Vísir - 27.02.1963, Blaðsíða 10

Vísir - 27.02.1963, Blaðsíða 10
10 V í SIR . Miðvikudagur 27. febrúai 1963. Þorskanetaveiðar og meðferð aflans AUt frá árinu 1958 hef ég skrifað um endurbætur á með- ferð aflans og verkun skreiðar, og mun ég nú víkja að þessu máli einu sinni enn, og það að gefnu tilefni. Mér er að vísu ljóst að það er annarra aðila að ráða bót á svo þýðingarmiklu þjóðmáli ,sem hér um ræðir. Úrbætur þola vart langa bið. Það er gagnlegt þessu mikilvæga máli til sönnunar og staðfest- ingar að taka hér upp hluta greinar, sem hinn góðkunni maður, hr. Óskar Jónsson, fyrrv. form. stjórnar Samlags skreið- arframleiðenda, ritaði í Morgun- blaðið 6. ö .ember 1960, og á þá aðallega við útkomu ársins 1959: ,,ítalíu-varan hefur farið minnk- andi ár frá ári ,og er nú illt til þess að vita — og var s.l. ár 124 lestir, en sárafáir einstaka framleiðendur hafa þó haldið í horfinu. Ég skal t.d. taka einn framleiðanda hér sunnanlands, sem hafði 39 smál. 350 kg. af „Italiener". — Hann fær bæði í fob söluverði og með uppbót- um ca. 210.000.00 (tvö hundruð og tíu þúsund) meira fyrir þessar tæpar 40 lestir heldur en ef skreiðin hefði lent í Afríku- skreið. Ég nefni hér tölur, sem ekki eru út í bláinn, heldur raun- verulegar tölur. Af þessu má sjá hve gifurlegur munur er fyrir framleiðandann að vanda vel sína vöru. Ég endurtek það hér, að á þessu þarf að verða breyting. Ég var nýlega að lesa í norsku blaði um nýtingu og sölu norska aflans og var þar rætt um þorsk- inn alveg sérstaklega Pað er fuli- yrt að engin verkunaraðferð skili meiri peningum heim fyrir þorsk- framleiðsiuna, en það magn sem fer £ Italfumarkaðinn, hvorki saitfiskur, freðfiskur, nýr fiskur útfiuttur, niðursoðinn, eða á hvem annan hátt, sem þeir nú verka þorskinn." (Leturbreyting- ar mínar). Enn fremur segir Ósk- ar: „Ef skreiðarframleiðslan um- getið ár (þ.e. 1959) smálestir 11.505 kg. hefði öli verið hæf á Ítalíumarkað ,eða aðra hliðstæða fyrir báverandi verð: £ 290:00:00 hefði fengizt kr. 152.475.765.00 •’nslan var hins vegar sú, að ' af heildarframleiðslu, eða ímát 10.124, var seld til Afríku fyrir £81:00:00 minna verð pr. smálest, eða samtals kr. 96.694.324.00. Á þáverandi gengi (kr. 45.55) nam tjónið kr. 55.781.441.00." Hefði þetta umgetna magn, smál. 11.505 kg„ verið 1. fl. ítalluskreið, flutt út með núver- andi gengi og verði £340:00:00, numið ísl. kr. 469.404.000.00. Enda segir Óskar að veðrátta hafi verið vætusöm og skreiðina gekk illa að verka af þeim sök- um og var ekki tilbúin fyrr en í október. „Svarti fiskurinn: Óvenjulega mikið var af svört- um jarðslaga fiski s.l. ár. Strax í fyrstu afskipun mun eitthvað hafa flotið með af svörtum fiski í venjulegan Afrikufisk. Hér var mjög alvarlegt vandamál á ferð- inni. Átti að bíða með svarta fiskinn þar til allur Afríkufisk- ur annar var búinn? Eða átti að skipa honum út jafnframt? Seinni leiðin var ákveðin og verð ákveð- ið af hinni ísl. útflutningsnefnd, £ 14:00:00 lægra verð pr. smál. en venjuleg Afríkuskreið." Enn fremur segir Óskar: „Ég ræddi þetta mál mjög ýtarlega við okk- ar umboðsmann, hr. Dinesen í Nigeríu s.l. vor úti í Edinborog. Taldi hann að við hefðum gert rétt í því að senda svarta fisk- inn jafnframt hinum, þar sem magnið var svona mikið, eins og raun var á. Hefði verið um að ræða nokkur hundruð lestir, en að bíða með öll þessi ódæmi, það taldi hann hreinustu fjarstseðu. Það hefði haft mjög alvarleg áhrif fyrir fisksölu tslendinga yf- irleitt í Nigeríu.