Vísir - 27.02.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 27.02.1963, Blaðsíða 15
V í S IR . Miðvikudagur 27. febrúar 1963. 75 Jvan leit til himins og greip and- ann á lofti. Himinninn var skaf- heiður. Sólin var næstum því í há- degisstað. Var ekki annars undar- legt, hve tíminn leið hratt við vinn una? Hann hafði svo oft veitt þessu eftirtekt. Dagarnir liðu, fyrr en varði. En árafjöldinn mjakað- ist hins vegar ekki áfram — ár- unum virtist ekki fækka hætis hót. Þegar þeir komu til baka, sáu þeir, að allir voru setztir kringum eldstóna, nema kapteinninn í flot- anum og Fetykov. Þeir voru enn- þá í sandburði. Pavló varð fjúk- andi vondur og sendi átta menn út þegar í stað til að flytja tirnb'r- ið, tvo menn til að hella steinlími í kassann og blanda það með þurr um sandi, einn sendi hann eftir vatni, annan eftir kolum. Kilgas gaf sínar fyrirskipanir: „Jæja, piltar, við verðum að klára börurnar". „Á ég að hjálpa þeim?“ bauð ívan. „Já, hjálpaðu þeim“. í þessum svifum báru þeir inn ámu til þess að bræða snjó í. Einhver hafði sagt þeim, að sól- in væri komin í hádegisstað. ■ ívan staðfesti þetta. „Ef hún er komin hæst á loft, er klukkan eitt, en ekki tólf á hádegi", sagði kapteinninn íhug- andi. „Hvernig getur það verið?“ mót- mælti ívan. „Hver gamlingi veit ofur vel, að sólin er hæst á lofti um hádegi“. „Kannski gamlingar", hreytti kapteinninn út úr sér, „en dagar þeirra eru taldir, og nýir siðir koma með nýjum herrum, og nú er sólin hæst á lofti klukkan eitt“. „Hver kom þessum nýja sið á?“ „Stjórn Ráðstjórnarríkjanna". Kapteinninn fór út með einar börur. Ivan mundi hvort eð er ekki hafa rætt þetta meira við hann. Átti hann kannski við, að sólin á himninum yrði lfka að lúta vald- boði þessara herra? Hamarshöggin dundu í sífellu, begar mennirnir ráku saman fjög- ur trog. „Þetta er allt í lagi — setjizt niður stundarkorn og yljið ykk- ur“, sagði Pavió við múrarana tvo, .,og þú líka, Senka. Þú getur farið til þeirra eftir matinn. Blessaður seztu niður“. Nú sátu þeir við eldinn eins og þeir væru þar í rétti sínum. Þeir gátu hvort eð er -ekki byrjað að flytja timbrið fyrir' mat, og ekkert vit var I því að fara með steinlíms- blönduna þangað upp eftir — hún mundi frjósa. Kolin urðu smám saman rauð- glóandi. Þau hituðu jafnt og þétt. En það var aðeins hægt að njóta þess, r.ieð því að sitja fast upp við eldinn. Alls staðar annars staðar í kofanum var sami kuldinn og áður. Þeir tóku af sér vettlingana. Mennirnir fjórir ornuðu sér á höndunum. Enginn heilvita maður hefur, hins vegar, fæturna nálægt eldstó, ef Vísir hefur undanfarið birt fyrri hluta skáldsögunnar „Dagur í lífi ívans“. Hafa sjö kaflar birzt í samhengi. — Kaflinn, sem birtist i blað- inu í dag, er úr miðri sög- unni. Síðustu þrír kaflar bókar- innar birtast fimmtudag, föstudag og laugardag. hann er í stígvélum. Vissara er að hafa það alltaf hugfast. Ef stígvélin eru úr leðri, skorpna þau, og ef menn eru í kuldastígvélum, verð- ur flókinn rakur, og það myndast útgufun, og viðkomanda er ekki lengur heitt. Og ef menn færa þau enn nær eldinum, sviðna stígvél- in, og þá vérða menn að dratt- ast áfram til vors með gat í stíg- vélinu. Það er ekki hægt að reikna með því að fá ný. „ívani er nokk sama“, sagði Kil- gas. „Þið vitið, félagar, að hann er næstum kominn með aðra löpp ina heim til sín“. „Já, beru Iöbbina", sagði ein- hver. Þeir hlógu. ívan hafði farið úr viðgerða stígvélinu og vermdi sokkaplögg sín. „Tími ívans hér í fangabúðunum er nærri runninn á enda“. Þeir höfðu