Vísir - 27.02.1963, Blaðsíða 5
VÍSIR . Miðvikudagur 27. febrúar 1963.
5
Aðalpersónur njósnamdlsins í
Hurðum Rússanna skeilt í lás
Rússneski starfsmaðurinn, sem
kom fyrst til dyra í sendiráðsbygg-
ingu Rússa í Garðastræti. Hann
var dúðaður eins og hann væri að
fara á vertíð.
Reyndu mútur —
Framhald af bls. 9:
Ragnars voru viðræðurnar í
framhaldi af umræðuefnum síð-
asta fundar. Ragnar gat þess, að
erfitt væri að finna strætisvagns
stjóra í þessum tilgangi vegna
þess hve fáir þeir væru. Auð-
veldara væri að finna einhvern
starfsmann Keflavíkurflugvallar,
er byggi i Reykjavík og færi
daglega á milli. Lagði Kisilev
þá áherzlu á að slíkur maður
yrði að vera starfsmaður á flug-
vellinum en ekki starfandi í
Keflavík og spurði hvort slíkur
maður hefði ekki möguleika á
að kynnast bandariskum her-
mönnum. í skýrslu Ragnars seg-
ir, að næsti fundur hefði verið
ákveðinn mánudaginn 25. febrú-
ar á sama stað, en nú kl. 20.30.
í aftursætinu
Samkvæmt ósk Ragnars var
ákveðið að hann skyldi ekki
þurfa að taka þátt I fleiri fund-
um. Ók Ragnar á mótsstað á
tilsettum tíma og leyndust tveir
lögreglumenn í aftursæti bifreið
ar hans. — Bifreið sendiráðs-
manna kom þangað að þegar á
eftir og settist annar sendiráðs-
maðurinn ,sem reyndist vera
Dimitriev. inn í bifreið Ragnars
og óku bifreiðarnar 50—60
metra inn á Hafravatnsveg og
stöðvuðust þar í því að Dimit-
riev varð lögreglumannanna
var. — Að ósk lögreglumanna
gerðu sendiráðsmennirnir grein
fyrir því hverjir þeir væru, og
jafnframt staðfesti Ragnar, að
þeir væru sömu menn og hann
hefði átt fundi með ( desember
og janúa s.l. — Er sendiráðs-
menniri - höfðu gert grein fyr-
ir stöðu sinni ,fengu þeir að aka
brott óhindraðir.
Það var engu líkara en
aðalpersónur njósnamáls-
ins væru í felum í morgun,
þegar fréttamaður Vísis og
Ijósmyndari gerðu ítrekað
ar tilraunir til að né sam-
bandi við ambassadorinn
að ógleymdum sendiráðs-
njósnurunum Dimitriev,
túlki, og Kisilev sendiráðs-
ritara. Farið var í heim-
lega svarað kalli dyrabjöllunnar. Út
kom maður dúðaður f úlpu, með
húfu á höfði, líkastur þvf, sem hann
væri á leið á vertíð. Hann skildi
það eitt að við værum frá Vísi og
kallaði inn f húsið á einhvern ung-
an, dökkhærðan og snyrtilegan
mann. Hann var stuttur f spuna,
sagðist vilja tala dönsku, og spurði
hvað okkur væri á höndum. Við
óskuðum eftir samtali við ambassa
dor Alexandrov. Hann kvað hann
ekki vera við, og vissi hann ekk-
ert hvenær hann mundi koma. Að
svo mæltu skellti hann hurðinni
f lás.
sókn í sendiráðsbygging-
arnar í Túngötu og Garða-
stræti í morgun, fyrst upp
úr hálf tíu og síðan heim
til Kisilevs á Ránargötu.
Taunus-bíllinn, sem rússneska
sendiráðið á og notaður var af
Dimitriev og Kisilev, þegar þeir
óku út að Hafravatni, þar sem þeir
voru teknir, stóð f Túngötunni, ut-
an við sendiráðsbygginguna. Dyra
bjallan hljómaði hátt og snjallt í
fordyrinu, en enginn svaraði í aðal-
dyrunum. Hins vegar kom maður
út um kjallaradymar og kallaði á
okkur. Bak við hann stóð kona
með eldhússvuntu utan um sig, og
sleif í hendi. Kvaðst þessi maður
heita Koliev. Honum gekk erfið-
Iega að skilja og tala, en gat þó
sagt að ambassadorinn væri í
Garðastræti.
