Vísir - 25.02.1963, Blaðsíða 8
8
.5
VISIR
Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR,
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram.
AíSstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson.
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 65 krónur á má nuði.
t lausasölu 4 kr. eint. - Slmi 11660 (5 línur).
Prentsmiðja Vfsis. — Edda h.f.
Eysteinn vildi aukaaðild
Formaður og ritari framsóknarflokksins sátu fund
á föstudaginn með Þórarni Tímaritstjóra. Fundarefnið
var það hvernig unnt væri að skýra ummæli Eysteins
Jónssonar og Helga Bergs á ráðstefnu Frjálsrar menn-
ingar, þar sem báðir bentu á aukaaðild að EBE sem
hugsanlega leið fyrir fsland.
Niðurstöðu fundar þeirra þremenninganna má lesa
í leiðara Tímans á laugardaginn. Þar segir að það sé
hrein fölsun að Eysteinn hafi nokkru sinni talið að
aukaaðild kæmi til greina fyrir fsland. „Þetta vita allir
sem á umræður þessar hlýddu“ bætir síðan Þórarinn
við með sakleysissvip.
Það er ofboð auðvelt að sitja á skrifstofu uppi í
Skuggasundi og skrifa sannfærandi setningar á fram-
sóknarritvélarnar þar. En því miður eiga þær sára-
lítið skylt við sannleikann. Hér er engin ástæða til
þess að vera með karp og deilur vegna ummæla Ey-
steins á þessari ráðstefnu. Ræða hans er prentuð orð-
rétt í fundargerðinni og þar segir Eysteinn:
„Ég vil ekki trúa því að þetta mál Iiggi að Iokum
þannig fyrir, að um tvennt verði að ræða fyrir fslend-
inga; að ganga undir ákvæði í þessum efnum sem er
ómögulegt fyrir litla þjóð að ganga undir, eða hrekjast
alveg úr tengslum við þessi lönd. Ég held þvert á móti
að 238. grein Rómarsáttmálans sé sett þar inn til þess
að þau lönd þurfi ekki að sfitna úr tengslum, sem
ekki geta gengið inn á grundvallaratriði Rómarsamn-
ingsins. Og ég trúi því að þetta eigi eftir að sýna sig
í framkvæmd ef við bara förum gætilega í þessu máli“.
Og nú er spumingin: Fjallar 238. grein Rómar-
samningsins sem Eysteinn ræðir hér um af svo mikl-
um áhuga um tollasamning?
Nei. Hún f jallar um aukaaðild rikja að EBE.
Það er þess vegna tilgangslaust fyrir Tímann að
halda því fram að Eysteinn hafi ekki gert skóna að
aukaaðild fslands í EBE. En ef hann kýs að halda slíku
þvaðri áfram er sjálfsagt að ljósprenta fleiri kafla úr
ræðum Eysteins og Helga Bergs — um kosti aukaað-
ildarinnar.
Úrelt sjálfstæðishugtak
Á hátíð Þjóðminjasafnsins í gær vék menntamála-
ráðherra að mikilvægu atriði í ræðu sinni: hugtakinu
sjálfstæði nú á dögum. Ráðherrann benti á þá augljósu
breytingu sem orðið hefir á sjálfstæði þjóða í heimi
nútímans.
En í heimi nútímans er gamla sjálfstæðishugtakið
úrelt. Þjóðir ganga í bandalög og láta eftir hluta af
þeim réttindum sem áður heyrðu sjálfstæðum þjóðum
til. Þær hafa því skert sjálfstæði sitt að nokkrum hluta.
En í staðinn hafa þær öðlast mikilvæg réttindi, sem
sambýli þjóða og alþjóðasamvinna hefir veitt þeim.
I 111T" TTITM llll IIIII Fiirnil]IIIIIII■■■■! I ■! 11 !■!■■■■—
V í S I R
—WWPPWWBW .... - .****.
Mánudagur 25. febrúar «063.
★
Sendiherra Sovétríkj-
anna Washington, Ana-
toly F. Dobrynin, lofaði
því fyrir hönd Banda-
ríkjastjómar fyrir nokkr
um dögum, að „nokkur
þúsund sovézkir her-
menn“ yrðu fluttir frá
Kúbu, og skyldu þeir
vera komnir þaðan 15.
marz í síðasta lagi.
Kennedy forseti skýrði
þingleiðtogum frá því
um kvöldið, að hann
hefði fengið slíkt loforð.
En þar með er ekki allur á-
greiningur leystur varðandi þá
aðstoð, sem Sovétríkin veita
Kúbu, og virðist hafa verið —
og enn vera — að verulegu
leyti hernaðarleg, því að þótt
þetta lið verði flutt burt og það
geti litið út sem ný tilslökun
eftir að eldflaugarnar voru
fluttar burt og fleiri árásar-
vopn, þá munu samt verða eft-
MIG-þotur yfír Karíbahafí
ir á Kúbu 12—15 þúsund sov-
ézkir borgarar, þegar „nokkur
þúsund“ hermanna eru farnir
frá eynni 15. marz.
Stjórnarandstæðingar í
Bandaríkjunum '^t-dþUblikéfihr)
hamast í vaxandi mæli’ gégn
Kennedy, og meðal annars telja
þeir, að hann ætti að vera
harðari af sér og ákveðnari
varðandi Kúbu, og er það göm-
ul saga, að þeir sem ekki bera
ábyrgðina eru oft ósparir á að
segja fyrir verkum, en sé af
sanngirni á málin litið, segja
stuðningsmenn Kennedys, að
hann hafi sýnt hvort tveggja í
senn festu og gætni f þessum
málum sem öðrum, og muni
það reynast affarasælast.
