Vísir - 15.02.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 15.02.1963, Blaðsíða 15
V1SIR . Föstudagur 15. bebrúar 1963. /5 Alltaf er hann að reyna að blekkja mig, þrjóturinn. Þegar þér hafið fundið Salanches far- ið þér þegar á landsetur yðar og haldið þar kyrru fyrir. — O, hershöfðingi, fæ ég höll ina okkar aftur? Hvenær fæ ég fullþakkað yður? Höllina yðar? Höll, jæja, þetta var dálítill herragarður — var ekki svo - umgirtur skógi. Hvar? — Biever við Blois? Hann kallaði þrumandi röddu á Bourrienne. — Skrifaðu niður, sagði hann að þessi kona eigi að fá aftur ættarsetur sitt, höll sína, Bievre eignina við Blois, og hún verður að geta tekið við henni eftir tvo daga. Karólína Berthier er dóttir fyrri eigenda. Munið, að skrifa, að þetta eigi að verða persónuleg eign hennar, en ekki nákominna skyldmenna hennar, eigi hún einhver. Þetta ber að framkvæma þegar í stað. Hann sneri sér að Roustan: — Og nú er vatnið í kerinu vitanlega orðið kalt aftur? Karólína reyndi að taka til máls. —Konsúll, borgari, ég vildi gjarnan... — Hvað, þér eruð þarna enn j þá. Hvað viljið þér nú, að ég taki úrið mitt upp úr vasanum og gefi yður það? — Nei, ég vildi bara biðja yður um, að þér sjáið um, að þér hafið tekið ákvörðunina um að veita Salanches frelsi — án minna afskifta. Akið ekki lengra, sagði Karó- lína við ekilinn, skammt frá múr um La Force, sem voru upplýstir með luktarljósum. — Farið inn í krána þarna og fáið yður glas af víni og kgmið svo aftur með skriffæri og papp ír. Þegar hún var búin að fá þetta var hún svo skjálfhent, að hún ætlaði aldrei að geta lokið við að skrifa bréfið. Inni í kránni var einhver að syngja. Ekillinn gerði smell með svipunni. Karó- lína hafði tekið ákvörðun sína. Ef Gaston tæki ákvörðun um að taka hana fyrir konu yrði hann að gera það af frjálsum vilja, — ekki vegna þess, að hann stæði í þakkarskuld við hana — og ekki vegna þess, að hann var faðir barns, hennar. Elskan mín! Ég hefi fengið vitneskju um, að þér hafi verið veitt frelsi. Þú færð þetta bréf, þeg ar þú ferð úr La Force fang- elsi. Ég fékk vitneskjuna um, að þú hefðir verið fangelsaður nú að eins segja þetta: Eg elska þig og ég er alveg á- kveðin í að taka aldrei framar þátt í þessum endalausu við- ræðum, sem ekkert leiðir af, nema að við særum hvort ann að. Ég fer til hallar minnar, Bievere, og bíð þín þar. En ég vil þvf að eins að þú komir, að þú sért ákveðinn í að sameina líf þitt mfnu lífi. Ef þú getur ekki tekið þá á- kvörðun skaltu ekki koma. Vertu ekki í neinum vafa um, að mér er full alvara. I dag er 21. — og verðirðu ekki kominn þann 29. skii ég hvernig í öllu liggur, og bið þig um, að koma ekki framar til mín. Vertu svo sæll — þar til við hittumst þann 29. — en ef þú kemur ekki þá að eilífu. Karó. Meðan hún var að skrifa bréf- ið varð henni oft litið að fang- elsishliðinu. Heyrði hún fótatak hélt hún, að það væri Gaston. Þegar hún loks hafði lokið við að skrifa bréfið bað hún ekilinn að skreppa aftur inn í krána og spyrjast fyrir hvort nokkur þar vildi reka erindi fyrir hana. Hann kom að vörmu spori og var lítill drengur með honum. Þú átt að bfða hérna, sagði hún við drenginn. Bráðum kem ur maður út úr fangelsinu. Ég skal benda þér á hann. Þú átt að hlaupa til hans og fá honum þetta bréf. Spyrji hann hver hafi fengið þér það áttu að hlaupa burt án þess að svara. Hún gaf drengnum vænan skilding Og fékk honum bréfið. Drengurinn hallaði sér upp að vagninum, ert Karólína starði á fangelsisdyrnar. Klukka sló nokkur högg. Klukkan hlýtur að vera níu, hugsaði hún, og á sjöunda slaginu-opnuðust dyrnar og maður nokkur kom út og steig hikandi nokkur skref. Hún beygði sig niður að drengnum og hvíslaði. — Það er hann. Hlauptu — Við ekilinn sagði hún: — Til Vivienne-götunnar! Um leið og ekillinn sneri við sá Karólína, að drengurinn af- henti Gaston bréfið og hljóp svo 17. kapituli. KOMIN HEIM. — Eruð það þér þarna, frú Ég er hálfsmeyk í þessu myrkri. — Ég er hér, Jeanette. — Það er víst svona, að evra myrkfælin um hábjartan daginn, en það er svo dimmt.hérna uppi á loftinu.. — Þetta er ekkert um að fást, hjálpaðu mér bara með þetta. — Hafið þér fundið eitthvað nothæft? — Ég hefi að minnsta kosti þegar ég var nýbúinn að skrifa þér langt bréf.