Vísir - 15.02.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 15.02.1963, Blaðsíða 4
t i 4 7- \ r X r2 'l V /j/j V1SIR . Föstudagur 15. bebrúar 196% Maðurinn Cherwood Anderson byrjaði að skrifa á miðjum aidri, Gau- guin var kominn nálægt fertugu, þegar hann byrjaði að fikta við pensllinn, og Sigurður Róbertsson er kominn af baliárunum, þcgar leikrit hans er uppfært í Þjóð- ielkhúsinu. Dimmuborgir, leikrit hans, sem hann samdi fyrir örfáum árum og sendi í leikritasamkeppni til Þjóð lelkhússins í hitteðfyrra, verður frumsýnt 27. þ. m. Fékk hann hvorki verðlaun né viðurkennlng fyrir verkið þá. Hins vegar samdi stjórn leikhússins við hann um að taka það til sýningar siðar. Hefur verkið legið i salti hjá höf- undinum þennan tíma. í tilefni af þessum viðburði gekk flugumaður frá blaðinu á fund rithöfundarins, og af þvi að leikritaskáldið er að norðan og vann með spyrli nokkra daga sumarið 1941 við vegagerð hjá brezka hernum undir stjórn þræla haldara frá Suður-Afríku, tók það forvitni komumanns vinsamlega. JJann kom hingað frá þeim for- dæmda stað, Akureyri, i lok striðsins, lagði þá stund á bók- band, hafði áður stundað alls kon ar vinnu eins og til féll. Einnig hefur hann starfað f bókaverzl- unum, verið mikið innan um bækur, i makki við þær blessað- ar eins og sumir við veika kynið. Þótt ein þrjátlu ár séu síðan hann kvaddi sér hljóðs með smá- sögu í Nýjum kvöldvökum Þor- steins M. og afköst séu drjúg, hefur lítill hávaði verið í kring- um rithöfundarferil hans. Hann hefur þurft að sinna sínu brauð- striti lengst af ævinnar, að því er hann sagði, og þegar ég spurði hann, hvenær hann skrifaði, sagði hann: „Ég nota tómstundirnar og sumarfríin — það er ekki um annað að ræða hjá mér“. „Hvernig líkar þér að skrifa?" „Mér finnst það skemmtilegt". Hann sýndi mér nokkrar bæk- ur, sem liggja eftir hann, og sagði mér af öðrum. Þær eru: Lagt upp f langa ferð — smásögur ’38, Ut- an við alfaraleið '42 (smásögur), Augu mannanna ’46 og Vegur allra vega, hvort tveggja skáld- sögur, ennfremur Kennimaður, hans fyrsta skáldsaga, birtist í Nýjum kvöldvökum á árunum ’40—’42 („mesta bölvað blaður”, sagði rithöfundurinn góðlátlega). Og að auki samdi hann tvær framhaldssögur fyrir dagblað í Reykjavík: Bóndinn f Sráðagerði og Gróðavegurinn. Fyrir nokkrum árum fór hann að reyna við leikritagerð, sagðist vera „hættur við smásögur og skáldsögur". „Hvað vakti áhuga þinn á að skrifa leikrit?" „Ég byrjaði snémma að lesa leikrit — það var alltaf mín uppá haldslesning frá því ég man eftir ... ég las leikrit Jóhanns Sig- urjónssonar eins og titt var í minni sveit, og síðan reyndi ég að lesa Ibsen, Strindberg og enn siðar leikrit Nordals Griegs, sem ég var hrifinn af. Ég reyndi iika að sjá allt á leiksviði eftir því sem aðstæður leyfðu. Eftir því sem ég fékk meiri áhuga á leik- ritum, þeim mun meira fór mér að leiðast ,,skáldsagan“.“ „Áttu við skáldsöguformið?" „Það er of mikið óþarfa kjaft- æði í skáldsögum. Skáldsaga er ekki nógu hnitmiðað form“. „Hvenær byrjaðirðu á leikrita- gerð?“ „Um svipað leyti og Vegur allra vega kom út, eða laust fyrir ’50 — það er ekki Iengra síðan. Fyrsta leikritið samdi ég í til- efni af opnum Þjóðleikhússins, heitir Maðurinn og húsið“. „Efnið í því ...?“ „Það má segja, að það sé átök milli gamla og nýja tímans — erfiðleikar ungs fólks, þegar gamli og nýi tíminn rekast á“. „Annað leikrit, eftir þig á prenti?" „Uppskera óttans (’52) >— hroll vekja, byggð á sönnum atburð- um, sem gerðust í Vestur-Þýzka- landi, þegar farið var að vekja upp vopnavaldið aftur og vopna- framleiðendur fóru að fá byr und ir báða vængi á ný“. „Fleiri úr smiðju þinni?“ „Ég á þrjú önnur — f hand- ittiu >r, • R^bertssón „Hann er geðþekkur, þegar maður fer að kynnast honum nán ar“. Annað leikrit hans, Stormur- inn, er byggt á gamalli helgisögn — það er þessi gamla spurning um, hvers son var Jesús, og það Samtal við Sigurð Róbertsson, rithöf. í tilefni af upp- færslu á leikriti hans í Þjóðleikhúsinu Semsagt það er leitast við að svara, hvernig þetta byrjaði, hvers vegna hann varð harðdræg- ur og miskunnarlaus f eftirsókn eftir valdi og peningum og met- orðum. í leikritinu er reýht að finna svar við því, hvernig menn fara að þvf að nota aðrá fit að fleyta sér áfram“. „Leggurðu meira upf> j(|ir per- sónusköpun en kringumstæðwri?" „Ég hef reynt það — en mesta vandamálið, sem maður horfist í augu við, er tæknilega hlið'máls- ins“. „Hvemig er það vandamál leyst í Dimmuborgum?'