Vísir - 12.02.1963, Side 9

Vísir - 12.02.1963, Side 9
V í S I R . Þriöjudagur 12. febrúar 1963. rl?? Ég trúi ekki á bókmenlir sem vantar tilgang og markmið“ Vainö Linna býr í Tammer- fors, næsrstærstu borg Finn- lands, þar sem fortíð og framtíð mætast í ringulreið nútíðarinnar. Nýjar, relsulegar verksmiðjur standa við hliðina á gömlum timburhúsum, hestvagnar mæta vörubílum. Stóriðjunni hefur þó ekki tekizt að spiila landslaginu. í Tamrierfors er stöðuvatn og skógur inni í miðri borginni. Þetta er borg verksmiðiufóiks, þar sem vlnstri menn eru f meiri hiuta og horgarstjórinn sosíal- demokrati. Þannig hefur það verið Iengi. og þannig mun það verða Iengi. Tammerfors er hjarta, sem veitir lífi og blóði um Tavastland. Tammerfors er stærsta borgin f Finnlandi, sem er algerlega finnsk. t Tammer- fors hófst fyrsti framgangur finnsku stóriðiunnar. Þegar hvít- liðarnir tóku Tammerfors í borg- arastyrjöldinni 1918, var útséð um úrslit stríðsins. Margir féllu, margir voru fangeisaðir og marg ir teknir af lífi. í Tammerfors mætir manni endurminningin um átökin, sem enn setja spor sfn á framþróun Finnlands. i Tamraer- I fors eru stærstu iðnaðarfyrir- tækin, en einnig Leninsafn, sem I sovézkir borgarar fara i pflagrfms llll ferðir til. . I Lifir eins og hann lystir. I hjarta borgarinnar, Hameen- puisto 17—19, býr Linna í þægi- Iegri, bjartri íbúð. Þegar ég hitti ; hann seinast, bjó hann f þröngu húsnæði í Kalevahverfinu og átti erfitt með að fá vinnufrið. Hann á tvö börn, dóttur á ung- lingsaldri og lítinn dreng. Nú getur hann Iifað eins og hann :§! lystir, það sem eftir er ævinnar. „óþekktur hermaður" seldist í ; meira en 300 þúsund eintökum, < var kvikmyndaður og snúið í Ileikform. Trílógían um Finnland, sem á finnsku hefur hinn sam- eiginlega titil „Undir pólstjörn- unni“ (í sænskri þýðingu heita hlutarnir „Högt bland Saari- jarvis moar“, „Upp trölar" og „Söner av ett folk“) hefur selzt í um það bil hálfri milljón ein- s taka f Finnlandi. Þessari miklu j sögu verður einnig snúið í leik- II ritsform, og rætt er um að kvik- mynda hana einnig. Linna getur lifað eins og hann lystir — og lifir eins og hann lystir. Eitthvað hefur hann breytzt við velmegun sína. í barminum ber hann Lions- merkið. í bílskúrnum standa tveir bílar. Um helgar fer hann til landseturs sfns utan við Tamm- ) erfors, þar sem hann heldur sig I: á sumrin. Það eru næstum ein- 1 göngu ný húsgögn f íbúðinni hans. Bókahillurnar f vinnuher- ' bergi hans eru fullar, en mikill hluu bókanna er ritaður af hon- m um sjálfum: mismunandi útgáf- I ur, þýðingar á framandi málum. | Þrátt fyrir efnið (fjallar um stríð IFinna og Rússa) hefur „Óþekkt- ur hermaður" verið þýddur bæði 2 pölsku og tékknesku, en í -.< Sovétrfkjunum var farið fram á styttingar, sem Linna vildi ekki ? fallast á. „Óþekktur hermaður" kom út fyrir jólin 1954, og skömmu 5 upp úr áramótum var séð, hvert stefndi í sölunni. En Linna hélt áfram að starfa sem vélfræðing- ur í Finlaysons-verksmiðjunum. Hann vildi ekki verða fjárhags- lega háður bókmenntastarfi sfnu. Smám saman varð honum þó ljóst, að hann gat ekki sinnt hvort tveggja starfinu, hann varð að vinna átta tíma á dag í verk- smiðjunni, og svo tóku við löng og erfið kvöld við ritstörf. En Váinö Linna óttast ekki líkam- legt erfiði. Á sumrin tekur hann virkan þátt í akuryrkjustörfunum á landsetri sínu. Slátrarasonur — vélfræðingur. Hann fæddist árið 1920 f Ur- jala, sveitahéraði nálægt