Vísir


Vísir - 12.02.1963, Qupperneq 10

Vísir - 12.02.1963, Qupperneq 10
10 V í SIR . Þriðjudagur 12. febrúar 1963. H JÓLBARÐAR Fyrirliggjandi. HRAUNHOLT v/ Miklatorg. Opið frá 8-23 alla daga. Sími 10300. 600—800 bílar til sölu, m. a.: Volkswagen, allar árg. Renau 60—62, Ford Anglia ’56—’61. Hillmann ’56. Skoda 440 ’56, ’58. Fiat 1100 ’54, verð kr. 30 þús. DKV '63. Consul ’62 tveggja dyra nýr bfjl. Ford Codiak ’57, ’58. — Mercedes Benz 220 þús. Vorn wall, Ford, Plymo’th og , Dodge, allar árgerðir. i — Okkar stóri viðskiptamanna- hópur sannar örugga þjónustu. Fastcignir til sölu 2ja herb. íbúð: við Sogaveg — Úthlíð — Hringbraut — Suðurlandsbraut — Austurbrún — Rauðarárstíg — Skipasund 3ja herb. íbúð: við Skipasund — Bragagötu — Nökkvavog — Holtagerði — Borgarholtsbraut — Njarðargötu — Ránargötu, ris — Skipasund, 1. hæð. — Langholtsv., kjallari — Víðimel, 3. hæð — Snorrabraut — Suðurlandsbraut — Digranesveg — Þórsgata — Goðheimar — Skipasunr* — Blönduhl'i’ — Hörpugötu — Nýbýlaveg — Hrir.gbraut Sölutimi alia daga nema sunnudaga frð kl. 10 f.h. til 7 e.h. Fasteigna- og skinasala ronrðð O íi»viii1 -nar Tam?r<ihrt' yT 5 hæð (lyfta' Síniar 24034, 20465 ag 15965. Ég trúi ekki á — Framhald af bls. 9. eru notuð til þess að búa til úr þeim fuglahræður, og enginn vill kaupa bókasafnið hans. Linna hefur skapað andstæð- urnar í verki sínu í dramatfskri nekt. Úr meðhöndlun hans á hinu sagnfræðilega efni má einnig lesa töluvert um skoðun höfundarins á lifnaðarháttum fólksins. Hann lofar næstum undantekningar- laust baráttumennina, sem neyð- ast til að afbera þjáninguna til þess að ná markmiði sínu. Linna lítur miklu meiri gagnrýnisaug- um á hina nýju kynslóð, sem með hans eigin orðum hefur „fengið næstum allt ókeypis". Jákvæð gagnrýni. Mér verður órött við þessa skoðun Linnas, og ég spyr hann, hvort honum finnist í rauninni að byggjendur hins komandi velferð- arríkis séu ónytjungar? — Ég aðhyllist ekki fátæktar- kenningar Runebergs, segir Linna. — Ég trúi ekki á mann- bætandi áhrif fátæktarinnar. Ég veit, að Finnland verður að ná Svíþjóð í almennri velmegun. En við höfum ekkert við velmegun- ina að gera, ef við getum ekki haft stjórn á henni og notað hana til þess að þroska okkur sjálfa og aðra. Ég vil minna á þá bar-. áttu, sem háð hefur verið fyrir því, sem við eigum nú. Auk þess hefur þróunin náð mislangt í hin- um ýmsu hlutum Finnlands. Það er hægt að finna fyrir miðaldir á ótrúlega mörgum stöðum í landi okkar. í þessum orðum Linnas og af- Framfarir — Framhald af bls. 8. þá til þess, að kaflarnir yrðu gefnir út I bókarformi, til þess að ennþá fleiri, er harma ást- vini sína yrðu snortnir fegurð þeirra, kærleika þeirra og hugg un þeirra, sem höfundurinn bregður upp fyrir lesendum bók arinnar." Séra Jón Auðuns skrif ar formála, hann segir meðal annars: „Um æfiferil frúarinnar fjölyrði ég ekki. Hún var ein „hinna kyrrlátu í landinu", og að svo miklu leyti sem það var hægt, kaus hún að lifa I leynd með hina fágætu gáfu sína. Frú Joy Snell hafði sjálf fengið að sjá óvenjulega mikið af þjón- ustu englanna. Henni hafði ver ið opinberað meira en flestum öðrum um starf þeirra helgu þjóna, sem dyljast þeim, sem þeir vinna fyrir, og láta sér það nægja að vinna nafnlaust heil- agt fórnarstarf. Svo óskaði frú Joy Snell sjálf að lifa.“ Mér finnst boðskapur bókar- innar: „Þjónusta englanna" inni lega fagur, huggandi og kær- leiksríkur, að hver hugsandi maður sem les, hlýtur að verða snortinn. Er það ekki yndis- legt, ég vil segja náð, að fá einnig með þessum hætti stað- fest, að það er yfir okkur vakað frá æðri heimi, að við erum aldrei látin afskiptalaus. í hætt um og erfiðleikum, I gleði og farsæld, öllum stundum, eru englar guðs með okkur, leiða og líkna flest okkar óafvitandi. Þetta er dásamleg staðreynd, sem við eigum að vegsama Guð fyrir með bæn og bakkargjörð Ép 'ild' v sem besfi læsu ' eo ik . nun: aug: Því bókin: „Þjónusta englanna hefur mikinn og háleitan boð- skap að flytja öllum mönnum. Júlíus Ólafsson. stöðu hans til skáldsögunnar er að finna hugsjónir, sem minna á hugsjónir hinnar gömlu verkalýðs hreyfingar. Söguhetjur hans í „Ó- þekktum hermanni" ganga undir próf og falla. Þeir, sem eftir lifa, hafa áunnið sér mikið með því að standast prófið. — En það