* „Ljósum er mikið beitt — það er eitt af mörgu“. „Mæturðu á æfingum?" „Hef gert það nokkrum sinnum — ég breytti stykkinu smávegis, eftir að farið var að lesa saman, í samráði við leikstjórann, Gunn- ar Eyjólfsson, en áður hafði hann farið yfir það — einnig Ævar Kvaran, sem fékk áhuga á að fara með hlutverk forstjórans". ISI 1 „JJvernig leggst það f þig að 1 láta færa upp leikrit eftir | Þig?“ fj§4 „Dálítið undarleg tilfinning og erfitt að trúa því, að það sé allt • W % 1 einu or®'® veruleika". ■' „Finnst þér ekki eitthvað vera tekið frá þér með því?“ ill „Áttu við, að glæpurinn sé tek- inn frá manni? Það er í öllu falli einkennilegt, að sjá þetta lifandi fyrir sér á sviðinu.” „Finnst þér, að þér hafi tekizt að, tjá það, sem þú' ætlaðir að segja?” I “ 1 •’ w;„Ekki fyllilega — eftir tvö ár A ður en helít er í bollana, spyr frá þvf að ég hreinritaði það, ég Sigurð um efnið f Dimmu- rak ég mig á að sjá hlutina í borgum, sem verður uppfært á öðru og nýju ljósi. Skilningur næstunni. breytist og ný sjónarhorn bætast I stuttu máli er það: Maðurinn við“. andspænis fortíð sinni. Þetta er „Ertu ekki smeykur við þetta?" qm mann, sem kominn er hátt í „Heldur mikil karlmennska að þjóðfélagsstiganum. Á 50 ára af- seSÍa> að maður sé ekkert smeyk- mæli hans á að halda honum ur v'ð það“. riti, sem ég lít meira á sem til- raunakanínur enn sem komið er. Leikrit eru aldrei fullgerð, meðan þau eru bara í handriti”. Inntur eftir þvf um hvað þau fjölluðu, sagði hann, að eitt héti Har.s Hágöfgi, efnið sótt í sagnir af Jörundi Hundadagakonungi — væri tragíkómedía. „Hvernig ferðu með Jörund?” þriðja er Búmannsraunir — ger- ist í sveit, skopmynd af kaup- sýslumanni, sem fær þá hugsjón að fara að stunda búskap — ger- ast sveitamaður. Og þá er eitt i smíðum, gerist um borð í skútu. er um fólk, sem er á ferðalagi. Persónurnar eru leiksoppar misk- unnarlausra örlaga. veizlu. Blaðamaður kemur til hans af því tilefni og fer að spyrja hann, hvernig hann fór að því að verða það, sem hann varð: Það er fyrsta sýningin af tíu í leikritinu. Svo kemur önnur sýn- ing, og þá hefjast svipmyndir úr fortíðinni, og atvikin gerast í hug arheimi aðalpersónunnar. •„Af hverju heitir leikritið Dimmuborgir?" „Sigurður Draumland — hann yrkir f, blaðið Dag á Akureyri — skrifaði mér og spurði, hvort þetta gerðist f Mývatnssveit — eins og það mætti halda, að þetta væri um túrista, sem væru að svalla þar á sumarferðalagi, og svo er ég Þingeyingur f þokka- bót — nei, svo einfalt er það ekki. Nafnið er dregið af lífs- sviði aðalpersónunnar, þar sem koma fram persónur, Iifandi og framliðnar (— ekki svo að skilja, að þetta sé spiritismi — nei, ó, nei). Persónurnar eiga að varpa ljósi á, úr hvaða jarðvegi maður- inn er sprottinn og hvað mótaði lífsstefnu hans og lífsviðhorf. Nú var farið yfir f aðra sálma og farið að ræða um, að íslenzkir höfundar væru ekki nógu djarfir (af því að þeim lægi ekki nógu mikið á hjarta), að íslenzki heim- óttarskapurinn í mörgum höfund- um og öðrum listamönnum hér háði þeim mjög mikið — þessi vanmetakindarafstaða til manna og málefna, — þessi andlegi heig- ulsháttur, sem er svo áberandi. „Af hverju er ekki skrifað meira um ungu kynslóðina?" sagði hann. Þegar ég spurði, hvort hann hefði trú á íslenzkri leikritagerð, sagði hann að hún ætti eftir að spjara sig. Það þyrfti að fullnægja hér vissum skilyrðum, svo að hún dafnaði. Hér vantaði æfingarsvið fyrir leikritahöfunda, þar sem þeir gætu komið verkum sfnum á framfæri og notið jafnframt leikrænnar tilsagnar. „Farið þið ekki svipað að, þú og leikstjóri og aðalleikandi í Dimmuborgum?” Framh. á bls. 5. andspænis fortíð sinni

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.