Vísir - 15.02.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 15.02.1963, Blaðsíða 5
VISIR . Föstudagur 15. bebrúar 1963. 5 Wilson sigraði og vill hafa Brown sér við hlið Wilson Harold Wilson hlaut 144 atkv. í þingflokki brezka Verkalýðs- flokksins, f annarri lotu kosning- anna um flokksleiðtoga, en George Brown 103, og sigraði Harold Wilson því með 41 atkvæðis meiri hluta. Hann er þar með orðinn forsætisráðherraefni flokksins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar í neðri máistofunni. Wilson talaði í sjónvarp í gær- kvöldi og viðtal var við hann i útvarpi og um úrslit kosninganna rætt f fréttaauka. Lýsti Wilson yfir, að hann myndi fylgja stefnu Gaitskells og leggja áherzlu á að varðveita ein- inguna í flokknum, en megin verk efni fram undan væri að undirbúa ! sigur flokksins í næstu þingkosn- ingum. Hann kvað feikna mögu- leika fyrir hendi til framfara og umbóta á Bretlandi og hefðu þeir hvergi nærri verið nýttir. Hann lýsti yfir, að hann vildi Brown sér við hlið og mundi hann beita áhrifum sínum til þess eftir megni að George Brown féllist á að gefa kost á sér sem varaleiðtoga fiokks ins. Brown hefir nú tekið sér nokk urra daga hvíld til íhugunar. Wils on er hagfræðingur að menntun, 46 ára, og yngsti leiðtogi Verkalýðs- flokksins fyrr og síðar. Hann hefir löngum verið talinn „aðeins vinstra megin" við þá, sem eru á miðjum flokksvettvang- hvort ekki væri mögulegt að loka dyrunum, rétt á meðan tón- leikarnir stæðu yfir, því að eng- inn annar virtist hafa hugsun á því. Og ekki gat listakonan heldur fengið að jafna sig í hléinu og verma ískaldar hendur sínar og handieggi, þvi að búningsher- bergi hennar var líkara íshúsi en mannlegri vistarveru og ekki virtist einu sinni hægt að út- vega henni rafmagnsofn til að hlýja sér ofurlítið við. Svona aðbúð er hreinasta hneyksli, sem ekki má endur- taka sig - þá gætu íslendingar eins boðið frægum erlendum listamönnum upp á að spila í snjóhúsum, eins og margir út- lendingar halda, að við búum í. Að utan Framhald af bls. 8. einum vini sínum bílinn. Þá var markgreifi Marcel de Sade glysgjam og bar á fingr- unum gilda gullhringi með dýr ustu demantsteinum. Einn hringurinn hafði kostað 25 þús. kr. Cjálfur hafði hinn ungi maður ^ á hraðbergi óteljandi sögur af „ættfólki" sfpu í Frakklandi og lýsti f hrifningu ættarhöll- inni sem tilheyrði honum suður í Leirudal, en þó hann væri auðugur og hefði erft stórfé kvaðst hann þó ekki hafa efni á að halda við höllinni. Þannig gat hann spunniá upp endalaus ar sögur um eigur og ættgöfgi og það versta var að hann trúði þeim sjálfur. Nú mætir hinn ungi maður fyrir rétti í Kaupmannahöfn en i yfirheyrslurnar ganga illa, því1 að hann trúir því sjálfur að hann sé franskur aðalsmaður og kannast lítt við spumingar um fjárdrátt og svik einhvers dansks gjaldkera sem hét Jörg- en Schmidt. fangelsi. En nú hafa lögreglunni borizt kærur um að Sigurður sé tekinn til við fyrri iðju sína, sé farinn að ganga í hús undir fölsku nafni og reyna að svíkja út úr fólki fé, fyrir vaming sem hann telur sig vilja selja. Lögreglunni þykir því full ástæða til að vara almenning við manni þessum og láta hann ekki hlunnfara sig. Alþingi — Frh. af 7. síðu: gins og sézt á því hvað Bjarni Benediktsson sagði, voru vangaveltur um, hvar biskup skyldi búsettur og hversu marg ir biskupar skyldu