Vísir - 16.03.1963, Blaðsíða 6
6
. VIS IR . Laugardagur 16. marz 1963.
►
72 stunda leit að
gúmmíbáti
Bankaþjónusta
Framhald af bls. 16.
Útibúið að Gimli i Grindavík verð
ur opið tvisvar í viku, á mánudög
um og fimmtudögum kl. 2—4.
Forstöðumaður þessara stofnana
verður Ari Jónsson og gjaldkeri
Jens Sörensen, en þeir hafa báðir
starfað sem fulltrúar við aðalbank
ann í Reykjavík.
Afgreiðslur Landsþankans í
Keflav. og Grindav. annast ýmiss-
konar bankaviðskipti. Útibúið í
Grindavík mun taka við fé til á-
vöxtunar í sparisjóðsbækur og í
ávísanareikninga. Báðar afgreiðsl-
urnar munu taka við innborgun-
um og innleysa tékka og hlaupa
reikninga í aðalbankanum og úti
búum hans. Afurðalán verða af-
greidd og innheimtustarf fyrir aðal
bankann unnið og þá annast af-
greiðslurnar kaup og sölu erlends
gjaldeyris og önnur erl. viðskipti.
Viðskipti Suðurnesjamanna og
þá sérstaklega útgerðarmanna hafa
í mörg ár verið mjög mikil. Nú
sem stendur eru um 60 vélbátar
á Suðurnesjum yfir 20 tonn að
stærð f viðskiptum við Landsbank
ann og um 30 stórar og smáar
fiskvinnslustöðvar.
/Eskulýðsvika í
Laugarneskirkju
Vikuna 17.— 24. marz efna
K.F.U.M. og K.F.U.K. til æskulýðs-
viku í Laugarneskirkju. Slíkar æs-
kulýðsvikur hafa verið haldnar
þar árlega um nokkurt skeið og
hafa notið mikilla vinsælda. Þá eru
Laugarneskirkja.
haldnar samkomur í kirkjunni á
hverju kvöldi kl. 8.30.
Á fyrstu samkomunni talar séra
Bjarni Jónsson, vígslubiskup, ásamt
fleirum. Á hverju kvöldi verður
mikill almennur söngur og enn-
fremur kórsöngur eða einsöngur.
Æskulýðsvikunni lýkur svo
sunnudaginn 24. þ.m. Kl. 2 verður
guðsþjónusta með altarisgöngu og
prédikar sóknarpresturinn. Um
kvöldið verður lokasamkoma æsku-
lýðsvikunnar og talar þá Sigur-
björn Einarsson, biskup, ásamt
fleirum.
Stjórnandi vikunnar verður Ást-
ráður Sigursteindórsson, skóla-
stjóri.
Margir, sem sótt hafa æskulýðs-
vikurnar í Laugameskirkju undan-
farin ár minnast þaðan indæila
stunda. Er ekki að efa, að margir
munu leggja leið sína þangað
næstu viku. Ungt fólk er sérstak-
lega velkomið, og ættu aðstand-
endur unglinga að hvetja þá sér-
staklega til að sækja samkomur-
nar. Það er reynsla margra, að
betra veganesti getur enginn fengið
út í lífið en þann boðskap fagnað-
arerindisins, sem þar verður fluttur
Námskeið
fyrir leik-
stjóra
Norræna leikhúsráðið gengst fyr
ir námskeiði fyrir leikstjóra í vor.
Námskeiðið verður haldið í V.asa
í Finnlandi dagana 16.— 29. júní
n.k. Stjórnandi námskeiðsins verð
ur danski leikstjórinn Sam Besek
ow. Meðal annarra kennara verð-
ur hinn þekkti leikstjóri Michel
St. Denis. Þátttakendur séu ekki
eldri en 40 ára. Námskeiðið er
ókeypis en þátttakendur verða
sjálfir að greiða uppihald, sem á-
ætlað er sænskar kr. 350.00, og
fargjald, sem mun vera um 12
þús. ísl. kr. með flugvél fram og
til baka.