—Ég vil hart á burt sem fætur tqguðu. fengið fangið fullt af minning- um. Þær voru sannarlega með sitt af hverju, sem þær höfðu fundið uppi á loftinu. — Við skulum athuga þetta betur inni í herberginu mínu. Sjáðu þessa litlu freigátu — hana skar bróðir minn út. Hann var alltaf með tálguhníf á kvöld- in — hann ætlaði sér að verða skipstjóri, þegar hann yrði stór, skipherra — — Var það hann, sem féll í sjóorrustu? Já. Seinustú sjö árin höfðu ýmsir átt heima í höllinni, — hinir og þessir embættismenn, og gömlu húsgögnin höfðu smám saman týnt tölunni, en í borðstofunni var enn gamla eikarborðið stóra. Karólína settist við það. Jean- ette hafði kveikt eld í arninum. Nú sat Karólína þarna ein og borðaði súpuna sína, en hún var lystarlaus Qg eirðarlaus. Það var eins og hverja myndina af annarri bæri fyrir augun, er hún sat þarna, — minningar allt frá þeim dögum, er þau léku sér saman, hún og Henri. Hún var eins og í leiðslu. Þannig áhrif hafði það á hana, að vera kómin heim á bernskustöðvarnar, vera frjáls, geta gert hvað sem hún vildi, án þess neinn gæti fundið að neinu. Stundum hikaði hún, er hún þurfti að segja Jeanette fyrir verkum. Hún var að velta fyrir sér hvort hún ætti að sofa { herbergi foreldra sinna, en gat ekki fengið sig til þess. Er húp stóð upp heyrði hún að vagni var ekið að húsdyrun- um og htín kipptist við. En það var þá Grailly, gamli húslæknir- inn, sem kominn var. Hann var orðinn ellilegur og mjög gild- vaxinn, röddin hás, og hann var síhóstandi. Hann fór mörgum orðum um hve sárt hann sakn- að hennar og hve þungt sér hefði fallið, er hann varð að hætta við að lofa henni að vera, vegna taugaóstyrks konu sinnar. — Þér megið ekki erfa þetta, Earólína, sagði hann. Eftir á þótti henni þetta ákaflega leiðin legt, einkum þegar við fréttum af handtöku yðar. Og þegar hún lá banaleguna kallaði hún á yður og bað yður fyrirgefningar. — Ég var henni ekki reið, svaraði hún, og hugsaði á þá leið að við svipaðar aðstæður hefði hún kannski komi eins fram — og án þess að iðrast þess eftir á, en það kom ónotalega við hana, er Crally minntist á Taulin ábóta, sem hafði ákært hana. — Karólína, þér hljótið að hafa fengið villandi upplýsingar, hann er ágætis maður, sem hjálp aði mörgum, án tillits til stjórn málaskoðana, tók menn .að sér, lofaði þeim að vera, verndaði þá. En það var óhjákvæmilegt, að sumir væru handteknir, en var það hans sök? Allir virða hann. Hann hefir alla tíð reynt að vera mannsættari. Karólína yppti öxlum. — Ég tel mig hafa sannanir, — en hverju sklptir þetta nú? Hún var vinsamleg við lækn- inn og fylgdi honum til dyra. Þegar allt kom til alls var vafa- laust heppilegast, að þau væru vinir. Bráðum mundi Anni koma og alltaf, þar sem hann var á heimili, gat læknis verið þörf. Vertu bara feginn að ég lét þig ekki i að ryksuga teppið með rananum. SELJUM í DAG: Til sölu: Dodge pickup ’53, tneð aluminium húsi. Taunus station ’55, T A R Z A N WITH PESPÉKATB, TREM9LINIS FINIGERS TAKZAW ASAIM GKIF’F’EF’ THE <MIFE. W960 THENiSUMMONlNG THE LAST KESEFiVE OF STKEMSTH, HE HUKLEC7 THE WEAFOM! Titrandi fingrum greip Tarzan krafta sinna til að kasta vopn- bringu ljónsins, risti hana og stakkst á bólakaf í hjartað. til hnífsins og neytti síðustu inu. Hinn stóri hnífur kom á '59 og ’61. VW ’56 verð kr. 52 þús. Packard ’54 verð 30 þús. Dodge station ’54 verð 50 þús. /oAMLA BÍLASALAnV RAUÐARÁ SKÓLAGATA 55 — St.MI 15812

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.