vera. Var jafnvel talað um eina 3 bisk- upa á íslandi ,einn að Hólum, einn að Skálholti og einn f Reykjavík. Allir voru þó sam- mála um ,að afhending Skál- holtsstaðar f hendur þjóðkirkj- unnar væri til bóta og sú niður staða fékkst í umræðurnar, að sú afhending hindraði f engu, það baráttumál áhugamanna að biskupinn hefði aðsetur í Skál- holti. Verður þvi að telja þetta frumvarp eins og kirkjumála- ráðherra tók fram, „spor í rétta átt“. Mudurinn framhald at bts. 4 „Við reynum að samræma okk ar viðhorf og skoðanir á einstök um persónum". Spyrjandi hafði búizt við því að hitta eldri virðulegan mann sem talaði alls ekki eins og ung ur, hæfilega óánægður rithöfund ur, en þessi 54 ára gamli nýgræð ingur f íslenzku Ieikhúslífi sagð að sfðustu: „Mér finnst ég aldrei hafa ver ið yngri en núna“. — stgr. Lögreglun — ÞJÓFNAÐUR Frímerkí — Framhald af bls. 16. Laugardaginn 16. sept. fékk Neve símskeyti frá frímerkjasöl unni þar sem honum er tilkynnt að hann geti aðeins fengið brot af því, sem hann pantaði. Hann kom daginn eftir og ræddi við forráðamenn frímerkjasölunnar á mánudag, og tókst að fá þá til að selja sér 7 þús. sett af þeim 50 þúsund settum, sem hann hafði pantað og greitt fyrir. En þar sem hann, Neve, taldi sig í einu og öllu hafa far- ið eftir fyrirmælum póst- og símamálastjórnarinnar eins og þau birtust i tilkynningu henn- ar um frímerkin frá 12. júlí taldi Neve sig hafa verið svik- inn í viðskiptunum og hafa orð ið fyrir álitshnekki og misst viðskiptavini, ákvað hann að höfða skaðabótamál. Róbert Bechsgaard sendi 19. ágúst pöntun á 30-50 þús. sett- um af Evrópufrímerkjum. Kvaðst hann geta borgað merk- in fyrirfram eða greitt inn á konto í Privatbanken í Kaup- mannahöfn, og óskaði fyrir- mæla frímerkjasölunnar um það hvemig greiðslan skyldi fara fram. Hinn 25. ágúst barst Bechsgaard bréf þar sem póst- urinn kveðst hafa skráð pönt- un hans fyrir allt að 50 þúsund settum. Hann sendi bréf með greiðslu, dags. 15. sept. Kom það hingað 16. sept. En 19. sept. daginn eftir útgáfudag frímerkj anna, fær hann skeyti frá frí- merkjasölunni um að ekki sé hægt að afgreiða pöntun hans, þar sem frímerkin séu uppseld. Beohsgaard hringdi til Reykja- víkur, en það bar ekki árangur, svo að hann áskildi sér rétt til skaðabóta vegna þess hvernig farið hafði. Kvaðst hann hafa gert pantanir sínar eftir óskum viðskiptavina sinna og hefði málið valdið sér álitshnekki. Eins og áður er sagt miðast hinar háu kröfur við það, að frímerkin Uækkuðu verulega á markaðnum, og komust hæst upp í 22 krónur danskar, en kostuðu hér heima f frímerkja- sölunni 11.50. Listafólkið — Framhald af bls. 16. inu, þegar ískaldur stormur næð ir um sviðið og feykir til tjöld- unum við inngöngudyr þess líkt og flaggi í ofsaroki? Mme Stefanska varð meira að segja sjálf að standa upp og aðgæta, Framhald af bls. 1. Þannig varð Sigurður sannur að því að hafa í desembermánuði s.I. svikið út á þennan hátt verðmæti nær 9 þús. kr. Hefur Sigurður setið í gæzlu- '"•ðhaldi fvrir svik sín frá því im miðian des. s.l. og þar til nú í vikunni að hann var látinn laus við dómsuppkvaðni..gu, þar sem hann var dæmdur í 20 mánaða Innbrot var í nótt framið í raf- :.iagnsstillingarverkstæði fyrir bif- reiðir, sem er til húsa í Tryggva- götu 10. Ekki verður hægt að segja aö innbrot þetta hafi svarað kostnaði fyrir þjófinn, því