Vísir


Vísir - 25.02.1963, Qupperneq 3

Vísir - 25.02.1963, Qupperneq 3
A MENNEVG ARÞINGI A laugardagscftirmiðdaginn gekkst Stúdentafélag Reykja- víkur fyrir umræðufund um listir og bókmenntir landsins. Var fundurinn haldinn f Lido og húsið var troðfullt af áheyr- endum. Framsögu um b6k- menntir hélt Sigurður A. Magn- ússon en um myndiist Björn Th. Bjömsson. Einar Benediktsson formaður Stúdentafélagsins stýrði fundi. Framsöguræðumar vom hinar áheyrilegustu, þótt Bjöm Iist- fræðingur beitti meir gífuryrð- um en hógværðinni og urðu á- heyrendur margs fróðari. Ekki er hins vegar hægt að segja það sama um þær ræður, sem fluttar voru eftir fram- söguræðumar. Sumar þeirra Ilktust misheppnuðum þáttum á kabarettsýningum og einn ræðumanna óð svo elginn að á- heyrendur klöppuðu hann nið- ur. Ýmsir kunnustu rithöfundar og listamenn þjóðarinnar vom viðstaddir en ekki létu þeir í sér heyra, nema einn eða tveir, stuttlega. Því má spyrja hvort menn séu orðnir svo þreyttir á masi og skrafi um menningair- máiin áð þelr telji þess ekki vert að leggja orð í belg, eða hvort hógværðin hefir náð yfir- höndinni á slfkum mannamót- um. En framtak Stúdentafélags ins, að efna til slfks fundar er lofsvert. Við birtum f dag nokkrar myndir frá fundinum. Efst sjást nokkrir listmálarar. Frá vinstri: Þorvaldur Skúlason, Valtýr Pétursson, Hörður Ágústsson, Gunnlaugur Schev- ing, leikmaður - í hópnum dr. Gunnlaugur Þórðarson og Haf- steinn Austmann, sem snýr baki í ljósmyndavélina. Neðri myndin frá vinstri: Hannes Pétursson, Steingrímur Sigurðsson, Þorsteinn Valde- marsson við borðið. Sigurður Magnússon er í ræðustól. Við hlið hans Einar Benediktsson formaður félagsins og Jón Abraham Ólafsson fundarritari. Neðsta myndin sýnir áheyr- endur á fundinum. MMI lÉil* '' i ' 'n'v

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.