“ Af ofanskráðu má sjá að ekki munaði miklu að þessi markaður lokaðist með öllu. Og skreiðar- framleiðsla með núverandi vinnu- brögðum væri þar með úr sög- unni T>að má verða' lýðum ijóst að slík vinnubrögð eru ekki bjóð arsóma né gagni samboðin Því vitað er, að hvergi í heimshöfun- um er betri fisk að fá en í haf- inu umhverfis ísland. Er hér um alvarlegan skort á athugunum og stjórnskipulagi að ræða, sem um liðna áratugi, eða frá því þorska- netaveiðar hófust. En margt bendir til að slíka vanþróun þurfi að stöðva. Það vill segja að viðhafa hér rétt vinnubrögð, flytja í land óskemmdan fisk, að svo miklu leyti, sem það veðurs vegna er mögulegt, sem og þurrka skreiðina eins og gert var fyrr á tímum, í rétt gerðum skreiðarhjöllum þar sem vindur leikur óhindrað um fiskinn, en væta útiiokuð. En „kveðja" nú- verandi hjalla, opin spfrusvæði þar sem regn og stormur tærir hold fiskjarins stórlega og vigt verður því mjög mikið minni en ef rétt verkun er viðhöfð, að ó- gleymdum svarta fiskinum. Með núverandi aðferð fara því stór- felld verðmætj til spillis, bæði að vörugæðum og vigt. Að þvi og ógleymdu að slík skreið verð- ur mikið til svört. Samanber heiti Óskars Jónssonar: „Svarti fiskurinn." Hvaða verkun þorsksins er arðbærust? Síðastliðna vetrarvertíð gerði ég athugun með þvf að flaka og vigta nokkra þorska (4), sem og beinagrindur fiskanna, ásamt með áföstum þunnildum. En mest af þunnildunum fylgja beinagrindinni til fiskimjöls- vinnslu 1 fiskur, flök kg. 4.350, 2 — — — 1.600, 3 — — — 2.200, 4 — — — 3.000, kg. 11.150 Þess ber að geta að roð fyigdu með flökunum, sem og morkur og blóðblettir sem ævinlega er hreinsað af flökunum. En sam kvæmt öruggri athugun varðandi þetta efni, er þungi roðs af fiski 5% og morkur, blóð og bein 2%. Eftir Pól Oddgeirsson Nettóþungi þessara flaka er því kg. 10.370 á móti beinagrind með þunnildi kg. 8.300. Eins og þessi athugun ber með sér, eru roð, bein m/þunnildi 4/5 hlutar á móti flökunum. En eins og vit- að er, eru bein, roð og þunnildi eins verðmæt og flökin, hold fiskjarins. Að þessu athuguðu er hand- hægt að minnast á grein Óskars Jónssonar, þar sem hann getur ummæla um þetta efni 'í norsku blaði. Og okkur er óhætt að taka til fyrirmyndar reynslu frænda okkar, Norðmanna. Því fullyrði ég enn á ný: Rétt verk- un á skreið er það sem koma skal. En vanda til hráefnis eins og frekast er unnt, að sjálfsögðu. Fiskur a ' >>-ari gæðum getur orðið mjo mileg vara þurrk- uð, án þess að hrekjast. Þessi athugun talar sínu máli um þá yfirlýsingu mína, að skreiðarverkun er hagkvæm fyr- ir þorskinn. Það er þess vert, að athuga kostnaðinn við flökunina. En sá liður er nú ekkert lítil- ræði, eða kr. 1375 pr. smálest, ásamt umbúðum. En umbúðir um skreið pr. hráefni er mikið kostn- aðarminni. Hugsjón þarf að sýna í verki. Mér var Ijóst að eina ráðið til að sýna útvegsmönnum og öðr- um hvernig má framleiða góða skreið. Markið á að setja eins og efni standa til, þ.e. að fram- leiða 1. fl. Ítalíuskreið. Þvi vit- að