Vísir - 27.02.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 27.02.1963, Blaðsíða 4
~K — Læknakandidatar þurfa að prófi loknu að ljúka 13 mánaða starfi á sjúkrahúsi og 6 mánaða vinnu í héraði úti á landi til að fá réttindi til al- mennra læknisstarfa hér lendis. Nú hins vegar skortur á plássum, bæði á sjúkrahúsum og í hér- uðum. Þrír af þeim níu, sem útskrifuðust um s.l. mánaðarmót, janúar og febrúar hafa verið svo heppnir að komast til vinnu á sjúkrahús. Að þeim ellefu, meðtöldum sem ljúka læknisprófi mánaðamótin maí-júní, verða 30, sem bíða eftir að komast að úti á landi. Þar losna nú aðeins 2—3 pláss fyrir allan þennan hóp. Þetta hefur Magnús Karl Pétursson, nýbakaður kandidat í læknisfræði að segja frétta- manni Vísis, er þeir hittust í Aðalstrætinu á dögunum. Til að vita meira dró fréttamaður Magnús með sér inn á Gilda- skálann, er var nærliggjandi, og rakti úr honum garnirnar. Magnús kvartaði ekki fyrir sjálfan sig, heldur félaga sína, sem ekki hafa verið svo heppn ir eins og hann sjálfur, að kom ast inn á spítala til starfa. Það hefur eflaust skift miklu máli að Magnús Karl varð efstur þeirra, sem útskrifuðust f sama prófi og hann. Að — Tj’n eru öll læknishéruð ' landsins setin? — Mér skilst það, já, nema tvö, sem enginn vill fara til eða sækja um. Það eru Árnes- hérað og Bakkafjarðarhérað. Þetta eru fámenn og afskekkt héruð. En læknirinn á Egilsstöð um, sér um Bakkafjörð og læknirinn á Hólmavík um Ár- neshérað. Læknakandidatar verða að fara út á land í sex mánuði, en þetr geta ráðið því sjálfir í hvaða læknislaus héruð þeir fara. — Tjurfið þig að leggja mikið til þegar þið farið til starfa i svona stuttan tíma? — Við verðum helzt að hafa með okkur bíl. Það er i flestum ef ekki öllum tilfellum nauð- synlegt. Svo er það oft að við verðum að leggja okkur til læknistæki, og jafnvel leggja út fyrir apoteki. Þetta getur orðið allveruleg fjárfesting. lega margir, sem skulda mikið, að loknu námi. — En þú hefur orðið að nota allan arfinn? — Já, hann fór allur í kostn aðinn — För ekki drjúgur hluti í bústofnun? — Sennilega um 30 þúsund krónur. — Leigðirðu íbúð eftir að þú kvæntist? — Já, það varð ég að gera. — En áður en þú kvæntist? — Þá hafði ég ókeypis hús- næði hjá föður mínum. En ég borðaði úti í bæ, þar sem móðir mín er látin. — Hvenær byrJaðiirðu að safna skuldum vegna námsins? Ég vann alveg fyrir mér fyrsta hluta, þrjú og hálft ár, og safnaði engum skuldum þá. Eftir það var ekki hægt að vinna, og þá tóku skuldimar að myndast. Ég held að menn byrji yfirleitt ekki að safna sk'úldum fyrr en í miðhluta. — Hverjir voru helztu út- gjaldaliðirnir? ! — Fyrir utan fæði og hús- næði eru bókakaupin stór út- gjaldaliður, sem nemur þúsund- um króna. — JJvað ætlar þú nú að gera? — Ég ætla að nota næsta ár til að Ijúka læknis- skyldunni og litast um í lækn- isfræðinni. Ætli ég reyni svo ekki að. fara í framhaldsnám. Ég er ekki búinn að ákveða hvaða grein það/verður. — Ég hef aðallega augastað á Svíþjóð, en þangað fara flest- ir héðan, eða Bandaríkjunum. Þangað- fara einnig margir. Það er kostur við það að fara til Svíþjóðar að þar má vinna fyrir sér allan tímann. í Banda- ríkjunum eru launin hins vegar ekki há, a.m.k. framan af. Og þetta nám getur tekið 3—6 ár. — Takið þið próf í sérgréin um? — Fáið þið einhverja að- stoð? — Óft ekki aðra en þá, sem við getum útvegað okkur sjálfir t.d. með því að taka lán. Stund um lána þó sýslufélögin pen- inga fyrir útgjöldum til lyfja- kaupa. En ef verið er að ieysa af lækni í stuttu fríi geta kandi datarnir oftast fengið að nota hans tæki. — ‘p'áið þið þá ekki góð laun? — Föstu launin eru því lægri sem héraðið er mann- fleira. Þá er reiknað með að aukatekjur vegna lyfsölu og af vitjunargjaldi verði þeim mun meiri. — Hvernig skiftist skyldu- tíminn á sjúkrahúsi? — Við erum fimm mánuði