Vísir - 15.02.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 15.02.1963, Blaðsíða 2
2 V í SIR . Föstudagur 15. bebrúar 1963. ur leikið við félagslið sem heitir Guyenne, en eftir þann leik verður okkur haldið hóf. Til Bordeaux förum við með járnbrautarlest. Á mánudagsmorgun verðum við sótt ir af Spánverjum og haldið til Bil- bao, en þar leikum við landsleik gegn Spáni á fimmtudag kl. 21. Fjórði leikur okkar er svo gegn úrvalsliði í San Sebastian, en á föstudag verður haldið með lest til Parísar aftur og þar skilja leið- ir. FH-menn fara til Esslingen í Þýzkalandi til keppni þar, en sum ir liðsmanna fara til Englands, Danmerkur og víðar og enn aðrir halda heim. — Ert þú kvíðinn, Ásbjörn? — Nei, ég veit að við gerum okkar bezta og vonandi verður það nógu gott til að klekkja á Frökk- um og Spánverjum. — Hvernig farið þið að því að fara svona dýra ferð? — Strákarnir hafa sjálfir aflað farareyris, en við erum í því sam- bandi innilega þakklátir yfir 100 firmum, sem voru svo vingjarnleg að styrkja ferðina með auglýsing- um í mótaskrá Handknattleiks- móts Islands, svo og HKRR, sem ætíð hefur verið boðið og búið að hjálpa til að koma á leikjum til styrktar utanförunum. Við óskum landsliðinu góðrar ferðar og vonumst til að fá fréttir af sigrum úr ferðalagi þeirra um hinar suðrænu byggðir. — Ef til vill ekki svo mjög. Ég velt að drengirnir gera það sem I þeirra valdi stendur, en hins vegar hefði verið betra að koma fyrr til Parfsar. Nú komum við aðeins sól- arhring fyrir leikinn en á EM komum við fyrstir liða, sem ég; tel ótvfræðan hagnað. — Hvernig er annars „pró- grammið"? spyrjum við Ásbjörn Slgurjónsson hinn vörpulega farar- stjóra liðsins og formann HSl. — Nú við komum í kvöld til Parísar eftir millilendingar f Glas- gow og London, en í London bfð- um við í 2 tíma eða svo eftir flug- vélinni, en á morgun munum við skoða fþróttahöllina sem við leik- ★ 5') Sumarið 1939, þegar skip Sameinaða gufuskipafélagsins lét úr höfn, hafði þaö lnnan- borðs heldur óvanalega far- þega, 14 kornunga knattspyrnu menn úr KR og fararstjóra þeirra en þetta sumar hafði flokkurinn mikið látið að sér kveða. Þetta voru 2. flokks’pilt ar, sem flestir höfðu haldið hóp inn allt frá í 4. flokki og voru nú farnir að skapa gott lið. Ferð KR-inganna ungu vakti mikla athygli hér á landi og raunar enn meiri í Færeyjum því aldrei fyrr höfðu svo ungir menn lagt út í ferðalag héðan til að leika knattspyrnu. Þetta rifjaðist upp þegar við sáum mynd af samkvæmi á Hótel Sögu, en ljósmyndari vor var nálægur og gerði sam- komuna „ódduðlega" méð mynd sinni. Var samkvæmi þetta haldið til að fagna Færeýingn- um Samael Davfdsen, sem tók á móti KR-flokknum fyrir 24 árum, en þá var Davídsen blaðamaður í. Þórshöfn. Á myndinni frá Sögu sjáum við frá vinstri þá KR-ingana Gunn- ar Jónsson, nú sölumann hjá Nathan & Olsen, Skúla rakara Þorkelsson, þá Bomma eða Birgir Guðjónsson eins og hann raunar heitir, en hann starfar sem kunnugt er hjá Helga Magnússyni & Ca„ Jón ,,á ellinu" Jónasson skipasmið, Matthías Jónsson póstmann. Innst við borðið hægra megin er Guðbjörn Jónsson, klæð- skerameistari og knattspyrnu- dómari, Davídsen, sem er nú skipstjóri á einu Mærskskip- anna frá A. P. Möller í Kaup- mannahöfn, Páll Hannesson, tollvörður, Sigurður Jónsson, bakarameistari og síðastur en ekki síztur Sigurður Halldórs- son, forstjóri, sem er núverandi formaður knattspyrnudeildar KR. Davfdsen fylgdi KR-ingum um allar Færeyjar á sínum tíma og tókst hin bezta vinátta með honum og öllum þátttak- endum, KR-ingar héldu heim frá Færeyjum