Vísir - 01.03.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 01.03.1963, Blaðsíða 9
9 VlSIR . Föstudagur 1. marz 1963. Þáttur uf Álexander Alexandrov Tjaldið hefir verið dregið frá og fyrsta at- riði er nú á enda. For- vígismaður kommúnista í Dagsbrún og stjórnar- meðlimur Æskulýðs- fylkingarinnar, Ragnar Gunnarsson, hefir lagt þær sannanir fyrir rann- sóknarlögregluna, sem leiddu til þess að tveir rússneskir sendiráðs- menn voru staðnir að verki. Þeim hefir verið vísað úr landi, þótt enn- þá séu þeir að pakka hafurtaski sínu saman, annar uppi á Ránargötu, hinn niðri í Garðastræti. Og annar þátturinn er haf- inn. Hann fjallar um það hvern ig íslenzku blöðin, kommúnist- ar og menn f borgaraflokkunum hafa brugðizt við þessu fyrsta njósnamáli Rússa á íslandi. Það er ekki allsendis ófróðlegt að rannsaka nokkru nánar hvern- ig þessi viðbrögð eru og hverj- ar ályktanir megi draga af njósnamálinu. Því slík rann- sókn leiðir margt fleira í ljós en afstöðuna til hinna rúss- nesku njósnara og atferlis þeirra. Hún varpar nefnilega skýru ljósi á þann djúpstæða klofn- ing, sem er í íslenzku nútíma- þjóðfélagi. Þar er það ekki skiptingin ein í stjórnmála- flokka, sem ræður örlögum, heldur miklu fremur hitt að nokkur hópur manna, sem ber íslenzkt vegabréf og er uppal- inn við íslenzkt móðurkné er þess fullbúinn að vinna gegn löglegri stjórn landsins, fremja það sem fslenzku refsilögin frá 1940 kalla „landráð". Slíkir menn, sem allir tilheyra hin- um íslenzka kommúnistaflokki, eru látnir óátaldir af íslenzku ríkisvaldi. Það er vegna þess að í fyrsta lagi hefir þjóðin lengst af neitað að trúa því að íslendingar væru efni í njósn- ara og landráðamenn. Og í öðru lagi er það af því að við erum firna umburðarlynd þjóð, sem er jafnframt fákæn í þeim fræðum að vernda sjálfa sig og eigið öryggi. Því fæst lögreglan hér á landi ekki við þau við- fangsefni, sem sjálfsögð þykja erlendis að þvf er varðar eftir- lit með þeim mönnum sem grun samlegir þykja. Og í annan stað er lýðræðiskenndin fslending- um svo í blóð borin, að meiri hluta manna mundi vera þær hömlur ógeðfelldar sem settar eru á starfsemi kommúnista- flokkanna t. d. í Bandaríkjun- um eða Vestur-Þýzkalandi. Sú andúð er eðlileg og rétt- mæt. En hún má ekki leiða til þess að við fljótum sofandi að feigðarósi f þessum efnum sem saklausir einfeldningar, er ekki gera sér ljóst að á þvf leikur ekki minnsti vafi, að hér er að störfum víðtækur njósnahring- ur, sem stjórnað er af Austur- Evrópskum sendiráðum hér í höfuðborginni. Vinimir Alexandrov, yfirmaður njósnaranna, og Magnús Þjóð- viljaritstjóri skála í rússneska sendiráðinu. Þetta var í nóv- ember, rúmum mánuði áður en Kisilev kom með mútuféð til Ragnars. Og þá erum við komnir að fyrsta atriðinu, sem uppljóstr- an hins íslenzka kommúnista hefir leitt í ljós, spurningunni um það hvort íslendingar njósni hér í þágu Sovétrikjanna og þá hve margir þeir eru. Hvernig mundi Þor- valdur bregðast við? f viðtali í Vísi f fyrradag seg ir dómsmálaráðherra landsins, Bjarni Benediktsson, eftirfar- andi: „Vafalaust hefir verið leitað til margra íslendinga í þessu sama skyni, en ekki er vitað hve margir hafa neitað að taka þátt f slíkum skaðræð- isgjörðum, né heldur hvort nokkrir, og ennþá síður hve margir hafa látið ánetjast". Hér drepur dómsmálaráðherra á merg málsins. Á þvf leikur ekki hinn minnsti vafi að til allmargra íslendinga hefir ver- ið leitað um að stunda njósnir hér á landi. Tveir