Vísir - 01.03.1963, Blaðsíða 10

Vísir - 01.03.1963, Blaðsíða 10
10 V í SIR . Föstudagur 1. marz 1963. Qi AÐALFORINGI OAS ARGOIID HANDTFKINN Þau merku tíðindi hafa gerzt í Frakklandi, að yfirmaður OAS- samtakanna Antoine Argoud hef ur verið handtekinn. Þessi skeggjaði og kaldrifjaði herra hefur lengi verið efstur á hin- um svarta lista lögreglunnar. Handtöku hans bar að með þeim einkennilega hætti, að lög- reglan fann Argoud liggjandi bundinn og bjargarlaus í lokuð- um sendiferðabíl, sem hafði ver- ið lagt rétt undir vegg Notre- Dame-kirkjunnar í París. Þykir það ljóst, að deilur innan OAS- samtakanna hafi Ieitt til hand- töku Argouds, einhverjir fjand- menn hans innan hreyfingarinn- ar hafi ráðizt á hann. Ókunnur maður hringdi til Parísarlögregl unnar og skýrði henni frá þvl, að Argoud lægi í sendiferðabíln um. Þannig hefur svæsnasti fjandmaður de Gaulle náðst. Það var greinilegt að Argoud hafði verið misþyrmt og var hann illa farinn. Hann hefur skýrt lögreglunni frá þvi að hann hafði verið staddur í MUnchen í Þýzkalandi, þegar ein hverjir menn sem hann þekkti ekki komu þangað sem hann bjó, slógu hann í rot og fluttu hann síðan til Parísar. Er vafa laust að þessi árás hefur verið liður í bræðravígum innan OAS hreyfingarinnar. Franska lögreglan þarf margs að spyrja hinn handtekna skæru liðaforingja, en fyrst og fremst, hvar Georges Bidault hinn póli- tíski foringi OAS er niður kom- in. Argoud var dæmdur til dauða í fjarveru sinni af frönsk um herrétti árið 1961, en verður nú að nýju leiddur fyrir rétt. OAS foringinn Argoud sem hefur verið handtekinn. Árni Vilhjálmsson hagfræði- prófessor hefir gert upp eignir og skuldir Bæjarútgerðar Hafnarfjarð ar miðað við 1. júní 1962 er stjórn arferli Alþýðuflokksins og komm- únista Iauk og núverandi bæjar- stjómarmeirihluti tók við. Reynd- ust skuldir bæjarútgerðarinnar umfram eignir, sem voru metnar til núverandi verðgildis, nema 41.7 milljónum króna og má segja að þær skuldir hafi aðallega myndazt á 2 og hálfu ári. Árið 1960 varð 20 milljón króna tap hjá fyrirtæk- inu, árið 1961 varð aftur 20 mill- Jarðhiti — Framhald af bls. l. Hinn þýzki vísindamaður heitir dr. Dobrowski og er prófessor við háskólann í Giessen í Þýzkalandi. Hann er kunnur vísindamaður m. a. fyrir það að hafa fundið elzta lífsvott á jörðu 1 650 milljón ára gömlum saltklump frá paletolo- giska tímabilinu. Hann hefur greint frá því að af 61 heitri uppsprettulind sem mæld ar voru og kortlagðar á hitasvæð- inu í Hverag. sumarið 1961 séu 24 nú gersamlega horfnar en vatns- yfirborð í hinum hefur lækkað um þrjá metra, rennslismagn fer minnkandi og hitastigið hefur ’ækkað mest 70 stig 'en minnst stig. Erfitt er að gera sér ■ rein fyrir orsökum þessa og þýrfti víðtækar rannsóknir til að komast að því. jóna króna tap en bætur frá afla- tryggingasjóði það ár námu 10 milljónum eða helmingi tapsins. Loks varð, samkvæmt uppgjöri, 10 milljón króna tap fyrra helming ársins 1962. Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar rekur 4 togara. Útgerðarráð Hafnarfjarðar gerði á fundi slnum s.l. föstudag sam- þykkt og tillögur í tilefni af niður- stöðum þessarar rannsóknar og er þar lagt til m. a. að þegar í stað verði Ieitað aðstoðar og samstarfs við ríkisvaldið um allar nauðsyn- legar ráðstafanir sem miði að því að rétta við hag fyrirtækisins og Ieysa greiðsluvandræði þess. Á fundi bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar í gærkvöld var skýrsla prófessorsins lögð fram, svo og samþykktir þær og tillögur, sem útgerðarráð hafði gert á grundvelli hennar og samþykkti bæjarstjórn- in að fela framkvæmdastjóra Bæjarútgerðarinnar, Óttari Hans- syni, útgerðarráði og bæjarstjóra að vinna að því að reisa við hinn Nýtt met í stangarstökki Á innanfélagsmóti í KR- heimilinu í gærkvöldi, stökk Valbjörn Þorláksson 4,36, sem er nýtt met. Gamla metið sem hann átti sjálfur var 4,33. í hástökki sigraði Jón Ólafsson, stökk 2,10. Næstir voru Jón Pétursson, og Valbjörn Þor- láksson, báðir með 1,80. bágborna hag bæjarútgerðarinnar, m. a. á grundvelii greinargerðar Árna Vilhjálmssonar og tillagna útgerðarráðs. Alexandrov mótmælir enn Ambassador Sovétríkjanna, hr. Alexander H. Alexandrov, gekk á fund utanrikisráðherra í dag og kvaðst vilja endurtaka mótmæli sín um að ásakanimar gegn tveim sendiráðsstarfsmönnum sínum væru rangar og tilhæfulausar, en engu að siður mundu sendlráðs- starfsmennirnir Lev Kisselev, og Lev Dimitriyev, fara frá íslandi þegar á morgun flugleiðis yfir Danmörku, ef nauðsynlegar vega- bréfsáritanir fengjust fyrir þann tíma, annars mundu þeir fara með næstu ferðum þar á eftir. Utanrfkisráðherra fullvissaði ambassadorinn um, að fslenzka ríkisstjómin hefði öruggar og full- komnar sannanir fyrir öllum á- kæruatriðunum gegn þeim Kesse- lev og Dimitriyev. ■rcnlsmíöja í. gúmmfstimplagcrö Hinholti 2 - Simi 20960 íþróttir — Framhald af bls. 2. Ólafur B. Ólafsson, Á, 1:17,8 Erling Jóhannsson, KR, 1:18,0 50 m. bringsund sveina: Guðm. Grímsson, Á, 38,3 Þorst. Ingólfsson, Á, 40,5 Jóhann Bjamason, SH, 40,8 50 m. flugsund karla: Guðm. Gfslason, ÍR, 30,3 Pétur Kristjánsson, Á, 30,9 Davíð Valgarðsson, ÍBK, 33,0 100 m. bringusund kvenna: Hrafnhildur Guðmundsdóttir, ÍR, 1:21,8 íslandsmet Auður Guðjónsd., ÍBK, 1:32,6 Matthildur Guðmundsd., Á, 1:33,8 100 m. skriðsund drengja: Davíð Valgarðsson, ÍBK, 1:02,9 Guðm. G. Jónsson, SH, 1:10,1 Gísli Þórðarson, Á, 1:10,5 50 m. bringusund drengja: Guðm. Grímsson, Á, 38,3 Þorsteinn Jónsson, SH, 40,0 Gestur Jónsson, SH, 40,2 3X50 m. þrísund karla: Sveit ÍR, 1:32,8 (Guðm. Gíslason, Sig. Sig., Þorsteinn Ing.) A-sveit KR, 1:38,5 Ármann, 1:40,1. Iðjo — Framhald af bls. 16. Guðjón sagði m. a. að Iðja hefði tvisvar undirritað samninga við vinnuveitendur á starfsárinu. f íúlí gerði stjórn Iðju samning um 10% kauphækkun á alla taxta félagsins og 8% hækkun á á- kvæðisvinnutaxta. I janúar var svo aftur sámið við iðnrekendur og þá um 5% launahækkun. Um sl. áramót fengu Iðjukonur svo *V?