á lyfjadeild, fjóra mánuði á handlæknisdeild og svo á fæð- ingadeild og slysavarðstofu, mánuði á hvorri deild. — Eru langar vaktir? — Ja, ég var að koma einni rétt áðan. Þá var ég bú- inn að vera á vakt i 28 klukku stundir. — Gaztu þá ekki sofið all- an tímann? — Jú, í þetta sinn var tæki færi til að sofa í þrjár stund- ir. Annars er ekki alltaf sem svefntíminn verður mikið meir á svona Iöngum vöktum. Stund um getum við líka sofið alla nóttina. Þetta er misjafnt — Varstu búinn að starfa á sjúkrahúsi áður? — Já. Meðan á námi stend ur verðum við að hafa starfað á spítala 12 mánuði samtals, fjóra mánuði í miðhluta og 8 mánuði í síðasta hluta. — TXafið þig ekki tíma til að vinna fyrir ykkur með- an á læknanámi stendur? — Það er lítið, í hæsta lagi tvö sumur, allan tímann sem námið tekur. — Hvað tekur það yfirleitt langan tíma? — Flestir ljúka sínu námi V í S IR . Miðvikudagur 27. febrúar 1963. aMMHManmnnaMMNMM Magnús Karl Pétursson, cand. med., seni hefur nýlokið læknisprófi í Háskólanum, dúxaði og hyggur á framhaldsnám. (Ljósm. Vísis BG) — Nei, þetta er praktiskt nám, á sjúkrahúsi undir eftir liti yfirlæknis eða prófessors. — Þú ert sem sagt ekki ákveðinn í því hvað gera skal. Ekki ákveðnari en þetta. Ég hef þó meiri áhuga á að kom- loknu læknisprófi hér í háskólanum á sex og hálfu til sjö árum. — Hvernig kljúfið þið náms- kostnaðinn? — Með peningum úr lána- sjóði stúdenta svo og á öðrum þeim lánum, sem við getum út- vegað okkur. — Tjurftir þú að taka mikið ^ lán? — Ég fékk um 40 þúsund krónur frá lánasjóði stúdenta, og 15 þúsund fékk ég að láni hjá mági mínum. En mér tæmdist arfur, 100 þúsund krónur, og hann notaði ég til að borga námskostnaðinn. Nú svo hafði ég laun i tvö sumur, eins og ég gat um. — Kvænast margir lækna- stúdentar? — Já margir kvænast áður en þeir ljúka námi. Menn eru orðnir 27 ára gamlir þegar þeir komast úr Háskólanum. Hópur- inn, sem ég útskrifaðist með var þó nokkur undantekning í þessum efnum. Hv Tvað heldurðu að menn séu að meðaltali með miklar skuldir á bakinu þegar þeir Ijúka læknanámi? — Það þori ég ekkert að segja um. En ég veit að það er einsdæmi að til þeirra falli nokkrar upphæðir, eins og t.d. sá arfur, sem ég fékk, eftir afa minn. -Það er því áreiðan- ast til Bandaríkjanna en Sví- þjóðar til náms. Áður en við kveðjum Magnús Karl, göngum við með honum aftur út í Aðalstrætið og þar tekur ljósmyndarinn af honum' mynd, sem okkur langar til að kalla: Magnús Karl leggur út á læknisbraútina. — á.e. -Er i'rtu kvæntur? Já ég kvæntist þegar ég átti eftir tvö ár af námi. Hún var að læra hjúkrun, svo að iaun hennar voru sáralítil. Kona Magnúsar er Ingibjörg Pétursdóttir og er hún frá Grundarfirði. Óstöðug veðrátta næstu daga Tvíátt verður ríkjandi á íslandi í dag sagði Páll Bergþórsson veð- urfræðingur i viðtali við Vfsi, í gær og hann bjóst við fremur óstöðugri veðráttu næstu daga. t piorgun var sunnanátt og rign ing um austanvert landið, allt frá Skaftafellssýslu og 'um Austfirði alla. Aftur á móti var norðlæg átt um vestanvert landið og eins á Norðurlandi. með snjókomu hér suðvesturlands _g á Norðurlandi en úrkomulaust sem stendur vest- anlands. Þetta veðurfar stendur í sambandi við alldjúpa lægð sem var í morgun skammt út af suð- urströndinni. Lægðin stefnir norð- ur yfir landið og Páll sagði að beðið væri eftir því í dag hvort hún færi millimetranum austar eða vestar. Þó taldi hann hætt við snjókomu um vestanvert landið fram eftir degi, en myndi senni lega stytta upp 1 kvöld eða nótt. Þá sagði Páll að djúp lægð væri austur af Nýfundnalandi, sem stefndi í norðausturátt og mynd- um við verða varir áhrifa frá henni jafnvel þegar líða tekur á morgun daginn. Það er því ekki um neina varanlegar stillur að ræða í veðr- áttunni okkar næstu dægur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.