þeirra hafa gefið sig fram við lögregluna, Ragnar og Sigurður Ólafsson flugmaður s I. vor. En hve margir fara enn huldu höfði? í Sósíalistafélagi Reykjavíkur er a. m. k. 1000 meðlimir. Þeir hafa svarið hinni alþjóðlegu hugsjón kommúnismans holl- ustueiða og líta allir á Sovét- ríkin sem vina og forystuland, sitt annað föðurland. Margir þessara manna hafa þegið dýr- legar boðsferðir til Sovétríkj- anna þar sem þeir hafa ferð- azt um landið þvert og endi- langt, étið styrjuhrogn og drukkið grúsíuvín. Slíkir menn líta hins vegar á hið eiginlega föðurland sitt sem borg í óvina- höndum og valdhafana sfðustu áfin sem leppa bandarísks her- veldis. Þegar maður hefur sefj að sjálfan sig þannig, þarf ekki mikið til þess að réttlæta það að safnað sé upplýsingum handa forsvarsmönnum fram- þróunarinnar, sérflagi ef upplýs ingarnar fjalla um hina hötuðu „herstöð" í Keílavík, sem margt þessa fólks trúir að verði einn góðan veðurdag notuð til þess að leggja framtíðarlandið, Sovétríkin, í rúst. Hvemig myndu menn eins og Þorvaldur Þórarinsson, Stefán Ögmundsson og Ingi R. Helga- son bregðast við beiðni rúss- neska sendiráðsins um upplýs- ingasöfnun? Myndu þeir neita henni? Myndu þeir ganga upp á Frfkirkjuveg og ljóstra upp um undirmenn Alexandrovs? Þessum spurningum skal ekki svarað hér. En það sakar ekki að lesendur hugleiði þær með sjálfum sér. Það ætti engan að skaða. Hverju nenna Nóbelsskáld? Lftum nú nokkuð á opinber viðbrögð foringja kommúnista við njósnamálinu. I Vísi f gær segir Brynjólfur Bjarnason að sér finnist málið svo óljóst, að hann vilji ekk- ert um það segja. Sama segir Stefán Ögmundsson formaður MÍR og meginfriðardúfan Sig- ríður Eirfksdóttir. í þögn þeirra felst þó vísbending um, að þeim sé ekki allt of létt fyrir brjósti. Þau treysta sér ekki til þess að réttlæta gjörðir Kisilevs og Dimitrievs, þrátt fyrir áralang- Hinn þjálfaði diplomat. Rússneski sendiherrann á ís- iandi, Alexander M. Alexandr- ov, er góðlátlegur maður nokk- uð við aldur, skölióttur með gleraugu. Hann líkist einna mest fslenzkum. barnakennara og þeir sem þekkja hann segja að hann tali aldrei af sér. Hann ræðir jafnan um það hve gam- an sé að vera á íslandi. í fyrra- dag talaði hann heldur ekki af sér —að dómi yfirboðara sinna. Þegar Guðmundur í. Guð- mundsson skýrði honum frá að undirmenn hans hefðu verið gripnir á leynifundi, deplaði hann nokkrum sinnum augun- um bak við gleraugun og sagði síðan: „Þessar ásakanir eru gjörsamlega ástæðulausar og ögrandi. Starfsmenn mínir eiga engan þátt f þvf athæfi, sem þér sakið þá um“. Það er erfitt að meta það hver sé hin mesta lygi, sem nokkru sinni hefir verið sögð hér á landi. En þessi ummæli rússneska sendiherrans hljóta að minnsta kosti að komast ná- lægt hinu íslenzka meti. Alexandrov á vafalaust eftir að eyða nokkrum misserum enn hér á landi f hinum veglega sendiráðsbústað að Túngötu 9. Það er vafamál hvort hann fær öðru sinni slíkt tækifæri ti! þess að sýna íslendingum alkunn. Það er siöleysi að svérta íslenzka sósfalista vegna þess að maður eins og Ragnar Gunnarsson hafi játað á sig njósnir, segir hinn gamli orða- bókarhöfundur frá Kaupmanna höfn. Þeim kemur málið auð- vitað ekkert við. Ragnar Gunn- arsson er nú ekki annað en aumur íhaldserindreki sem á að hafa þröngvað upplýsingum upp á Rússana og stolið leyni- skýrslu SÍA. Allt er hey f harð- indum. En eitt er athyglisvert við þessi skrif Magnúsar. Hann for dæmir ekki einu orði atferli þeirra Kisilevs