eftir stórkostlega ferð nokkrum dögum eftir að seinni heimsstyrjöldin skall á, en ári síðar endurnýjaðist vin- áttan við Davíðsen, er hann kom til íslands og var hér I 3 ár, en þá sneri hann sér að sjó- mennskunni. Hingað kom hann nú f fríi sfnu til að hitta vini sína, KR-ingana, og varð fagn- aðarfundur með þeim eins og gefur að skilja. Gamla myndin var tekin í Færeyjum 1939 og er af KR- ingum og færeyzkum keppinaut um. KR-ingarnir (f efstu röð): Matthias Jónsson, Jóhannes Sig urðsson, Guðbjörn Jónsson, Snorri Guðmundsson, Páll Hannesson, Óskar Þór Óskars- son, Sigurður Jónsson, Hafliði Guðmundsson, Skúli Þorkels- son, Freysteinn Hannesson, Karl Karlsson, Jón Jónasson, Gunnar Jónsson, Birgir Guð- jónsson. í fremstu röð eru m, a. Margeir Sigurjónsson, Davfd- sen, Hersteinn Pálsson, ritstj. Vísis, sem var aðalfararstjóri f ferðinni og Sigurður Halldórs- son og frú. Þessi sagá sýnir okkur greinilega hve íþróttirnar eru haldgott reipi vináttu og frið- ar milli þjóða og einstaklinga. Vináttubönd, sem bundin voru fyrir 24 árum eru enn órofim Þannig sambönd eru ekkert einsdæmi og þannig eiga ís- lenzkir íþróttamenn marga vini um allan heim. Ánægjulegir endurfundir gumullu KR-ingu og fær- eysks vinur ú Hótel Sögu Hin gömlu kynnL. „Kvíðum mest kuldunum" um síðan í um kvöldið kl. 10.30 eftir frönskum tfma (8.30 ísl. tfmi). Boði Frakka til hádegis- verðar verður hafnað, Næst er Bordeaux, en þar verð- — sögðu léttir og kútir lundsliðs- menn við brottförinu í morgun >*_________________________________________- „Við kvíðum bara kuld- anum“, sögðu glaðir og reif ir landsliðsmenn við brott- förina frá Reykjavíkurflug veili í morgun, en í dag verða þeir á ferðalagi og koma væntanlega ekki á áfangastað fyrr en kl. 6 i kvöid eftir frönskum tíma. íslenzka liðið, sem að sögn lands- Hðsnefndar hefur aldrei verið jafn- ara og búið jafnbetrl skyttum, á fyrir höndum að verja heiður fs- lenzks handknattleiks, sem eftir tvser helmsmelstarakeppnlr er f talsverðu gengl f Evrópu. Vitum of litið... — Þvf mlður vltum við allt of fátt um Hðln, sem vlð eigum að keppa vlð, sagðl Hailsteinn Hin- riksson, hinn góðkunni landsllðs- þjálfarí og oft nefndur „faðir hand knattleiksins", enda einn af frum- kvöðlum hans hér á landi. — Við vitum að handknattleikur f Frakk- landi og á Spáni er mjög nýr af nálinni, en mjög vaxandi grein og handknattleikshallir rísa um lönd- in þver og endllöng eins og gor- kúlur. Við vitum einnig að Frakk- ar hafa f vetur unnið Norðmenn, Dani Og Hollendinga í landsleikj- um, og Spánverjar töpuðu nýlega með aðeins tveggja marka mun fyrr V.-Þjóðverjum, en meistaralið þeirra er talið Evrópubikarhöfun- um f handknattleik Göppingen mjög skeinuhætt, en þau lið lenda saman næst f Evrópubikarnum. Einnig vitum við að Frakkar eru alltaf mjög góðir heimafyrir og að fyrsti leikur okkar er oft verri en þeir sem eftir koma. — Unnuð þið ekki síðast þegar þið kepptuð við Frakka? — Jú, vlð unnum leiklnn 20— 13. Það var f heimsmeistarakeppn- inni 1961 í Homberg Hall f Þýzka- landi. —• ErtU kvíðinn úrslitunum nú? Skíðaförin tíl BERGEN Skfðaráð Reykjavíkur bendir skfðafólki á að tilkynna þátt- töku í Bergenferðina sem allra fyrst til Ferðaskrifstofunnar Sögu í Ingólfsstræti. Þar eð kostnaði við för þessa er mjög stillt f hóf er æskilegt að sem flestir geti tekið þátt í henni, Lagt verður af stað að morgni fimmtudaginn 21. marz og flogið beint til Bergen og dvalið í Solfonn þar til eftir helgina og komið aftur til Reykjavíkur þriðjudaginn 26. marz.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.