í Garðastræti.
Þangað var haldið. Þar var fljót-
A Ránargötu.
Á Ránargötu 21 er bústaður
Kisilev, sendiráðsritara annars
þeirra, sem uppvfsir urðu að njósn
um. Þetta hús er tvflyft, með íbúð-
arrisi. Á annarri hæð var gluggi
með hlerum eða plötum fyrir að
innan. Engin dyrabjalla var til að
kveðja húsráðendur til dyra. Eftir
nokkur högg á útidyrnar kom kona
til dyra. Hún sagði á þýzku að
Kisilev væri í sendiráðsbyggingunni
í Garðastræti, svo skauzt hún bak
við dyrnar, þegar ljósmyndarinn
gerði sig líklegan til að taka mynd
ir af henni.
Fimmtán mínútum síðar hringd-
um við f Garðastræti og spurðum
eftir ambassador Alexandrov, og
var tjáð eins og fyrr að hann væri
ekki við, og vissi enginn hvenær
hann mundi verða það. Þá var spurt
um Kisilev og Dimitriev, en svarið
var að þeir væru ekki þar. Rússam
ir sögðust ekki hafa hugmynd um
hvar þessir menn væm eða hvenær
þeir myndu verða við.
Njósnir sendiráðsins
Framh. af bls. 1
satt að segja, að Bandaríkja-
menn ætluðu að gera ísland
háð sér eins og mörg ríki í
Mið og Suður Ameríku. Ég i-
myndaði að þeir myndu auka
áhrif sín hér og kúga þjóðina.
— Hvar varstu 30. marz?
— Auðvitað á Austurvelli.
Ég kastaði samt ekki grjóti en
stóð í stimpingum þar. Þessir
atburðir höfðu geysileg áhrif
á mann og maður sat fundi og
svo mun það hafa verið í apríl
rétt á eftir sem ég gekk í sósíal
istaflokkinn. Þá var mikið að-
streymi ungra manna í flokk-
inn.
— Þú hefur verið áhugasam
ur flokksmaður?
— Já, það fór allur frítími
manns f þetta, fundi og alls
konar störf fyrir flokkinn. Svo
var ég mjög virkur í verkfall-
inu 1952. Þá var ég foringi
verkfallsvarða, sem var settur
á þjóðvegina til að hindra flutn
ing á benzíni til bæjarins, og
stóð þá í miklu stríði. Mann
vantaði heldur ekki áhugann
þar. Nokkru eftir það var kom
ið til mín frá uppstillingarnefnd
Dagsbrúnar og ég beðinn um
að vera í stjórn Dagsbrúnar,
og ég féllst með qleði á það.
Þá vann én é eyrinni.
Ragnar Gunnarsson var í
fimm ár f stjórn Dagsbrúnar,
eins öflugp"ta virkic k-'r-mún-
ista hér á landi og áhugi hans
var stöðugt sá sami.
— Þú segist hafa gengið í
Sósíalistaflokkinn vegna atburð I
anna 30. marz, en þú hefur!
auk þess 'ir.mgzt almennt að
stefnu bc’ °
— Já, ‘ i'laði mér t.d. allra
þeirra rita sem ég gat um
marxisma. Fyrst las ég allt sem
ég gat náð í á íslenzku. En
þar sem það var takmarkað,
varði ég mikilli fyrirhöfn og
tfma f að læra ensku, svo að
ég gæti orðið stautfær í henni
og þá gat ég fengið nóg af
bókum um sósialismann, svo
keypti ég Land og Folk og ýmis
önnur rit.
— Svo var þér boðið til
Rússlands?
— Já, við vorum átta f hóp,
þeirra á meðal Pétur Pétursson
útvarpsþulur og Sigurður Blön-
dal á Hallormsstað. Þetta voru
ágætir ferðafélagar og förin
varð ógleymanleg.
— Þú hefur hrifizt af því
sem þú sást austur þar?
— Já, en þó ég væri áhuga-
samur flokksmaður, held ég að
ég hafi aldrei verið blindur. Ég
gagnrýndi sumt, en þó snerti
það ekki trú mína á stefnuna.