er að hvergi í heimshöfunum er betri fisk að fá en hér. En til þess að svo verði, þarf mönnum að skiljast að leggja allt kapp á að flytja óskemmdan fisk að landi. Ég hugðist hefjast handa og lagði leið mína til þess banka, sem ég taldi líklegastan til að veita lán í nýtízku skreiðarhjall. Eftir tvær viðræður gaf bankinn vilyrði að lána í slíkan framtíðar hjall Enda var ekki fyrirhugað að nota blautar spírur með börk. Heldur sýndi ég ofan- greindum bankastjóra teikningu af hjallinum. Enn fremur skýr- ingar um að hjallurinn yrði byggður úr steinsteypu og járn- bentur. (Teikning af hjallinum ásamt skýringum mun fylgja þessum þætti máls míns). f þriðju og lokaviðræðu við banka- stjórann fylgdi sá böggull skamm rifi, sem sé að fá umsögn fiski- málastjóra sem og skrifstofu- stjóra eins ráðuneytisins. Mér kom fljótt til hugar að málið með þessari viðbót væri þar með úr sögunni eins og svo reyndist vera. Ég tek hér upp þann þátt bréfs Davfðs Ólafssonar ,sem ég tel að hafi verið dauðadómur á Iáni til að gera framtíðar skreiðarhjalla: „Áður en unnt er að segja um notagildi hugmyndarinnar verður nauðsynlegt að gera tilraun með verkun við þessar aðstæður, en slík tilraun ætti að gerast ísmá- um stíl og undir vísindalegu eft- irliti, og enn fremur ætti fisk- matið að fylgjast með þessari tilraun.“ Þetta sem ég tek hér upp orðrétt er vægast sagt furðu- legt mál. Árið 1627 þurrkuðu Vestmannaeyingar skreið sína í beinagr. m/þunnildi kg. 2.900 — - — — 1.300 — - — — 1.700 — - — — 2.400 kg. 8.300 svonefndu Fiskhellranefi. fjallinu austan við Herjólfsdal. Það er því vart frambærilegt af fiski- málastjóra að tala um að nauð- synlegt sé að verka skreið „und- ir vísindalegu eftirliti". Áður- Frh. á bls. 13 Fiægt -j< íólk m tm .15 i Ili || Ung kona í Buenos Aires, sem hingað tii hefur gengið undir fölsku nafni, hefur nú sagt hver hún er — og hef- ur það vakið geysiniikla at- hygli. Hún var á sínum tíma mjög vinsæl í blöðunum vegna Lucia Peron. x! greina þeirra, sem hún skrif- aði undir nafninu „de Ripepi“, 1 > og Iivar sem hún fór var hún V þekkt undir því nafni. Nú hefur hún ekki aðeins sagzt vera dóttir einræðisherr- || ans Juan Perons, sem fór frá völdum árið 1955, heldur hef- ur Peron, sem nú býr sem út- lagi í Madrid, staðfest, að þetta sé rétt. Þegar, meðan hann var einræðisherra ,viður- kenndi hann hana sem dóttur sína en gaf það ekk’ opinber- lega upp af stjórnmálalegum ástæðum. * Marlon Brando hefur nú reynt að reikna út hvers virði hann sé. Vikublað nokkuð ásakaði hann fyrir stuttu fyrir að vera „regluiega slæmur karekter“ Marion Brando. og nú krefst hann 25.000 doll- ara skaðabóta. — Ef ég í raun og veru er svona slæmur karekter, segir hann, vil ég að minnsta kosti taka eitthvað út á það. * Aumingja Farúk, fyrrverandi Egyptalandskonungur, á í eilíf- um málaferlum. Það síðasta er það, að F—- ísar-tízkukóngurinn Jean Dess- es krefst nú peninga fyrir þá Farúk konungur. 31 búninga, sem hann gerði á sínum tíma handa hinni fögru Narriman. Með mikilli hugarró hefur Farúk lagt til Desses. að hann reyni að láta egypzka rikið borga unnhæðin?.: „^g er fátækur maður,“ segir hann, Narriman elskaðl Egyptana — en ég ekki.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.