Vísir - 27.02.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 27.02.1963, Blaðsíða 7
V1S IR . Miðvikudagur 27. febrúar 1963. lýsingum í skemmtilegri og ærslafullri skáldsögu. Reiði maðurinn í þýzkum nútíma bókmenntum Giinter Grass. J?f menn sjá nafnið Giinter Grass neðan við bókartitil, geta þeir verið vissir um að finna í bókinni mikið sprengi- efni í ákafar umræður. Ef til vill verður höfundurinn aðeins skilinn og þar með ástæð'.'in.rr fyrir hinum áköfu deilum, sem spunnust Ut af bók hans ,,Tin- trommunni" (1960), ef menn vita, að Grass er upprunninn í Danzig, sonur þýzk-pólskra foreldra. Athyglin beinist ekki þar með að Danzig heldur hinu slavneska ætterni hans. Giintei Grass staðsetur „önnur heim- kynni“ sín á svæðinu milli landamæra Pommern oe Weichselmiindung, en þetta landsvæði tók ekki þýzkum *- hrifum nema að nokkru leyti. „Þriðju heimkynni" hans eru nú í París, þar sem hann nýtur Iífsins sem vaxandi höfundur. Áðurnefnd skáldsaga Giint- ers Grass hefur áreiðanlega verið einhver mest umtalaða skáldsaga, sem komið hefur út í Þýzka'an'1-' á síðustu árum, og höfundurinn hefur jafnframt fengið orð fyrir að hika ekki við að beita öllum þeim brögö- um, sem hann telur nauðsynleg til þess að ná athygli lesenda sinna. Gagnrýnandi nokkur komst ovo að orði um hann, að „í bókmenntasirkusi þjóðar okkar væri hann eins og rán- dýr, sem sloppið hefur úr búri sínu: hann veigraði sér hvorki við maríudýrkun né djörfustu kynslífslýsingum". — Áður en þessi saga hans kom út, hafði Grass vakið litla athygli, þótt hann fengist við samningu leikrita, balletta og ljóðagerð Þó fór ekki hjá því, að stöku bókmenntamaður sæi af hyggju viti sínu, hvað í honum bjó. T Tppvaxtarár hans í landa- mærahéraði og ætterni hans, sem tengt er tveimur þjóðum, .efur skerpt skilning hans á hinu tvískipta vanda- máli Þýzkalands. Til þess að komast að kjarna þeirrar ver- aldar, sem breytti hinni yenju- legu umgerð hversdagslffsins í, fangelsismúra, skóp hann ein- kennilega sögupersónu að nafni Oskar Matzerath, sem síðar hefur orðið kunnur ra fleiri les- endum um víða veröld. Oskar er fæddur árið 1924, og þogar hann er þriggja ára gamall. er hann 94 sentimetrar á hæð, þá hættir hann að vaxa. Ytri or- sakir þess eru á þá lund, að hann dettur niður f kjallara Sagan nær fram til ársins 1954, þegar „efnahagsundrið" kom til sögunnar í Þýzkalandi. I sögu- lok er Oskar niður kominn á heilsuhæli, grunaður um morð. og skrifar þar endurminningar sínar. Þessari „neikvæðu hetju“ tekst að halda sér á lífi í hinni „jákvæðu veröld" þrátt fyrir ýmsa örðugleika vegna smæðar sinnar, sem allir halda að stafi af því, að hann sé barn. Oskar hefur því stöðugt risa fyrir augunum og tilgangurinn er vitanlega sá, að benda á ósam- ræmið milli risanna og valds- ins og hins raunverulega mikil- leika og andlegra yfirburða Hins vegar verður höfundurinn stöðugt að vara sig á að fara ekki út fyrir takmarkanir slíkr- ar sögugerðar, hinn grái veru- Ieiki er aldrei sýndur beinlínis helc... aðeins látið hilla undir hann handan táknmáls sögunn- ar. En höfundurinn má aldrei voga s'ér'út fyHr það, Sém leyfi- legt. er. 5tundpm geggur Grass * of langt í þessu tilliti. En hann sýnir hæfileika. sem fram til þessa hafa verið næsta sjald- gæfir í Þýzkalandi. Honum tekst að ná fram undarlega sterkri samtíðarmynd, biturri ádeilu og áhrifamiklum persónu Jjað var ekki út í bláinn, sem franska tímaritið „Arts“ taldi Tintrommuna beztu skáld- sögu ársins 1960. Og það var ekki heldur út í bláinn, sem hinn frægi þýzki bókmennta- gagnrýnandi Friedrich Luft sagði: „Ég vona, að Grass sýni ókkur meira af skopi sínu. krafti og illkvittni" Sjálfur hefur Grass sagt, að veröld okkar þarfnist hreinskilni rödd, sem segði afdráttarlaust. hvað afvega færi og hvað það væri í menningu Vesturlanda. sem leitt hefði til andlegrar kreppu. Grass heyrir því til þeirra, sem