Einn af leiðtogum republik-
ana vakti athygli á þvl, að
Dobrynin hefði ekki sagt neitt
um hvers konar lið yrði flutt
burt né heldur ekki nákvæm-
lega hve mannmargt, en Banda-
ríkjaþjóðin vildi allt lið Sovét-
ríkjanna burt frá Kúbu hið
bráðasta.
Yfir 17.000
manna lið.
McNamara landvarnaráð-
herra Bandaríkjanna gizkar á,
að Sovétríkin hafi 17.000 manna
lið á Kúbu, og er það hald
sumra, að af þessu liði hafi
um 5000 verið þjálfaðir til á-
rása, og það séu þeir hermenn
sem Rússar ætli að flytja burt,
__ en svo spyrja menn, hvaða
trygging er fyrir þvf, að meðal
hinna sem eftir verða séu ekki
margir - ef til vill flestir,
hernaðarlega þjálfaðir, enda
starfa þeir sem hernaðarlegir
leiðbeinendur og þjálfarar
margir hverjir.
Þess er að geta, að Adlai E.
Stevenson, aðalfulltrúi Banda-
ríkjanna á vettvangi Samein-
uðu þjóðanna, segir, að alls
ekki sé hér um nein „kaup“ að
ræða, — Bandaríkjastjórn hafi
ekki lofað neinu í’staðinn fyrir
loforðið um brottflutning, svo
sem að Bandaríkin flyttu burt
lið frá tyrkneskum stöðvum
eða öðrum.
Hætta af
árekstrum.
Jafnvel þótt Sovétríkin hefðu
10—20 þúsund manna lið á
Kúbu eða meira yrði sénnileg-
ast lítið um varnir þar, ef
Bandaríkjamenn misstu þolin-
mæðina, og gerðu innrás á
eyna, en sú hætta hefir að allra
dómi minnkað í seinni tíð, en
alvarlegir atburðir geta aukið
þá hættu, og nú seinast vekur
það mikla athygli, að MIG-
flugvélar frá Kúbu gerðu — að
sögn Banda.-kjamanna — skot-
árásir á bandariskan fiskibát,
en höfðu sig á brott, er banda-
rískar þotur komu á vettvang.
Krafðist Bandaríkiastjórn skýr-
ingar f hvassri orðsendingu, og
var sú gefin, að MIG-orrustu-
flugvélarnar hefðu verið að
leita að tveimur kúbönskum
fiskibátum, sem andbyltingar-
sinnar hefðu rænt, og neitað
var, að MIG-þoturnar hefðu
skotið á bandaríska oátinn.
En þessi atburður leiddi
til þess, að Kennedy gaf
í fyrradag æðstu mönnum
landvarnanna fyrirskipun
um, að grípa til nauðsyn-
Iegra ráðstafana til verndar
bandarískum skipum á
Karih r.hafi, og verði jafn-
framt athugað hvort auka
sku!: eftirlit bandaríska
flugflotans með Kúbu.
II lllll I !■!■! ■■■miim IIII l II IIIM
Mesta hættan.
Hvaða dilk þessi atburður
annars kann að draga á eftir
sér skal ósagt látið að svo
stöddu, un gagnrýnendur
Kenndy’s munu sjálfsagt reyna
að nota sér hann í áróðurs
skyni, þótt Kennedy hafi að þvf
er virðist slegið vopnin úr
hendi þeirra með því, að herða
eftirlit á ný á Karibahafi.
En þess má geta að lokum,
að Adlai Stevenson sagði í vik-
unni, að mesta hætta sem Vest-
urálfu stafaði af Kúbu, væri
sú, að tugþúsundir manna frá
Mið- og Suður Ameríku þyrpt-
ust til Kúbu. til þess að nema
„kommúnistisk fræði“ og njóta
þjálfunar sem áróðursmenn, er
heim kemur. F.n sannleikurinn
er sá, að í öllum Mið- og Suð-
ur-Ameríkulöndunum er góður
jarðvegur fyrir áróður, þar sem
fátækt er þar mikil og jafnvel
örbirgð, en alþýðumenntun á
lágu stigi.
Sovétstjórnin lítur vafalaust
svo á, að Fidel Castro vinni
þarft verk f þágu kommún-
ismans, með því að bjóða þús-
undum ungra manna frá Mið-
og Suður-Ameríkulöndum til
Kúbu til uppfræðslu og þjálf-
unar, og það er ein ástæð-
an fyrir því, að ekki er horft f
þann geipilega kostnað, sem
það hefir f för með sér að
styðja hann. Það, sem um er
að ræða, er hvorki meira né
minna en að vinna þjóðir Mið-
og Suður-Ameríku til fylgis við
kommúnismann.
► Tass segir frá því, að þrír
menn hafi verið dæmdir til
dauða í Ukrainu fyrir „frjálst
framtak“. Fjórði maðurinn
hlaut 15 ára fangelsi. Menn
. ;sir höfðu hagnazt á því með
ólöglegum hætti að framleiða
hárnet handa konum og selja
á eigin spýtur. Er þess getið,
að hagnaður þeirra hafi numið
fjárhæð, sem svaraði 4—5
milljónum króna.