dæmt Kilgas í tutt- ugu og fimm ára þrælkun. Cú var tíðin, að menn voru svo ^ lánsamir að hljóta bara tíu ára dóm. En síðan árið 1949 hljóðuðu allir dómar, án fráviks, upp á tutt- ugu og fimm ár. Menn geta lifað af tíu ára fangavist — en tuttugu og fimm ár — hver kemst lifandi frá því? ívan hafði hálft í hvoru gaman af því, að allir bentu á sig eins og þeir vildu segja: Lítið á hann, sem er næstum búinn með sinn fangelsistíma. Hann hafði sjálfur hins vegar sínar efasemdir um það. Þeir fangar, sem höfðu af- plánað fangelsisdóma sína í styrj- öldinni, höfðu allir verið „kyrr- settir til þess að taka við sérstök- um fyrirmælum", og þeim hafði rétt verið sleppt úr haldi árið ’46. Jafnvel þeir, sem höfðu afplánað þriggja ára dóm, hlutu önnur fimm ár til viðbótar. Það er hægt að hafa endaskipti á lögunum. Þegar menn hafa setið inni tilskilin tíu ár, munar „herrana" ekkert um að segja: „Önnur tíu ár handa þér — gerðu svo vel“. Og svo eiga þeir líka til að reka menn í út- legð. Engu að síður komu þær stund- ir, að fangi ætlaði að kafna af gleði og eftirvæntingu, þegar hann sagði við sjálfan sig: ,,Já, þú ert að verða búinn með tímann — það er að vindast ofan af hjól- inu ... Guð minn góður! Þú getur labbað út og þarna er frelsið!" En það var ekki viðeigandi af þeim, sem var gamall í hettunni, að hafa hátt um það. „Hefurðu ekki áhyggjur út af þessum tuttugu og fimm árum þín um? Það er aldrei að vita nema þú þurfir ekki að sitja af þér allan tímann. Ég hef setið inni átta ár — það er sko staðreynd“. Svona er það — menn draslast með sjálfa sig í erfiðleikunum, og það er enginn tími til að hugsa um, hvernig þeir lentu hér eða hvernig þeir eigi að komast út héðan. ívan hafði verið dæmdur fyrir landráð samkvæmt ákæruskjali. Hann sjálfur vottaði það. Hann hafði, jú, gefizt upp fyrir Þjóð- verjunum með það í huga að svíkja föðurlandið, og honum hafði verið sleppt úr haldi til þess að fara í njósnarför fyrir þýzku leyni þjónus'tuna. Hvorki Ivan né rann- sóknardómarinn gátu sagt, hvað hann átti að gera fyrir óvinina. Og vjð það sat — njósnarför var það kallað. Ivan gerði dæmið einfalt. Ef hann hefði ekki játað og skrifað undir, hefðu þeir skotið hann, ef hann játaði, mundi hann fá að lifa áfram. Þess vegna skrifaði hann undir ákæruna. Sannleikurinn í málinu var þessi: I febrúar 1942 var allur her þeirra umkringdur á norð-vesturvígstöðv unum. Engum mat var varpað til þeirra í fallhlífum. Engar flug- vélar. Ástandið var orðið svo vont, að þeir voru farnir að skafa af hófum dauðra hrossa — það var hægt að leggja hornið í bleyti og éta það síðan. Öll skotfæri voru þrotin. Þjóðverjarnir tóku þá því til fanga, nokkra í einu. Ivan var einn þeirra, og var hafður í haldi einn eða tvo daga. Þá tókst fimm þeirra að strjúka. Þeir læddust gegnum skóginn og yfir fenin og vegna óskiljanlegs kraftaverks hittu þeir sína menn aftur. Vél- byssuskyttan skaut tvo þeirra á staðnum, sá þriðji dó af sárum sínurn^, en tveir komust undan. Þeir höfðu ekki vit á að segja, að þeir hefðu verið að ráfa um skóg- inn — þá hefði ekkert gerzt. En þeir sögðu það, sem satt var: Kváð ust vera stríðsfangar, sem hefðu sloppið. Stríðsfangar — þvílíkir fæðingarhálfvitar! Ef þeir hefðu allir fimm komizt undan, hefði kannski verið hlustað á þá, og þeir jafnvel teknir trúanlegir. Ein fyrir tvo var þetta alveg vonlaust. „Þið hafið borið saman bækur ykkar og soðið saman þessa strok-sögu“, var sagt við þá. Jjrátt fyrir heyrnarleysið, heyrði Senka, að þeir voru að tala um flótta frá Þjóðverjum. Hann