og Dimitrievs. Hin brennandi reiði beinist öll gegn Ragnari Gunnarssyni, manninum sem stjómaði vega- sveitunum f verkfallinu 1952 fyrir kommúnista. Og nú bíður þjóðin eftir tvennu. Að Magnús Kjartansson fletti upp f orða- bókinni sinni og finni sannanir fyrir því að Ragnar hafi f raun og veru stolið SÍA skýrslunni. Og einnig hinu að hann ámæli sovézku sendiráðsmönnunum á prenti. Þessi sovézk-fslenzki njósna- þáttur sýnir að jafnvel þótt menn hafi þénað f Dagsbrún og Æskulýðsfylkingunni um áraraðir, hverfur mannorðið á einni nóttu, ef komið er upp um Rússana. Enga aðra álykt- un er unnt að draga af orðum an átrúnað sinn á sigðina í austri. En gamla hetjan, Einar 01- geirsson, bregðst öðru vísi við Hann þvær Sovétmenn af allri sök og segir Ragnar vera agent Sjálfstæðisflokksins, sem hafi lokkað Rússana í snöruna. ginnt þá eins og þursa með því að bjóðast til að njósna. „Rússar liggja í því“, sagði Einar, og í orðunum lá að bet- ur hefðu þeir Kisilev og félagi leitað til trúverðugri kommún- ista en Ragnars, félaga sem ekkj hefði hlaupið beint upp á^ Fríkirkjuveg og sagt Loga alla söguna. Svart er hvftt og hvítt er svart, sagði Stóri Bróðir í sögu Orwells En athyglisverðust eru kann- ski ummæli eina fslenzka nó- belsskáldsins, Halldórs Kiljan Laxness. Bækur hans bera vott um djúpa ást hans á fslenzku þjóðinni, ríka samúð með erf- iðum örlögum hennar undir er- lendri kúgun og óbilandi frels- isást. Hann er sá maður fs- lenzkur, sem átt hefir einna stærstan metnað fyrir hönd þjóðar sinnar, sá maður sem einna þroskaðasta siðferðistii- finningu hefir með þessari litlu þjóð. Þegar hann er spurður um álit sitt á njósnum sovézku sendiráðsmannanna, segir hann: „Ég er ekkert interesseraður í njósnum. Ég nenni ekki að lesa um njósnir". Það er þægilegt að búa í fílabeinsturni, jafnvel þótt hann sé ekki fjær Hafravatni en Mosfellssveitin. hvernig sovézkir embættis- menn umgangast sannleikann. En einu sinni er nóg. Islend- ingar munu lengi geyma f huga sér ímynd hins þjálfaða diplo- mats á austræna vísu. Með þess um tveimur setningum. sem hann mælti f hvfta húsinu við Lækjartorg f fyrradag, hefir hann skapað sér óafmáanlegan sess í íslenzkri stjórnmálasögu. Svona menn eiga skilið að fá Leninorðuna. Hin upptrekta leikbrúða. Viðbrögð ritstjóra Þjóðvilj- ans þarfnast ekki margra orða. Magnús Kjartansson er orð- inn eins og upptrekt leikbrúða, sem ung stúlka fær í jólagjöf. Þegar ýtt er á takka fer hún öll á ið, glennir upp augun og ýmis búkhljóð heyrast neðan úr maga. Og hljóðin voru gam- Magnúsar Kjartanssonar en þá, að eina brotið, sem Ragnar er sekur um, sé það að hafa sagt sannleikann um Kisilev. Hið heila í austur. Hér hefir nú verið drepið & íokkur atriði þessa sérstæða njósnamáls og viðbrögð manna ;■ við því. Þau sýna að fslenzkir kommúnistar snúa blinda aug- anu að þjóð sinni en hinu heila í austur. Þau sýna að jafnvel , beiðnir til íslendinga um að fremja landráð koma engu öldu róti á huga hins sanna komm- únista. Þessi vitneskja er mik- ils verð vegna þess að hún er ' ný. En hér hefir aðeins verið fjallað um sálir hinna forhertu. j Þvf verður ekki trúað að 6- j reyndu, að þeir mörgu fslenzku s sósfalistar, sem enn setja Jón ' Sigurðsson ofar Stallp og Lenfn •; á stofuveggnum, hafi ekki feng ið sting f hjartað, er þeir lásu sögu flokksbróður sfns frá Reykjavöllum Og lýkur svo þessum þætti af Alexander Alexandrov og mönnum hans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.