Vísir - 16.03.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 16.03.1963, Blaðsíða 7
VÍSIR . Laugardagur 16. marz 1963. 7 Kvennas ■i BYLTING í PARÍS Bylting hefur verið gerð í París. Nokkrir tízkumeistarar hafa haf ið samvinnu við vöruhús og fata verzlanir um fjöldaframleiðslu á kjólum, þannig að almenningur getur keypt föt, sem saumuð eru í tízkuhúsunum frægu. Með þessu móti geta konur nú fengið Cardin- eða Esterel-kjól fyrir 10 til 20 sinnum minna verð en módelkjólarnir kosta. Margir hinna íhaldssamari með al tízkukónganna eru stórhneyksl aðir á þessum „svörtu sauðum" stéttarinnar — að þeir skuli brjóta hinar heilögu reglur „Höf- uðborgar tízkunnar". í raun og veru vann París sér titilinn „Höfuðborg tízkunnar“ með því að tízkuhúsin höfðu að- eins áhuga á að uppfylla óskir „fínu frúnna“. en eins og kunn ugt er fylgist allur heimurinn með þeim og þeirra fötum. Tízkukóngárnir óðu í dýrustu efnunum og göldruðu fram kjóla, sem voru svo fínir og jafnframt öfgakenndir að Iengra varð ekki komizt á þeirri braut. En í dag er aðeins dálítill hópur forríkra kvenna sem er tilbúinn að heiðra hina öfgakenndu og óhóflegu kjóla með himinháum fjárupp- hæðum. Mörgum heimsfrægum tízku- húsum hefur verið lokað, eins og t.d. Lecomte, Schiaparelli, Fath, Worth, Paquin og Piguet. Franska ríkið hafði þó reynt að bjarga því sem bjargað varð. Nú var svo komið að ef París átti að geta haldið sæti sínu varð eitthvað til bragðs að taka. Nokkrir áræðnir tízkukóngar hafa því tekið þá stefnu að verða við óskum almúgans — hefja fjöldaframleiðslu á kjólum. En þar með er ékki sagt að þeir hætti að handsauma módelkjóla þeir verða á boðstólum eftir sem áður. Þótt einhver munur verði á- vallt á handsaumaða og vélsaum aða fjöldaframleiðslukjólnum verður alltaf eitt sameiginlegt — vörumerkið. Tízkukóngar hefja fjölda- framleiöslu á kjólum Merkisatburður í sögu „Höfuðborgar tízkunnar“. Pierre Cardin opnar deild sína i vöruhúsinu „Le Printemps14. Merkir lagabálkar - Byggingarsjóður aldraðs fólks - Hannibal gerir lítið úr frumvarpinu - Afnám prestskosninga ekki endanlega ákveðið á þessu þingi. Þessi fallegi, strútsfjöðrum skrýddi „kokkteilkjóll" er einn þeirra kjóla, sem Pierre Cardin gerði i tveimur útgáfum: „lúxusútgáfu og vöruhússútgáfu. Andstæðingar hans segja að honum muni verða hált á þessu sveili. JJver lagabálkurinn öðrum merkari sér dagsins ljós um þessar mundir og er tekinn til meðferðar á'Alþingi. Frumvörp- in um höfundalögin, almanna- tryggingarnar og loftferðir hafa verið lögð fram í þessari viku og er það til marks um ágæti þeirra, s. s. almannatrygging- anna, að umræður snúast helzt um, hverjum sé mest að þakka framgangur málsins. Þannig stóð próf. Ólafur Jóhannesson (F) upp í efri deild í fyrradag, þegar frumvarpið um almanna- tryggingarnar var rætt þar, ein- göngu til að telja mönnum trú um, að Framsóknarflokkurinn ætti ekki hvað síztan þáttinn í, að frumvarp þetta væri nú Iagt fram. Það væri í anda ’þeirrar stefnu, sem Framsókn hefði æ- tíð barizt fyrir. f sama tilgangi kvaddi Hall- dór E. Sigurðsson (F) sér hljóðs í neðri deild í gær, er frum- varpið um byggingarsjóð aldr- aðs fólks var á dagskrá. Erindi hans í ræðustól var það eitt, að vekja athygli á, að hann og aðrir Framsóknarmenn hefðu flutt tillögu um þennan bygg- ingarsjóð árið 1958. ^ð sjálfsögðu má endalaust deila um hver heiðurinn eigi U hvert skipti, enda hefur það verið svo að mál '•em ^etta oe eftir Ellert B. Schram önnur, er til bóta hafa horft, hafa verið reifuð af velflestum flokkunum í einhverju formi, þá oftast er þeir hafa verið í stjórnarandstöðu. Emil Jónsson, félagsmálaráðherra, sá heldur ekki ástæðu til að elta ólar við þessar hugleiðingar Halldórs, kvað hitt vera aðalatriðið að málið væri komið á það stig, sem raun væri á. Ráðherrann kvað höfuðástæðuna fyrir þessu frumvarpi vera þá að öldruðu fólki færi sífellt fjölgandi i hlut falli við fólksfjöldann í landinu. Nauðsynlegt væri því að skapa því viðunandi húsnæði. Með frumvarpinu væri stuðlað að auknum lánum og styrkjum til byggingar íbúða fyrir aldrað fólk. Aðalhugmyndin væri sú, að sveitafélögin byggðu þessar íbúðir, eða hefðu forgöngu þar um, en éinnig gætu einstakling- ar ráðizt í þær. Aðaltekjustofn- inn væri happdrætti aldraðra sjó manna, en i áðurnefndu frum- varpi væri fyrirhugað að 40% af hagnaði happdrættisins rynni til byggingarsjóðs aldraðs fólks Úr honum væri síðan lánað allt að 50% af kostnaðarverði ibúða. Ýmsir tóku til máls um frum- varp þetta, en mesta athygli vakti ræða Hannibals Valdimars sonar, forseta Alþýðusambands fs!.. bess manns. sem telúr sig helzta málsvara „minnimátt- anna“ í þjóðfélaginu. Frá honum andaði beinlínis köldu í garð þessa frumvarps. Hann kvaðst ekki hafa trú á því að það yrði neitt stórmál, eða kæmi að miklu gagni, og klykkti út með þvi að lýsa því yfir, að hann hefði orðið mun glaðari ef stofnaður hefði verið bygg- ingarsjóður fyrir’ ungt fólk. í umræðum Hannibals um mál ið kom það fram, að annaðhvort hafði hann ekki lesið frumvarp- ið ellegar hann sneri vísvitandi út úr. Málalengingar og fullyrð- ingar, sem hann viðhafði, báru ekki annað með sér. T. d. beindi hann þeirri fyrirspurn til ráð- herra, hvort nokkur trygging væri fyrir því, að þegar gamalt fólk, sem fengið hefði lán úr byggingarsjóðnum og hefði kom ið sér upp íbúð, létist, að við- komandi íbúð gengi þá kaupum og sölum og færi síðan til yngra fólks? (Ráðherrann benti Hanni- bal á, að í lögunum væri bein- línis ákvæði sem kæmi í veg fyrir slíkt) Enn fremur lýsti Hannibal tortryggni sinni á, að gamalt fólk, sem á annað borð ætti ekki íbúð, hefði nokkurn dug í sér til að ráðast í íbúða- kaup á sínum efri árum, og yfir- ieitt hélt Hannibal, að frumvarp þetta, ef að lögum yrði, mundi ekki að nokkrum notum koma, Framh ð bls 5 0

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.