Vísir - 15.02.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 15.02.1963, Blaðsíða 1
VISIR 15. febrúar 1963. — 39. tbl Lögreglan varar vii svikahrappi Rannsóknarlögreglan í Reykja- vík telur ástæöu til að vara al- menning við vafasömum manni, sem mjög hefur stundað þá at- vinnugrein að svikja fé út úr fólki með því að taka fyrirframgreiðsl- ur fyrir vaming sem hann býður til kaups, en er ekki fyrir hendi. Maður þessi, sem heitir Sigurð- ur Arnbjörnsson, villir yfirleitt á sér heimildir með því að segja rangt til um nafn og atvinnu, kveðst oft vera farmaður eða flugstjóri eða eitthvað þessháttar og eiga ýmis konar smyglvarning sem hann vilji losa sig við fyrir hagkvæmt verð. Gengur hann í ýmis hús þessara erinda og hefur stundum orðið vel ágengt, þar sem hann tekur fyrirframgreiðslur, stórar eða smáar eftir atvikum. Framh. á bls. 5. Súrsíld stolið Nokkrum tunnum af súrsíld var stollð af lóð Sænska frystihússins um siðustu helgi og hefur þjófnað- urinn verið kærður til lögreglunn- ar. Þessar tunnur eru allar merktar upphafsstöfunum S.I.F.A. og er ljóst að þær hafa verið fluttar á bifreið frá frystihúsinu. Það eru vinsamleg tilmæli rann sóknarlögreglunnar ef einhver hefði t.d. keypt síldina, eða þá að honum hafi verið boðin hún til kaups, að láta sig vita hið skjót- asta. ☆ Umræður þær, sem fram fóru á Alþingi í gær, um að Þjóðkirkj- an fái Skálholtsstað og hafi 'þar veg og vanda af allri uppbygg- ingu, hafa vakið alþjóðarathygli. Allir þingmennirnir, sem töluðu i þessu máli í gær, fylgdu eindregið þessari hugmynd, og vildu auk þess flestir endurreisa þar bisk- upsstól, og er sýnt af undirtekt- um í þinginu að þetta mál verður einróma samþykkt. í tilefni af þessari afstöðu Al- þingis átti Vísir viðtal við herra biskup Sigurbjöm Einarsson i morgun og varð hann góðfúslega við þeirri beiðni að scgja nokkuð frá hugmyndum sínum um fram- tíðaruppbyggingu staðarins. Biskup lýsir viðhorfum sínum: „Skálholt bíður eft- ir sínum „Þetta frumvarp var það mikilvægasta sem við gátum fengið og undir öllum kringumstæðum nauð- synlegasta byrjunarskrefið. Því það út af fyrir sig að ráðstafa biskupi íslands, eða öðrum biskupi, í Skálholt, án nokkurrar viðhlítandi aðstöðu þar á staðnum, og án eðlilegrar íhlutunar um staðinn og hans mál, hefði verið hæpinn ávinningur fyrir kirkjuna. En vitaskuld bíður Skálholt eftir sínum biskupi, hvenær eða hvemig sem það verður fram- kvæmt“, sagði biskupinn. MH Jónas Þorvaldsson Stórmeistarinn lék af sér í gærkvöldi tapaði Friðrik Ólafsson stórmeistari 1 fyrsta skipti f um tfu ára skeið skák, á almennu skákþingi gegn fs- Iendingi. Andstæðingur hans er 21 árs gamall bókbandslær- lingur Jónas Þorvaldsson að nafnl. Jónas tjáði fréttamanni að þeir hefðu báðir verið komnir f mjög mikið tímahrak, og hefðu orðið að Ieika 15 leiki f einni lotu. Og þá hafi Friðrik leikið af sér skiptamun þannig að Jónas fékk hrók i staðinn fyrir riddara. Á því vannst skák in, sagði Jónas. Hann var mjög undrandi yfir að Friðrik skyldi leika þannig af sér þvi að hann væri sterkur hraðskáks maður. Aðspurður hvort hann héldi að hann gæti unnið Frið- rik aftur sagði Jónas aðeins, það getur verið. Jónas á nú bið- skák við Inga R. sem hann býst fastlega við að ljúki með jafntefli. „Það sem fyrir liggur“, sagði biskup enn frem- ur, „er áætlun um menntastofnun í Skálholti, sem á að gegna mjög víðtæku hlutverki. Við hugsum okkur að sú stofnun eigi að vera miðstöð fyrir víð- tæki tengsl kirkjunnar við þjóðlífið í heild. Undir- staðan verði lýðháskóli. Ennfremur hvers konar námskeið í sambandi við hann. Þá hefi ég hugsað mér prestaseminarium (framhaldsdeild) í Skálholti, en guðfræðideildin á heima í Háskólanum. Þessi skólastofnun í Skálholti á að hafa aðstöðu til þess að ná með sínum hollu áhrifum til æskulýðsins fyrst og fremst, t. d. með stofnun sumarbúða þar. í öðru lagi, svo sem með námskeiðum, að ná til hinna ýmsu starfsgreina í landinu, til fulltrúa at- vinnulífs, menningar og menntamála, lista og vís- inda. Auk þess verður Skálholt að sjálfsögðu mót- og samfundastaður fyrir starfsemi kirkjunnar. Þetta er það fyrsta og efsta á dagskrá. Hliðstæðar stofnanir eru til annars staðar. En að sjálfsögðu verðum við að reyna að byggja þetta upp eins og bezt hentar þjóðlífi og högum. Frh s bls 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.