Vísir - 06.02.1963, Page 16

Vísir - 06.02.1963, Page 16
Þeir fara til Frakklands og Spánar Miðvikudagur 6. febrúar 1963. fmSmm^^mi^^^mmamm^^mmmmi Villtist inn á Skerjafjörð Flutningaskip villtist inn á Skerjaf.iörð árdegis í dag. En betur fór en horfði, því að skip- verjar áttuðu sig og komust út — „gömlu leiðina“. Blaðið hafði taj af Ingólfi Möller skipstjóra um þennan at- burð, en hann sá út um glugga á heimili sínu á Ægissfðu til ferða skipsins, og sagðist hon- 'im svo frá: Mér varð litið út um glugga upp úr klukkan 10 og sá þá skip koma úr suðvestri milli Leiru- boða og Jörundarboða, sem eru út af Álftanesi, og stefndi skip- ið þvert yfir fjörðinn, en er það nálgaðist Löngusker austan til á firðinum, áttaði það sig og stopp aði, sneri svo í hring og fór út — og fór þá gömlu leiðina fyr- ir vestan Kepp. Skipið var komið í hvarf við Seltjarnarnes er viðtalinu lauk. Það heitir Erik Siv og hefur verið að taka útflutningafurðir í höfnum við Faxaflóa. Það ligg ur nú á ytri höfninni. 3. umferð á Skák- þingi Reykjnvíkur Björn vann Jón K., aðrar skákir fóru í bið. Biðskák þeirra Inga og Friðriks er mjög erfið en þó virðist Ingi standa heldur betur. Fyrstu Ijósmyndirnar Hér birtast fyrstu ljósmynd- irnar frá vortízkusýningunum i París, sem nú standa yfir. Eru það myndir af tízkusýningu hins unga og uppvaxandi St, Laurents. Sýning hans var talin takast mjög vel. Hærri myndin sýnir kjól úr gráu flannel ull- arefni og hvitum háisklút. Hin sýnir jakka úr loðfeldi. Ný Valhöll reist • • austan Oxarár? í dag verður ef til vill haldinn fundur í Þingvallanefnd, til að ræða staðsetningu nýs gisti- og veitingahúss á ÞingvöIIum f stað Valhallar. Svo sem getið hefir verið í blöð- um, hafa orðið eigendaskipti á Valhöll og eru hinir' nýju eigend- ur veitingamennirnir Þorvaldur Guðmundsson, Ragnar Jónsson og Sigursæll Magnússon. Hafa þeir fullan hug á að reisa nýtt veitinga- og gistihús þar eystra í samráði við Þingvallanefnd, og mun það mál verða rætt á fundi nefndarinn- ar. Meðal annars mun nefndin fjalla um stað undir nýtt gistihús, og er ekki ósennilegt, að það verði reist austan Öxarár, sömu megin og prestssetrið stendur, hjá eða á svbnefndum Silfra, en á þeim stað hafa þeir Kjarval og Ásgrímur málað ýmis fegurstu Þingvallamál- verk sín. Hinir nýju eigendur vilja hafa Framh. á bls 5 I fremstu röð eru talið frá vinstri: Birgir Bjömsson fyrir- liði FH, Karl Benediktsson fyr- irliði Fram, Ragnar Jónsson FH, Örn Hallsteinsson FH, Karl Jóhannsson KR. í aftari röð: Karl Marx Jóns- son markvörður, Haukum, Rós- mundur Jónsson Víkingi, Gunn- laugur Hjálmarsson ÍR, Ingólfur Óskarsson Fram, Pétur Antons- son FH, Kristján Stefánsson FH, Einar Sigurðsson FH Matt- hias Ásgeirsson ÍR og Hjalti markvörður Einarsson FH. Þann 15. febrúar fer íslenzka landsliðið í handholta út til Frakklands og Spánar og ætlar að keppa í landsleik við þessi lönd. Er ferðar þessarar beðið með mikilli eftirvæntingu og hefur landsliðið sem valið hef- ur verið æft vel að undanförnu. Framhald á bls. 5. Fuglaverndarmenn æskja samvinnu vií bændur Fyrir nokkrum dögum síðan var stofnað í Reykja- vík Fuglaverndunarfélag íslands og var Úlfar Þórð- arson Iæknir kjörinn for- maður félagsins. í tilkynn- ingu frá félaginu segir, að aðalverkefni félagsins verði að hindra að fugla- tegundir deyi út. Einkum er hér um að ræða ís- lenzka örninn, sem er ískyggilega nærri því að verða útdauður. Sam- tökin munu reyna að annast eftirlit með þeim fáu varpstöðum arnar- ins, sem eftir eru. Þau munu reyna að standa undir kostnaði, sem slfku eftirliti fylgir, og stuðia að því að Búnaðarþing sett á laugardaginn Búnaðarþing kemur sam- an til funda næstkomandi laugardag kl. 10.30 árdeg- is. — Fundir verða í Góð- templarahúsinu eins og undangengin ár. Kosið var til Búnaðarþings s.l. ár og er það því nýtt þing, sem kemur saman nú, en raunar voru fulltrúar endurkjörnir flestir. Munu fimm fulltrúanna ekki hafa átt sæti á Búnaðarþingi fyrr. Sennilega mun uni helmingur fulltrúanna búa í Hótel Sögu bændur, sem verða fyrir tjóni af völdum arnarins, fái það bætt, og Framhald á bls. 5. < . Jí' atóí/fe... Úlfar Þórðarson læknir formaður Fuglavemdunarfélagsins.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.