nefndir hafa verið reiðir, ungir menn, þótt sú nafngift leiði því miður oft ti) misskilnings og rangtúlkunar Giinter Grass tók að fást við ritstörf þegar á æskuárum sín- um. Hann er lærður myndhöggv ari, tók að vrkja lióð, sem síðan vísuðu honum Ieiðina ti! hins óbundna máls. Eftir hann hafa komið út tvenn ljóðmæli. Þá tók hann til við leikritagerð, og loks sneri hann sér að hinni drama- tísku skáldsögu. Þar fæst hann við að kanna andstæðurnar inn an þjóðfélagsins og uppgjafar- hneigð nútímans og kjarkleysi. í ritum Grass verður vcnleysið aðeins aðferð til þess að finna leið til mannbáta. Hann segir: „Þó maður sjái allt í kringum sig uppgjöf og finni enga und- ankomuleið, þá veit maður innst inni, að til er vegur, sem liggur fram á við“. Þannig er hann að vissu leyti raunsæishöfundur, þar sem hann tekur til með- ferðar lífsþorsta mannkynsins og baráttu fyrir tilveru sinni, en hann er enginn stjórnleys- ingi. Að vísu er það' einhliða mynd af veröldinni, sem Grass sýnir lesendum sínum. En eng- inn, sem les Tintrommu Grass af athygli og skilningi,- getur komizt hjá því að töfrast af frásagnargáfu höfundarins. Dienst aus Deutschland — Stepha: Wesemann. Hvalbræðsla og frysting í einu og sama skipi Howalc .werke í Kiel hafa smíð að fyrsta skipið, sem er í senn hvalbræðsluskip og fiskiðjuver. Þetta er 17,000 lesta skipið Vladivostock, sem smíðað hefir verið fyrir sovétstjórnina og er nú þegar á leið til Suður-íshafs- ins með 408 manna áhöfn til að taka þar þátt í hvalveiðivertíð- inni. Milli hvalveiðivertíða er ætl- unin að nota skipið t!’ að veiða fisk og vinna úr honum í heitari höfum jarðar. Nýstárlegt fyrirkomulag skips- ns kom mönnum um heim allan á óvart, en það er ávöxtur sam- starfs rússneskra haffræðinga, skipaverkfræðinga í Kiel og fram- leiðenda alls konar fiskvinnsluvéla í Liibeck. Eru mörg þilför á skip- inu, og á hverju eru fiskvinnslu- véiar af ýmsu tagi. Á hvalbræðsluskipum er að jafn aði op á skutnum, sem hvalirnir eru dregnir inn um, og þegar skip- ið verður við aðrar veiðar eða á öðrum miðum, mun aflinn einnig verða tekinn þar um borð, en slð- an fer ekkcrt til spillis, þvi að vélar skipsins frysta fiskinn sjóða hann niður, breyta beinum og öðr- urr úrgangi f lýsi og mjöl og þar fram -frir eötunum. Dagsafköst vélanna eru miðuð við 1700 lestir ai hvalkjöti eða 500 lestir af fiski af öðrum tegundum. Hraðskreið frystiskip munu taka við fram- leiðslu skipsins úti á reginhafi. ef þess gerist þörf og hraða sér með hana til hafnar, og gildir það jafnt um frystar afurðir sem aðra fram- leiðslu þess. Howaldts-skipasmíðastöðin er þeg- ar langt komin með að smíða ann að skip sömu gerðar, og mun það verða látM heita „Dalniy- Vostc.i". Það verður fullgert og afhent á þessu ári. Skip þessi kosta samtals um hálfa þriðja milljarð ísl krón,. 'Jndanfarir átta ár hefir Howaldts-skipa smíðastöðin smíðað skip fyrir sovétstjórnina fyrir 15 milljarða króna. Svartiskógur er eitt þekktasta hérað Þýzkalands, og ástæðurnar eru margar. Þar eru til dæmis sumar þekktustu heilsulindir landsins, svo sem í Baden-Baden og Wildbad, seni útiendir gestir sækja ekki síður en þýzkir. Að vetrarlagi stunda menn vetraríþróttir af miklu Kappi ) Svartaskógi og miðstöð þeirra íþrótta er umhverfis Feldbergfjall, sem er næstum 1500 ni. yfir sjávarmáli, og víða eru skíðalönd eins og sjá má á myndinni ti' vinstri. Svartiskógur ber nafc með rentu, þvi að um 80% landsins eru skógur, og þar er því mikill timburiðnaður. Klukku- gerð er þar emnig mikil og gauksklukkurnar frá Svartaskógi eru heims- frægar. í borginni Furtwangen er frægt klukkusafn (myndin tii hægri), og surnar klukkuverksmiðjurnar. eins og Junghansfyrirtækið i Schram- berg, hafa starfað í meira en öid Stofnandi þeirra, Erhard Junghans, var brautryðjandi í Svartaskógi á sviði úrsmfða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.