lekið hafði úr olíugeymi loftpressu
við Skálagerði 15. Logaði olían
þegar slökkviliðið kom á vettvang
og urðu einhverjar skemmdir á loft
pressunni.
láksmessu á sumar, og í sam-
ræmi við þá venju hefur vígslu-
dagurinn f sumar verið valinn,
en Þorláksmessa á sumar er dag
inn áður, hinn 20. júlf.
MIKILL VIÐBURÐUR.
Blaðið hefur heimildir fyrir
því að mikill viðbúnaður verði
í Skálholti fyrir vfgsluhátíðina
í sumar, enda er gert ráð fyrir
miklum fólksfjölda þar. Verður
því vandað til hátíðar þessarar
eftir föngum. Vitað er að mörg
um erlendum gestum verður
boðið, og hafi það átt við í
annan tíma, þá er það sérstak-
lega viðeigandi að þessu sinni,
jafn höfðinglegar gjafir og bor:
izt hafa til kirkjubyggingar frá
bræðraþjóðum vorum á Norður
löndum, félögum og einstakl-
ingum, og raunar frá fleiri þjóð
um og löndum. Segja má að
hinar Norðurlandaþjóðirnar hafi
sjaldan eða aldrei sýnt íslend-
ingum einlægari vinarhug í
verki en í sambgndi við end-
urreisn Skálholts og Skálholts-
kirkju.
LanAsliðiS —
Framhald af bls. 16.
Mun það keppa í kvöld við
Pressuliðið að Hálogalandi. í
gærkvöldi voru þeir að æfa í
stóra íþróttasalnum á Keflavík-
urflugvelli og stilltu sér þá upp
fyrir framan ljósmyndarann.
Sést landsliðið hér allt.
Landsliðið fer utan 15. fe-
brúar og verður flogið beint til
London og þaðan samstundis til
Parísar. í París fer landsleikur
við Frakka fram 16. febrúar.
Síðan verður flogið til Bord-
eaux og leikinn æfingarleikur
við úrvalslið borgarinnar. Þá