að allt og sumt sem hann bar úr býtum var um eða innan við 70 krónur f smá- peningum. Öðru var ekki stolið og engin spöll unnin. Chopintóníeikar jprú Halina Czerny-Stefanska, píanóleikari frá Póllandi, lék fyrir styrktarmeðlimi Tón- listarfélagsins í gær og fyrra- dag, Þar sem hér var um að ræða nafnfrægan „stórpían- ista“ og á efnisskránni ein- göngu verk tónskálds, sem ís- lendingum virðist sérlega hug- leikið, fjölmenntu Reykvíking- ar á fyrri hljómleikana a. m. k. svo við stórvandræðum lá sök- um rúmleysis. Hins vegar var ekki hægt að kvarta um þungt Ioft og hitasvækju, eins og oft vill koma fyrir á jafn fjölsótt- um hljómleikum, og er út af fyrir sig gleðilegt að loftræsing skuli vera í góðu lagi í einu samkomuhúsi borgarinnar. En of mikið má af öllu gera, og er skemmst frá að segja, að veðr- áttan í húsinuu var sem maður á að venjast í fiskhjöllum í af- skaplega vindasömum plássum, og einkar hagkvæm og þægileg við ýsu og steinbítsherzlu. Fiskurinn frýs þá annað slagið, þornar vel í gustinum, og af honum verður þetta sérkenni- lega óbragð, sem við erum öll vitlaus í. jþað má vel vera, að forustu- menn Austurbæjarbíós hafi hugsað sér að herða li*;ta- konuna svo rækilega, að bolsé- vískir listafjendur í heimalandi hennar komist ekki upp með moðreyk í framtiðiniii, og er það vel hugsað og fallega. Alla- vega ætti hún ekki að kalla allt ömmu sína, eftir þessi ósköp. En þessi yndislegu verk eftir Chopin, (tvær pólonesur, þrjár ballötur, noktúrna og allar prelúdíurnar) eru ekki ákjósan- leg viðfangsefni krókloppinna fingra. Þó frúin hafi greinilega margt fallegt og merkilegt fram að færa við túlkun slíkra tónsmíða, komst það aldrei verulega áleiðis á þessum Frú Halina Czemy-Stefánsson hljómleikum, og urðu þeir, sem þekkja til leiks hennar, af hljómplötum, fyrir gífurlegum vonbrigðum. trijóðfærið sem henni var J'Jl fengið í hendur, var þá ekki til að bæta úr skák, hvaðan sem það er nú komið, Féllu strengir þess riiður uf öllu, undan þungum Ieik aum; ingja manneskjunnar, sem ann- að slagið varð blátt áfram að hamra sér til hita, og það af öllum kröftum, Ef svona á að halda áfram, er ekki annað að gera en hafa með sér hákarl og brennivín á hljómleika hér í bæ, en það gæti nú orðið dýrt spaug, því svona samkom- um fer óðum fjölgandi. Leifur Þórarinsson. Skálholf híður — Framhald af bls. 1. Þá verður að sjálfsögðu að vera sem bezt að- staða í Skálholti til helgihalds, þar sem kirkjan bíður eftir slíku hlutverki. Þar koma margir og þarf að vera aðstaða fyrir menn til að dvelja í Skálholti þótt þeir hafi engum sérstökum erindum þar að gegna öðrum en þeim að vera þar, hvílast og byggja sig upp andlega. Þetta gerist ekki allt í einu. Til þess þarf mikla fjármuni og mikla persónu lega atorku. Mig persónulega skiptir það ekki öllu hversu hratt gengi að hagnýta Skálholt, heldur að stefnan sé rétt. Kirkjan þarf að sameinast um það að gera Skálholt að sínum hjartastað, sem veitir þjóðlífinu andlega frjóvgun og blessun“. Að lokum sagði biskup: „Ég er ákaflega þakk- látur ríkisstjórninni og kirkjumálaráðherra sérstak- lega fyrir góðar undirtektir við óskir kirkjunnar um að fá Skálholt ,og umræðurnar sem fóru fram á þingi í gær voru til uppörvunar fyrir kirkjunr og Alþingi íslendinga til varanlegrar sæmdar“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.