Vísir - 16.03.1963, Blaðsíða 3
VÍSIR . Laugardagur 16. marz 1963.
FASTUR í
Loks kemur mynd tekin frá skip
inu af einum skipverjanum Guö-
bjarti Ásgeirssyni matsveini, en
hann tók hinar myndimar.
Myndir þessar sýna nokkuð
hvernig ástatt er á ísasvæðinu
og þær tálmanir, sem íslenzku
skipin hafa þurft að brjótast i
gegnum.
lslenzku skipin hafa oft þurft
að eiga leið um fsasundin við
Danmörku síðan þau lagði, en
þau hafa komizt vei frá þeirri
raun og ekki tafizt að neinu
ráði. Kemur það til af þvi að
íslenzku skipin okkar eru traust
byggð og góð skip, yfirieitt bú-
in svo miklu vélarafli, að þau
hafa getað ruðzt gegnum ishrann
imar. Sérstaklega hefur orð ver-
ið á þvi haft hve vel Gullfoss
hafl staðið sig þegar hann sigldi
með næstum fullri ferð og braut
fslnn undir sig.
Minni skipin hafa átt i aðeins
meiri erfiðleikum að komast i
gegn. Sýnir myndsjáin I dag þeg
ar Eimskipafélagsskipið Fjall-
foss festist f ísnum í Kattegat
þann 1. marz s.l. Hafði fsinn
hrúgazt þar saman í þykk höft,
sem stöðvuðu ferð skipsins. —
Gerðist þetta um kl. 3 um dag-
inn, þegar skipið var á leiðinni
til Kaupmannahafnar. Ekki var
skipið þó lengi fast, þvf að 2
klst. siðar gliðnaði ísspöngin i
sundur og gat skipið þá haldið
ferðinni áfram.
Meðan skipið var fast í ísn-
mn gátu skipverjar hæglega
klifrað út fyrir borðstokkinn og
gengið um ísinn. Þafinig gátu
þeir tekið mynd af skipinu úr
nokkurri fjarlægð. Sýnir ein
myndin skipið sjálft og íshrann-
imar, sem hafa hlaðizt upp fyr-
ir framan það. Þá er mynd tek-
in á siglingu og sýnir rásina,
sem skipið gcrir f Iagnaðarisinn.