sagði lágri röddu: „Þrisvar strauk ég og þrisvar náðu þeir mér“. Senka, sem manna mest hafði orðið að þola. lagði yfirleitt fátt til málanna: Hann heyrði yfirleitt ekki, hvað hinir sögðu, og bland- aði sér ekki í umræður þeirra. Þeir vissu lítið um hann, annað en það, að hann hefði verið í Buchen- wald, þar sem hann hafði unnið með frelsishreyfingunni og smygl- að inn vopnum fyrir uppreisnina. Og þeir vissu, hvernig Þjóðverj- arnir höfðu refsað honum með því að hengja hann upp á úlnliðunum, bundnum fyrir aftan bak, og húð- strýkja hann. „Þú hefur setið inni átta ár, Venya“, hélt Kilgas áfram. „En f hvernig fangabúðum? Ekki sérstök- um“ fangabúðum? Þú fékkst að sofa hjá konum. Þú varst ekki númeraður. En reyndu bara að vera átta ár í „sérstökum” fanga- búðum við þrælkunarvinnu. Eng- inn sleppur lifandi — að minnsta kosti hef ég ekki heyrt um neinn". „Konum, sagðirðu. Trjádrumb- um, ekki konum!" Ivan starði í glóðina og honum var hugsað til sjö ára dvalar sinn- ar þar norður frá. Og hvernig hann vann í þrjú ár við að bera trjá- drumba, sem voru notaðir f þver- tré undir járnbrautarteina og stóra umbúðarkassa. Það hafði lfka log- að glatt í eldi fangabúðanna þar — skógarhögg um nætur. Yfirmað ur þeirra hafði fyrir reglu að láta vinnuflokk, sem skilaði ekki sínu dagsverki, vera eftir f skóginum, þótt komið væri myrkur. Þeir drógust svo heim f fanga- búðirnar upp úr lágnætti, en urðu að vera mættir í skóginum næsta morgun. „Nei, félagar. Ég held við höfum það náðugra sér“, sagði hann smá- mæltur. „Hér höldum við aftur heim í fangabúðirnar að loknum vinnudegi, hvort sem dagsverki er lokið eða ekki — það er regla. *LET THERE SE FRIEN7SHIP EETWEEN THE VU7U ANP THE WHITE MEN *,S WE FISHT FOU TW16 COViMOKJ CAUSE A NATIVE SFO<ESMAN , TH.EN STEPF’EF’ FOK- WAR.I7. *VEKY WELL, WE WILL HELK <ILL THE LIONS—* Tarzan: „Nú sérðu að við erum megum búast við fleirum". um hjálpa til við að drepn hin í bráðri lífshættu. Þessi árás ljón Talsmaður hinna innfæddu grimmu Ijón. Nú semjum viB anna var aðeins sú fyrsta — við steig nú fram: „Ágætt, við mun- friC mtttí VXJDU maaoann’ «r cnefitó •ffif Þetta skaltu nú ekki láta vlð- gangast. Gerðu eins og ég, heimt- aðu skrúbb með skafti---------. Og brauðskammturinn hér er hundrað grömmum meir en þar. Hér er hægt að lifa. Gott og vel, þetta eru sérstakar fangabúðir. Og hvað um það? Eruð þið hvekktir yfir fanganúmerunum? Það er alls ekki erfitt að bera þessi númer, ekki satt?“ „Kallarðu etta náðugra líf?“ sagði Fetiukov fyrirlitningarlega (Matarhléð nálgaðist óðfluga og allir þjöppuðu sér að eldstónni). „Menn eru skornir á háls í flet- unum. Og þetta kallarðu náðugri daga“. „Menn eru ekki skornir á háls — aðeins slefberarnir”, sagði Pavló og otaði fingrinum að Fetiu- kov. Það var laukrétt, að eitthvað nýtt var á seyði. Tveir menn, sem vitað var að voru slefberar, höfðu fundizt, skornir á háls, í fletum sínum. Og örfáum dögum seinna hafði það sama gerzt með saklaus- an fanga. Einhver hafði villzt á fletum. Og einn slefberinn hafði af sjálfsdáðum hlaupið á náðir yfir- manns svartholsins. Honum hafði verið stungið inn til öryggis. Heilsuvernd Síðasta námskeið vetr- arins í tauga- og vöðva- slökun og öndunaræf- ingum fyrir konur og karla, hefst mánudag- inn 4. marz. Upplýsingar í síma 12240 eftir kl. 20.00. VIGNIR ANDRÉSSON, iþróttakennari. llVltU m«nnimu þvi afi V‘.'l tAlU- unt kerjaat Nilr vTW nœa «< f3 EldhshMk? «1§S SFWhiísh©?Í - 950' Sfroubmð - M5 V

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.