% kauphækkun í samræmi við lögin um launajafnrétti karla og kvenna, svo nú minnkaði óðum bilið milii karla- og kvennakaups. Árið 1956 var kvennakaupið að- eins 64 V2 af karlakaupi en er nú komið í 84% (miðað við 4 ára taxta). Um 9V2 af þessarri hækkun hefur náðst vegna stefnu stjórnar Iðju í kjaramálum. Iðja og ákvæðis- vinnan. Iðja er reiðubúin til að hefja samninga við iðnrekendur um á- kvæðisvinnu, sagði Guðjón Sig- urðsson. Iðja er eina félagið, fyrir utan eitt fagfélag, sem hefur sent mann á námskeið Iðnaðarmála- stofnunarinnar I vinnuhagræðingu, með tilliti til þess að Iðja geti tek- ið upp samninga við atvinnurek- endur um ákvæðisvinnu. Grund- völlur þeirra samninga verður sá, að Iðjufólk fái hærri laun, betri og hagkvæmari vinnuskilyrði. Jafn- framt verður lögð áherzla á að á- kvæðisvinna verði ekki til að auka vinnuálag á starfsfólkið. Kommúnistinn sem eyði- lagði lífeyrissjóðinn. Þá vék Guðjón Sigurðsson að kommúnistaforingjanum Bimi Bjamasyni og þvi „afreki“ hans að eyðileggja lífeyrissjóð Iðjufólks. Gat Björn fengið því framgengt á einum Iðjufundi, með stuðningi sinna dyggustu flokksbræðra í Iðju £.5 sjóðurinn varð ekki skyldusjóður. Eru bvf mun færri I sjóðnum en annars mundi hafa verið. sjóðurinn er veikari en ella og atvinnurekendur hafa losnað við að greiða stórar fjárhæðir, jafnvel svo milljónum skiptir í þennan sjóð. Joan Fontaine. „Charles og ég erum svo góðir kunningjar og samband- ið milli okkar er svo gott, að það væri synd að eyðileggja það með hjónabandi. Hjóna- band er ágætt fyrir fólk, sem ætlar að eignast böm og býr í sveitaþorpi, en þar sem við ætlum okkur hvorki að eignast saman böm eða búa í sveita- þorpi, erum við svo skynsöm að halda okkur aðeins við vin- áttuna.“ Siðasta skotasagan: Skoti nokkur vildi fá að breyta um nafn — og skýrði yfirvöld- unurn frá hvers vegna hann óskaði þess.. — Nei, var svarið. Það föll umst við ekki á. Þér getið ekki fengið nafni yðar breytt vegna þess eins að þér hafið fundið á götunni kassa með nafnspjöldum. Hinn 62 ára gamli ihalds- fulltrúi í neðri deild brezka þingsins, Robert Jenkins hef- ur svipfræði sem tómstunda- gaman — og hér eru nokkrar af niðurstöðum hans: Masmillan forsætisráðherra: Hefur sérstakan eiginleika til að ná góðutn samböndum. Sir Roy Welensky: Einn bezti heili í heimi. Nikita Krúsjeff: Stendur að eins einum manni að baki, Sir Roy Welensky. Kennedy forseti: Heilinn ekkert sérstakt, en mælskan óvenjuinikil. De Gaulle forseti: Þrjósk- an skyggir á alla aðra eigin- leika hans. Og herra Jenkins leggur á- herzlu á að niðurstöðunni um de Gaulle hafi hann komizt að tveimur árum fyrir fund- inn í Briissel. Nú ganga þær sögur f jöllum hærra í Hollywood að kvik- myndastjarnan Joan Fontaine, sem er 45 ára og þrífráskilin, ætli að giftast skopteiknaran- um fræga, Charles Adams. En nú hefur Joan harðlega mótmælt þessu: Krúsjeff l

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.