geta aliir orðið hetjur. „Und- ir þólstjörnunni" segir frá Valtu, sem vandræðageml- ingi bæjarins, sem verður fyrsta fórnarlamb vetrarstríðsins. Eftir dauðann var hann heiðraður af öllum I tákni þjóðfélagseiningar og föðurlandsástar. Sá, sem er prófaður og stenzt það próf, er meiri maður af sam- kvæmt skoðun Linna. Það lítur út fyrir að hann sé þeirrar skoðun, að hann sé einnig betri maður á eftir. Það er ekki hann, sem hefur skapað prófraunina, því að hún býr í sögu þjóðarinnar. Hann hefur ekki heldur óskað eftir henni, en hann bendir á tilvist hennar. Hann er gagnrýninn, en jákvæður í gagnrýni sinni. — Ég trúi ekki á bókmenntir, sem vantar tilgang og markmið. Þess vegna snýst Linna gegn ákveðnum starfsbræðrum sínum, sem samkvæmt skoðun hans hafa tekið of neikvæða afstöðu til mannlifsins. Linna er demókrati — hann trúir á framvinduna. Hann trúir á hæfni manneskjunn- ar til þess að skapa og endur- skapa. Þess vegna er tilgangur bókmenntastarfa hans að létta undir með breytingunni. Hann vill, að Finnar geti beiskjulaust og á raunsæjan hátt horfzt í augu við fortíð slna. En þar sem hann sér tómleika og óréttlæti, verður ádeila hans beitt og miskunnar- laus. Bækur Linnas snúast gegn kúgun I sérhverri mynd. Bækur Linnas vekja víða bæði andúð og tortryggni. Það er skammt síðan hann fékk nafn- laust bréf, þar sem hann var á- sakaður um að hafa orðið ríkur á þvl að lýsa fátækt. Aðrir hafa sagt, að sjónarmið hans hafi ver- ið röng frá rótum. Hann hefur orðið fyrir árásum frá hægri og vinstri. En þetta veldur honum engum áhyggjum. Ég held honum sé ljóst, að sú veröld, sem hann hefur skapað, er sönn. Að hann geri sér ljóst, að það er hann og enginn annar, sem hefur skapað fyrsta stórverkið um byitinguna I finnsku þjóðlífi. Símvirkjanemar Landssíminn getur tekið nokkra nemendur í símvirkjun (síma- og radíótækni). Umsækj- endur skulu hafa lokið gagnfræðaprófi eða öðru hliÖstæðu prófi og vera fullra 17 ára. Gera má ráð fyrir að umsækjendur verði prófaðir í dönsku, ensku og reikningi. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist póst- og símamálastjórn- inni fyrir 25. febrúar 1963. Nánari upplýsingar fást í síma 11000 Póst- og símamálastjórnin 9. febrúar 1963. Kaupmenn — Kaupfélög Hvít teygja 6 og 8 cord. KR. ÞORVALDSSON & CO. Heildverzl. Grettisgötu 6. Sími 24730 og 24478. Verzlunarhúsnæði Óska eftir verzlunarhúsnæði í Miðbænum. Tilboð sendist Vísi fyrir 14. þ. m. merkt „Verzlun“. Kaupmenn — Kaupfélög Fyrirliggjandi: Vleiseline millifóður og mjög ódýrt fóðurefni. ’-r?> • — — , . T r>o nrj Heildverzl. Grettisgötu 6. Slmi 24730 og 24478. Forseti öldungadeildarinnar { Frakklandi, M. Gaston Monn erviile er sem kunnugt einn hinna tryggu óvina de Gauile — og nýiega sagði hann við einn flokksbróðir sinn — Meðan de Gaulle er við völd... þá getum við ekki Gaston MonnerviIIe sagt að við höfum lýðræði... ekki einu sinni konunglegt lýð ræði. — En vinurinn svaraði hug- hreystandi: Kæri Monnerville getum við þá ekki sagt að við höfum keisaralegt Iýðveldi? * Einu sinni hafði Harold Mac millan hið virðulega viður- nefni „Wondermac", og sum ir nefndu hann jafnvel „Super mac“. En þetta var, þegar allt virtist ganga honum að ósk- um en síðan hefur hann Ient í ýmsum erfiðleikum og þeir hafa að sjálfsögðu breytt við- Harold Macmilian urnefninu. Þegar hann sá sig tilneydd- an til að „myrða“ nokkuð marga úr ráðuneyti sínu var hann kallaður „MactheKnife" — en nú hefur mótstöðumað- ur hans I Efnahagsbandalags- málinu, Beaverbrook fundið illkvittnislegt viðurnefni á hann. Hann kallar hann „Euro : mac“. S§S 'W' m m Palton Morossvov, sem er I rússnesku deildinni hjá Sam- einuðu þjóðunum í New York, hefur orðið á mikil skyssa. Hann var boðinn { „kokkteil partí" — og þegar hann kom inn rauk hann beint á gest- gjafann, faðmaði hann og kyssti og sagði: — Það er mér mikill heið ur að fá að óska gestgjafa mínum hamingju og allra heilla og drekka minni hans. Þegar þessu var lokið komst hann að því, að ritari hans hafði gefið honum upp rangt heimilisfang. Hann hélt að hann væri híá hinum 'mmmúr istiska ambassador Norður Kóreu, en hafði f þess stað óskað ambassador Suðurkóreu allra heilla — og hann er víst ekki í náðinni í Moskvu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.