Tamm- erfors, og er það fyrirmyndin að staðsetningunni f trílógíunni miklu „Undir pólstjömunni". Hann lítur út fyrir að vera eldri en 42. Kannski hefur vinnan slit- ið honum um aldur fram. Þegar hann hlær og er í góðu skapi, lítur hann út fyrir að vera yngri. Kímni hans, sem í bókum hans er gáskafull og alþýðleg, er f raunveruleikanum þunglamaleg og beisk. Kfmnin breytist f ó- ánægju með ‘ þjóðfélagsástandið og h'eimsku mannkynsins, sem kemur honum í illt skap. Faðir Linnas var slátrari, en dó, þegar Váinö var sjö ára gam- ill. Hann átti niu sytkin. Börnun- um var ætlað að lifa á ekkjulff- eyri móður sinnar, sem ekkert hrökk. Þau sultu ekki f hel, en ekki mun hafa verið mjög langt frá því. 1 fjölskyldunni var eng- inn listrænn áhugi og enginn list- rænn arfur, ekki heldur þau pólitísku átök, sem hugmynda- ríkir ritskýrendur hafa tilgreint sem orsök þess, að Linna skrif- aði skáldsögu um borgarastyrj- öldina. Faðir hans var borgara- legur í skoðunum, fylgdi mið- flokkunum að máli, móðir hans, sem enn er á lffi í Urjala, fylgdi hægri hluta sósíaldemókrata að máli. Árið 1938 varð mikil breyting f lífi Linnas, þegar hann fluttist til Tammerfors og hóf starf hjá Finlaysons-verksmiðjunum. Svo skall stríðið á, og hann var kall- aður f herinn, en var aldrei send- ur á vfgvöllinn. Eitthvað af F7 Vainö Linna, höfundurinn, sem hlýtur bókmenntaverðlaun Norður- Iandaráðs 16. þessa mánaðar fyrir fyrsta stórverkið, sem tekur fyrir hin miklu umbrotaár í finnsku þjóðlífi. og skrifaði mikið. — Fyrstu tvær bækur mínar voru skrifaðar í eins konar bar- áttu, segir hann. Um þetta ræðum við haust- kvöld eitt í Tammerfors, meðan laufin falla af trjánum, og börnin koma heim úr skólanum. Linna hefur gaman af að segja frá. — Hann á sér engin leyndarmál. Rit- Handritið vó 50 kíló. Um vinnuna við tríógíuna seg- ir Linna: — Ég hóf að rita trf- lógíuna haustið 1956. Ég skrif- aði alla söguna í einni lotu, en það tók tvö ár. Fyrstu umferð- ina handskrifaði ég með penna, af því að ég var ekki sérlega leik- inn að skrifa á ritvél, og þar að Greinargóð lýsing á Vainö Linna — manninum sjálfum og verkum hans reynslu hans frá stríðsárunum má finna í „Óþekktum her- manni", en flest er þó eftir frá- sögum annarra. Linna hefur hæfileika til þess að tengja sam- an mörg sögubrot og gera úr þeim eina heild. Hann skrifaði ekkert, meðan á stríðinu stóð. Hann var leystur frá herþjón- f nóvember 1944. hóf aftur sitt gamla starf og kvæntist. Fyrstu tvær skáldsögur hans, sem báð- ar voru skrifaðar á árunum milli 1940 og 50, eru þokukenndar og fálmandi, en í þeim má finna tjáningarþörf og löngun til ein- faldleika í framsetningu. Listræn- ar fyrirmyndir, fyrst og fremst frá Dostojevskij, eru greinilegar. Linna las mikið á þessum árum störf hans eru handverk, líkam- legt erfiði. í september kom síð- asti hluti trílógíunnar út á finnsku, og Linna getur nú tekið sér hvfld um nokkurt skeið. áður en hann hefur nýtt verk. Þetta hefur verið mikið álag á hann, bæði andlega og líkamlega. Með trílógíunni tókst Linna að sanna. að „Óþekktur hermaður" var eng in tilviljun. Jafnframt er ég sann- færður um það, eftir að hafa les- ið „Undir pólstjörnunni“. að bæk- ur Linnas eru fyrst og fremst þjóðernislega mikilvægar. Þær lýsa breytingum og skapa breyt- ígar. Þau eru þjóðfélagsleg rétt- arskjöl, en hjálpa þjóðfélaginu jafnframt til þess að sættast við sjáft sig. auki fylgir penninn hugsun minni betur. Hann tekur háa