Vísir - 01.03.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 01.03.1963, Blaðsíða 4
VI S I R . Föstudagur 1. marz 1963, ASTRALIUMAÐUR Fyrir skömmu kom hingað í kynnisför hr. John B. Mackay, ástralsk- ur maður, sem starfar sem ráðunautur við ástr- alska sendiráðið í Stokk- hólmi, — og er verkefni hsns, að vera til leiðbein- ingar fólki, sem hugleiðir að flytjast tií Ástralíu. Mackey liefir verið þrjú misseri í Stokkhólmi. Ég átti tal við hr. Mackay á herbergi hans á Hótel Sögu nú í vikunni, og spurði hann nánara t um tilganginn með för hans hingað og starf hans. — Starfsvæði mitt nær yfir öll Norðurlöndin fimm, sagði Mac- kay, og vildi ég því ekki draga lengur að skreppa hingað til kynna af landi og þjóð, þótt þau kynni hlytu að verða skömm í nokkurra daga dvöl. Auk þess hafði ég svo margt um landið lesið ogí heyrt, að mér var það til hvatningar, að draga það ekki lengur að bregða mér hingað, og kom ég hingað frá Finnlandi. I’ Stokkhólmi höfum við nú settan sendiherra (charge d’affaires) og starfa ég við sendisveitina sem ráðunautur (councillor). Ég vil taka það fram, að við rekum ekki áróður fyrir því í löndum, þar sem atvinnuskilyrði eru góð og menn vilja ckki, að fólkið flytjist burt, að menn taki sig upp og flytji til Ástralíu, en þar sem þeirri stefnu er fylgt í Ástralíu, að fólk af Evrópustofni flytjist þangað, viljum við sjá um, að þeir, sem hugleiða að setj ast að f landi okkar, geti fengið um það réttar úpplýsingar. — Mér hefir skilist, að í Ástralíu séu jafnan gerðar áætl- anir varðandi innflutning fólks. — Það er rétt. Er nú miðað við, að 125.000 innflytjendur komi árlega, unz annað verður ákveðið. Af þessum fjölda kem- ur helmingurinn frá Bretlandi, en meginhluti hins helmingsins frá Evrópu, aðallega frá Grikklandi og Ítalíu. I’búatala Ástralfu er nú 10% milljónir manna, og tala innflytjenda frá styrjaldarlokum er 1% milíjón. — Og hve stór hópur hefir nú komið frá Norðurlöndum á þeim 18 árum, sem hér er um að ræða? - Um 12.000. — Flestir frá Danmörku eða hvað? — Það er dálítið breytilegt með þetta, — já, liklega er inn- flutningur jafnastur og mestur frá Danmörku, mikiH frá Finn- landi 1958 — 1959, og yfirleitt stöðugt um nokkurn fólksflutn- ing að ræða frá Finnlandi, Sví- þjóð og Danmörku, og strjáling frá Noregi. —• Og þetta fólk er svo sínum löndum sennilega glatað? — Það er það, f þeim skilningi, að fæst af því kemur heim aftur. Við teljum að um 6% allra inn- flytjenda hverfi heim aftur. — Ástæðurnar? — Ýmsar, vanalega heimþrá innflytjendur, sem mjög eru teknir að reskjast ákveða að eyða elliárunum í sínu gamlh Iandi. Slangur af fólki saknar fljótt gamla landsins. Og svo eru mörg dæmi þess, ekki sízt þegar um brezka innflytjendur er að ræða, sem fara heim aftur, að þeir íæknast af heimþránni, og gerast útflytjendur öðru sinni. — Hver eru helztu skilyrði fyrir að menn geti fengið áritun sem innflytjendur í Ástralíu? — Það er aldurshámark, 40—] 50 ár hámark fyrir fjölskyldu- mann, svo eru viss heilsufarsskil- yrði o. fl. almenn skilyrði sem fullnægja verður. Og að sjálf- sögðu nokkur enskukunnátta. — Hvað mundi það nú kosta innflytjandann til dæmis að komast til Ástralíu sjóleiðis frá Kaupmannahöfn? — Það mundi verða um 150 sterlingspund. — Á mann? — Já? — Og veitið þið fólki fjár- hagslegan stuðning til þess að komast til Ástralíu, eins og fólkil, á Bretlandi? Vf'.'/í — Um það gilda sömu reglur Hver einstaklingur fær 71 ástr- alskt pund (55 stpd) framlag, sem er óendurkræft.l Fyrir börn sem greitt fargjald fyrir er greitt hálft fram lag. Og við förup að eins fram á, að innflytjandi sé tvö ár í landinu. Ég 'hefi séð 'f'-enslrum1 blöð- um, að það hefir stundum vakiðf óánægju innflytjenda, að þeir j| hafa orðið að búa lengur en þeim] þótti viðunandi í móttökustöðv- um? — Innflytjendur þurfa sjaldn- ast að vera lengi í slíkum mót- tökustöðvum. Það er tekið á móti fólki sem hefir lokið skólagöngu Ijóst, sagði Mackay og endurtek, þeim og greitt fyrir þeim að fá og kemur á vinnumarkaðinn. — að af minni hálfu er ekki um atvinnu, og þá jafnframt útvegað Segja má, að 1.6% sé nær hinu neinn áróður að ræða. húsnæði eins nálægt viðkomu- rétta, ef miðað er við allt árið Mackey er fjölskyldumaður. stað og-auðið er. Vanalega tekst Og þetta er hlutfallslega lág tala Hann býr sem fyrr segir í Stokk það, en það er mis-auðvelt að. — Þá væri gaman að