Tveir þátttakendur geta komizt
frá íslandi.
Umsóknir sendist fyrir 1. apríl
n.k. til formanns íslandsdeildar
Norræna leikhúsráðsins, Guðlaugs
Rósinkranz, Þjóðleikhússtjóra.
Dimmuborgir. — Myndin er af Sigríði Hagalín og Stefáni Thors úr
einu atriði leiksins Dimmuborgir, sem sýndur er i Þjóðleikhúsinu um
þessar mundir. Þetta er fyrsta leikrit Sigurðar Róbertssonar, sem sett
hefur verið á svið, en áður hafa komið út eftir hann tvö leikrlt. Næsta
sýning verður annað kvöld (sunnudag). Leikurinn hefur nú verið sýnd-
ur 7 sinnum.
Byrjað að veiða rauðmaga
Rauðmaginn er nú að koma
í verzlanir. Fyrsti rauðmaginn
kom frá Húsvikingum, en þeir
eru oft á undan Reykvfkingum
að ná sér í rauðmaga. Húsvik-
ingar hafa samt fengið litla
veiði að undanförnu, en hún
virðist vera að glæðast.
Tveir bændur á Álftanesi
hafa verið með net í sjó í nokkr
ar vikur, en aflinn hefur verið
mjög lítill þangað tii í siðustu
viku. Það er heldur ekki venja
að rauðmaginn veiðist fyrr en
seinnihluta marz eða f byrjun
apríl, a.m.k. ekki svo að nokkru
nemi. í morgxm virtist ekkert
vera um rauðmaga í búðum.
Húsvíkingar sendu hingað
um 700 rauðmaga til Fiskmið-
stöðvarinnar, snemma í þessari
viku og tveir bændur á Álfta-
nesi sendu þangað um 70 rauð
maga. Söluverðið á rauðmagan
um hefur verið 12 krónur fyrir
kílóið. Þó mun vera heimilt að
selja rauðmagann dýrari, en
það hefur ekki verið gert. Fisk
búðirnar koma sér saman um
verðið á rauðmaganum.
Frá hinu nýja útibúi Landsbankans f Grindavik. Við borðið sitja Jens Sörensen gjaldkeri og Ari jóns-
son forstöðumaður.
Skip og leitarflugvél-
ar leituðu nú um miðja
vikuna í 72 tíma á Norð-
ursjó að áhöfninni af
danska fiskibátnum
Dagmar Larsen, sem
fórst á þriðjudag. Leit-
inni lauk með því að sjó
mennimir fundust á reki
í gúmmíbjörgunarbát
um 60 km. frá slysstaðn
um.
Leitin af sjómönnunum vakti
geysilega athygli í Danmörku
og var sem þungu fargi væri
létt af mönnum þegar danska
útvarpið stöðvaði allt í einu
venjulega útsendingu og til-
kynnti að gúmmibáturinn hefði
fundizt og þegar tilkynnt var
skömmu síðar að áhöfninni
þrem mönnum hefði verið bjarg
að.
Mest var gleðin á heimilum
vandamanna sjómannanna, þeg
ar fólkið heyrði allt £ einu til-
kynninguna um að gúmmíbátur
inn hefði fundizt, fólkið hafði
lifað angistarstundir í þrjá sól-
arhringa og flestir höfðu gefið
upp von um að mennirnir fynd
ust.
Mál þetta hefur enn einu
sinni vakið mikla athygli 1 Dan
mörku á notagildi gúmmíbát-
anna, en um ieið hefur verið
bent á það að nauðsynlegt sé
að koma litlum neyðar-
senditækjum fyrir í þeim. Hefði
slíkt senditæki verið I gúmmf-
"bátnum af Dagmar Larsen
hefði ekki þurft að leita í 72
klst. heldur hefði báturinn fund
izt þegar í stað.
i