Ég kunni að visu illa við rétt-
arhöldin í Rússlandi um 1937,
en hafði enga samúð með sak-
borningunum. Og atburðimir í
Unqveria'andi snertu mig .kki
Og ég varð hrifinn af ýmsusem
ég sá f Rú ’mdi. fannst beim
hafa unnizt mikið á.
— En hvernig þótti þér svo,
þegar Rússarnir reyndu fyrst
Kona, sem kom til dyra á heimili Kisilev, sendiráðsritara á Ránargötu
21, skauzt bak við dymar þegar Ijósmyndarinn mundaði vélina sína.
Hún sagði að Kisilcv væri í Garðastræti. Félagar hans þar, sögðu
hann vera einhvers staðar annars staðar.
Búizt var við þvi að þeir félagar [ brottfarar. Sagt var í gamni að
Kisilev og Dimitriev myndu halda þeir ættu eftir að „kveðja kontakt-
af landi brott í morgun, en þeir hafa ana og gera upp við þá“ og „kynna
greinilega þurft lengri tíma til að þá fyrir sendiráðsmönnunum, sem
búa sig og fjölskyldur sínar til tækju við af þeim félögum".
að fá þig til að njósna, árið
1959?
— Ég varð mjög undrandi,
en um leið varð ég öskureiður,
vegna þess, að það var greini
legt, að þeir ætluðu sér að nota
vandræði mín og efnahagsörð-
ugleika, en þá hafði ég lent í
miklum erfiðleikum vegna
þess, að tveir tékkneskif vöm-
bílar, sem ég hafði keypt reynd
ust ónýtir, og mjög kostnaðar-
samir. — Þú skalt bara snúa
þér f það að starfa fyrir okkur,
sagði Rússinn Alipov, þá yrðu
erfiðleikar mínir úti.
Þessi Alipov var hreinasta
illmenni. Það var eins og hann
hlakkaði yfir erfiðleikum mín-
um, að ég og fjölskylda mín
værum á götunni o .s. frv. Ég
hefði viljað að hann yrði grip-
inn, fremur en Kisilev, sem er
miklu kurteisari maður og
mannlegri.
— Hvað segirðu um það, að
kommúnistar virðast ætla að
halda þvf fram, að það hafi
verið þú sem bauðst Rússurn
þjónustu bína?
Ragnar blær við bessu, bó
þetta sé alvarlegt mál.
— Þetta er fáránlegt og þeir
grípa til þess aðeins vegna þess
að þeir eru í klípu. Það er nú
lítill vafi á því að Rússarnir
sóttu á mig og sóttu fast. Það
er lítiil vandi að sanna það. Þeir
báru á mig fé, en ég neitaði að
taka við bvf og sagði þeim, að ef
ég gerði betta fvrir þá, væri bað
aðeinr vegna heirrar samúðar
sem ég hefðí með Sovétríkjun-
um.
— Og segðu mér að Iokum
Ragnar, ertu enn meðlimur f
sósíalistaflokknum?
— Já, ég er það enn formlega,
en upp á síðkastið hef ég ekki
verið virkur félagsmaður. Ég
hafði sætt nokkurri tortryggni,
meðal annars var sú saga send
á kreik, að ég hefði útvegað SlA
skýrslurnar, en mér skilst að ég
hafi þó verið sýknaður af þeim
sakargiftum.
— Ertu ennþá sósíalisti?
— Það vil ég ekkert segja um.
Ég hef stundum gagnrýnt, sér-
staklega þau yfirráð sem flokk-
ur Sovétríkjanna hefur í hreyf-
ingunni. Tel ekki að hann hafi
gefið þá lifandi forustu, sem
ætlazt hefur verið til af honum.
Flokkarnir i Frakklandi og Ítalíu
hafa oft skilið vandamálin betur.
ömms&Bg —
Framhald af bls. I.
Menn deila um margt. Allir
góðir íslendingar, hvar í flokki
sem þeir standa, hljóta þó að
fordmma niósnir, sem beinast
gegn öryggi fslenzku þjóðarnn
ar. Þei; sn st gegn þeim
er ljóstra upp slikum glæpum
en mæla njí .nurunum bót.
sanna svo að ekki verður leng-
ur um deilt hver hugur þeirra
er. Hann er a. m. k. ekki með
málsstnO ;lands og öryggi
þess.“
TWtrhtn p
prentsmiðja & gúmmlstimplagerð
Einholti 2 - Simi 20960