pappírshlaða út úr skáp og telur pappfrinn í fyrstu umferðinni vera 50 kfló. Vinnutími hans var svo til sá sami virka claga sem helga. Hann fór á fætur klukkan sjö, byrjaði að skrifa klukkan átta. vann f sex tíma, reykti og drakk kaffi á fastandi maga. Síðari hluta dagsins reikaði hann um úti og hugsaði um framhaldið. Hann hafði ekki gert neitt kerfi eða áætlun að fara eftir. Atburðarás- in var látin vaxa fram hægt og hægt, atburðarás, sem byggðist á reynslu hans sjálfs, frásögnum annarra, sögu Finnlands: furðuleg yfirsýn yfir fæðingarhríðir heill- ar þjóðar á árunum 1860—1950. Langir kaflar tríógíunnar höfðu fengið endanlega mynd þegar í fyrstu umferð. Síðan fyllti Linna í eyðurnar og byrjaði nú að skrifa á ritvél. Sumar kaflana skrifaði hann allt að því sex sinnum. Upp- haflega hafði hann hugsað sér að gefa söguna alla út í einu bindi, en hætti við það. Þegar annar hlutinn „Upp tralar“, kom út, fór allur tími Linnas í langvarandi deilur um sagnfræðilegt réttmæti sögunnar, um túlkun hans á at- burðunum á árunum 1917—18. Síðustu sagnfræðirannsóknir hafa rennt stoðum undir skoðun Linn- as, eins og sjá má, ef lesið er hið mikla sagnfræðiverk Juhanis Paasivirtas um Finnland árið 1918. — Síðastliðinn vetur hrökk svo allt í baklás. Dag nokkurn, þegar ég var á gangi á götunni, fór mig að svima, og ég missti meðvit- und. Ég hélt fyrst á eftir, að ég hefði fengið blóðtappa eða heila- blóðfall. En það var eiginlega ekkert að mér. Ég hafði einungis unnið of lengi og of ákaft. Hjart- að sló ört, spennan hafði verið alltof mikil. Ég lét rannsaka mig á sjúkrahúsi í Helsinki og hvíldi mig þar í nokkrar vikur. Svo lauk ég við bókina. Frá hokri til stóriðju. Hann álítur með réttu, að „Ó- þekktur hermaður" sé ekki bezta bók sin, heldur tríógían, sem hann hefur nú lokið við. „Óþekkt- ur hermaður" gerist á nokkrum örlagaríkustu árunum í nútfma- sögu Finnlands, en trílógian tekur til meðferðar alla þjóðfélagsbylt- inguna, allt frá smáhokri leigulið- anna til stóriðjunnar, frá þján til frelsis, frá harðneskju baráttuár- anna til hinnar frjálsari, kannski innihaldssnauðari en auðveldari veraldar dagsins í dag. Kommún- istadagblað í Tammerfors skrif- aði, að Linna væri svo mikill höf- undur, að hann brygðist allra von um. Með því hefur ritdómarinn væntanlega átt við, að menn með ólíkar stjórnmálaskoðanir hafi búizt við, að Linna myndi skrifa til þess að geðjast þeim einum. Þess í stað hefur trílógían orðið eigin sýn Linnas og einskis ann- ars, hans eigin mynd af Finnlandi sem föðurlandi, tjáning hans eig- in þjóðfélagssýnar og gagnrýn- andi raunsæis. Nokkrir ritdómar ar hafa sakað hann um að vera gamaldags, íhaldssaman, en það skyldu menn taka með nokkrum fyrirvara. Linna aðhyllist hið hefð bundna raunsæi. Eftirlætishöfund ar hans eru Tolstoj og Dostojev- skij. Það er meistaraleg bókmennta- leg skipulagsgáfa, sem býr að baki hinum 1500 síðum trílógíunn ar. Fjölskyldan Koskela, sem myndar miðpunkt sögunnar, er akuryrkjufólk. Umhverfis það safnast svo smátt og smátt fólk af öðrum toga spunnið, menn sem tilheyra stjórnmálum og fjármál- um. Eru þetta einkum sósfaldemó kratinn Kivivuori og verzlunar- maðurinn Kivioja. Þegar Kivioja færir út kvfarnar f viðskiptum sínum, kaupir hann bæ ekkjunn- ar Halmes. Maður hennar var sfðasti hugsjónamaður sósíalism- ans, síðan taka við menn hins praktíska lffs. Gömul föt Helmes Framh. á bls. 10

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.