heyra hólmi og kann fjölskylda hans greiða fyrir mönnum, sumstaðar eitthvað um skattana hjá ykkur? þar vel við sig. Börnin, drengur eru nokkur húsnæðisvandræði. — Þeir eru áreiðanlega mikl- og telpa, eru 6 og 9 ára. annars staðar engin. Við megum um mun k.gri en í Danmörku og — Þau kunna sannarlega að John B. Mackay það bil álíka og Reykjavíkur. — Hvernig líst yður á Reykja- vík. — Ágætlega — mér finnst mikið til um bæinn og auðsætt er þegar við fyrstu sýn, að hér eru miklar 'framfarir. Og ég er að sjálfsögðu hrifinn af hagnýtingu ykkar á hveravatninu. '— Þið eruð verr settir en Ný- sjálendingar, sem hafa nóg af hverum eins og við. — Satt er það, en nú höfum við fundið olíu — og það er ekki meira um annað rætt í Ástralíu en framtíðaráform, sem við þenn an mikla olíufund eru bundin. Það var sem sé nægilegt magn þarna til þess að rekstur gæti borið sig og var óhikað lagt í miklar framkvæmdir til hagnýt- ingar. Olían fannst með borun- um við Monnie f Queensland- ríki og er nú verið að leggja þaðari olíuleiðslu — 320 kíló- metraleið — til hafnarborgarinn- ar Brisbane. Og þar er verið að koma upp tveimur olíuhreinsun- arstöðvum. Þessi olíufundur er augljóslega mikilvægur, m. a. með tilliti til þess að olíuflutning ar til landsins eru dýrir. Og fundurinn eflir vonir um, að olía finnist víðar í þessu víðáttu-' mikla landi. — Við lesum um það, að Ástralía sé að mestu land hvítra manna nú? — Já, það er rétt. Nokkuð er að vísu um menn af ýmsum Asíuþjóðum — en flestir eru fulltrúar viðskiptafyrirtækja o. s. frv. — Og svo eru frumbyggjarnir? Hvernig gengur að aðlaga þá nútímamenningu? — Hægt, mjög hægt, enda erf- itt, þar sem þetta er fólk, sem heldur sjaldnast lengi kyrru fyr- ir, en það er aðallega í vissum landshlutum og fæstir hvítra manna verða mikið varir við þá. Þeir hafast við í lítt byggðum landshlutum. Af opinberri hálfu er allt gert, sem unnt er, til þess að mennta þá og manna, haft eftirlit með heilbrigði þeirra, og þeim í stuttu máli veitt sú að- staða, sem hægt er að láta í té, en í þessu starfi er við ramman reip að draga eins og ég drap á áðan. — Eru þeir herskáir enn í dag? — Nei, þeir berjast ekki inn- byrðis lengur — fara með friði, en eru trúir mörgum gömlum erfðavenjum. Þegar viðræðum okkar lauk Island ekki gleyma því, að Ástralía er stórt land, ámóta stórt og Banda- ríkin. í Sidney, sem er borg upp á 2% millj. manna, eru nokkur ^iúsnæðisvandræði enn og hafa verið allmikil, en við erum á góðum vegi með að leysa hús- næðisvandamál okkar, höfum byggt yfir 1 milljón húsa frá lok- um síðari heimsstyrjaldar. — Þér sögðuð, að miðað væri við 1% eðlilega aukningu þjóðar- innar? — Já, og að 1% aukning fáist með innflutningi fólks. — Og hvernig er nú áJtatt á sviði atvinnuleysis hjá ykkur, — hve há er tala atvinnuleysingja um þessar mundir? — Um 2% fólks á vinnualdri eru uú atvinnulaust, en þess er að geta, að á þessum tíma árs bætist við stór hópur af ungu Svíþjóð. — Meðalskattur fjöl- skyldumanns í Ástralíu mun vera um 12%, og menn hafa meira af- gangs af Iaunum sínum eða kaupi í Ástralíu og geta lagt meira til hliðar en á Norðurlönd- um. — Meðal annara orða, er yður kunnugt um nokkra íslendinga í Ástralíu? — Þeir eru víst mjög fáir. Eg hefi ekki orðið þess var, að þeirra sé getio á skýrslum. Ég gat þess við Mackey, að ég spyrði hann margs um þgfta allt, því að fáir Ástralíumcnn legðu hingað leið sína, og marg- ir hefðu eaman af að fylgjast með því, sem gerðist á sviði fólksflutningsmála, þótt enginn hér þyrfti a' flýja landið vegna atvinnuleysis. — Það geri ég mér líka vel meta þau skilyrði, sem þar eru upp á að bjóða á veturna til sleðaferða og slíks, sagði hann. — Hafa kannske lítið haft af snjó að segja fyrr? — O-jú, þó nokkuð. Það snjó- ar talsvert í Ástralíu, til dæmis í Canberra, höfuðborginni, þar sem við áttum heima. Það snjóar meira í Ástralíu en í Sviss, þótt ótrúlegt sé. — Canberra er höfuðborg ykkar — og tiltölulega ný borg? — Já, íbúatalan mun vera um A.V • og við gengum til dyra bjóst ég til að þakka Mackey viðtalið, og sagði hann þá: Ég kem niður með yður í lyftunni og kveð yður fyrir dyr- um úti. Spurði ég hann þá hversu hon- um félli að gista í Hótel Sögu og svaraði hann: —- Ágætlega. Þetta gistihús er fyllilega sambærilegt að öllu leyti við það sem bezt er á Norð- urlöndum. - ATH.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.